Alþýðublaðið - 01.06.1967, Page 4

Alþýðublaðið - 01.06.1967, Page 4
eq&mcd Ritstjórl: Benedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14906. —Aðsetur: Aljiýðuhúsið við Hverfisgötu, Rvik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lauaa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurlnn. „Litlo, Ijóta klíkan" I-LISTINN eða Hannibal Valdimarsson og stuðn- ingsmenn hans gefa út blað í Reykjavík, Nýja Al- þýðubandalagsblaðið. í síðasta tölublaðinu er á for- síðu ljót lýsing á andstæðingum H'annibals í Alþýðu- toandalaginu. Þar eru nokkrir flokksmenn Hannibals þeir Ingi R. Helgason, Guðmundur Hjartarson, Guð- mundur J. Guðmundsson og Kjartan Ólafsson kall- aðir „litla, ljóta klíkan“. Til bragðbætis eru þeir sagðir „klíka ljósfælinna va’ldastreitumanna og skoð- <analausra braskara". Þessi klíka, segir blaðið, vilji nú sýna, að þeir hafi öll völd í Alþýðubandalaginu í sínum höndum. En formaður Alþýðubandalagsins vill líka hafa þar völd. Blaðið segir: „Það er ekkert leyndarmál, að framboð Hannibals o.fl. þýðir fullkom- ið uppgjör við þessi myfkraöfl og baráttu við þau“. Þetta er allt saman hressilega mælt. Formaðurinn vandar flokksmönnum sínum ekki kveðjurnar. En baráttan gegn „litlu, ljótu klíkunni“ kemur óneitan- lega fram á dálítið undarlegan hátt. Aðstandendur I-listans leggja áherzlu á, að atkvæði þau, sem honum verða greidd, skuli teljast atkvæði greidd Alþýðu- bandalaginu og þannig verða til þess að styðja „litlu, ljótu klíkuna“. Um leið og frambjóðendur I- listans biðja menn um að kjósa sig, eru þeir að biðja um að styrkja „klíku ljósfælinna valdastreitumánna og skoðanalausra braskara". Ef I-listamennirnir hefðu í alvöru meint uppgjör við „litlu, ljótu klíkuna", hefðu þeir áuðvitað klofið Alþýðubandalagið og hafið baráttu gegn því, fyrst þeir telja það á valdi „Ijósfælinna valdastreitumanna og skoðanalausra bráskara1'. En annað hvort er héi engin alvara á ferð eða þá að Hannibal er að áskilja sér uppbótarsætisrétt hjá Alþýðubandalaginu, ef hann nær ekki kosningu. Svo gæti nefnilega farið, einmitt ef Hannibal nær ekki kosningu, að hann ætti rétt á uppbótarsæti flokksins í Reýkjavík. Þá virðist Hannibal ætla að taka sæti á Alþingi með tilstyrk atkvæða, sem „litla, Ijóta klíkan“ hefur safnað. Má varla á milli sjá, hvort ósmekklegra er, að Hannibal setjist á þing með tilstyrk „lilu, ljótu klíkunnar“, eða að atkvæði I-listans fleyti kommúnistum eins og Geir Gunnarssyni eða Ragnari Arnalds á þing. En út á þetta gengur vitleysan í Alþýðubandalaginu. KiíðlKLEFANUM ALLT A SAMA STAÐ SINGER VOGUE HILLMAN HUNTER kr. 23í.000.- kr 218.800.- STERKIR. VANDAÐIR OG SPARNEYTNIR FÓLKSBÍLAR. KOMIÐ, SKOÐIÐ OG KYNNIÐ YÐUR GREIÐSLUSKILMÁLA. EgiEB Vilhjálmsson h.f, LAUGAVEGI 118 SJMI 22240. ★ BRÉP UM SJÓNVARPIÐ. Sjónvarpsáhorfandi hefur sent okkur alllangt bréf um sjónvarpið. Rúmsins vegna getum við þó ekki birt bréfið í hoild: „Ég hef ver- ið að bíða með að senda ykkur línu vegna þess, a ég hef alltaf verið að búast við að sjá bréf um þetta efni hér á krossgötunum, en þar sem af því hefur ekki orðið enn læt ég þetta ekki dragast lengur. Mér þótti sjónvarpið fara aldeilis freklega út fyrir sinn hring í þættinum Á öndverðum meiði riú fyrir skömmu. Forstjóri einkafyrirtækis veittist þar harkalega að fjarstöddum manni og bar upp á hann falsanir og hverskyns átölur og svívirðing- ar aðrar fylgdu í kjölfarið. Stjórnandi þáttarins veitti manninum nokkrar átölur og benti honum á' að halda sér í skefjum, en allt kom fyrir ekki. Maðurinn var greiniiega staðráðinn í að misnota sér aðstöðu sína og nota sér það að enginn var til andsvara. Ég hélt' satt að segja að það væri algild regla bæði hjá sjónvarpi og hljóðvarpi að líða ekki slík- ar árásir á fjarstadda. Hefði sá sem ráðizt var á verið viðstaddur, hefði allt öðru máli gegnt, hann hefði þá getað varið sitt mál og svarað á'sökunum. Það verða held ég að teljast alvarleg mistök hjá stjórnanda þessa þáttar og yfirmönnum sjón- varpsins að sýna þennan þátt eins og hann varð. Sjálfsagt var að klippa árásirnar úr þættinum, eða taka hann upp aftur, ef slíkt er nauðsynlcgt. ★ TILLAGA UM EFNI. Ég veit með fullri vissu, því ég hef rætt þetta við ýmsa, að mönnum fannst þarna ailtof langt gengið og græðir enginn á svona mál- flutningi. Annars fannst mér þessi þáttur í heild ósköp daufur og umræðurnar hálfdapurlegar. Þá var ólíkt meira líf í þættinum þar sem rætt var um Víetnamstríðið. Hann var eins og þessir þættir eiga að vera því þar voru menn virkilega á' önd- verðum meiði. Eins og allir aðrir verð ég að ljúka þessu bréfi með hrósi um sjónvarpið. Ég reyni að missa aldrei af fréttunum, en læt mikið af erlenda skemmtiefn- inu lönd og leið, enda hef ég annað við tímann þarfara að gera. Ég hef talsvert horft á sjónvarp erlendis, einkum þó í Danmörku og það verð ég að segja, að mér finnist fréttirnar hér fullkomlega standast samanburð við fréttir danska sjónvarps- ins, enda þótt ég viti, að starfslið hér er mörgum sinnum færra. Þá vil ég að lokum koma liér fram með hug- mynd, sem ég veit ekki hvort er nokkurs virði. Hvernig væri það ef sjónvarpsmenn sýndu okkur myndir innan úr sjónvarpinu. Segðu okkur frá og útskýrðu til dæmis hvernig skemmtiþættir verða til, eða eitthvað á' þá lund. Eins væri gaman að sjá framan í eithvað af því fólki, sem þarna vinnur og aldrei birtist á skerminum. Það hlýtur að verða allstór hópur S j ónvarpsáhorfandi. 4 1. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.