Alþýðublaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.06.1967, Blaðsíða 8
Ragnar Guðleifsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur: Kjarabætur til handa verkalýðsstétt- unum í tið vinstri stjórnar og viðreisnar í LOK síðasta árs voru sam- þykkt á Alþingi lög, sem heim- iluðu ríkisstjórninni að banna alla hækkun á vöruverði og þjónustu frá því sem gilti 15. nóv. 1966. Álagningarstigar út- svara og aðstöðugjalda skyldu og haldast óbreyttir frá því sem þeir voru 1966. — Ríkisstjórnin ákvað þegar verðstöðvun sam- kvæmt iögum þessum frá 15. nóv. 1966 til 31. okt. nk. Lög þessi banna ekki kaup- hækkanir, en hins vegar er árangur laganna undir því kom- inn, að kaup hækki ekki al- mennt. Verkalýðshreyfingin hefur tekið lögunum og framkvæmd þeirra sem tilraun, til þess að draga úr þeirri öru verðbólgu, sem átt befur sér stað á undan- förnum árum. Verkalýðsfélögin hafa því með örfáum undan- tekningum frestað um óákveð- inn tíma samninga- og kröfu- gerðum og eru því samningar flestra verkalýðsfélaga lausir frá 15. okt. sl. Eigi hefur annars orðið vart en landsmenn flestir hafi tekið þessari framkvæmd ríkisstjórn- arinnar með skilningi og sýnt þar með fullan þegnskap. Þó eru hér nokkrar undantekning- ar og þá helzt hjá þeim stéttum, sem höfðu laun langt fyrir ofan meðaliag. Menn kunna nú að spyrja, hvort eigi sé óeðlilegt að félögin séu með lausa samninga mánuð- um saman, eða hve lengi sé hægt að draga samningsgjörð. Varðandi hin almennu verka- lýðsfélög, sem eru í Verka- mannasambandi íslands, er því að svara, að Verkamannasam- bandið hefur lýst yfir því, að síðustu samningar skuli gilda Ragnar Guðleifsson áfram fyrst um sinn, þar til annað verður ákveðið. Raddir hafa oft heyrzt um það á undanförnum árum, að verkalýðshreyfingin væri ekki nógu virk og að kjarabætur næðust litlar, þótt' samningar væru gerðir árlega. Við skulum því til fróðleiks rifja upp gang þessara mála undanfarinn áratug og þá um leið gera nokkurn samanburð á hver árangur hefur náðst til kjarabóta verkalýðsstéttunum til handa undir vinstristjórn og svo í tíð viðreisnar. Þegar vinstri stjórnin tók við völdum 1956, ákvað hún með brtfíabirgðalögum lað bl^a; bráðabirgðalögum að binda þ. á. Var vísitalan með þessu skert um 6 vísitölustig. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar var gerð með samþykki stjórnar Al- þýðusambands íslands, án þess þó að hafa um það samráð við hin einstöku félög sambandsins. Þegar þetta er gert, er sami maðurinn, Hannibal Valdimars- son, félagsmálaráðherra og for- seti Alþýðusambandsins. í tíð vinstri stjórnarinnar eru samningar verkalý'ðsfélaganna bundnir þar til 1. júní 1958 og kaup helzt svo að segja óbreytt til þess tíma, frá 1. júlí 1956. En í sept. —október 1958 náðlust) loks samningar um 9 — 1Q% grunnkaupshækkun og auk þess nokkrar tilfærslur milli launa- flokka — aðrar. kjarabætur til lianda verkalýðsstéttunum áttu sér ekki stað í tíð vi-nstri stjórn- arinnar. Hins vegar fór vinstri stjórnin fram á það við Alþýðu- sambandsþing í lok síns stjórri- artímabils, að það samþykkti frestun á kauphækkun, er næmi 17 vísitölustigum, sem koma áttu til framkvæmda 1. jan. 1959. Þessu neitaði Alþýðusam- bandsþing og dagar vinstri stjórnarinnar voru þá taldir, því skömmu síðar sagði Hermann .Tónasson forsætisráðherra af sér með þeim ummælum, sem fræg eru síðan: Óðaverðbólgan er skollin á og með flokkum ríkis- stjórnarinnar er engin samstaða til úrbóta. Þannig hóf vinstri stjórnin göngu sína meö því að lækka kaupið um 6 vísitölustig, og hi'm lauk stjórn sinni með því að biðja lægstlaunuðu stétt- irnar um að lækka laun sín um 17 vísitölustig. Á tímabili vinstri stjórnarinn- ar voru sett ein merk lög til hagsbóta verkafólki, en það eru lögin um rétt verkafólks til upp- sagnarfrests frá störfum og um rétt þess og fastra starfsmanna til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. Samkvæmt þessum lögum öðluðust verkamenn, sem unnið höfðu eitt ár eða lengur, rétt til eins má'naðar uppsagnar- frests, einnig til kaups í 14 daga í slysa- og veikindaforföllum. — Þess skal getið, sem gert var. En hverjar hafa svo kjara- bæturnar orðið í tíð núverandi stjórnar og stjórnar Emils Jóns- sonar 1958—59 ? Þegar stjórn Emils Jónssonar tók við 1958 var kaupvísitalan skert um 10 stig af þeim 17, sem Hermann fór fram á að felld yrðu niður. Vísitala á kaup var þar með afnumin um sinn. Samningum var sagt upp fyrir 1. des. 1959 og ekki samið aftur fyrr en í júní 1961. Kaup hækk- aði þá um 11%. Helztu breyting- ar aðrar voru, að 6% orlof var nú greitt af öllu kaupi, yfir- vinnu jafnt sem dagvinnu. Síðan hafa verið gerðir samn- ingar árlega með grunnkaups- hækkun og tilfærslu til hækkun- ar milli kauptaxta. Auk þess hafa ávallt náðst fram aðrar kjarabætur, sem ekki eru beinar kauphækkanir, og eru þessar helztar: Með samningunum 1964 (júní samkomulaginu) náðist 7% orlof eða 21 virkur dagur. Veikindadagar. 3 dagar eftir 3 mánuði, 6 dagar eftir 4 mán- uði og 1965, 14 dagar til viðbótar eftir 1 ár eða samtals 28 veik- indadagar eftir að hafa unnið 1 ár eða lengur hjá sama atvinnu- rekanda. Vikukaup greiðist þeim, sem hafa unnið hjá sama vinnuveit- anda samfellt í 6 máriuði. Sjtíkrasjóður. Atvinnurekend- ur greiða 1% af kaupi í sjúkra- sjóði félaganna. Orlofssjóöur. Atvinnurekend- ur greiða 0,25% af kaupi verka- manna í orlofssjóði félaganna (1966). Allt eru þetta kjarabætur, sem Erh. 10. síðu. SK KAFFIOG MED ÞV(... BRÚÐKAUP Eggerts Ólafs- sonar stóð viku í Reykholti forð- um og þótti svo rausnarlegur mannfagnaður, að frægt varð og lengi í minnum. Gestirnir átu og drukku og glöddust við hvers konar skemmtun og leiki. Slíkar veizlur gerast nú fátíðar á Islandi, enda mikil breyting á orðin um siði og hætti. Þó er því líkast, að sumir stjórn- málaforingjar vilji fara að dæmi Eggerts Ólafssonar um rausn og umsvif í kosningabar- áttunni. Þeir bjóða til veizlu\ láta kvenframbjóðendur ganga um beina og veita mat og kaffi, en svo býðst gestum einn- ig að hlýða á snjallan söng, sjá lipran dans og heyra fjálg- ar ræður um flokksmál og landsstjórn. Þannig er mælzt til fylgis og atkvæða. Alþýðuflokkurinn hefur ekki þennan hátt á. Hann ætlar sér ekki þá dul að metta þúsundir eða breyta vatni í vín. Fyrir honum vakir að gera kjósend- um öðru vísi. til hæfis fyrir og eftir kosningar. I Atkvæðaveiðar. íslendingar eru hvorki svo svangir né þyrstir, að stjórn- málaflokkarnir þurfi að reisa tjaldbúð um þjóðbraut þvera til að gefa kjósendum að borða og drekka. Og álitlegir kven- frambjóðendur ættu að sýna táp og reisn í öðrum hlutverk- um en sem frammistöðustúik- ur. Slíkar atkvæðaveiðar henta engan veginn lund okkar og geði. íslendingar taka ekki af- síöðu ti.l stjórnmála með bragð laukunum og meltingarfærun- um,. Hitt er annað mál, að stjórn- málaflokkarnir geri sér daga- mun eftir kosningar í smækk- aðri og hóflegri mynd af brúð- kaupi Eggerts Ólafssonar eða jarðarför Björns Eysteinsson- ar. Það er vist gamall og þjóð- legur siður. 8 1. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.