Alþýðublaðið - 24.05.1967, Page 11

Alþýðublaðið - 24.05.1967, Page 11
m »-itWg> wr w ow twtm twrwi HEARTS - ÚRVAL kl. 20,30 í kvöld: Tekst úrvalinu að skora í kvöld? ÞRIÐJI og síðasti leikur skozka atvinnumannaliðsins Hearts hér að þessu sinni fer fram á' Laug- ardalsvellinum í kvöld og hefst kl. 20.30. Liðið leikur við úrvals- lið landsliðsnefndar. Liði'ð er skip að sem hér segir: Markvörður, Guðmundur Péturss. H. bakv.: Árni Njálsson (fyrirliði) V. bakv.: Jóhannes Atlason H. fram.: Magnús Torfason, Mið framv.: Sigurður Albertsson, V. framv.: Högni Gunnlaugsson. V. framh.: Kári Árnason, H. innh.: Hermann Gunnarsson, Mið framh.: Ingvar Elíasson, V. innh.: Eyleifur Hafsteinsson, V. úthe.: Elmar Geirsson. Varamenn: Kjartan Sigtryggsson, Guðni Kjart ansson, Ársæll Kjartansson, Björn Lárusson. Það er víst bezt að hafa sem fæst' spádómsorð um þetta lið, en það lítur nokkuð vel út á pappírn- um. SI6UR OG JAFNTEFLIÍBA I VESTMANNAEYJUM VESTMANNAEYINGAR og Ak- ureyringar háðu um helgina bæj- arkeppni í knattspyrnu, og fór leik urinn fram í Eyjum í blíðskapar- veðri. Fóru Akureyringar með sig- ur af hólmi, skoruðu 6 mörk gegn 2 Eyjamanna. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og höfðu Eyjamenn þá í fullu tré við Norðanmenn en staðan í há'lfleik var 2—1 Akur- eyringum í vil. Síðara markið var þó skorað úr meira en vafasamri vítaspyrnu. í síðari hálfleik náðu Akureyringar góðum tökum á leiknum og tóku að skora hvert markið á fætur öðru. Var þar at- hafnasamastur hinn fljóti og leikni Kári Árnason en hann skoraði 4 af mörkum Akureyringa en Skúli Ágústsson skoraði hin tvö. Mörk Eyjamanna skoruðu þeir Sigmar Pálmason og Geir Ólafsson. Sigur Akureyringa var í alla staði verð- skuldaður en þó full stór eftir gangi leiksins. Liðin reyndu aftur með sér dag inn eftir og var það gestaleikur. Framhald á 15. síðu. GOLF FYRSTI kappleikur Golfklúbbs R- víkur fór fram á Grafarholtsvelli laugardaginn 20. maí og var keppt um svokallaðan Amesonsskjöld, en sú keppni er 18 holu höggleik- ur með forgjöf. Þátttakendur í keppninni voru 21, en sigurvegari varð Eiríkur Helgason og er árangur hans mjög góður. 1. Eiríkur Heligason 57 högg 2. Svan Friðgeirsson 68 högg 3. Vilhjálmur Einarsson 71 högg 4. Kári Elíasson 72 högg Án forgjafar varð árangur 3ja bestu manna þessi: Eiríkur Helgason 87 högg Kári Elíasson 87 högg Viðar Þorsteinsson 88 högg Golfvöllurinn í Grafarholti er nú orðinn allgóður og fer dag- batnandi. Næstkomandi Iaugardag, 27. maí kl. 13.30 hefst' Hvítasunnu- mótið og má búast við mikilli þátttöku í því, en væntanlegir keppendur geta skráð sig á lista, sem nú þegar liggur frammi í golfskálanum. Sveinamót Reykja- víkur háð 1. júní Á þessari mynd eru Skotarnir I þverslána í þetta sinn. Mynd; BB. Sveinameistaramót Reykjavíkur í frjálsum iþróttum fer fram á Melavellinum fimmtudaginn 1. júní. Keppt verður í eftirfarandi greinum: 60 m hlaup, 300 m hlaup, 600 m hlaup, hástökk, langstökk, stangarstökk, kúluvarp, kringlu- kast, sleggjukast, 4x100 m boð- hlaup. Þátttaka er heimil öllum piltum fæddum árið 1951 og síðar. Þátt- ákafri sókn, en boltinn fór yfir j takendur mæti til skráningar kl. I 7 keppnisdaginn. FÍRR ■ ■ ■ Myndin er frá leik Hearts og Vals í fyrrakvöld. Gunnlaugur Hjálm- arsson markvörður gómar boltann. 17. júnímót frjáls- íþróttamanna ÞJÓÐHÁTÍÐARMÓT frjálsíþrótta manna fer fram á íþróttaleikvangi Reykjavíkurborgar í Laugardal dagana 15. —17. júní 1967. Keppt verður í þessum íþróttagreinum: Föstudagur 16. júní: 200 m hl. karla, 400 m hl. karla, 1500 m hl. karla, 3000 m hlaup karla, 4x100 m boðhlaup karla, 400 m grinda- hl. karla, 4x100 m boðhl. sveina, 200 m hlaup kvenna, 400 m hlaup drengja, langstökk karla, þrístökk karla, hástökk kvenna, spjótkast drengja, sleggjukast, kringlukast. Laugardagur 17. júní: 100 m lilaup karla, 100 m hlaup kvenna, 100 m hlaup drengja, 100 m hlaup sveina, 110 m grindahlaup karla, 110 m grindahlaup drengja, 1000 m boðhlaup karla, hástökk, stang- arstökk, kúluvarp, 800 m hlaup karla. Fimmludaginn 15. júní fer-fram undankeppni í þeim greinum, sem þörf verður á. Þátttaka er heimil | öllum frjálsíþróttamönnum og konum, jafnt utanbæjarmönnum BARNADÝNUR og ROKVIDÝNUR BÓLSTURIÐJAN Freyjugötu 14, sími. 12292. sem Reykvíkingum, en þátttaka er skilyrðislaust háð tilkynningu. Tilkynningar um þátttöku ber að senda til Þórðar Sigurðssonar, pósthólf 215, Reykjavík, fyrir 1. júní n.k. Þjööhátíðarnefnd Reykjavíkivr EÓP-mótið fer fram á morgun FIMMTUDAGINN 25. þ.m. fer fram hið árlega E.Ó.P.-mót KR á Melavellinum í Reykjavík og hefst kl. 20.00. Keppt verður í eftir- töldum greinum: 1 Karlar: 100 m hlaup, 400 m hlaup, 800 m hlaup, 5000 m hlaup, 110 m grw hl. og 4x100 m boðhl., kúluvarp, spjótkast, sleggjukast, stangar- stökk og þrístökk. Drengir 17—18 ára: 100, m hlaup, 400 m hlaup, 4x 100 m boðhlaup, spjótkast. i Sveinar 14—16 ára: 100 m hlaup, 300 m hlaup, 4x 100 m boðhlaup og spjótkast'. í Stúlkur: 100 m hlaup, 80 m grindahlaup og 4x100 m boðhlaup. , 24. maí 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ J|j

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.