Alþýðublaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 13
■>UUi »1»*
Leyniinnrásin
(The Secret Invaison)
Hörkuspennandi og vel greð
ný, amerísk mynd í litum og
Panavision.
Stewart Granger
Mickey Rooney.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Allra síðasta sinn.
JUDITH
Frábær ný amerísk litmynd.
Sophia Loren
ÍSLENZKUR TEXTI.
Sýnd kl. 9.
Allt til raflagna
Rafmagnsvörur
Heimilistæki.
Útvarps- og sjónvarps-
tæki.
RAFMAGNSVÖRU-
BÚÐIN S.F.
Suðurlandsbraut 12
Sími 81670
BÆNDUR
Nú er rétti tíminn til að skrá
vélar og tæki sem á að selja.
TRAKTORA
MÚGAVÉLAR
BLÁSARA
SLÁTTUVÉLAR
ÁMOKSTURSTÆKI
Við seljum tækin.
BíSa- og
Búvélasalan
v/Miklatorg, sími 23136.
BÍLAMÁLUN -
RÉÍTINGAR
BREMSUVDOGERÐIR O. FL.
BIFREIÐAVERKSTÆÐH)
VESTURÁS HF.
Súðavogi 30 — Síml 35740.
SERVÍETTU-
PRENTUN
pfMT 32-101.
i ii'iiiiii mi miium—i iniiim m——iiwnn—i r < nf»w——tt—m i
Framhaldssaga eftir Nicholas Johns
FANGI ÓTTANS
— Hvað gengur á? spurði hún.
— Við (hvað áttu, mamma?
— Reyndu nú ekki að -telja
mér trú um að ekkert sé að.
Chris kemur heim, fer beint í
rúmið og sýnir sig ekki meira.
Alla nóttina gengur hann um
gólf í herherginu sínu. Og ég sá
þig ekki eftir að þú komst heim
um kvöldið. Hvað gengur eigin-
lega á?
Hervey andvarpaði. Það var
ekki til neins að reyna að leyna
móður hennar þessu. Lögreglan
gat komið á hverri stundu og
það var rétt að undirbúa ihana
fyrst.
— Maisie Barlow var lögð inn
á sjúkrahúsið í gær. Hún fannst
meðvitundarlaus á heiðinni. Það
réðst einhver !á hana.
— Ég hef margoft sagt henni
að það vaý'L Iheimskuleþ.L að
ganga ein heim yfir heiðina í
myrkri . . . Frú Galton þagnaði.
— Chris var svo undarlegur þeg-
ar hann kom heim. Ég hélt að
hann væri veikur. Hervey . . .
þú heldur þó ekki, að . . . Hún
lauk ekki við setninguna.
— Að ég hafi gert það, frú
Galfon? Chris stóð fölur og fek-
inn í dyragættinni. — Við fáum
fljótlega að vita það. Lögreglu-
bíllinn er að koma. Ég sá hann
út um gluggann. Ég geri ráð fyr
ir að Maisie hafi gefið skýrslu.
Hann gekk að glugganum og
Hervey gekk til hans. Bíllinn ók
inn akbrautina. Darrow yfirlög-
regluþjónn sté út ásamt einum
lögregluþjóni. Frú Galton opn-
aði og Hervey tók um hönd
Chris.
Hann brosti til hennar og leit
svo á yfirlögregluþjóninn, en það
var Hervey, sem tók fyrst til
máls.
— Hefur eitthvað nýtt frétzt?
spurði hún. — Hvernig líður
Maisie?
— Hún er enn meðvitundar-
laus. Við' getum ekki tekið af
henni skýrslu, en hún kallar án
afláts á Ned Stokes.
— Hafið þið náð í hann?
— Við vitum, að hann býr hjá
frænda sínum í London og við
höfum sent boð eftir honum.
Hann kemur fljótlega. Yfirlög-
regluþjónninn tók upp blokkina.
— Mig langar til að leggja nokkr
ar spurningar fyrir yður, sagði
hann við Chris. — Vann stúlkan
ekki hér?
— Jú, fáeinar vikur.
— Gekk hún alltaf heim?
— Það held ég.
— Vitið þér það ekki?
— Ég margsagði henni að taka
strætisvagninn, en véit ekki,
hvort hún gerði það, svaraði
Chris.
Hervey titraði. Hún óttaðist
þessar stuttaralegu spurningar
og svör. Það var augljóst að
Darrow grunaði Chris.
— Vitið þér hvort hún gekk
heim í gærkveldi?
- Já.
— Hvernig vitið þér það?
— Ég sá þegar hún lagði af
stað, sagði Chris eftir smáhik.
— Hún gekk að heiðinni en ekki
strætisvagnabiðstöðinni.
— Það var orðið framorðið.
Reynduð þér ekki að halda aftur
af henni?
Aftur hikaði Chris um stund.
— Ég hrópaði eftir henni, en hún
tók á rás.
— Hvers vegna hljóp hún?
— Ég geri ráð fyrir að hún
18
hafi vitað að ég var reiður við
hana, sagði Ohris og bætti svo
við: — Vilduð þér vita meira,
yfirlögregluþjónn?
Yfirlögregluþjónninn stakk
blokkinni í vasa sinn. Hann leit
ekki af andliti Chris. Svo gekk
hann til dyra.
— Nei, þetta er nóg — núna.
Ég kem aftur seinna. Hann var
hörkulegur. — Og ég ráðlegg yð-
ur að vera hér þá.
SEYTJÁNDI KAFLI.
Maisie vaknaði til meðvitund-
ar og heyrði rödd segja:
— Hún er að rakna við.
En hún opnaði ekki augun
strax. Ringulreið ríkti í hug
hennar. Hún skildi ekki, hvað
var að gerast. Svöl hönd var
lögð á enni hennar.
-— Bara róleg. Þetta lagast
allt.
Hún opnaði augun. Hún sá' að
gluggatjöldin voru dregin fyrir
gluggann. Þegar hún leit við sá
hún andlit, sem hún þekkti. Hún
hvíslaði:
— Ned.
Ster.k hönd hans luktist um
hönd hennar. — Ég er hjá þér,
Maisie.
Hún fór að tala líkt og í óráði.
Ég hugsaði alltaf um þig, Ned.
Ég saknaði þín svo. Mig dreymdi
um þig — en þú fórst alltaf frá
mér.
•— Ég er kominn til þín, Mai-
sie. Ég fór til frænda míns í
London, en lögreglan sótti mig.
Manstu ekki, þegar ég kvaddi
þig? Hann tók fastar um hönd
hennar. — Hafðu engar áhyggj-
ur. Þú ert örugg hér.
Maisie hugsaði skýrar og sá
hjúkrunarkonuna og lögreglu-
þjóninn sem stóð við rúmstokk-
inn. Aftur varð hún skelfd. —
Hvað hefur gerzt? Því er ég á
spítala?
Lögregluþjónninn laut yfir
rúmið og svaraði henni.
— Þér urðuð fyrir slysi í gær,
ungfrú, á leið heim frá búgarð-
inum. Reynið að muna, hvað
gerðist.
Maisie reyndi að rísa upp,
en hjúkrunarkonan lagði hana
niður á koddann. Hún leit á Ned
Stokes. Hann var áhyggjufullur
að sjá. Það gladdi hana, þó
henni liði svona illa. Hún hafði
alltaf haldið, að hann vildi ekki
sjá hana, en það var víst rangt',
ella hefði hann ekki verið svona
áhyggjufullur og hræðslulegur.
Haltu í höndina á mér, Ned! bað
hún. • /
— Haldið þér að þér gætuð
svarað mér núna, ungfrú? spurði
lögregluþjónninn.
— Já.
— Þá skulum við byrja á
byrjuninni. Þér fóruð heim eft-
ir vinnuna. Af hverju genguð
þér yfir heiðina? Því tókuð þér
ekkj strætisvagninn?
— Ég ætlaði að taka hann.
Ned var vanur að hitta mig á
leiðinni, en hann var farinn
og ég ákvað að taka strætisvagn-
inn, en . .. .; hún þagnaði og tók
fyrir augu sér. Hrollur fór um
hana.
— Ég hljóp frá Chris Mann-
ing. — Ég, ég hugsaði um það
eitt’ að sleppa frá honum; ég
held, ég hafi ekki vitað, hvað
ég gerði.
Ned færði sig til í stólnum og
opnaði munninn til að tala, en
lögregluþjónninn varð á undan
honum: — Hvers vegna hlupuð
þér frá hr. Manning? Rifuzt þér
við hann?
Hún tók til máls, fyrst hvísl-
andi, svo með æ styrkari róm.
— Já, við rifumst. Það er sama
um hvað. En ég gerði hann víst
ofsareiðan. Ég varð hrædd við
svipinn á andliti hans og hijóp
á brott. Ég heyrði hann kalla
á eftir mér.
— Elti hann yður?
— Það veit ég ekki. Ég leit
ekki við. Ég bara hljóp.
Lögregluþjónninn laut yfir
rúmið. — Þetta gengur vel, ung-
frú. En ég verð að fá að vita,
hvað gerðist eftir að þér hlupuð
frá hr. Manning. Þér fundust
meðvitundarlaus á heiðinni. —
Hver réðst á yður?
— Var það Manning? spurði
Ned Stokes. — Réðst hann á þig,
Maisie?
— Látið mig um spurningarn-
ar, Stokes, sagði lögregluþjónn-
inn reiðilega. Síðan leit hann á
stúlkuna. — Sáuð þér manninn,
sem réðst á yður?
Ilún leit undan. — Nei! Þung-
ur andardráttur Ned Stokes
heyrðist greinilega í kyrrðinni.
— En það var alls ekki dimmt,
það var tunglsljós, sagði lög-
regluþjónninn. — Hvers vegna
sáuð þér ekki árásarmanninn?
Maisie hækkaði róminn móð-
ursýkislega.
— Ég er búin að segja að
ég sá hann ekki. Ég man að ég
hljóp og hljóp þangað til ég náði
varla andanum fyrir mæði. Ég
leit við, en sá engan.
—- Alls engan, ungfrú.
— Nei, þá settist ég á stein
til að hvíla mig. Ég veit ekki
hve lengi ég sat þar. Ég ætlaði
að standa á fætur .. þegar ég
heyrði í einhverjum bak við mig.
— Snérirðu þér ekki við? —
Sástu hann ekki? greip Ned
fram í. Lögregluþjónninn sendi
honum aðvörunaraugnaráð og
hélt áfram yfirheyrslunni.
— Það gerðist svo snöggt,
veinaði Maisie. — Hann sló mig
í hnakkann og ég datt fram fyr-
ir mig. Æ, látið mig í friði. Ég
vil ekki tala um þetta. Látið
mig í friði.
Hjúkrunarkonan ' kom til
þeirra. — Því miður verðið þér
að hætta yfirheyrslunni lög-
regluþjónn, ég þarf að gefa
sjúklingnum róandi sprautu.
Ned elti lögregluþjóninn fram
á gang. — Það var Manning,
sagði hann. — Þér verðið að
handtaka hann. Það leikur erig-
inn efi á að hann gerði þettri.
— Stúlkan sagði þáð aldrei ög
yið höfum engar sannanir. Lög-
réfluforinginn ákveður hvað
gera skal. Ég verð að biðja yður
um að blanda yður ekki í mál-
ið, Stokes.
Ned svaraði engu. Hann gekk
frá sjúkrahúsinu og í áttina að
Dale búgarðinum.
Nú varð Hervey þó að snúa
baki við manninum, sem hún
ætlaði að giftast. Hvaða máli
skipti hvort Manning var sekur
eða ekki eða hvort Maisie gæti
þekkt árásarmanninn. Mannirig
gæti aldrei sannfært lögregluna
um sakleysi sitt. Og Hervey gæti
aldrei treyst honum. Ást henn-
ar myndi ekki lifa óvissuna af.
Hann ætlaði að fara óg tala
við hana, Hann ætlaði að telja
hana á að flytja frá búgarðinum
og til borgarinnar. Hervey myridi
aldrei þora að vera kyrr eftir
það, sem gerzt hafði. Ned brosti
með sjálfum sér þegar hann nálg
aðist Dalebiigarðinn. Nú færi
allt eftir óskum hans.
Hann gekk að hliðinu og hóf
að opna það/ Fury gelti og
augnabliki síðar kom Chris út
úr hlöðunni. Þeir störðu á hana.
— Hvað viljið þér? spurði
Chris.
— Tala við Hervey, svaráði
hann. — Burt með yður, Marin-
ing.
30. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13