Alþýðublaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 16
PRÓF LANDSINS
Aldrei botna ég nú almenni-
lega í þessum blaöamönnuni.
Fyrirsösrnin í einu dagblað-
annu í gær liljóðaðí svona:
„Brotizt inn og dinamiti stol-
ið“. Svo var sagt í fréttinni
sjálfri, að eklti væri hægt að
sjá hvort einhverju hafi verið
stolið eða ekki.
Nú lauk landsprófinu í gær.
'Próf landsins er eitthvað megt-
ngasta próf sem gáfnaljós geta
undir gengið á þessu landi, ef
stúdentsprófið er frá skilið. Um
hádegisbilið í gær gat að líta í
rágrenni gagnfræðaskólanna föl-
leit en þó brosmild andlit gervi-
og alvörusjenía, er þau þustu út
í sólskinið eftir að hafa glímt við
próf landsins í nokkrar vikur.
Síðasta prófglíman var háð við
eðlisfræðina í nýjum herklæðum.
Nú skyldu sjení landsins glíma við
|>essa ágætu fræði í formi krossa
prófs. Krossaprófin eru amerisk
áð uppruna og eru í því fólgin,
eð setja skal kross í réttan reit
S prófblaðinu. Sumir nota að sjálf
sögðu sömu reglu við þessar
merkingar og þeir, sem ekki kjósa
rétt í almennum kosningum, þ.
e, a. s. setja x við rangan reit.
Ekki verður dregið í efa, að
próf landsins hefur þegar hlotið
virðulegan sess í þjóðfélaginu.
Til merkis um stöðu fólks í þjóð
félaginu, þá getur það oftlega
þess, að sonur (dóttir) sé í lands-
prófi, en oft er málið skamma
stund á dagskrá. Reyndin er nefni
lega sú, að allra börn eru afar
vel greind en dálítið misjafnlega
löt.
Vel á minnst. Fyrir nokkrum
dögum var próf landsins í dönsku
kært til yfirvalda. Prófdómandinn
í þessari grein virðist gera næsta
furðulegar kröfur til landsprófs-
nemenda þetta árið.
Mun honum borið á brýn að
gera upp á milli þeirra nemenda,
sem lesið höfðu kennslubók eftir
prófdómanda sjálfan og annarra
nemenda, er lesið höfðu
bók eftir aðra höfunda. Ekki er
þó öll sagan sögð, því að hann ku
í ofanálag hafa krafizt þess, að
hann fengi upplýsingar um meðal
einkunn hvers nemanda í öllum
greinum, svo að hann gæti gefið
þeim einkunnir í dönsku. Þessar
kröfur hafa vakið ugg og gremju
fólks, og ekki er loku fyrir það
skotið, að fölvinn á andliti bless-
aðra barnanna hafi heldur aukizt
en hitt.
Öllum mun vera ljóst, að próf
landsins er lykill að lífinu og öll-
um er ljóst, að ljóminn kringum
próf landsins verður að vera sem
mestur. í saumaklúbbum eiga frúr
að gorta af því að eiga son eða
dóttur í landsprófi.
Þess er áður getið, að allra
eru afar greind, en hins veg
ar svolítið misjafnlega löt. Leti
mun vera sá sjúkdómur, sem erf
iðastur er viðureignar innan skól
anna. Afsakanir vegna óþarflega
lágra einkunna heyrast oft, þegar
prófum er nýlokið. Þá getur að
heyra, að börnin séu löt, þau lesi
ekki neitt, hins vegar sé það
skrýtið hve hann (hún) hafi lækk
að í einkunn frá barnaskólanum.
Það verður ekki í vafa dregið að
það er mikilsvert að eiga son eða
dóttur, sem glímir við próf lands
ins. En ekki væri úr vegi að
fólk gerði sér grein fyrir þeim
algilda sannleika að jafnvel þó
barn hafi hátt próf upp úr bama
skóla, þá er engan veginn tryggt,
að leti eða einhverjar aðrar á-
stæður verði x veginum til met-
orðanna, sem prófi landsins fylg
ir.
Hún stökk upp, svo að sá í II
sóla henni, eins og Snorri seg
ir í Kjalnesingasögu um Giz
ur gullrass, og höggvaði haus
inn af marsipanbrúðiguinan-
um .., t
Morgunblaðiff
Þaff er alltaf veriff aff jarma
um að viff táningarnir séum
svo ósiffiegir nú til dags. En
lítiffi bara á forsíffufyrirsögn
ina á einu vikublaffanna hér i
borg. Þar stendur: „Þaff lekur
úr honum afa“.
Gaman væri nú, ef hann
Hannibal mimi kæmist á
þing. En þaff er bara ver6t,
aff maffur veit ekki viff hvaffa
staf á aff merkja.
HJA RAKARANUM
Hjá rakaranum mínum er mikið um að vera
og mikið oft að gera
og jafnvel daginn allan,
því þangað koma alls konar útileguskollar
og ótal loðinkollar,
og menn með beran skallann.
En það er svo með höfuðin, sem hugsa djúpt og mikið,
þau hafa það fyrir vikið,
að á þeim þynnisl' faxið.
Og tvennt vill einatt fylgjast að: það fjölga slöðugt árin
og' fækka stöðugt hárin
við andstreymið og baksið.
Og hvarflað hefur þess vegna að mér þarna inni
oft og mörgu sinni,
síðan hárin tóku að fækka,
Iivort ekki væri sanngjarnt í svoddan hárklippingu
að semja um uppmælingu,
þegar skallinn fer að stækka.
Og því skal nú í framkvæmd því höfuðmáli hrinda
og hausafélag mynda,
sem fyrr hefði mátt’ vera.
Og þjóðinni skal kunngert í þessu stutta spjalli,
að það skal heita Skalli
og nafn með rentu bera.
En hvaff á ég aff gera,
burtu ... ?
ef storkurinn kemur, á meffan þiff eruff