Alþýðublaðið - 31.05.1967, Side 8
ÓBmenn í sjónvarpið
Þetta eru fjórmenningarnir, sem stofnuðu „Óðmenn“ fyrir ári síðan,
en nú hefur sú breyting orðið á, að Pétur Östlund skipar sæti
Engilberts Jensen.
Walker Brothers hætta
John Maus, sólógítarleikari.
UM nokkurra vikna skeið hefur
því verið fleygt fram, að Walker
Brothers væru að hætta og nú
eru þessar munnmælasögur orðn-
ar að staðreynd. Bræðurnir hafa
gengið sinn feril á enda. Ekki eru
þverrandi vinsældir ástæðan, held
ur ósamkomulag og óánægja hjá
þremenningunum.
Fyrsta platan þeirra kom út
fyrir tveim árum, „Love her“, og
rauk fljótlega uppí efsta sætið á
vinsældarlistanum. Þá kom „Maki
it easy on yourself“; það náði að
vísu ekki efsta sætinu, en það
gerði hins vegar lagið „My skip
is coming in“. Síðan hafa mörg
iög Walker Brothers komizt á
vinsældarlistanum. Þá kom „Make
SVIÐS
LJÓS
a’int gonna shine any more“. „I
need you“ og „Stay with my
baby“.
Um sama leyti og tilkynnt var
að þeir félagar kæmu ekki oftar
fram í sviðsljósið kom út með
þeim L.P. plata og ein tveggja
laga, en titillagið á henni heitir
„Walkin’ in the rain“. John Maus,
sólógítarleikari „Walker’s segir:
Loksins er ég frjáls og óháður.
LÖGIN MÍN
1. Edelyeiss .......Vince Hill
2. This is my song .. Petula Clark
3. Puppet on a string Sandie Shaw
4. Það hrygga fljóð Savanna tríóið
5. Happy together Graham Boony
Mjöll Hólm heitir úng og efni-
ieg dægurlagasöngkona, sem syng
ur í Klúbbnum um þessar mund-
ir með hljómsveit Elfars Berg.
Þátturinn kom nýlega að máli við'
hana og fékk upp hjá henni uppá-
haldslögin, sem birt' eru hér að
ofan, en nú gefum við Mjöll orð-
ið:
Ég hef ekki heyrt mörg lög með
Vtnce, en þetta lag greip mig
strax og ég heyrði það og mér
finnst sérstaklega gaman að
syngja það. Ég hef nýlega heyrt
annað lag með honum, „A woman
need love“, einkar fallegt, sam-
ið af honum sjálfum.
Ég hef alltaf haft ánægju af
söng Petulu Clark. Þetta lag
Chaplins er ekki ýkja viðamikið.
Það er fyrst og fremst flutning-
ur Petulu, sem hefur skapað því
vinsældir.
„Puppet on a string“ er eitt af
þessum lögum, sem almenningur
grípur strax, en er þeim mun fljót
EINS og kunnugt er hafa samn-
ingar tekizt með Félagi ísl. hljóm
listamanna" og íslenzka sjónvarp-
inu.
Nú nýlega var tekin upp fyrsta
beat hljómsveitin, en það voru
Óðmenn frá Keflavík. Vegir þess-
arar hljómsveitar hefur mjög far-
ið vaxandi, enda eru þetta úrvals
hljóðfæraleikarar og söngurinn er
skýr og góður. Öll lögin, sem pilt-
arnir flytja í þessum sjónvarps-
þætti eru eftir meðlimi í hljóm-
sveitinni. Þetta prógramm Óð-
manna kemur á skerminn í byrj-
un næsta mánaðar, en mjög hef;
ur verið til þess vandað.
Um svipað leyti og Engilbert
Jensen gekk yfir í Hljóma frá
Óðmönnum, tók Pétur Östlund
sæti hans, en hann var sem kunn
ugt er áður í Lúdó sextett. Þessi
tilfærsla er dálítið kaldhæðnis-
leg, því á sínum tíma vék Engil-
bert úr Hljómum fyrir Pétri,
þannig að þetta virðist vera eins
konar þögult einvígi á milli
trommuleikaranna.
Fyrsti ávöxturinn af þessum
samningi sjónvarpsins og hljóð-
færaleikaranna kom í ljós nú ný-
lega, er Hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar birtist í. fyrsta sinn
í íslenzku sjónvarpi og flutti fjög
ur lög í þætti Steindórs Hjör-
leifssonar, „Á rauðu ljósi“. Tvö
laganna voru kóperuð beint af
nýjustu ulötu þeirra félaga, en
það kom miður vel út. Hins veg-
ar var dúett þeirra Ragnars
Bjarnasonar og Jóns Sigurðssonar
um Hamborgarreynsluna sérstak-
lega skemmtilegur, en umrætt lag
Frh. á 15. síðu.
Mjöli Hólm
ari að fá leið á þeim. Sandie er
ákaflega skemmtileg söngkona og
hefur sérkennilegan söngstíl.
„Það hrygga fljóð", lag Savánna
tríósins, hef ég sett í fjórða sæt-
ið. Þetta er einstaklega fallegt
írskt þjóðlag við vel gerðan texta
eftir Sigurð Þórarinsson. í söngn-
um mæðir mest á Troels og skil-
ar hann sínu hlutverki einstak-
lega vel, að því er mér finnst.
„Happy together” hefur hlotið
miklar vinsældir undir flutningi
Framhald á 15. síðu.
1. Eniil Jónsson
ráðherra.
6. Óskar Halldórsson
húsgagnameistari.
7. Svavar Árnason
oddviti.
Aðalfundur Félags bryta
Aðalfundur Félags bryta var
haldinn að Ilótel Holti, mánudag
inn 29 maí. Böðvar Steinþórsson
formaður félagsins setti fundinn
og stjórnaði honum. Gefin var
skýrsla yfir starfsemi félagsins
liðið ár og lagðir fram reikning-
ar þess og styrktarsjóða.
Kaup og kjarasamningum hef-
ur verið sagt upp og hafa tvíveg-
is átt sér stað viðræður við
vinnuveitendur, síðast 23. maí
ásamt fulltrúum frá Félagi mat-
reiðslumanna.
Fundurinn samþykkti að óska
eftir endurskoðun á lögum nr.
5071961 um bryta og matreiðslu-
menn á farskipum og fiskiskip-
um.
Foi-maður gat þess að á 40 ára
afmæli samtaka matreiðslu- og
framreiðslumanna er haldið var
hátíðlegt á s.l. vetri hefði Félag
bryta gefið eftirlíkingu af kjöt-
exi og glasabakka, sem nota
skyldi við fundarstjórn á þing-
um Sambands matreiðslu- og
framreiðslumanna og á fundum
Félags matreiðslumanna svo og
á fundum Félags framreiðslu-
manna. Ríkharður Jónsson hafði
gert gripi þessa, er kjötöxin úr
fílabeini og svartvið, en glasa-
bakkinn er 'hnotuviðarskál. Böð-
var Steinþórsson afhenti gripi
þessa á afmælisfagnaði 8. marz
s.l. Við fundarstjórn skal slá
með kjötexinni á glasabakkann.
Böðvar Steinþórsson var end-
urkjörinn formaður félagsins í
sjöunda sinn, óg með lionum
voru endurkjörnir: Anton Líndal
Friðriksson gjaldkeri, Kári Hall-
dórsson ritari, Elísberg Péturs-
son varaformaður og Frímann
Guðjónsson fjármálaritari. Vara
stjórn: Rafn Sigurðsson og
Bjarni Bjarnason.
Að fundi loknum þáðu brytar
kaffiveitingar í boði Þorvaldar
Guðmundssonar hótelstjóra að
Hótel Holt.
3 31. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ