Alþýðublaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 3
voru heiðraðir á Sjómannadaginn Sjómannadagurinn var hátíðleg ur haldinn á sunndag í ágætu veðri. Aðaihátíðahöldin í Reykja- vík fóru fram við Hrafnistu, dval arheimili aldraðra sjómanna. Þetta er í þrítugasta sinn, sem sjómannadagurinn er hátíðlegur haldinn og hófst skemmtunin við Hrafnistu á því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék sjómannalög og ættjarðarlög. Þá var minnzt þeirra sjómanna, er drukknað hafa, síðan síðasti sjómannadagur var. Síðan söng Guðmundur Jóns- Brotizt inn í son og ávörp voru flutt og töluðu þeir Eggert G. Þorsteinsson, sjáv arútvegsmálaráðherra, Ingimar Einarsson lögfræðingur og Sverrir Guðvarðarson stýrimaður. Þá voru afhent heiðursmerki öldruð- um sjómönnum. Eftirtaldir menn voru heiðraðir: Gullmerki félags- ins hlutu þeir Guðmundur H. Oddsson, forseti farmannasam- bandsins og Geir Ólafsson, loft- skeytamaður. Silfurmerki félags- ins hlutu: Theódór Gíslason, hafn sögumaður, Þórarinn Sigurðsson, sjómaður, Sveinn Þorbergsson, vélstjóri, Hafliði Hafliðason, vél- stjóri og Guðmundur Helgi Guð- mundsson skipstjóri. og stakkasund og þar var einnig sýíid meðíerð gúmmíbjöí-gunar- báta og froskmenn sýndu. Ávarp tsl stuðningsmanna Á rúmlega 50 ára starfsferli hefur Alþýðufiokkurínn ávallt átt í fjárhagserfiðleikum vegna nauðsynlegrar starfs- semi sinnar. — Flokkurinn hefur stuðzt við fylgi fólks, sem lítið hefur verið aflögufært um fjármuni. — Þetta hefur þó bjargazt með almennri þátttöku stuðningsmanna Iians þótt hyer hafi þar ekki látið stóra skammta. Nauðsynlegur kosningaundirbúningur hefur á síð'ari ára- tugum vaxið mjög og krafizt síaukins fjármagns. — Það er á þessu undirbúningsstarfi, sem úrslit kosninganna geta oltið. Þetta gera fjársterkari flokkarnir sér ljóst og spara þess vegna í engu allan tilkostnað. Þessum þætti kosningabarátt- unnar verður ekki mætt á annan veg. en með almennri fjár- söfnun. Alþýðuflokkurinn fer þess vegna enn einu sinni bónarveg til allra stuðningsmanna sinna og velunnara og biður þá, hvern eftir sinni getu, að láta af hendi fé í kosningasjóð flokksins. Fyrir hönd fjáröflunarnefndar munu eftirtaldir aðilar veita fé móttöku; Emelía Samúelsdóttir, sími 13989, og Skrifstofa Alþýðuflokksins í Reykjavík, símar 15020 og 13374. Fjáröflunardeild Alþýðuflokksins í Reykjavík: Emelía Samúelsdóttir Gylfi Þ. Gíslason Eggert G. Þorsteinsson. EMIL EGGERT JON ARMANN RAGNAR STEFAN sprengiefnis- geymsluskúr Rvík, — SJÓ. Aðfaranótt sunnudags var brot- izt inn í vinnuskúr Landhelgis- gæzlunnar hjá Rjúpnaliæð. I þess um skúr geymdi Vitamálastjórnin m. a. sprengiefni, en ekki var hægt að sjá, hvort einhverju af því hcfði verið stolið. Hurðin á skúrnum hafði verið sprengd upp, en hún var læst Framhald á 14. síðu. Bridgespilarar | BRIDGE-SPILARAR 5 \ Fimmtudaginn 1. júní kl. 8, f J hefst Tvimenningskeppni í i t læknahúsinu við Egilsgötu. # jj ÖHum heimil þátttaka. f (l Ákveðið er að spila þar á ? fimmtudögum í suinar. i Bridgesamband íslands. f SUÐURNESJAME Alþýðuflokkurinn heldur almennann kjósendafund fyrir Suðurnesjamenn fimmtudaginn 1. júní í félags- | heimilinu Stapa í Njarðvikum. Fundurinn hefst kl. 20,30. | Ræður flytja ráðherrarnir Emil iónsson og Eggert G.Þo'rsfeinsson. Jón Ármann Héðinsson, viðskiptafræð- | ingur, Ragnar Guðleifsson kennari og Stefán Júlíusson rithöfundur. i Síðan verða frjálsar umræður. Allir velkomnir, meðan húsrúm leyfir. [ m. langt kaffiborð Að síðustu söng svo Karlakór Reykjavíkur og Lúðrasveit Reykja víkur lék. Á eflir útihátíðahöldunum gafst gestum tækifæri til að skoða Hrafnistu og konur úr S.V.F.Í. s!áu um kaffisölu þar og var þar margt um manninn. í nýju sundlauginni í Laugar- dal fór svo fram björgunarsund 1600 í næsta mánuði hefjast liátíða höld í Kaupmannahöfn í tilefni 800 ára afmælis borgarinnar. I sambandi við hátíðahöldin hefur borgarstjórum og borgarráðs- mönnum frá fjölmörgum borgum um heim allan verið bpðið til Kaupmannahafnar til að minnast afmælisins cg munu þeir dveljast þai< í fimm daga. Gestirnir korna til Kaupmanna ‘hafnar 14. júní og munu þeir búa á tveimur stærstu gistihúsum í Kaupmannahöfn, Royal Hotel og Palace Hótel. Strax sama kvöld verða þeir viðstaddir hátíðahöld á Ráðhústorginu, en þangað munu safnast saman tíu flokkar ungl- inga, sem koma í blysför úr mis- munandi áttum, verða þúsund unglingar í hverjum flokki. Þá verður þúsundum bréfdúfna sleppt lausum á Ráðhústorginu, en síðan verða gestirnir boðnir velkomnir í móttöku í Ráðhúsinu. Næsti dagur, 15. júní, er tal- inn hinn eiginlegi afmælisdagur, og þá hefjast hátíðahöldin kl. 9 árdegis, er forseti borgarstjórnar í Kaupmannahöfn, Henry Stjerne quist og Urban Hansen yfirborg- arstjóri, leggja blómsveig að istyttu Absalons biskups,1 stofn- anda Kaupmannahafnar. Síðan fljúga þeir í þyrlu til grafar 'hans í Sorö og leggja þar annan blóm- sveig, en með gestina verður þá farið í kynnisför um Kaupmanna- höfn. Síðdegis verður opinber mót- taka í Ráðhúsinu, en hátíðahöld- in um kvöldið hefjast með sérstök- um hátíðafundi í borgarstjórn Kaupmannahafnar, þar sem kon- ungshjónin verða viðstödd. Síðan verður frumflutt sérstök hátíðar hljómkviða. Á torginu framan við Ráðhúsið fer síðan fram útisam- koma, og koma þar fram fjöl- margir kunnir skemmtikraftar. Að morgni 16. júní verða gest irnir leiddir að lengsta morgun- verðarborði í heimi. Eftir endi- löngu Strikinu hefur verið dúkað borð og þar verða allan daginn bornar fram veitingar, bjór, kaffi, te, mjólkurhristingur og pönnu- kökur. Strax um morguninn verða þar til reiðu 60 þúsund bjórkrúsir, 40 þúsund kaffi- og tebollar og 40 þúsund pönnukökur og hægt verður að bæta við þessar birgðir með stuttum fyrirvara. Þetta merkilega borð verður rúmlega h'álfur annar kílómetri á lengd, og mun aldrei áður hafa Framhald á 15. síðu. 30. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.