Alþýðublaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 10
Byggðaáætlun fyrir Suðurland: Tengja þarí landshöfnina í Þorlákshöfn byggðarlaginu Eftir Unnar Stefánsson A SUÐURLANDSUNDIR- LENDI er e,kki um að ræða neina sérstaka erfiðleika í atvinnumál- um. Engu að síður er þó mikil þðrf á skipulegri áætlunargerð fyrir Suðurlandsundirlendi í heild. Slík áætlunargerð ætti að ná' yfir Árnessýslu, Rangárvalla- sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Ég tel brýna nauðsyn bera til, að ekki dragist lengi úr þessu að hafizt' verði handa um slíka á- ætlunargerð. Ber þar margt til. í hverju er byggðaáætlun fólgin? Aður en bent er á einstök við- fangsefni slíkrar áætlunargerð- ar, er eðlilegt að spurt sé, hvers megi af slíkum vinnubrögðum vænta. Það þarf, til dæmis, ekki neina áætlunargerð til að taka um það á'kvörðun, að byggja skuli Suðurlandsveg frá Reykja- vík austur að Selfossi eða austur að Skeiðavegamótum úr varan- legu efni. Eða, að ákt'eða 'að halda áfram hafnargerð \ Þor- lákshöfn. Hér er þó um miklu viðameira mál að ræða. Gerð landshlutaá'ætlunar .er fólgin í því að rannsaka fræðilega vanda- mál byggðarlagsins, að leita eft- ir þörfum þess að kveða á um Ieiðir þeim til lausnar. Þar geta ýmsir þættir komið til álita. Á grundvelli slíkra heildarathug- ana eða úttektar á náttúrugæðum og framleiðslugetu er síðan skipulega og markvisst unnið að því að ætla hverju byggðarlagi þann bá's í framleiðslustarfi og félagskerfi þjóðarbúskaparins, sem henta þykir. Allar ákvarð- anir eru teknar að vel yfirveg- uðu máli og leitað samráðs við fulltrúa byggðarlaganna, stétta og starfshópa. í slíku áætlunarstarfi er í senn fjallað um atvinnumál og opin- berar framkvæmdir á' sviði sam- göngumála og mannvirkjagerðar, í menntamálum og alhliða menn- ingarmálum. í stuttu máli má segja, að aðalatriðið sé að skoða verkefnin í heilstæðu samhengi hvert við annað með framtíðar- sýn í huga. Á þessu sviði eru brýn úrlausn- arefni á' Suðurlandi. Staða Þorlákshafnar í hérað- imu og tenging hafnarinnar við byggðarlagið. Ef litið er til sjávarins, blasir við það verkefni, að ákvarða stöðu landshafnarirmar í Þorláks- höfn gagnvart héraðinu og með hvaða hætti skuli haga tengingu hafnarinnar við byggðarlagið, sem höfnin á að þjóna. Látum svo, að ákveðið sé að leggja Suð- urlandsveg stytzu leið um Hell- isheiði frá Rvík að Selfossi. Með því er ekki verið að véfengja réttmæti slíkrar ákvörðunar, þó bent sé á, að eftir sem áður er það höfuðverkefni óleyst, sem hér er um rætt, hvernig tengja skuli höfnina í Þorlákshöfn við aðra byggð í Árnessýslu. Ástand vegarins upp Ölfus verður sami farartálmi og nú á leiðinni frá Þorlá'kshöfn að Selfossi, ef á annað borð er hugmyndin að Þorlákshöfn verði innflutnings- höfn. Góður vegur úr varanlegu efni frá Reykjavík að Selfossi mundi fremur veikja samkeppnis aðstöðu Þorlákshafnar sem inn- flutningshafnar, jafnvel á þunga vöru. Verði Þorlákshöfn á' hinn bóginn ætlað að verða vöruflutn- ingahöfn, þá þarf fljótlega að skapa þar nægilegt athafnasvæði, með vörugeymslum og annarri aðstöðu, sem hver vöruflutninga-*" höfn þarf að hafa. í annan stað hefur reynslan í vetur sýnt ljóslega, að Þor- lákshöfn gegnir verulegu hlut- verki í sambandi við útgerð frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Til lengdar verður kostnaðarsamt og örðugt að aka fiski af bátum sem landa í Þorlá'kshöfn, 50 km. leið milli hafnar og aðgerðar- húsa á Eyrarbakka og Stokks- eyri. Krafan um styttingu leiðar- innar úr 50 km. í 12 km. hlýtur undir þessum kringumstæðum að verða æ háværari með hverju árinu sem líður. Að hve miklu leyti á að halda áfram lendingarbótum á' Eyrar- bakka og Stokkseyri? Hvenær er þess að vænta, að tímabært þyki að ráðast í brúargerð á Ölf- usárós? Þetta eru spurningar, sem bera mun hátt' við á'ætlun- argerð um utanverða Árnessýslu. Þessar tvær ástæður væru einar sér næg rök fyrir þeirri stefnu, sem fylgja verður eftir af festu og framsýni að tengja beri lands höfnina í Þorlákshöfn við þorp- in á Suðurströndinni og byggðar- lagið í heild með byggingu brúar á Ölfusárós. Fyrr en það verð- ur, kemst höfnin ekki í full not. Verkaskipting milli þorpa. Fléiri ástæður en þessar tvær koma hér til álita, sem ennþá munu renna stoðum undir mik- ilvægi vegar um Hafnarskeið með brú á Ölfusátós. Þar með mundu skapast skilyrði til að 10 24. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ tengja öll þorpin í Árnessýslu í eina lífræna atvinnulega, félags- lega og menningarlega heild. Með hliðsjón af þessum mögu- leikum kemur enn til álita, hvort ekki sé rétt nú þegar að leggja drög að verkaskiptingu milli þorpanna í sýslunni. Sér- staklega á þetta við um Þorláks- höfn, Eyrarbakka og Stokks- eyri og getur einnig átt við um Selfoss og Hveragerði í ýmsum efnum. Öll vantar strandþorpin fullnægjandi aðstöðu til ýmiss- konar félags- og menntamála. Skóla vantar fyrir kennslu á unglingafræðslustigi. Félags- heimili, íþróttahús, iþróttavelli, sundlaugar og fleira mætti nefna. Samráð þarf að verða um rööun slíkra framkvæmda, er til kemur, þótt fátt' eitt sé nefnt af verkefnum, sem verða mundu viðráðanlégri en ella, ef samstarf tækist milli þorpanna, en beint' samstarf yrði til hag- ræðis til dæmis um gatnagerð. Húsnæðismál Frh. af. 7. síðu. leita sér frekari þekkingar og þjálfunar, ekki aðeins í skólum framan af, heldur einnig á lengri og skemmri námskeiðum alla ævi. Bezta fjárfestingin er auk- in menntun, hún skilar mestum arði. Það þurfum við alltaf að hafa í huga og starfa samkvæmt því. — En séu nú þessi helztu hags- munamálin, hver eru þá helztu áhugamálin? — Þau hagsmunamál, sem ekki eru sérmál unga fólksins, eins og segja má með talsverðum rétti um fyrmefnd m'ál, má ef til vill nefna áhugamál þess og sameig- inleg hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Meðal slíkra mála má nefna hina miklu nauðsyn at- vinnuöryggisins. Atvinnuleysi má aldrei framar koma til sögu 'hér á landi. Það verður að hindra með öllum ráðum. Koma verður á nýskipan atvinnulífsins, koma á nýrri ,,Nýsköpun“. Hún er þeg- ar Ihafin með stofnsetningu stór- iðju og byggingu hins geysistóra raforkuvers við Búrfell. En ný- skipan atvinnulífsins þarf líka að komast á fót í hinum eldri atvinnuvegum þjóðarinnar eins og t.d. fiskiðnaðinum, landbúnað inum og verzlunarlífi hennar. í öllum þessum atvinnugreinum ríkir mikil óhagsýni Og óhag- kvæmni í rekstri nú til dags og mikil þörf á að úr verði bætt. Mentnamálaháðherra hefur stofn sett sérstaka stofnun til að fylgj- ast með og rannsaka þróun skólamála hér og erlendis, svo að unnt verði að laða hið bezta fram jafnóðum. Full ástæða væri til að einhver slík athugun og að löðun nýrra tíma færi einnig stöðugt fram í atvinnulífinu. í sambandi við þetta mál hlýtur það að vera fagnaðarefni, að hafizt skuli hafa verið handa um endurnýjun togaraflotans og end urskipan hraðfrystiiðnaðarins. Og þannig þarf að Shalda áfram. Fagnaðarefni eru einnig hinir sterku og efldu vara- og fjárfest- ingarsjóðir atvinnuveganna. Slika sjóði þarf að efla sem mest, þeir eru sparifé þjóðarinnar, afl þess sem gera skal og trygging gegn atvinnuleysi. Oft er talað um það, að unga fólkið hafi meiri áhuga fyrir ut- anríkismálum en eldri kynslóð- in. Vafalaust er það svo. Ungt fólk nútímans telur eðlilegt, að efnt sé hér á landi til aðstoðar við þróunarlöndin og höfð uppi frumkvæðari stefna í utanríkis- málum. Okkur er ekki nóg að Gósenland sé á Islandi ef humgur vofan er við dyr annarra þjóða. Þetta hefur ríkisstjórnin skilið og undirbúið löggjöf hér að lút- andi. Síðast en ekki sízt ríkir vissu- lega mikill áhugi fyrir því meðal ungs fólks að heilbrigðismiálunum verði komið í betra horf en nú er, enda brýn nauðsyn. Hið sama gildir um dómsmálin en báðir þessir málaflokkar eru og hafa verið í niðurlægingu eins og síð- asta þing S.U.J. benti á. Mikil þörf er á að þeim verði tekið rösklegt tak á næstu fjórum ár- um. Að lokum vil ég endurtaka það sem ég sagði í upphafi, að þeim verður bezt treyst, sem bezt hef- ur dugaö. Því vænti ég þess, að unga fólkið styðji Alþýðuflokkinn við komandi kosningar, sagði Sig uróur að lokum. HAFNFIRÐINGAR I tilefni af 30 ára afmæli sjómannadagsins, hefur verið ákveðið að hafa hóf í Sigtúni á sjómannadagskvöld. Tekið verður á móti borðapöntunum í skrifstofu Sjómannafélags Hafnarfjarðar, Vesturgötu 10 á fimmtudag, sími 50248. SJÓMANNADAGSRÁÐ HAFNARFJARÐAR. Borgarráð hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum þeirra, er óska eftir að koma til greina, þeg- ar ráðstafað er íbúðum í borgarbyggingum, sem borgarsjóður kaupir, skv. forkaupsrétti sínum. Það, sem kaupandi hefur lagt fram til að full gera íbúð sína, er við sölu metið og þá fjár- hæð verður væntanlegur kaupandi að greiða að fullu, svo og þann hluta af láni er íbúðinni fylgir og seljandi hefur greitt þegar kaupin gerast, með hækkun skv. byggingarvísitölu. Kaupverðið þarf að greiða um leið og gengið er frá kaupum. Nánari upplýsingar fást hjá húsnæðisfulltrúa í skrifstofu félagsins og framfærslumála, Póst- hússtræti 9. BUICK-EIGENDUR Ýmsir varahlutir til sölu í Buick ’51. Einnig Buick ’51, Chevrolet-bifreiðir ’54 fólksbifreið, og ’54 station-bifreið. Upplýsingar f síma 36051.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.