Alþýðublaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 5
Gylfi Þ. Gíslason: Almenningsbókasöfn og fræðslumyndasafn Árið 1963 voru sett ný lög um almennings- bókasöfn. Voru ýmsar breytingar gerðar á skipulagi opinbers stuðnings við almennings- bókasöfnin, og hann jafnframt aukinn veru- lega. Setning laganna hafði það í för með sér, að stuðningur ríkisins við almenningsbókasöfn hefur aukizt úr 1,8 miilj. kr. árið 1963 í 4,8 millj. kr. í fyrra. Eru almenningsbókasöfnin sívaxandi þáttur i menningarlífinu, og færist notkun þeirra ánægjulega í vöxt. Síðasta Alþingi samþykkti frumvarp um greiðslur af hálfu hins opinbera til höfunda fyrir notkun verka þeirra í almenningsbóka- söfnum. Hingað til hafa höfundar enga greiðslu fengið fyrir útlán bóka sinna úr al- menningsbókasöfnum. Nú var svo kveðið á, að þeir aðilar, sem standa að rekstri almenn- ingsbókasafna, þ. e. a. s. ríki og sveitarfélög, skuli skoða greiðslu þóknunar til íslenzkra höfunda fyrir útlán úr söfnunum eins og ann an rekstrarkostnað safnanna. Verður greiðslan til höfundanna miðuð við eintök bóka þeirra í söfnunum. Árleg greiðsla til höfundanna eins og nú standa sakir, mun verða um 900 þús. kr. á ári. Rennur hún í sérstakan sjóð, sem höfundarnir ráðstafa sjálfir. Árið 1961 voru sett ný Iög um Fræðslu- myndasafn ríkisins og skipulagi þess breytt í ýmsum atriðum. Áður en lögin voru sett, voru fjárveitingar til Fræðslu- myndasafnsins 250,000.— kr., en voru í fyrra 890,000.- kr. f lögum þeim um greiðslu skóla- kostnaðar, sem síðasta A1 þingi samþykkti, voru á- kvæði um, að telja megi greiðslu skólanna til Fræðslumyndasafnsins fyrir kaup á fræðslu- myndum til venjulegs skólakostnaðar. í kjöl- far þessa mun eiga sér stað mikil aukning á þjónustu fræðslumyndasafnsins við skólana, og mun það verða heilbrigðu og nýtízkulegu skólastarfi mikil lyftistöng, þar eð notkun fræðslumynda fer nú hvarvetna mjög í vöxt og þarf að stóraukast hér á landi. íslensk menvtta- mál í t 6*x fyrirtæki utanríkisviðskipta í Póllandi Áritun: A1 Jerosolimskie 44, Warszawa, Pólland hefur á boðstólnum: 15000 hluti til almennra nota, gjörðir í 300 verksmiðjum og fluttir út til 120 landa í öllum álfum heims, á sýningarsvæði pólska sýningar- skálans eru til sýnis allmargar téglmdir þessarar útflutningsvara, á hinni alþjóðlegu sýningu Kaupátefnunnar í Reykjavík. Viðleguútbúnaður, ★— íþróttaáhöld og ferðamanna búnaður, ★— reiðhjól og varahlutir reiðhjóla, ★— allskonar raftæki til heimilisnota, ★— búsáhöld hverskonar, \ \ i' \ \ # I t i ★— S útvarpsviðtæki og grammofónar, \ ★— i hljóðfæri allskonar. Vér bjóðum yður hjartanlega velkomin, að skoða sýningarvörur frá UNIVERSAL í sýningar- í skála nr. 2. í i» \ <» Telja óheppilegt aö senda ung börn til sumardvalar Á fundi sínum 10. maí sl. igerði Barnaverndarnefnd Reykjavíkur eftirfarandi ályktun. Barnaverndarnefnd Reýkjávíkur beinir þeim tilmælum til foreldra og annarra uppalenda, að þeir sendi ekki yngri börn en 6-7 ára á sumardvalarheimili, nema brýn nauðsyn beri til. Nefndin telur, að börn innan 6-7 tára aldurs hafi yfirleitt alls ekki öðlast nægilegan þroska tíl að þola margra vikna nauðsynjalausan aðskilnað við for eldra sína og heimili. Nefndin tel ur ennfremur, að þróun sú, sem átt hefur sér stað hérlendis varð andi sumardvöl ungra barna sé ó'heppiíeg frá uppeldislegu sjónar miði, en stefna beri að því að auka skilning foreldra á nauðsyn þess; að þeir annist börn sín sem mest sjálf og veiti þeim þá vernd og umhyggju, sem þau þarfnast. Þess má geta, að Barnavernd- arnefnd hefur átt viðtal við Rauða Kross íslands tíg forsvarsmenn barnaheimilisins Vorboðans þess efnis, að stefnt skuli að þvf í framtíðinni að hækka aldurslág- mark þeirra barna, sem tekin eru til sumardvalar. Jafnframt munu Rauði Kross íslands og barnaheim ilið Vorboðinn lejtast við, éftir því sem tök eru á, að stytta sum- ardvöl yngstu bamanna, senx dvelja munu á sumardvalarhéim- ilum þessara aðila í sumar, eri flest þeirra eru tekin vegna jerf- iðra heimilisáslæðna. SERVÍETTU- PRENTUN 24. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.