Alþýðublaðið - 28.05.1967, Page 13
Sunnudags AlþýðublaSið -- 28. maí 1967
13
SSml 41986
Fransmaður í
London.
(Allez France).
Sprenghlægiles og snilldar vel
eerð, ný, frönsk-ensk caraan-
mynd í litum.
Robert Dhéry
Diana Dors.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bókmenntakynning kl. 2
JUDITH
Frábær ný amerísk litmynd.
Sopliia Loren
ÍSLENZKUR TEXTI.
Sýnd kl. 9.
Líf í iuskunum
Sýnd kl. 5 og 7.
Hetja dagsins
Barnasýning kl. 3.
Allt til raflagna
Rafmagnsvörur
Heimilistæki.
Útvarps- og sjónvarps-
tæki.
RAFMAGNSVÖRU-
BÚÐIN S.F.
Suðurlandsbraut 12
Sími 81670
BÆNDUR
Nú er rétti tíminn til að skrá
vélar og tæki sem á að selja.
TRAKTORA
MÚGAVÉLAR
BLÁSARA
SLÁTTUVÉLAR
ÁMOKSTURSTÆKI
Við seljum tækin.
Bíla- og
Búvélasalan
v/Miklatorg, sími 23136.
BÍLAMÁLUN -
RÉTTINGAR
BREMSUVEÐGERÐIR O. FL.
BIFREIÐAVERKSTÆÐEB
VESTURÁS HF.
Súðavogi 30 — Sími 35740,
yflinnUiqaripföfcl
sJ.és.
TÓNLIST OG VEIÐISKAPUR
NÚ ERU raddir vorsins farnar að hljóma
og hinir mildari tónar náttúrunnar láta blítt
í eyrum okkar. Grammófónninn er nú ekki
knúinn eins hart og á skammdegiskvöldum,
þegar vindurinn hvein og regnið og hriðin
buldi. Þá voru menn fegnir að gleyma ótíð
og sút, stríði og amstri við vorsónötur og
pastorala, eða gengu á vit við örlög meist-
aranna. Oftast er það svo, að þeir skapa-
sín mestu og dýpstu verk, þegar örlaga-
stundin rennur upp. Þeir verða að nota
tækifærið meðan tími vinnst til, koma á'
blað því sem þeim finnst mestu varða og
búnir að ganga með í huganum langan tíma.
Þeir mega engan tíma missa, á morgun
getur það verið of seint.
Margir liristn af sér drungann og léttu
sér upp í tónleikasölunum, þar sem er-
lendir og innlendir listamenn glöddu eyru
vor og hug.
Nokkuð er víst, að flest eigum við ein-
hverjar tónminningar, minningar frá því,
sem við höfum lesið um líf tónskáldanna
og ýmsa viðburði úr tónlistarlífinu, alvar-
lega eða broslega. Þetta eigum við eftir
að melta og rifja upp í sumar meðan við
hvílum olckur frá beinni hlustun. Svo verð-
um við orðin mátulega soltin í haust, er við
tökum til við að hlusta á ný.
Með aukinni veðurblíðu verður okkur
æ oftar reikað út í góðviðrið, en einhvern
veginn er það svo, að við verðum að hafa
einhvern tiigang með útiverunni. Náttúru-
skoðun, fjallapríl, blómasöfnun eru virð-
ingarverð áhugamál, en þau binda öll hug-
ann við viðfangsefnið og auðvitað er það
gott og blessað. En ekkert veit ég eins hvíl-
andi, en þó „andríkt,” þ.e.a.s. hvergi er
betra að hugsa, en að vera við vatn eða
tjörn með stöng í hendi. Þú hefur veiðina
að ástæðu til að vera úti í náttúrunni, en
hún er ekki það mikilvæg, að hún hleypi
engri annarri hugsun að, og einmitt þá
sækja að þér þær hugsanir, sem þú hafðir
ekki tíma til að hugsa til enda í vetur, sem
leið. Þá opnast fyrir þér það vandamál,
sem þú gazt ekki leyst, þér birtast sýnir
í hugskoti þínu, stef, sem þú náðir ekki
alveg saman, hljómar í eyrum þér, þú ert
að vinna úr því, sem þú viðaðir að þér í
vetur, og í haust hefur þú auðgazt af verð-
mæti, sem ekki verða frá þér tekin meðan
þú hefur ráð og rænu. Jafnframt skynjar
þú náttúruna allt í kring um þig og þú
rennur raunverulega saman við hana. Það
gerir ekkert til, þótt ekki bíti á hjá þér,
ef til vill hefur þú gleymt að beita!
Ef hugur þinn verður hins vegar of mett
aður getur þú einbeitt þér við veiðarnar.
Ýmsir munu segja, að tónlistaráhugi og
veiðiskapur fari ekki saman, göfgi tónlist-
arinnar ‘leyfi ekki að svipta lífi nokkrá
skepnu, og nokkuð er víst, að mér hefur
ekki tekizt að finna einn einasta mikils
háttar tónlistarmann með veiðidellu, en
það er nú ekki að marka.
Schubert fyllist • meira að segja viður-
styggð yfir aðförum veiðimannsins. En ér
þetta ekki aðeins yfirdrepsskapur. Veiði-
mennska og tónlist virðast eiga rætur sín-
ar að rekja til frumstæðra hvata, sem að
vísu hafa fágazt, tónlistin er óraunveru-
legri, huglæg, en veiðimennskan tengd
hinni ófrávíkjanlegu lífsbaráttu og þess
vegna miskunnarlausari.
Þegar við höfum fengið nóg af hinni
gljáfægðu siðmenningu, gefum við villl-
manninum örlítið lausan tauminn, og hvað
er þá saklausara en veiða sér í soðið?
Síðustu dagana er víst fremur dræm
sala í sígildum hljómplötum og orsökin
sjálfsagt vorið.
Væri ekki einsýnt að hljómplötusalar
hefðu tvískiptar verzlanir — leggðu aðal-
áherzluna á plötusölu á vetrum, en sneru
sér aðallega að veiðiútbúnaði á sumrum
— ekkert mundi skapa betri tengsl miíli
sölumanna og viðskiptavina, né örva söl-
una meira á hvoru tveggja vörunni?
Að svo mæltu óska ég öllu tónlistaráhuga-
fólki hóflegrar veiði í sumar. — G. P.
Viðtal við Eggert
Frh. af 1. sfðu.
glæsilegra fiskiskipa bætzt í flota
okkar. Væru skip þessi búin hin-
um fullkomnustu tækjum. Án þess-
ara nýju skipa hefði ekki tekizt
að afla nema lítils hluta þess sjáv-
arafla, sem borið hefði uppi efna-
hagslífið á undanförnum árum.
Ráðherrann sagði, að um mán-
aðamótin júní—júlí mundi koma
hingað til lands nýtt glæsilegt
síldarleitarskip, Árni Friðriksson.
Væru miklar vonir bundnar við
það skip. Jafnframt hefði verið
samið um smíði á véla- og tækja-
útbúnaði nýs hafrannsóknarskips,
en smíðin á boli skipsins yrði
boðin út í næsta mánuði, en það
á að heita Bjarni Sæmundsson.
Þá hefði nefnd verið skipuð til
þess að athuga hvaða skuttogarar
hentuðu íslendingum bezt, en
fyrirsjáanlegt væri, að íslending-
ar yrðu að ráðast í kaup skuttog-
ara.
Eggert G. Þorsteinsson sagði,
að sjávarútvegurinn hefði verið
aðaltekjulind þjóðarinnar undan-
farin ár og svo yrði áreiðanlega
enn um langa framtíð. Markaðs-
verð á útflutningsvörum okkar
hefði verið hagstætt þar til á
miðju sl. ári, er skyndilega hefði
syrt í álinn með þeim afleiðing-
um, er skjótt hefðu sagt' til sín
í öllum starfsgreinum þjóðfélags-
ins. Kvaðst Eggert vilja segja sjó-
mönnum og útvegsmönnum það til
verðugs hróss, að þeir hefðu tek-
ið afleiðingum verkfallsins karl-
mannlega.
Eggert kvað það bjargfasta
skoðun sína, að sjávarútvegurinn
yrði enn um langa framtíð aðal-
atvinnuvegur þjóðarinnar, enda
þótt unnið yrði að því að byggja
Mætti ekkert spara til uppbygg-
ingar sjávarútvegsins.
Að lokum sagði Eggert, að
reynsla hans af stjórnarsam-
starfinu þau tæp 2 ár, er hann
hefði verið í stjórninni, hefði
verið góð. Samstarfið hefði ver-
ið heilt án allra undirmála. Það
yrði ráðið að kosningum loknum.
hvort stjórnarflokkarnir héldu sam
starfinu áfram. Vígstaða Alþýðu-
flokksins í samningum eftir kosn-
ingar færi eftir úrslitum kosn-
inganna. Því meira fylgi, sem
Alþýðuflokkurinn hlyti, þvi meiri
á'hrif mundi hann hafa í hugsan-
legu stjórnarsamstarfi eftir kosn-
ingar. Allir velunnarar Alþýðu-
flokksins, allir þeir, er kynnu að
meta hálfrar aldar starf flokksins
yrðu því að vinna að því að gera
hlut flokksins sem stærstan í
komandi kosningum.
T rúlof unarhrlngar
Sendum gegn póstkröfa.
Fljöt afgreiðsla.
Guðm. Þorsteinsson
KuUsmlður
Bankastrætl 12.
MELAVÖLLUR!
Á morgun, mánudag kl. 20,30 leika
ÞRÓTTUR - BREIÐABLIK
Dómari: Guðmundur Haraldsson.
Mótanefnd.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í smíði á innréttingum í sjúkradeildir
borgarsjúkrahússins í Fossvogi.
Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorrl, gegn 3.000,—
króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 28.
júní kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
VONARSTRÆTl 8 - SÍMI 18 800
Kópavogur
Börn óskast til að bera Alþýðublaðið til áskrif
enda við Nýbýlaveg.
Upplýsingar í síma 40753.