Alþýðublaðið - 30.05.1967, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 30.05.1967, Qupperneq 9
* Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráðherra flutti á sjómannadaginn, eins og venja er til, ræðu um sjávarútveginn og hlut sjómansðéns í lífi þjóðar- innar. Var ræða hans einstaklega greinargott yfirlit og þykir Alþýðublaðinu hlýða að láta hana koma á prenti, og gerir það hér með góðfúslegu leyfi ráðherr- ans. þessum efnum, er væntanleg nú allra næstu daga. Þær staSreyndir liggja nú fyrir augum alþjóðar a5 verðlag á síld- arafurðum hefur frá miðju sl. ári farið alvarlega lækkandi, fyrst og fremst vegna aukins framboðs á sömu .afurðum frá öðrum þjóðum, sem virðast geta boðið, iægra verð. Við verðum að vona að þetta sé tímabundið, ástand, en mæta verður hér staðreyndum og iþað sýndu sjómenn og útvegsmenn á sl. hausti, þrátt fyrir ögranir og frýunárorð óábyrgra aðilja. Grundvallarskilyrði í öllum hugleiðingum okkar um þessi efni og tillögur til úrbóta er að þær styðjist við raunveruleikann. f jafn veigamikilli undirstöðu- grein og sjávarútvegurinn er ís- lenzku þjóðinni, ber og brýnasta naúðsyn til að horfst verði í augu við staðreyndir, og forðast verði hleypidóma og þá ekki síð- ur það að framtíðarskipan þess- ara mála verði pólitískt bitbein hinnar almennu stjórnmálabar- áttu. Með hliðsjón af framangreindu, skulum við hugleiða þá möguleika, sem talið verður að fyrir hendi séu til að tryggja, sem þjóðhags- lega hagkvæmastan rekstur ís- lenzks sjávarútvegs í allra nán- ustu framtíð. Framtíðarhorfurnar Það ætti í upphafi þessara hug- leiðinga að vera óþarft að minna á þær staðreyndir, — að í framtíð eins og nútíð verða ekki eygðir möguleikar á því að innlendir að- iljar geti ráðið nokkru. sem nem- ur um í 1) Verðlag á erlendum markaði að öðru leyti en því, sem áhrær- ir vöruvöndun og gæði þeirra afurða er við seljum. 2) Veðrátta, gæftir eða gæfta- leysi, nema að því leyti sem hægt verður að mæta þeim erfiðleik- um með stærri og fullkomnari skjpastól. 3) Styrkleika fiskiganga á fiski- mið okkar, — þótt við með bættri aðstoð og aðbúnaði við vísinda- menn okkar þ.e. fiskifræðingana, ættum að geta haft þar betri yf- irsýn um veiðimöguleikana frá ári til árs. Þrátt fyrir framangreindar staðreyndir hljótum við að gera tilraun til að gera okkar áætlan- ir um framtíðarhorfur. Það er mín persónulega skoðun að framtíðarverkefni í íslenzkum sjávarútvegsmálum verði í nán- ustu framtíð að beinast að eftir- farartdi atriðum: Efling hafrannsókna og bættri aðstöðu vísindamanna okkar, til að stunda störf sín, —• sérstak- lega á hafi úti. — Til þessa tíma, hefur nauðsyn- legt reynst, að stunda vísinda- störf á skipum, sem smíðuð voru og hugsuð til allt annarra starfa og hafa því vægast sagt verið unnin við erfiðar aðstæður. Nú hillir loks undir fyrstu spor in til úrbóta í þessum efnum svo sem fyrr er greint með tilkomu hins nýja síldarleitarskips, m.s. Árna Friðrikssonar, sem áætlað er að fullbúið verði í byrjun júlí n.k. og með útboði á byggingu sérstaks' og fullkomins hafrann- sóknaskips, sem þegar hefur ver- ið ákveðið að beri nafn Bjarna Sæmundssonar, hins fyrsta vís- indamanns okkar á sviði sjávar- útvegsmála. II. Efla þarf gæði fisksins með bættri méðferð, allt frá fyrstu handtökunum í sjálfri veiðinni, til endanlegrar afhendingar hans í hendur neytenda. — Framtíð fiskvinnslu okkar hlýtur að byggj ast á frekari vinnslu aflans í landi og beinast inn á brautir neyt- endaumbúða. í þessum efnum verður þó að hafa í huga þá dýrkeyptu reynslu sem við höfum þegar orðið fyrir í að stofna ekki til kostnaðar- samra fjárfestingarframkvæmda í nýjungum, sem ekki fá síðan bor- ið sig, vegna þess að kaupendur eru annað hvort ekki fyrir hendi ■— þ.e. ekki markaður, — eða söluverð of lágt til að standa und ir framleiðslukostnaði. Mörgum okkar þykir það und- arlegt að aukinn markaður skuli t.d. ekki finnast utan Evrópu fyr- ir niðursoðnar og niðurlagðar síld arafurðir. Eigi að síður er þetta enn staðreynd að markaðssvæði þessara ágætu vöru er nánast allt í Evrópu og það aðeins í syðri hluta hennar. Aukin og efld markaðsleit og öflun nýrra markaða er því for- senda alíra nýjunga í fiskiðnaði okkar. ásamt því að fylgjast vel með i því til að þjóna breyttum smekk og óskum neytenda. m. Stuðla þarf að endurnýjun fiski fiota okkar, með sem allra fjöl- breytilegustum fiskiskipum, — allt frá minni gerðum vélbáta- flotans til úthafsveiðiskipa með frystiaðstöðu um borð. Undirstaða allra þeirra mögu- leika á enn meiri framförum til aukinnar og bættrar vinnslu sjáv- arafla, er að sjálfsögðu sú, að sem mestur og fjölbreytilegastur afli berist á land. — í framhaldi þess arar stefnu verður einnig að leyfa okkar eigin skipum, sem fjölbreyti legasta nýtingu fiskveiðilögsög- unnar, með hinum ýmsu veiðar- færum. — Slík fjölbreytni má þó ekki ganga út á þá braut að stofna framtíðarveiðiaðstöðu okk- ar sem þjóðar í hættu, — öll frekari fjölbreytni verður afdrátt ar- og undanbragðalaust að tak- markast af því, að svo verði á málum haldið. ' H'- iy ■ Nauðsyn ber til að skapa bætta aðstöðu til þjálfunar skipstjórn-' arefna og sjómanna. —• Það er fullyrt af þeim sem gerst til þekkja, að hinar miklu tækhinýjungar sem átt hafa sér stað á síðustu 7—8 árum með mjög örúm stækkunum á fiski- skipum, — hafi sá vandi fyígt, að aldrei hafi borið brýnni nauð- Framhald á 15. i»íðu. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Aðalfundur Stjórnunarfélags fslands verður haldinn laugardaginn 3. júní kl. 14,00 í Átt- hagasal Hótel Sögu. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Karl H. Masters rekstrarhagfræðingur flyt ur erindi á ensku, er nefnist: STJÓRNANDINN SEM LEIÐTOGI. Stjórnin. Rafsuöumenn Viljum ráða nokkra rafsuðumenn nú þegar. RUNTAL-OFNAR HF. Síðumúla 17. — Sími 35555. Fornmunir óskast Gamlar byssur, olíulampar, gömul húsgögn, tréskurður, gamalt postulín og glervörur, 'hvaðeina, sem er 50 ára eða eldra. Svör óskast send Alþýðublaðinu merkt 800. Frá borgardómaraembættinu Skrifstofur borgardómaraembættisins verða lokaðar vegna flutnings 30. og 31. maí. Vei-ða opnaðar í Túngöu 14 fimmtudaginn 1. júní n.k. YFIRBORGARDÓMARINN í REYKJAVÍK. TILKYNNING Athygli skal vakin á 137. og 138. grein Bruná málasamþykktar fyrir Reykjavík um sölu á eldfimum vökvum. Undir þessar reglur heyrir sala á FLJÓTANDI GASI (própan, bútan, o. s. frv.) Allir þeir, sem annast sölu á slíku, verða að hafa leyfi brunamálastjórnar. Reykjavílt, 29. maí, 1967. SLÖKKVILIÐSSTJÓRINN í REYKJAVÍK^ AUGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLAÐINU 30. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.