Alþýðublaðið - 30.05.1967, Page 5

Alþýðublaðið - 30.05.1967, Page 5
Gylfi Þ. Gíslason: STARFSFRÆÐSLAN MJÖG er mikilvægt að veita unglingum kost á að kynnast þeim störfum, sem um er að velja í nú- tíma þjóðfélagi, og h.iálna þeim til þess að átta sig á, hvaða störf væru lielzt við þeirra hæfi. Þess vegna er í nútíma skóla- kerfi hvarvetna lögð á það áherzla að sjá ungu fólki fyrir slíkri starfsfræðslu. Á fslensk mennta- mál í áratug undanförnuin ár- um hefur verið lögð á það' áherzla að koma traustu skipulagi á fræðslu um þessi mál. Er hún tvímælalaust bezt komin innan skóla- kerfisins sjálfs. En til þess, að svo geti orðið með góðum árangri, þurfa kennarar að eiga kost á sérmenntun á þessu sviði. Slík sér- menntun er bezt komin innan Kennaraskól- ans og í tengslum við almenna kennaramennt- un. Undanfarin ár hefur sérstakur námsstjóri starfað að því að koma heildarskipulagi á þessi mál, og hefur mikill árangur náðst. Mun þess eflaust sjást merki á næstu árum. Sigurjón Ari Sigurjónsson: Framfarafélagið og gæzlu vöílurinn í Árbæjarfiverfi SUNNUDAGINN 21. maí síð- astliðinn birtist á forsíðu „Þjóð- viljans“ grein um barnagæzlu- völl í Árbæjarhverfi, í þeirri grein er haft eftir borgarstjóra anum í Reykjavík, Geir Hall- grímssyni, að Framfarafélag ihverfisins hafi tafið fyrir því að liafin yrði smíði 'gæzluskýlisins á leikvellinum. Þar er ekki að öllu leyti farið rétt með og vil ég því að hið sanna komi í ljós, til að fyrirbyggja frekari mis- skilning. Allir hlutir eiga sér að draganda og allar sögur sitt upp haf, og svo er um gæzluvöllinn í Árbæjarhverfi, og hefst nú saga hans. Árið 1954, 24. janúar, var stofnað félag meðal íbúa í Ár- bæjarblettum og Selásblettum, en það voru óskipulögð svæði erfðafestu og eignarlóða undir sumarbústöðum og smærri hús- um' ofan við eiginleg borgar- mörk. Markmið félagsins var að vinna að sameiginlegum fram- fara- og hagsmunamálum út- hverfanna Selás- og Árbæjar- bletta, eins og stendur í 2. grein félagslaganna. Nafn félagsins yrði Framfarafélag Selás- og Árbæjarbletta, sem síðar breytt- ist í hverfa. Fyrstu málin voru að vinna að vatnsmálinu, sem var brýnt nauðsynjamál, fá stræt isvagnaferðir í hvcrfið, og lóð fyrir hús og barnaleikvöll. Árið 1954, 25. apríl á 3. félags fundi F.S.Á. er þess getið að góð ar horfur séu á því að fólk fái vatn í húsin sín, þær fram- kvæmdir fari að hefjast. En við- víkjandi leikvelli segir í tillögu sem samþykkt var í einu hljóði: ,,Fundur haldinn í Framfarafé- lagi Selás og Arbæjarhverfis 25. apríl 1954, felur stjórninni að vinna áfram að útvegun lóðar fyrir byggingu og framkvæmdir félagsins. Og fáist ekki svæði undir barnaleikvöll á væntan- legri lóð, norðan við Suðurlands braut, að fá það svæði sunnan brautarinnar." 20. maí 1955 fara fram viðræð ur milli Framfarafélagsins, ann- ars vegar og skólastjóra Laugar nesskóla ásamt fræðslufulltrúa, hins vegar, þar sem félagið legg- ur til að hús félagsins sem var nýreist, yrði tekið til leigu sem smábarnaskóli. „Þar sem ekki eru líkur til að hér verði reistur KÓNGAMERKIIII. barnaskóli í náinni framtíð." Félagið gerði kröfu til að ferð ir strætisvagna yrðu á klst. fresti, og var það sett sem skil- yrði fyrir því að húsið fengist leigt. Samkomulag varð um ihvorttveggja. Eins og greinilega kemur fram í úrtíningi mínum úr fundarbók Framfarafélagsins hefur félagið unnið markvisst að því að að- staða barna til skóla og útivistar svæðis yrði sem þægilegust börn um og foreldrum þeirra, og er þetta eitt af aðal hagsmunamál- um félagsins löngu áður en nokkrum manni kom til hugar að fara að byggja fjölmennt hverfi Framhald á 15. síðu. Þriðja konungsmyndin á ísl. frímerkjum er af Kristján kon- ungi X. — Hann settist á veldis- stól í Danmörku 14. maí 1912. — F'rnn er fæddur árið 1870 og hefur því verið 42 ára er hann var krýndur, — Kristján X. var vinsæll með þjóð sinni og talinn lýðræðislega sinnaður. Hinn 5. júní 1915 staðfesti hann grund- vallarlögin dönsku og 5 árum síð ar, eða 10 júní 1920, hélt hann innreið sína í Norður-Slesvík, sem Danir höfðu endurheimt í- lok heimsstyrjaldarinnar fyrri.— Árið eftir, eða 1921, lieimsótti konungur ísland. — Þjóðverjar hernámu Dan- mörku, sem kunnugt er 1940. í nóvember það ár lögðu þýzkir mjög að kopungi, að mynda e.k. einræðisstjórn, sem væri óháð þ.jóðþinginu. Þessu neitaði Krist- ján konungur svo einarðlega, að Þjóðverjar impruðu litt á því máli síðan. — í óeirðunum í ágúst 1943 kom skot inn í vinnu- stofu konungs, og þaðan í frá til stríðsloka mátti heita að hann væri striðsfangi Þjóðverja, þótt raunar hefði hann alltaf sam- band við frelsishreyfinguna dönsku. — Eins og áður er sagt kom Kirst ján X. til íslands árið 1921. Tví- vegis kom hann hingað eftir það, eða 1926 og 1936. — 1939 byrj ar heimsstvriöldin síðari og tæDu ári síðar eru bæði ís- land og Danmörk hernumin, ís- land af Englendingum en Dan- mörk af Þjóðverium. Kristján X. sem þá var einnig konungur ís- lands gat því ekki komið því við, að sinna konungsskyldum sínum hér á landi næstu árin og svo rak að því, að sambands- laga-samningur landanna, sem gilti til 1944, rann út og íslend- ingar stofna lýðveldi og kjósa sér forseta. Var hann, Sveinn Björnsson og hefur mynd hans komið á frímerkjum okkar. Á Lýðveldishátíðinni 17. júní 1944, sem fram fór á Þingvöllum, bár- ust ísl. þjóðinni mörg heilla- skeyti. En einhvernvegin var það svo að einu þeirra var mest fagnað, en það var frá Kristjáni konungi X. Kveðjuskeyti konungs: Þótt mér þyki leitt, að skiln- aðurinn milli mín og íslenzku þjóðarinnar hefur verið fram- kvæmdur á meðan svo stendur á sem nú er, vil ég láta í ljós beztu óskir mínar um framtíð íslenzku þjóðarinnar og von um að þau bönd sem tengja ísland1 við hin norrænu lönd, megi styrkjast". — Kristján konungur X. lifði ekki lengi eftir þetta. Hann dó árið 1947, enda orðinn gamall maður. Hans cr minnzt með vin- semd og virðingu. — Mynd þessa konungs kom mjög oft á ísl frí- merkjum, líklega á einum 70—- 80 tegundum merkja, ef þjón- usta og yfirprentanir eru tald- ar með. Sum þeirra eru nú kom- in í mjög hátt verð, eins og t.d. Framhald á 15. síðu. Eru þefta móðuharðindi MÖNNUM er enn í minni sú kenning Karls Kristjánssonar, að ný móðuharðindi séu kom- in til sögu á íslandi vegna stefnu og starfa núverandi ríkisstjórnar. Hún hefur að vonum þótt fráleit á einstök- um veltitímum. Samt reynir Framsóknarflokkurinn að halda henni til streitu. Hér á að vera hallæri, þegar undan er skilin velgengni fjáraflamanna, sem séu í náðinni hjá ríkisstjórn- inni, samkvæmt málflutningi Tímans. Hvað segja svo staðreynd- irnar af þessu tilefni? Ógæfan eða hamingjan Tíminn kemst ekki hjá því að skýra lesendum sínum frá hvers konar framkvæmdum, sem vitna um þróttmikið og fjölskrúðugt atvinnulíf. Þær frásagnir eru sönn mynd af þjóðlífinu, þó að raunar mlji út af bera um afla, veðurfar og sitthvað fleira, sem áhrif hefur á afkomu einstaklinga og samfélags. Um það er við eng- an að sakast. Þó gefir Tíminn þetta iðulega að árásarefni á ríkisstjórnína. Hann harmar velgengni af því að hún er rík- isstjórninni til góðs og virðist lofa guð, þegar harðnar í ári, af því að þá berist valdhöfun- um vandi að höndum. Móðuharðindakenningin er því í rauninni ekkert annað en meinfýsin og öfundssjúk af- staða Framsóknarflokksxns til íslenzkra þjóðmála. Hann vill að ógæfa eða hamingja íslands og íslendinga, af örlaganna hálfu fari eftir því, hvort Framsókn- arflokkurinn er í stjórn eða ekki. Sérstök tillitsemi Nú á dögum lætur Tíminn þess getið, að heildarvelta Kaupfélags Rangæinga hafi aukizt um 22.8% árið 1966. Þetta eru fagnaðgrtíðindi, en þau eru mjög í ósamræmi við móðuharðindakenningu F ram- sóknarflokksins og fullyrðingár Tímans um, að verzlun og við- skipti séu í kaldakoli á íslandi vegna óstjórnar núverandi valdhafa. Stafar þetta af því, að ráð'a- menn Kaupfélags Ásnesinga séu fjaraflamenn í náðinni hjá ríkistjórninni, eða hafa kan.i- ski móðuharðindin nýju farið framhjá Rangárþingi af sér- stakri tillitssemi við Fram- sóknarflokkinn? 30. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.