Alþýðublaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 5
Eftirlit með einokun og hringamyndun . Á undanförnum árum toafa ís- lendingar því miður dregizt nokk- uð aftur úr nágrannaþjóðum !á sviði löggjafar til verndunar neyt endum gegn óeðlilegri verðlags- myndun. Hér gilda að vísu víðtæk og ströng lög um verðlagseftir- lit, sem heimila sérstakri verð- lagsnefnd að ákveða hámarksverð eða hámarksálagningu á bæði inn fluttum vörum og innlendri þjón- ústu. En grundvallaratriði þess- ara laga hafa staðið óbreytt síðan fyrir hemsstyrjöldina, er slík lagasetning var fyrst sett. Hún var sett á tímum gjaldeyrisskorts ög innflutningshafta. Gjaldeyris- skorti og innflutningshöftum fylgir vöruskortur innanlands ,en hætt er við, að í kjölfar vöruskorts sigli óeðlilegar verðhækkanir. Það var mjög eðlilegt, að reynt væri að sporna gegn þeim með hámarksverði og hámrirksálagn- ingu. Á styrjaldarárunum var verðlagseftirlitið stóraukið vegna þess sérstaka ástands, sem þá skap aðist í viðskiptam'álum öllum. Frá stríðslokum og þar til núverandi ríkisstjórn tók upp nýja stefnu í efnahagsmálum, mótaðist efna- hagskerfið yfirleitt af ramgri gengisskráningu, innflutningshöft- um og meiri eða minni gjaldeyris skorti, víðtæku ú'|flutningsbólta- og innflutningsgjaldakerfi, auk opinbers fjárfestingareftirlits. Segja má að víðtækt eftirlit með verðlagsmyndun einstakra vöru- tegunda og einstakrar þjónustu sé eðlilegur þáttur í slíku kerfi. Þeg- ar frjá^rir viðskiptahættir eru toins vegar orðnir traustir og sæmi legt jafnvægi toefur skapazt í efna- hagslífinu, eiga bein afskipti af verðlagsmyndun einstakra vöruteg unda ekki aðeins að vera óþörf, toeldur geta þau jafnvel verið skað leg, ef þau eru framkvæmd í ó- heppilegu formi. Það er t.d. aug- Ijóst, að sé verðlafjseftirlit tjll langframa framkvæmt með því að ákveða hámarksálagningu, slæv- ist áhugi kaupmannsins á því að toafa ódýra vöru á boiistólum. Hann hefur þvert á móti hags- muni af, að varan sé dýr, því að þá verður álagning hans meiri. Af þessum ástæðum og fleirum hafa allar nágrannaþjóðir breytt verðlagseftirliti sínu úr því horfi, sem það er enn í hér, um leið og þær toafa breytt skipun efnahags- mála sinna á sama toátt og (hér hefur verið að gerast undanfarin 6—7 ár. Nú eru opinber afskipti af verðlagi í nágrannalöndunum fyrst og fremst fólgin í því að koma í veg fyrir, að verðlag sé ó- eðlilega hátt veigna einokunarað- stöðu framleiðenda eða seljenda eða samtaka þeirra í því skyni að halda uppi óþarflega háu verðlagi. Hefur löggjöf um þetta efni gefizt vel annars staðar og mikil reynsla fengizt í þessum efnum. Ríkisstjórnin hefur talið tíma- bært, að athugaðir séu möguleik- ar á setningu slíkrar löggjafar hér á landi. Hér toafa margir aðilar toagsmuna að gæta, launþegasam- itök, neytendasamtök, kvenfélög, samtök kaupmanna, iðrekenda og vinnuveitenda og stjórnmálaflokk- arnir, auk embættismanna, sem um mál þessi f jalla. Fyrir skömmu skipaði viðskiptam'álaráðuneytið fjölmenna nefnd til þess að fjalla um þessi mál og voru aðilar þeir, sem ég nefndi, beðnir um að til- nefna fulltrúa í nefndina, sem starfa mun undir formennsku Þór- halls Ásgeirssonar ráðuneytis- stjóra í viðskiptamálaráðuneytinu. Jafnframt hefur tekizt að fá hing- að til lands einn af helztu embætt ismönnum þeirrar stofnunar í Dan mörku, sem um þessi mál fjallar, Adolf Sonne, skr(ifstofustjóra í GYLH Þ. 6ÍSLAS0H LAUGARDAGSGREIN Einokunareftirlitinu í Kaupmanna höfn. Mun toann starfa með nefnd- Snni í mánaðartíma, skýra frá skipun þessara mála á Norður- löndum, aðstoða við samningu frumvarps um þessi efni og gera tillögur um tilhögun framkvæmda. •Ætti frumvarp um þetta efni að geta verið til á næsta hausti, ef sæmileg samstaða næst um meg- inatriði í nefndinni. Hér er um at- hyglisvert mál að ræða, sem von- andi fæst á farsæl lausn. ÁBERANDI er hvað stóru bátarn ir bera meira úr býtum en þeir Utlu þ.e. bátar 20 til 100 lesta. Ósk andi væri að eittlivað væri hægt að hlynna að smærri bátunum því algjört atvinnuleysi vofir yfir frysti húsunum í Reykjavík að sumrinu ef þessir bátar hverfa alveg. Það má segja að það sé alger draum óramaður sem lætur sér detta í hug að kaupa bát af þessari stærð í dag, og ætla sér hagnað af. að mjög vel á þessum stutta tíma sem hann hefur verið að. Af þorskanótabátunum er held ur lítið að frétta, þeir skrapa nokk ur tonn á dag þá sjaldan sem gef ur. Algengasti afli þeirra yfir alla vertíðina er 150—200 tonn, sem einhverntíma hefði þótt lé- legt á svona stór skip. Örn HE. er við Noreg og var meiningin að veiða síld en þar hafa verið stöð ugar ögæftir. Örfirisey RE. tók uppl atvinnulífinu í verkunar- stöðvunum eins og er. Þormóður Goði landaði 413.5 lestum í Reykja vík og Víkingur um 410 lestum á Akranesi. Þá er Sigurður að landa um 420 lestum um þessar mundir. Afli þessara togara hefur fengizt við A-Grænland. Maí er á þeim slóðum og er síðast fréttist var hann kominn með um 200 tönn af þorski og mun hann eiga að sigla með það og fara í slipp úti. Þor kell máni var í dag fimmtudag ails 23/4 24/4 25. apríl 26. apríl 27. apríl alls Ásberg 106.990 5.470 17,220 26.040 155.720 Ásbjörn 398.000 28.680 626.680 Ásgeir 537.040 17,640 14.210 618.890 Ásþór 641,640 16,330 31.900 689.870 Hafþór 269.680 10.830 4.900 11.590 297.000 Helga 510.410 18,150 20.000 548.560 Helga II. 383,070 22.170 21.660 426.900 Húni II. 470,130 47.350 517.480 Ól. Bekk 314.300 314.300 Sig. Bj. 23.910 9.670 33.580 Aðalbj. 88,410 1.770 1.160 91.340 Ásbjörg 126,470 1,420 1.880 129.770 Blakkur 299,190 23.170 322.360 Fróði 160.080 1.600 3.880 165.560 Geir 143,010 0,220 6.070 149.300 Hrönn II. 60,280 60.280 ísl. II. 129,170 0,890 2.030 132.090 Kári Söl. 222.160 17.290 239.450 Sjóli 217.990 0.590 218.580. Smári 98.650 0,460 3.220 102.330 Sædís 354.590 7.140 21.950 3.170 ' 386.850 Valur . 143.080 0,400 4.320 147.800 Víkingur 208,260 7.040 12.090 227.390 Þór. Ól. 127.420 5.890 6.620 139.930 Eins og sjá má er vertíðin ekki gæfuleg hjá allflestum bát unum. Ásbjörninn hefur sigið tölu vert á og er Valdi á Ásþór kom inn í hættu með að verða aflahæst ur. Ármann á Helgu II. hefur fisk loðnunótina á mánudag og ætlaði austur að Langanesi á loðnuveið ar en ekki hef ég frétt af árangri. TOGARARNIR: Afli togaranna hefur verið með bezta móti und- anfarið og má segja að þeir haldi kominn með um 120 lestir, mest' þorsk. Sýnilegt er að stærri skip in bera af við veiðar á fjarlæg um miðum og er því nauðsynlegt fyrir okkur að drífa okkur í því að endurnýja togaraflotann. Þó hægt sé að tala um bókfært tap á togurunum þá er ég hræddur um að tapið á verkunarstöðvun um og að ekki sé talað um frysti húsin yrði öllu meira ef þessi þjóðþrifatæki, sem togararnir eru, 'eiga eftir að deyja út. Sölurnar í Englandi hafa verið með mikl um ágætum. Egill Skallagrímss seldi í Hull á mánudaginn 216 tonn fyrir 19.,288 pund. Harðbakur seldi 207 tonn fyrir 17,639 pund, Jón Þorláksson seldi á miðvikud. 106 tonn fyrir 10.131 pund og I. Arn_ ars. seldi á fimmtud. 150,5 t. fyr- j ir 13.912 pund. Úranus komst ekki að eins og ætlað var og bíður með um 145 tonn. í næstu viku selja með vissu þeir Kaldbakur og Surprise og miklar líkur einn ig á að þeir Sléttbakur og Maí selji afla sinn ytra. Iíallveig Fróðadóttir hefur leg ið hér við bryggjurnar í um eitt ár. Er hún búin að vera í klössun og einnig þurfti að senda gírinn Frh. 10. síðu. MINNING: Karl V. Kjartansson í DAG verður gerð frá Kefla víkurkirkju útför Karls Vil- hjálms Kjartanssonar. En hann lézt í Sjúkrahúsinu í Keflavik 21. þ.m. eftir erfiðan sjúkdóm, sem hann bar með frábærri hug- arró og karlmennsku. Karl var fæddur í Stykkis- hólmi 7. apríl 1915 og var því iiýlega orðinn 52 ára að aldri. í Stykkistoólmi bjuggu þá foreldr- ar hans, Kjartan Ólason nú skrif stofumaður hjá Rafveitu Kefla- víkur og kona hans Sigríður Jóns dóttir. Með foreldrum sínum flutt- ist Karl til Keflavíkur 1928 og þar átti hann heima síðan. Karl var elztur af 8 systkinum. Eitt þeirra, Ra'gnar, dó í bernsku en 6 eru nú á lífi: Sigtryggur, Ólafur, María, Jón Ragnar Ás- berg og Lúðvík, öll í Keflavík, og ívana, búsett í Bandaríkjunum. Karl byrjaði snemrna að vinna öll algeng verkamannastörf liér í Keflavík, og þá fyrst og fremst við sjóinn. Hann var landmaður við vélbátana hér og sýndi þar sem annars staðar sérstakan dugn að og trúmennsku í störfum. Um 15 ár vann hann á Keflavíkur- flugvelli. Var hann þar flokks- stjóri og vann sér traust yfir- manna sinna fyrir skyldurækni og reiglusemi í störfum. Fyrr á árum vann hann oft við síldarsöltun á Siglufirði. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Theódóru Ásu Þórarins- dóttur frá Lundi í Vestmanna- eyjum. Þau giftust 4. júlí 1949 og stofnuðu heimili, snoturt og aðlaðandi í íbúð sem Karl hafði byggt á efri hæð toússins, Klapp- Karl V. Kjartansson arstíg 8 í Keflavík og þar áttu þau heima siðan. Þau áttu einn son, Kristján Þór. Hann er fæddur 29. apríl 1957 og er því 10 'ára í dag. Áreiðanlega verður þessi dagur Kristjáni litla ávallt minnisstæð- ur, er hann nú á tíu ára af- mælisdeginum kveður hinztu kveðju ástkæran föður, er var honum svo ástríkur Ojg umhyggju samur. Var sambúð þeirra hjóna rrieö ágætum og þau afar samhent úm toeill heimilisins, enda var Karl umhyggjusamur heimilisfaðiri, sem allt vildi í sölur leggja fytir sína fjölskyldu. Hér er kvaddur verkamaður starfsfús og starfsglaður, sem var ávallt stétt sinni til sóma með skyldurækni sinni og reglusepii. Enda var hann alltaf virtur og Framhald á 10. síðu. ALÞÝÐUBLAÐiÐ 5 29. apríl 1967

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.