Alþýðublaðið - 24.05.1967, Page 14

Alþýðublaðið - 24.05.1967, Page 14
I'búðir Frh. af 1. síðu. <koma í 'hlut Reykjavíkurborgar samkv. reglugerðinni frá 28. 4. ‘67 m.a. til útrýmingar heilsuspillandi (húsnæðis. Þeim 1000 íbúðum, sem koma í hlut ríkisins sam- kvæmt reglugerðinni, ráðstafar húsnæðismálastjórn að fengnum tillögum 3ja manna nefndar verka 'lýðsfélaganna í Reykjavík. Námskeið Frh. af 2. síðu. Níu íslendingar taka þátt í þessu námskeiði, auk undirbúningsnefnd ar, en hana skipa: Guðlaugur Rós- inkranz, formaður, Sveinn Einars son, rit., Benedikt Árnason, Bald- vin Halldórsson, Gisli Alfreðsson og Helgi Skúlason. Þátttakendur eru alls 50. Er þetta fimmta norræna leikstjóra- námskeiðið, en það er nú haldið hér á landi í fyrsta sinn. Að lokum mætti geta þess, að Þjóðleikhúsið hefur ákveðið að sýna Prjónastofuna úti á lands- byggðinni í sumar, aðallega á Norð ur- og Austurlandi. SauSárkrókur Framhald af bls. 2. einnig þar til húsa, svo og iðn- skóli. Undanfarin ár hefur verið undirbúin bygging nýs igagnfræða skólahúss og var byrjað á bygg- ingu hans síðastliðið ihaust og verður því verki framhaldið í sum ar. í byggingu er stórt og vandað safnahús, sem fyrst og fremst er reist fyrir starfsemi bóka- og hér aðsskjalasafnsins, en jafnframt er gert ráð fyrir að þar innan-¥eggja verði rúm fyrir minjasafn og jafn vel náttúrugripasafn. Aðstaða til íþróttaiðkana er dá- góð og fer batnandi. Vönduð sund höll er í smíðum og stórt íþrótta- svæði er afmarkað, sem virðist gefa mikil tækifæri í framtíðinni. Á síðari árum hefur iðnaður au’kist jafnt og þétt. Fyrst og fremst er þar um hverskonar þjón ustuiðnað að ræða fyrir bæ og hér að, en jafnframt hefur framleiðslu iðnaður risið hér á síðari ár- um, og binda menn miklar vonir við framgang hans. Á þessum 20 lárum sem Sauðár- krókur hefur verið kaupstaður hafa að sjálfsögðu verið ýmsar sveiflur í stjórnmálum, og allir flokkar tekið þátt í þvi, að vinna að uppbyggingu staðarins. Bæjar stjórar hafa verið fjórir. Fyrstur var Eysteinn Bjarnason, skamman tíma. Þar næst Björgvin Bjarna- son, núverandi sýslumaður í Strandasýslu, þá Röignvaldur Finn bogason, starfsmaður hjá síldarút vegsnefnd og frá síðustu bæjar- stjórnarkosningum Hákon Torfa- son, verkfræðingur. Bæjarstjórn Sauðárkróks hefur skipað nefnd til þess, að undirbúa vegleg hátíðahöld 1971 í minningu 100 ára byggðarsögu staðarins og í kvöld er hátíðarfundur í bæjar stjórn, þar sem tuttugu ára bæjar afmælis verður minnzt. Gehardsen Frh. af 2. síðu. mjög fyrir aukinni aðstoð við þróunarlöndin. Harmað var á fundinum, að haldið hefði verið uppi rógsherferð gegn honum. í ályktunum flokksins er stefna Bandaríkjanna í Viet- nammálinu gagnrýnd og lát- in í Ijós aðdáun á sjálfstæð- isvilja ísraelsku þjóðarinn- ar. Sagt er, að norska stjórn in verði að benda á það á fundum innan NATO, að það sé bandalaginu fyrir beztu að einræði hersins í Grikklandi verði afnumið og horfið verði aftur til lýðræð- islegs stjórnarfars. Lýst er yfir stuðningi við aðild Nor- égs að Efnahagsbnnda.tug- inu og á það lög'ð áherzla, að Verkamannaflokkurinn sé fylgjandi áframhaldandi aðild Noregs að NATO. Bratteli, benti á að flokkur- Form. flokksins, Trygve inn væri stöðugt í vexti. Síðan í nóvember hafa tólf þúsund nýir meðlimir geng- ið í flokkinn. Minningaratliöfn um ílugmennina EGIL BENEDIKTSSON, ÁSGEIR EINARSSON, FINN TH. FINNSSON fer fram í Dómkirkjunni laugardaginn 27. þ.m. kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað. FLUGSÝN H.F. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför GUÐRÚNAR EIRÍKSDÓTTUR Ránargötu 51. BÖRN, TENGDABÖRN OG BARNABÖRN. fsrael Framhald af bls. 3. fréttastofan hafi sagt, að sovét- stjórnin hafi lýst yfir stuðningi við málstað Arabalandanna, hafa sov- ézk blöð forðazt að birta rosafregn ir af ástandinu og dregið úr hefð- bundnum árásum sínum á ísraels- menn. Rússar virðast beita sér fyrir því að tjaldabaki að fá Ar- abalöndin til að sýna hófsemi og þolinmæði, samkvæmt þessum heimildum. Bandarískir þingleiðtogar skor- uðu í dag á Öryggisráðið að gera nauðsynlegar ráðstafanir í tæka tíð til að afstýra ófriði. Demókrat inn Mike Mansfield sagði, að hót- un Nassers forseta um hafnbann jafngilti stríðsyfirlýsingu, og ým- ir Repúblikanar, þeirra á meðal Jakob Javits, sögðu, að U Thant hefði gerzt sekur um „hræðileg mistökí', þegar hann varð við kröfu Egypta um brottflutning gæzlusveitanna án þess að hafa Öryggisráðið eða Allsherjarþingið með í ráðurn. De Gaulle forseta hefur borizt orðsending frá Levi Eskhol, for- sætisráðherra ísraels, um ástand- ið, en þótt franska stjórnin líti á- standið alvarlegum augum, er hún ekki úrkula vonar um, að takast megi að varðveita friðinn. Franska stjórnin telur, að stórveldin fjög- ur, Bandaríkin, Sovétríkin, Bret- land og Frakkland, geti í samein- ingu afstýrt styrjöld, en Öryggis- ráðið geti lítið gert eins og nú sé ástatt. □ SAS-flugvél til ísrael. SAS mun senda flugvél til Tel Aviv á' morgun til að sækja Norð- urlandabúa, sem dveljast í ísrael, að beiðni utanríkisráðunauta Nor- egs, Danmerkur og Svíþjóðar. Skandinaviskir ríkisborgarar verða hvattir til að fara úr landi, og verða farnar tvær ferðir til Rómar strax á morgun og fleiri ferðir á fimmtudaginn, ef þörf krefur. Um 1000 Norðurlandabúar dveljast nú í ísrael. Hér er aðal- lega um að ræða ungt fólk, sem vinnur í samyrkjubúum. áuglýsið í Alþýðublaðinu /'rr-, Frumsýning í kvöld Rvík, SJÓ. HORNAKÓRALLINN Klínk klínk kómedía eftir Odd Björnsson verð ur frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er sðngieikur og eru söngtextar eftir Kristján Árna son, en tónlistin er eftir Leif Þór- arinsson og er liann jafnframt hljómsveitarstjóri. Oddur sagði blaðamönnum í gær, að leikrit þetta fjallaði um vald peninganna og mannlega náttúru. Þetta væri gamanleikur með alvarlegum undirtón. Hann kvaðst vera ánægður með þann árangur, sem náðst hefði við upp- setninguna. Leikstjóri er Benedikt Árna- son, en leikmynd og búnlngateikn ingar hefur Gunnar Bjarnason gert. Leikurinn gerist á Grímstaðaholt- inu og í aðalhlutverkum eru Þóra Friðriksdóttir, Erlingur Gíslason, Sigríður Þorvaldsdóttir,, Róbert Arnfinnsson, auk fjölda annarra leikara. Þetta verður síðasta frumsýning Þjóðleikliússins á þessu leikári. Fastelgnasalan Hátúni 4 A, Nóatúnshúsi® Sirnl 21870. Úrval fasteigna við allrm hæfi. Hilmar Valdimarsson. fasteignaviðsklpti Jón Bjarnason hæstaréttarlögmaðnr. Höfum jafnan til sölu fiskiskip af flestum stærðum. Upplýsingar í síma 18105 og á skrifstofunni, Hafnarstræti 19. &FISKISKIP FASTEIGNAVIOSKIPTI : BJÖRGVIN JÓNSSON AUGLÝSIÐ í Alþýðublaðinu Hverfisgötu 18. Símar 14150 og 14160 Kvöldsíml 40960. íbúðir í úrvali Fasteignaviðskipti Gísli G. Ísleiísson hæstaréttarlögmaður. Jón L. Bjarnyson Til sölu Höfum ávallt til sölu úr- val íbúða af flestum stærðum og gerðum, ýmist fullbúnum eða i smíðum. FASTEIGNA SKRIFSTOFAN AUSTURSíkÆTi 17. 4. HfiO. SÍMI: 17466 Skólavörðustíg 3A. — II. hæð, Símar 22911 og 19255. HÖFUM ávallt til sölu úrval af 2ja-6 herb, íbúðum, einbýlishús- um og raðhúsum, fullgerðum og í smíðum í Reykjavík, Kópa- vogi, Seltjarnarnesi, Garðahreppi og víðar. Vinsamlegast hafið sam band við skrifstofu vora, ef þér ætlið að kaupa eða selja fasteign fr JÓN ARASON hdl. Söiumaður fasteigna: Torfl Ásgeirsson Kvöldsími 20037. Hvert viljió þér fara? Nefnið staðinn. Vtð flytjum yður, fljótast og þcegilegast. Hafið samband við ferðaskrifstofurnar eða PA.1V AMERICAtV Hafnarstræti 19 — sími 10275 ,14 24. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.