Alþýðublaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 8
Verkefni í náinni framtíð í sjávarútvegsmálum Efling hafrannsókna meira vör vöndun, endurnýun fiskiflotan* Ræða Eggerts G. Þorsteinssonar ráðherra á sjómannadaginn GóSir áheyrendur, nær og fjær. Frá því síðasti sjómannadagur var hátíðlegur haldinn, hafa að venju skipzt á skyn og skúrir í íslemkum sjávarútvegi. íslendingar eru því ekki óvan- ir að syrti i álinn og í skýja- bakka dragi á lofti og hafa oftast áður verið verr undir það búnir að mæta slikum erfiðleikum. Á því ári, sem liðið er frá síð- asta sjómannadegi hefur 21 ís- lenzkur sjómaður farizt hér við land í hinum hættusömu en þýð- ingarmiklu störfum sínum. Að- staridendum þeirra eru héðan sendar dýpstu samúðarkveðjur. Á sama tímabili hefur 70 manns verSJ bjargað úr sjávarháska. Skal nú minnzt á það sem skeð- hefur sl. ár og þá' einnig það mat sem hægt er að leggja á nú- verandi ástand og framtíðarhorf- ur. Síldarleitar- og hafrannsóknarskip Eins og kunnugt er, er síldar- leitarskipið „Árni Friðriksson” væntanlegt tll landsins í júlí en einriig er á döfinni nýtt almennt hafrannsóknarskip fyrir íslend- inga, „Bjarni Sæmundsson”. Allur undirbúningur að smíði þess skips, sem einnig verður af skuttogara- gerð hefur farið fram hér heima og er hann í tveimur þáttum. Fyrri þátturinn hefur verið fólg- inn i vali og kaupum á' þeim sér- staka búnaði, sem slíkt skip þarfnast, ef það á að geta gegnt hiutverki sínu. Þegar hefur verið keypt í skipið rafbúnaður til framdriftar — en skipið er knúið rafmagni — díselvélar, sem eru þrjár, allar vindur að miklu leyti sjálfvirkar, asdiktæki, sérstaklega smíðuð fyrir rannsóknarskip, á- samt fullkomnum búnaði dýptar- mæía, sem er meiri en þekkist í öðrum íslenzkum skipum. Um smíði þessara tækja hefur þurft að semja sérstaklega, þar sem þau eru ekki á almennum markaði, og þau hafa slík áhrif á' alla aðra gerð skipsins, að þau verður að velja fyrirfram. Smiði sumra þessara flóknu tækja, sem nema um þriðjungi alls skipsverðsins, tekur lengri tímá en smíði sjálfs skrokksins, og varð því að ákveða þau áður en smíði sjálfs skipsins hefst. Fýrir nokkru síðan hófst smíði á þéssum tækjum fyrir okkur ís- lendinga, og má' því segja, að bygging íslenzks hafrannsókna- skiþs sé hafin. Sámkvæmt upplýsingum Haf- rannsóknastofnunarinnar nú er síðari þáttur undirbúningsins fólg- inn í tæknilegri vinnu til útboðs á sjálfri smíði skipsins, og mun honum endanlega ljúka í næsta mánuði. J Endurnýjun fiskiskipaflotans í beinu framhaldi af þróun undanfarinna ára um endurnýj- un fiskiskipaflotans hafa frá síð- asta sjómannadegi bætzt í veiði- flotann 25 ný fiskiskip nálega 7 þús. brúttó rúmlestir eða til jafn- aðar 275 — 280 brúttórúmlestir hvert skip. Eggert G. Þorsteinsson Auk þessara skipa hafa bætzt í flota landsmanna þrjú önnur skip samtals 2618 rúmlestir brúttó. Mörgum hefur þótt hin mikla endurnýjun fiskveiðiflotans á síðari árum beinast um of að til- teknum stærðum skipa, m.ö.o. — vera til of einhæfra veiða. Þetta er ekki alls kostar rétt, þótt rétt sé hins vegar að góð síldveiði und- angenginna ára hafi hér haft veru- leg áhrif á eftirspurn. Umrædd fiskiskip munu þó langflest geta stundað allar þær veiðiaðferðir sem hér við land hafa verið reyndar, ef vænlegra þætti, við breytilegar aðstæður. Mest er um vert að skip þessi hafa reynzt vel og veiðiliæfni þeirra margfaldazt og aðbúnaður sjómanna um borð, hefur tekið algjörum stakkaskiptum til bóta. Skuttogaranefndin Svo sem kunnugt er af fréttum skipaði ríkisstjórnin 5 manna nefnd til að gera tillögur um kaup á allt að 4 skuttogurum af mis- munandi stærðum. Það verkefni, sem nefndin hefur hingað til að- allega beint athygii sinni að er að g 30. raaí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ athuga gaumgæfilega það grund- vallaratriði hvaða skipsstærðir og gerðir hentugt væri að byggja. Verður í því sambandi annars vegar að taka tillit til veiðisvæða togaranna og afkastagetu mis- munandi skipastærða og hefur nefndin í því sambandi m. a. rætt við og fengið álit starfandi (ogaraskipstjóra, en hins vegar til hagkvæmrar nýtingar aflans til vinnslu innanlands, en það megin- sjónarmið er haft í huga, að end- urbygging togaraflotans stuðli að því að treysta hráefnisgrundvöll fiskiðnaðarins, einkum frystiiðn- aðarins. Aflinn og aflaverðmæti i (hvort tveggja miðað við upp úr sjó) (maí 1966 — aprílloka 1967). .------4 Enginn mun véfengja og allra sízt þeir, sem gerzt til þekkja, að sl. vetrarvertíð hafi verið ein með allra ógæftasömustu vetrarvertíð- um sem núlifandi menn muna. Þrátt fyrir þessar staðreyndir varð heildarafli landsmanna 1,197,9 þús. tonn og aflaverð- mæti í krónum talið 2.630,8 millj. króna og er þá miðað við magn og verðmæti upp úr sjó á tíma- bilinu maí 1966 til aprílloka 1967. Af þessu magni var síldaraflinn þyngstur á metunum, eða 795 þús. tonn að verðmæti 1,252,3 millj. króna eða nálega helmingur verð- mætisins á þessu tímabili. Þorsk- aflinn á sama tímabili reyndist 313 þús. tonn að verðmæti 1,278,7 millj. króna. Loðna 96,2 þús. tonn fyrir 39,4 millj. ,kr. og krabba- dýr 5,400 tonn fyrir 60,4 millj. króna. Þegar þessar tölur eru athug- aðar með hliðsjón af veðráttu kemst enginn, sem af raunsæi vill á málin iíta framhjá þeirri stað- reynd, að hefði ekki átt sér stað sú gjörbreyting í stækkun og end- urnýjun fiskiveiðiflotans, sein raun ber vitni um, væri hér nú alvarlegt ástand. Fiskvinnsla. Rekstur og afkoma. Verðlagsþróun Á undanförnum árum hafa orð- ið miklar og nokkuð stöðugar og árlegar hækkanir freðfisks, salt- fisks og skreiðar. Á árunum 1960 til 1963 var liækkunln jöfn og sígandi, eða að meðaltali um 5% á ári fyrir freðfisk, 6% fyrir saltfisk — en 4% fyrir skreið. Á árunum 1964 og 1965 urðu hins vegar miklar og örar verðhækanir á freðfiski og saltfiski. Nam hækkun freðfisks um 9% fyrra árið en 13% síðara árið, en hækkun saltfisks 21% fyrra árið og 15% hið síðara. Á þessum árum urðu hins veg- ar litlar breytingar á skreiðar- verðinu. Á árinu 1966 hélt verð- hækkun saltfisks enn áfram, og umtalsverð hækkun varð á skreið- arverði. Hins vegar snérist verð- þróun freðfisks mjög til hins verra, þegar kom fram yfir mitt árið. Meðalverð freðfisks á ár- inu mun þó væntanlega reynast nokkuð liærra, en meðalverð árs- ins 1965 vegna áhrifa fyrri verð-: hækkana og eins vegna þess, hversu seint á árinu verðfallsins tók að gæta. Um áramótin var ríkjandi freðfisksverð hins veg- ar um 11% lægra en meðalverð ársins 1966. Ekki er útlit fyrir að freðfiskverðið snúist til hækkun- ar á' næstunni, og hefur verðfallið þar haldið áfram það sem af er árinu. Ekki eru nú sýnilegar breytingar á saitfiskverði og vonir standa til að skreiðarverð geti ef til vill hækkað. Um áramótin 1965 —1966, þegar verðið var í há- marki, voru íslenzkir útflytjend- ur vongóðir um, að hið háa verð- lag mundi haldast, þar sem þeir bjuggust ekki við, að um verulegt aukið framboð af biokk á' Banda- ríkjamarkaði gæti orðið að ræða. Hér fór þó öðruvísi en ætlað var. Hið háa verðlag í Bandarikjun- um virðist hafa orðið til þess að auka mjög framboð frá ýmsum löndum á þeim markaði og komu nú möre ný lönd tii sögunnar, sem ekki höfðu áður flutt á þann markað. Fjölgaði þeim löndum er flvtja frvstar fiskafurðir á Banda- ríkjamarkað úr 6 í 17 á einu ári. Ein.kum kvað hér að innflutningi frá Póliandi, en einnig frá Ar- gentínu og Suður-Afríku, auk aukins innflutnings frá Norð- Vestur Evrópu. Ekki er að fullu lióst. hvernig þessu framboði var háttað. Að nokkru er hér um að ræða nýjar fisktegundir, sem ekki höfflu verið áðpr fluttar á Banda- ríkjamarkað. En að nokkru er hér einnig um að ræða á'hrif betri afla bragða á Norður-Atlantshafi, og þá ekki sízt áhrif aukinnar útgerðar stórra frystitogara. Jafnframt því sem þessi þróun átti sér stað á framboðshliðinni, virðist hafa dregið úr hinni mikiu aukningu á neyzlu fiskstauta og fiskrétta, og er það út af fyrir sig, jafnvel enn alvarlegra en sjálf verðlækkun- in. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem fyrir liggja um verð- iagið um áramótin 1966—1967, og samkvæmt þeim áætlunum um magn seldra afurða, sem .útflytj- endur hafa Iagt fram, má gera ráð fyrir, að áramótaverðifl hafi verið um 11% lægra heldur en meðalverð ársins 1966, en þaö liafði aftur á‘ móti verið um 7% hærra en meðalverð ársins 1965. Útlitið á freðfiskmarkaðnum I Bandaríkjunum er nú mjög óljóst bæði að þvd er snertir framboð og eftirspurn. Óvissa er um getu framieiðenda • til að halda fram- leiðslunni uppi við ríkjandi mark- aðsverð. Gildir þetta ekki sízt um þá nýju framleiðendur, sem ml hafa komið inh á markaðinn. Þá er óvissa varðandi áhrif frá' vax- andi veiðum frystitogara. Mikil ó- vissa er einnig um þróun eftir- spurnar. Stafar þetta ekki sízt af breyttri afstöðu kaþólsku kirkj- unnar til kjötneyzlu. Reynsian hefur yfirleitt verið sú, að verð á frystum fiski hafi farið lækk- andi í Bandaríkjunum frá vori og fram á haust, en síðan farið hækk- andi yfir vetrarmánuðina. Því miður virðist ekki útlit fyrir því, að breyting tii hins betra, getl að nokkru marki orðið fyrr en með haustinu, þegar birgðir hafa færzt í eðlilegt horf. Verðlag síldarafurða Því hefir verið haldið fram á opinberum vettvangi, að ríkis- stjórnin beitti áhrifum sínum til að fresta löglegum ákvörðunum verðlagsráðs sjávarútvegsins um verðlagningu síldar á komandi sumarvertíð. Að svo miklu leyti sem þessi mál koma til kasta ríkisstjórn- arinnar, þá hefur hún lagt á það mikla áherzlu að endanleg á- kvörðun í þessum efnum fengist sem fyrst og áður en veiðiflotinn hefur veiðar, miðað við áður á- kveðinn móttökudag síldarverk- smiðjanna sem byggð var á reynsiu liðinna ára hinn 1. júní n.k. — Endanleg verðákvörðun í ■íWá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.