Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 3
Guðmundur Þorláksson og Þrá inn Löve með hóp annarsbekking'a Israels kemur ekki SVO sem áður var tilkynnt, var ákveðið að forseti • ísrael, herra Zalman Shazar kæmi í opinbera heimsókn til Islands hinn 4. júní n.k. í boði forseta íslands. Nú hefur borizt tilkynning frá forseta ísraels um að honum þyki leitt að nauðsynlegt sé að aflýsa heimsókninni sökum liættuástands þess, sem nú ríkir, og hefir henni því verið frestað um óákveðinn tíma. SVÍAR FLUTT- IR TIL SKIPS Talsverð ölvun var í bænum í gærkveldi. Hinir sænsku sjóliðar á tundurspillinum, sem hér er í heimsókn gerðu sér dagamun er í land kom og það svo að fjarlægja varð nokkra þeirra af skemmti- stöðum og voru þeir fluttir til skips síns í lögregluvernd. Þá er þess að geta, að á tíma- 'bilinu frá klukkan átta í gær- kveldi og fram undir miðnætti •hafði lögreglan handsamað þrjá ökuþóra, sem grunaðir voru um að hafa ekið ölvaðir. MOSKVU, 25. mai (NTB-Reuter) —Sovétstjórnin mun beita áhrif- um sínum til aö reyna að draga úr spennunni fyrir botni Miðjarð- arhafs, en er andvíg tillögu Frakka um, að fjórveldin efni til stefnu, þar sem fjallað verði um ástandið, að því er áreiðan- legar heimildir í Moskvu hermdu í dag. Þótt sovétstjórnin hafi lýst •yfir stuðningi við Araba, hafa em bættismenn í Moskvu tekið fram, að sovétstjórnin hafi engan hag af því að styrjöld brjótist út fyrir botni Miðjarðarhafs. Þessi yfir- lýsing hefur vakið bjartsýni með- al diplómata í Moskvu. □ Hermálaráðherra Egypta, Shamseddin Badran, kom í dag til Moskvu til viðræ'ðna við sovézka ráðamenn, en heimsóknin hafði verið ákveðin í miklum flýti. Talið er víst, að rá'ðherrann muni biðja Bússa um aukna hernaðarlega að- sto'ð, ef til styrjaldar kemur. Stjórnir Bandaríkjanna, Bret- lands og Frakklands hafa haft ná- ið samband við sovétstjórnina síð- an hið alvarlega ástand skapaðist fyrir botni Miðjarðarhafs í síðustu viku. Ástandið hefur verið aðal- umræðuefni George Browns, utan ríkisráðherra Breta, og sovézkra leiðtoga, undanfarna tvo daga Brezka stjórnin lét í ijós áhægju með tillögu Frakka um fjórvelda- ráðstefnu. Bretar beita sér fyrir því, að SÞ sendi aftur gæzlusveit- ir að landamærum ísraels og Eg- yptalands og að tryggðar verði frjálsar siglingar um Akabaflóa. Abba Eban, utanríkisráðherra ís- raels, ræddi við Wilson forsætis- ráðherra í dag og sagði blaðamönn um, að ísraelsmenn vildu að sigl- ingaþjóðir heims hétu því að tryggja frjálsar siglingar um fló- ann. Bretar hafa tjáð sig fúsa að tíjka þátt í alþjóðlegum aðgerð- um, án afskipta SÞ, ef nauðsyn krefur, til að halda flóanum opn- um. □ Johnson ræðir ástandið □ Johnson Bandaríkjaforseti ræddi í dag ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs við Lester Pearson, forsætisráðherra Kanada, í Mon- treal, þar sem forsetinn skoðaði heimssýninguna. í ræðu sem hann hélt kom hann óbeint inn á á- standið í nálægari Austurlöndum og sagði að þjóðir heims ættu ekki að sóa kröftum sínum í tilgangs- •lausar illdeilur. Bandaríska stjórnin samþykkti í dag tillögu Frakka um fjórvelda ráðstefnu. í London er því neitað, að sovétstjórnin hafi hafnað til- lögunni vegna V ie tn a m m íd s i n s, og ber fréttum ekki saman. □ í Róm skoraði Páll páfi í dag á leiðtoga heims að finna friðsam- lega lausn á deilunni í Austur- löndum nær, sem hann sagði að ógnaði friðinum í heiminum. □ í Peking var haldinn opinber fundur til stuðnings Egyptum og Sýrlendngum í dag. Þar var þvi lýst yfir, að 700 milljónir Kín- verja myndu styðja Araba gegn árásum ísraelsmanna og Banda- ríkjmanna. Chou En-lai forsætis- ráðherra sótti fundinn, en tók ekki t'il máls. Danmerkurferð fyrir 4700 kr. Nú eru síðustu forvöð að tilkynna þátttöku í ferð Alþýðu- flokksfélags Keykjavíkur til Danmerkur dagana 18. júlí til 1. ágúst næstkomandi. Öllum er heimil þátttaka. Þeir sem áhuga hafa á þessu ódýra ferðalagi, vinsamlegast hringi í skrifstofu Alþýðuflokksins, símar 1-50-20 og 1-67-24, eigi sfðar en 1. júní næstkomandi. Lærðu oð skilja jboð, sem þau höfðu lært Forseti Alvarlegt slys Alvarlegt umferðarslys varð við Garðaflöt 7 í Garðahreppi í gær- dag. Þar varð fjögurra ára gömul telpa fyrir bíl og meiddist mikið. Stúlkan var á reiðhjóli, er hún varð fyrir bílnum. Fótbrotnaði hún á báðum fótum og hlaut einn ig áverka á höfði. Var hún fiutt á slysavarðstofuna og síðan á Landsspítalann. Sjúkrabíll úr Reykjavík sótti telpuna, en þegar hann var að aka eftir Arnarneshæðinni, og var að fara fram úr bíl, kom annar bíll á móti. Ökumaður þeirrar bifreiðar missti vald á bílnum og fór hann á hliðina. Slys urðu eng in á mönnum. Annars bekkingar í Kennara- skóla íslands fóru um daginn í rannsóknarferðir um ná- grenni Reykjavíkur til þess að gá niður fyrir fæturnar á sér og athuga það, sem þar er og sagt er frá á bókum, sem heita dýra- og grasafræði, jarðfræði og landafræði. Sérfróðir menn í hverri grein fóru með nem- endunum og leiðbeindu þeim. Einar Sæmundsson fór með einn hóp í Heiðmörk og kynnti fyrir unga fólkinu skógrækt í landi elds og ísa. Þráinn Löve fór í Kollafjörð með hóp nem- enda, sem athuguðu dýr og grös á þeim slóðum. Guðmund ur Þorláksson fór svo með einn hóp um nágrenni Reykjavíkur og benti sínum nemendum 'á það athyglisverðasta í sam- bandi við jarð- og landafræði, sem fyrir augu bar, en fyrst og fremst var rætt um jarðsögu og Iandmótun umhverfisins. Þorleifur Einarsson, jarðfræð- ingur, fór með Guðmundi og í fyrstu ferðina. Á sunnudaginn fór svo allur annar bekkur í jarðfræðiferð um Suðurlandsundirlendið Alþýðublaðið hitti Guðmund Þorláksson í Kennaraskólanum í gær, en hann var þá að taka við skýrslu nemendanna eftir ferðina. Hann sagði, að þetta væri fyrsta sinni, sem farið væri í slíkar náttúruskoðunar- ferðir í öðrum bekk, en þeir, sem um þessi mál fjölluðu í skólanum, hefðu hug á að kom ið væri á föstu námskeiði í nátt úrufræðum utan Reykjavíkur. Hann sagði, að nemendurnir hefðu sýnt gífurlegan áhuga á þessu, og allir hefðu verið í sólskinsskapi. Það var líka sól skin í eiginlegri merkingu þessa daga, en Guðmundur sagði, að það væri nauðsyn- legt skilyrði til þess að svona athuganir væru framkvæman- legar undir beru lofti. Fyrsta daginn gekk hópurinn um 15 kílómetra, en enginn lét bil- bug á sér finna. Guðmundur ságði, að það væri enginn vafi á því, hð svona ferðir glæddu mjög á- íhuga nemendanna á fræðigrein inni.Þau hefðu sjálf sagt: ,,Nú skiljum við allt í einu það, sem við höfum verið að læra““. Og nemendurnir, sem við hittum á tröppunum sögðu: „Þetta var alveg YNDIS- LEGT“. 26. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.