Alþýðublaðið - 24.05.1967, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 24.05.1967, Qupperneq 7
-segir Sigurður Guðmundsson skrifstofustjóri „Vafalaust er það svo, að mikilvægustu hags- munamál unga fólksins, sérstaklega í þessu landi í idag, eru húsnæðismál- in og menntamálin. Því ánægjulegra er, að ýkju laust má segja, að í báð- um þessum málaflokkum hafi orðið örar og mikl- ar framfarir síðastliðin fjögur ár. Og þær fram- farir verða ekki færðar öðrum til tekna en Al- þýðuflokknum og forystu liði hans.“ KOSNINGA VIÐTÖL Þannig komst Sigurður Guð- mundsson skrifstofustjóri að orði — en Ihann skipar sem kunnugt er 5. sæti A-listans í Reykjavík við komandi kosningar — er Al- þýðublaðið ræddi við hann. Við talið fer hér á eftir: — Hver telur þú helztu áhuga- og hagsmunamál unga fólksins í landinu í daff? — Áhugamál þess og hags- Sigurður Guð'mundsson. munamál eru að nokkru leyti sitt hvað. Hagsmunamál þess, þau sem brýnust eru, hygg ég að séu húsnæðismálin og skólamálin. I báðum þessum málaflokkum hafa orðið miklar oíg mikilvægar framfarir síðastliðin 4 lár og ber það til, að Alþýðuflokkurinn hef ur farið með mál þessi, mótað stefnuna og stýrt starfinu. í hús- næðismálum er nú svo komið, að húsnæðislán hækka stórlega ár frá ári og nema nú vafalaust a. m.k. Ihelmingi byggingarkostnað- ■ar á meðalíbúð. Er það mikil framför frá þvi sem var á tím- um lánsfjárkreppu Framsóknar og fhalds 1949 — 1956. Hámarks- lán Húsnæðismálastofnunar rík- isins til þeirra, sem hófu bygg- ingarframkvæmdir á sL ári og njóta hæstu lána frá stofnuninni, eru 415 þús. kr. og verða a.m.k. 430 þús. kr. á yfirstandandi ári. Þessi lan nema sennilega um heimingi kostnaðarverðs meðal- stórra íbúða en auk þeirra koma ýmis önnur lán oft til, svo sem lífeyrissjóðslán, byggingarsjóðs-' lán ýmissa kaupstaða, föst lán sparisjóða o.s.frv. Af þessu má sjá, að mjög hefur rætzt úr í húsnæðismálunum, þótt enn megi beíur. Einkum þarf að ein- beita sér að lækkun byggingar- kostnaðar, þróun byggingariðnað arins, framleiðslu og félaigslegu eignarhaldi leiguíbúða, frekari fjármögnun íbúðabygginga, lána starfsemi til kaupa og endumýj- unar á eldri íbúðum og sérstakri lánastarfsemi til þeirra, sem enn eiga hálfkaraðar íbúðir frá tím- um lánsfjárkreppunnar miklu 1949—1956. Hverjum heilskyggn um manni hlýtur að sýnast sem þeim verði bezt trúað fyrir áfram haldandi þróun þessara mála, er bezt hafa unnið henni síðustu árin. Það fer ekki milli mála. í skóla- og menntamálum hafa orðið stórstígar framfarir hin síð ustu árin. Ný iðnfræðslulöggjöf hefur komið til skjalanna sem hlýtur að valda byltingu á sviði iðnfræðslunnar í landinu; kom- ið hefur verið á fót tækniskólum í landinu, sem eiga eftir að þykja einhver merkasti áfangi á leið ís- lendinga til nýrra þjóðfélags- hátta. Geysimikíu fé hefur verið varið til .byggingar barna- og gagnfræðaskóla, auk kennslunn- ar sjálfrar. Fjölgað hefur verið menntaskólum í landinu og bet- ur búið að þeim, sem fyrir hendi voru. Síðast en ekki sízt hefur Háksóli íslands verið stórefldur að byggingum og kennarastólum. En þótt svo vel hafi nú til tek- izt má enn betur. Einkum má benda 'á nauðsyn þess, að öllum höndum íslendinga sé stjórnað af kunnáttu, færni og þekkinlgu. Til þess að það verði þarf mikil menntun að koma tU, ekki aðeinsi fyrstu árin, heldur alla ævi. Gera þarf mönnum eftirsóknarvert að Frh. á 10. síðu. ATHYGLISVERÐ HUGMYND MJÖG er athyglisverð hug- mynd sú, er Ingvar Ásmunds- son menntaskólakennari setti fram hér í blaðinu á sunnu- daginn var. Þar leggur hann til, að skólaárið verði lengt í tíu mánuði úr sjö, en með þeim hætti myndi nám ís- lenzkra langskólamanna stytt- ast að miklum mun. Jafnframt gerir Ingvar að tillögu sinni, að íslenzkum langskólamönn- um verði greidd námslaun eins og viða tíðkast. Skólanám og önnur mennt- un skiptir íslendinga miklu. Þess vegná er okkur nauðsyn- legt að íhuga breytingar og framfarir í skipulagi þeirra mála. Þar er áreiðanlega þörf hagræðingar eins og á fleiri sviðum þjóðfélagsins. Hug- mynd Ingvars Ásmundssonar er þvi harla tímabær. Hagræðing námsins. íslendingar Ijúka yfirleitt langskólanámi eldri en tíðkast með öðrum þjóðum. Þeir kom- ast þess vegna seinna til starfa en vera myndi, ef hug- mynd Ingvars yrði að veru- leika. Sú hagræðing námsins er næsta álitleg. Annað myndi vinnast með þessari skipulagsbreytingu: Skólanámið yrði mótaðra og virðing fyrir því meiri. íslend- ingum þarf að skiljast, að nám sé vinna, sem skilar einstákl- ingum og samfélagi dýrmætum árangri, en ekki leiðinleg til- ætlunarsemi við ungt fólk. Nú- tíminn krefst i þessum efnum annarrar skipulagningar en fortiðin. Hagræðingin segir víst aUs staðar til sín. s Blessunarleg fjárfesting. Nú er hafin fræðileg rann- sókn á íslenzkum skólamálum, Kommúnistör orönir að hreinu viðundri Rætt vi9 Grétar Snæ Hjartarson skrifstofustjóra — Hvað viltu segja mér um kosningarnar? — Ég hef fulla ástæðu til að vera bjartsýnn fyrir hönd Al- þýðuflokksins. Alþýðuflokkur- inn hefur aldrei rekið neina yfirborðspólitík, en mér sýnist hann hafa góða vígstöðu al- mennt og vera líklegur til fylgis aukningar meðal yngra íólks- ins. — Hver er þín skoðun um lækkun kosningaaldurs? — Mér finnst sú lækkun rétt- mæt, tel að það mætti vel lækka hann niður í nítján ár a.m.k. — Telurðu að það muni hafa mikil átorif á stjórnmálaþróun- ina að við höfum nú um sex lista eða flokka að velja? — Ekki sérlega mikil, svona lagað er líka mest stundarfyrir- bæri. Hins vegar get ég ekki neitað því að mér finnst sú þró- un málanna sem fram er komin hjá kommúnistum vera ærið lær dómsrík. Þeir hafa verið að kljúfa Alþýðuflokkinn annað slagið í hartnær fjörutíu ár og alltaf látið svo sem þeir væru öllu að bjarga. En nú standa þeir þannig uppi að þeir hafa enga línu og enga stefpu, og allt það sem þeir gerðu að mestum ágreiningsefnum við A1 þýðuflokkinn er fokið út í veð- ur og vind, því hefur verið kast að af lærifeðrum þeirra í Rúss- landi. Og nú þegar höfuðpostuli þeirra axlar sín skinn þá*standa þeir uppi sem algert viðundur, margklofnir, ekki út af stefnu- Framhald á 15. síðu. Gretar Snær Hjartarson. og ber sannarlega að fagna þeirri nýjung. Tillaga Ingvars Ásmundssonar kemur vissu- lega til athugunar i því sam- bandi. Reikningsdæmi hans mun ekki eins stórt og virðist í fljótu bragði, en við hug- mynd hans eru bundnar vonir um markvissara og samfelld- ara nám. Sá tími, sém þannig sparast, er mikils virði. Hitt mun þó aðálatriði, að ýmis konar vandi kennara, nemenda og foreldra kynni. að leysast og skólarnir að verða farsælli menntastofnanir og áhrifaríkari. Þess er ærin þörf með þjóð, sem hlýtur að telja menntun æskunnar blessunar- lega fjárfestingu. 24. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.