Alþýðublaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 2
GERHARDSEN iíHÓTAR ÚRSÖGN l! ÚR MIÐSTJÓRN OSLO, 23. maí (NTB) — Eftir harða orðasennu var Haakon Lie endurkjörinn ritari norska Verkamanna- flokksins á landsfundi flokks ins í dag þrátt fyrir mót- mæli Ejnar Gerhardsen fv. forsætisráðherra, sem lýsti fnn yfir eftir atkvæðagreiðsl una að hann mundi segja sig úr miðstjórn flokksins. Fyr- ir eindregin tilmæli for- manns kjörnefndar flokks- ins, Thor Aspengren, fékkst Gerhardsen þó til þess að gefa kost á sér til endur- kjörs sem mvðstjórnarmeð- limur, og var því ákaft fagn- að af fundarmönnum. Haakon Lie hlaut 182 at- kvæ0i en 92 skiluðu auðu. Trygve Brateli var endur- kjörinn formaður flokksins, Reiulf Steen varaformaður og Reidar Hirsti ritstjóri Arbeiterbladets. Halvard Lange fv. utanríkisráðherra vék úr miðstjórninni að eíg- in ósk, og voru honum færð- ar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu flokksins. Þeir sem beittu sér gegn endurkjöri Haakon Lies sögðu, að þeir vildu sameina öll róttæk öfl undir merki Verkamannaflokksins, en þap sem kjörnefnd flokksins hafði ekki stungið upp á' neinum öðrum manni í rit- araembættið auk Lies, urðu andstæðingar Lies að skila auðu. Einn fundarmanna sagði, að það væri maður- inn frekar en stefnan, sem um væri deilt, en þó mun ýmsum hafa þótt Lie of treg til samvinnu við Sósíal- [ska þjóðarflokkinn og til fordæma Bandaríkin fyr- ir stefnu þeirra í Vietnam. H^akon Lie hefur beitt sér Framhald á 14. síðu. Sauðárkrókskaup staður tvítugur í DAG, 24, maí, eru liðin 20 ár síðan Sauðárkrókur fékk kaup- staðaréttindi, jafnframt eru liðin nær 110 ár síðan verzlunarstaður var löggiltur þar. En það var með opnu bréfi 27. maí 1875 og gilti frá 1. jan. 1858. Aðalforgöngumaður þess var Jón Samsonarson, bóndi Keldudal í Hegranesi, sem Þá var alþingismaður Skagfirðinga. Það var þó ekki fyrr en alllöngu síðar, sem byggð (hófst á staðnum, eða árið 1871. Þá flutti þangað Ámi Árnason, klénsmiður. Er hann því fyrsti landnámsmaðurinn. Árið 18 72 fékk Hallur Ásgrímsson út- mælda verzlunarlóð á Sauðár- króki, og setti þar á stofn fyrstu verzlunina. Eftir það jókst byggð- in ár frá ári, að vísu hægt, en þó alltaf í áttina. Og nú 'á 20 ára kaup staðarafmælinu eru íbúarnir rétt um 1400. Smám saman varð Sauð- árkrókur miðstöð skagfirzkra byggða, og er það kannski fyrst Og fremst nú á síðari árum, og þá sérstaklega sem verzlunarstaður. Eins og annars staðar hefur hverskonar þróun orðið örust á seinustu árum, mikið hefur verið byggt, hlutfallslega miklu rneira en íbúatalan ein virðist gefa til- efni til. Nær allt fjölskyldufólk býr í sínum eigin íbúðum, og þrátt fyrir fremur erfltt atvinnuástand er þessi eini skagfirzki kaupstaður stolt síns héraðs og miklar vonir eru tengdar við framgang hans. Fyrir stuttu var tekið í notkun nýtt héraðssjúkrahús, sem gnæf- I ir yfir bæinn á Sauðárhæð. Var það eitt mesta framfaraspor sem stigið hefur verið á síðari árum. Og Skagfirðingar eru lánsamari en margar aðrar byggðir með sína lækna og heilbrigðisþjónustu. Ól- afur Sveinsson sjúkrahússlæknir og Friðrik Friðriksson héraðslækn ir njóta allra hylli. Nítján ára gamalt skólahús með sex almennum kennslustofum, sem reist var fyrst og fremst fyrir starfsemi barnaskólans er orðið of litið. Enda er gagnfræðaskólinn Framhald á 14. síðu. NORRÆNI LEIKSTJÖRA NÁMSKEIÐ Rvík, SJÓ. N.k. fimmtudag hefst í Lindar- bæ norrænt leikstjóranámskeið, sem stendur yfir til 2. júní. í þessu námskeiði taka þátt leilc stjórar frá öllum Norðurlöndun- um, auk forráðamanna þekktra leikhúsa frá Noregi, Danmörku og Finnlandi, en sænski fulltrúinn gat ekki mætt. Einnig kemur Joan Littlewood frá London, en hún er kunn fyrir vandaðar uppfærslur á mörgum þekktum leikritum. Þá kemur einnig höfundur leikrits- ins Hunangsilmur, Shelagh Dela- ney og verður hún viðstödd sýn- ingu á leikritinu hér. Á þessu leikstjóranámskeiði verða sýnd nokkur leikrit, sem hafa verið frumsýnd á þessu leik- ári eða hafa gengið hér undanfar- in ár, s.s. Dúfnaveizlan, Prjóna- stofan Sólin, einþáttungar Dario Fo, Fjalla-Eyvindur, Hunangsilm- ur, Marat-Sade og Hornakórallinn. Þetta námskeið er eingöngu fyrir, þátttakendurna. Framhald á 14. siðu. tunnu og stemvegg Aðfaranótt sl. laugardags ók drukkinn ökumaður á Akranesi bifreið sinni á umferðarmerki við húsið Skagabraut 50. Við árekstur inn missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni. RaJcst hún fyrst á olíu- tank en síðan á öskutunnu. Bif- reiðin stórskemmdist. Nánari tildrög voru þau, að að- faranótt laugardags var bifreiðin É-53 frá Akranesi á leið inn í bæ- inn. Var henni ekið á miklum hraða. Þegar bifreiðin var á móta við húsið Skagabraut' 50, rakst hún á umferðarmerki sem þar er. Vi8 ákeyrsluna missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni með þeim af- leiðingum að hún lenti á' olíutank við húsið. Tankurinn sprakk við höggið og flæddi olían um allt. Síðan lenti bifreiðin á öskutunnu, en ekki stöðvaðist bifreiðin fyrr en hún rakst á steinvegg, sem um- lykur húslóðina. Braut hún niður hluta veggjarins. Þar staðnæmd- ist bifreiðin með framhlutann uppi á steinveggnum og sneri þá öfug við fyrri akstursstefnu sína. Bifreiðin stórskemmdist' við á- rekstrana, má telja hana gjör- ónýta. Þegar lögreglan kom á vett- vang, lá ökumaðurinn illa á sig kominn í aftursælinu, en hann var með öllu ómeiddur. Meðfylgjandi Ijósmynd sýnir bifreiðina E-53, er hún hafði stanz að á húsveggnum eftir hina all- sögulegu ferð. Ljósm. Hdan. 2 24. maí 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.