Alþýðublaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 14
ÖKUMENN!
Látið stilla í tíma,
áður en skoðun hefst,
Hjólastillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg þjón-
usta.
BÍLASKOÐUN &
STILLING
Skúlagötu 32
Sími 13-100.
Frá Nattúru-
lækningafélagi
Reykjavíkur
frá og meS 1. júní verður
góöur miðdegisveröur fram
reiddur í matstofu félagsins
auk annarra máltíða.
MATSTOFA N.-L.-F.-R.
Hótel Skjaldbreið.
Nattúrulækn-
ingafélag
Reykjavíkur
Fundur verður lialdinn í
Náttúrulækningafél. Reykja
víkur miðvikudaginn 31.
maí kl. 21 í matstofu fé-
lagsins Hótel Skjaldberg,
Séra Helgi Tryggvason flyt-
ur erindi
— Líkaminn verkfæri
andans —
Veitingar, allir velkomnir
STJÓRNIN.
KleppsspÉiaSi
Fch. af 2. síðu.
um tíma og þá var þegar of lít
ill, miðað við manntalstölur,
sem vitanlega voru alltof lágar,
fylltist á skömmum tíma af
erfiðustu sjúklingum og þeim,
sem höfðu lélegastar batahorf-
ur. Einnig kom þá nokkuð af
fávitum á spítalann, sem stuðl-
aði að því að spítalinn fylltist
þegar eftir 2—3 ár, svo að úr
því gátu ekki komið nema 10
— 15 sjúklingar á ári inn á
spítalann.
Árið 1929 var ný bygging
'tekin til notkunar, Nýi spítal
inn, og voru í henni fjórar
deildir með rúmum fyrir sam-
tals 80 sjúklinga. Upp úr 1940
bættist við deildin í Víðihlíð
með 24 rúmum, deild á efstu
Ihæð Nýja spítalans, þegar tekn
ir voru í notkun nýir hjúkrun
arkvennabústaðir, deild í kjall
ara gamla spítalans, þegar
starfsmenn Kleppsspítalabús-
ins fluttu á burt, og ein deild
1 Stykkishólmsspítala.
Nýjar deildir voru teknar í
notkun á árunum 1951 — 1952
fyrir erifðustu sjúklingana. Þá
var einnig keypt jörðin að Úlf
arsá i Mosfelissveit og þar gert
ráð fyrir 7 rúmum fyrir
drýkkjusjúka og loks á árinu
1963 tók spítalinn við rekstri
hjúkrunarstöðvar Bláa bands-
ins, sem verið hafði og hefur
síðan rekið þar deild, aðallega
fyrir áfengisjúklinga.
í öllum þessum deildum hef-
ur spítalinn samtals yfir að
ráða tæplega 300 sjúkrarúm-
um, sem ekki er nema 'helm-
ingur af því, sem nauðsynlegt
er talið í Evrópulöndum og
Norður-Ameríku. Hér með er
þó ekki öll sagan sögð um
sjúkrarúmaskortinn fyrir geð-
sjúka, því að þau 300 rúm,
sem við ráðum að nafninu til
yfir eru í alltof litlu og alls-
endis ófullnægjandi húsnæði.
Miðað við kröfur tímans gæt
um við haft um 200 sjúklinga,
ef gamli spítalinn er reiknaður
með, en slíkt nær í rauninni
engri átt, því að hann er löngu
orðinn ónothæfur sem íveru-
hús, hvað þá heldur sem sjúkra
hús, svo að raunverulega eru
ekki hér sjúkrarúm fyrir nema
150 — 160 geðsjúklinga.
Má segja, að hér á landi ríki
algert neyðarástand í geðsjúkra
húsmálum og er hér um að
ræða stærsta óleysta verkefni
heilbrigðisstjórnarinnar á ís-
landi. Til þess að sjá lands-
mönnum fyrir fullnægjandi
þjónustu' á geðsjúkrahúsum
þarf 3 rúm fyrir hvert þúsund
landsmanna, eða nálægt 600
rúmum alls miðað við íbúa-
fjölda nú. Það ber því brýna
nauðsyn til að koma upp hið
allra bráðasta nýju geðsjúkra-
húsi með um 300 sjúkrarúm.
Einasta aukningin, sem þeg
ar er ákveðin í sjúkrahúsrými
fyrir geðsjúka er bygging geð-
sjúkradeildar á Landsspítalan
um, sem væntanlega verður liaf
izt handa um, þegar lokið_uerð
ur skipulagningu Landspítala-
lóðarinnar. Síðan verður von-
aridi unninn bráður bugur að
því að finna nýju geðsjúkra-
húsi stað í sem allra nánustum
tengslum við Landspítalann.
Flugbj.sveit
Framhald af bls. 2.
boðnar kaffiveitingar í Snorrasal
Hótel Loftleiða af kvennadeild
F.B.S..
Flugbjörgunarsveitin í Reykja-
vík er stofnuð 1950 og var Þor-
steinn Jónsson fyrsti formaður
hennar, en ári síðar tók Björn
Björnsson við. Sigurður Þorsteins
son hefur verið formaður frá
1960. Sveitin skiptist í 4 deildir:
leitardeld, fallhlífadeild, bíladeild
og radíodeild. auk nýstofnaðrar
kvennadeildar. Um 80 manns eru
nú virkir starfsmenn sveitarinnar.
í eigu flugbjörgunarsveitarinnar
eru nú sjúkrabíll, 2 snjóbílar, 2
trukkar, mótorsleði, auk fleiri
gagnlegra tækja, sem notuð eru
við leitarleiðangur.
Innbrot
Frh. af 3. síðu.
með smekklás og hengilás. Var
dýnamit og hvellettur geymt í
skúrnum ásamt fleiru. Hafði
miklu verið rótað til, en ekki
var séð hvort einhverju hefði ver
ið stolið.
Um svipað leyti var tilkynnt
um innbrot í vinnuskúr í Breið-
holti, sem er í eigu Miðfells hf.
Þaðan var stolið verkfærum, loft
bor og 1300 kr. í peningum. Þar
hafði hurð einnig verið brotin
upp með einhverju verkfæri.
1 fyrrakvöld, er eigandi Mið-
fells var í eftirlitsferð, fann hann
15 ára gamlan pilt í einum skúrn
um, sem játaði að hafa átt þátt
í innbrotinu.
Eskol
Frh. af 1. síðu.
ríkis árið 1948,
Áreiðanlegar heimildir herma,
að ísraelska stjórnin muni ætla að
bíða átekta og sj'á, hvort Banda-
ríkjamenn eða einhver alþjóða-
samtök muni ekki fá Egypta til
að opna siglingaleiðina um fló-
ann.
Eskol, forsætisráðherra, sagði í
ræðu í gærkvöldi, að vel mætti
vera að alþjóðleg andúð á tiltekt-
um Egypta gæti orðið til þess að
þeir neyddust til að láta undan
síga, án þess að til hernaðarátaka
kæmi.
En áhrifamiklir aðilar í fsrael
eru þeirrar skoðunar, að ekkert
muni geta stöðvað Egypta nema
hernaðaraðgerðir.
Talið er óserinilegt, að stjórn
Eskols hafi nokkuð að óttast.
Hann hefur sterkan þingmeiri-
hluta á bak við sig og ólíklegt
þykir að flokksmenn hans snúi
við honum bakinu og krefjist að
hann isegi af sér eins ag málin
standa nú.
BRAGÐBEZTA
AMERÍSKA
SÍGARETTAN
Við flytjum innilegar alúðarþakkir ykkur öllum, sem með
margvíslegum hætti auðsýnduð okkur samúð og vináttu við
fráfall elskulegs eiginmanns míns, sonar okkar, tengdasonar,
bróður og tengdabróður,
EGILS BENEDIKTSSONAR, flugstjóra.
Steinunn E. Jónsdóttir, Benedikt Gíslason,
Geirþrúður Bjarnadóttir, Jón Pálsson. Kristín Þórðar-
dóttir, systkin og tengdasystkin.
OLYMPIUKEPPNIN
KNATTSPYRNU á _ LANDSLEIKURINN ISL/ fer fram á íþróttaleikvanginum í Laugardal miðvikudaginn 31. maí og hefst kl. 20,30. DÓMARI: Gunnar Michaelsen frá Danmörku. LÍNUVERÐIR: Einar Hjartarson og Hreiðar Ársælsson. tND-SPÁNN Lúðrasveit Reykjavíkur leikur frá kl. 19,45. Aðgöngumiðar seldir úr sölutjaldi við Útvegsbankann og við íþrótta- leikvanginn í Laugardal í dag frá kl. 13-18 og á morgun frá kl. 18. KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS. Verð aðgöngumiða; Sæti kr. 150.— Stæði kr. 109.— Barnam. kr. 25.—
J4 30. maí 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ