Alþýðublaðið - 01.06.1967, Side 14
!I,,,,1,II,,,I1,III,,,1,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,I,,,,,I,,,I,I,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,Í,''1II,,I,1I|,1III1I,,1IIIII,,1,I,,,,III,I,I,,,,I,,,,,,,,1,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,I,,,,,I,,,,,,,,,,,,,,,,,,I,,(
Hlátur og taugaspenna
TOPKAPI. Bandarísk frá
1964.
Leikstjóri og framleiðandi:
Jules Dassin.
Handrít: Monja Daniscliew-
sky eftir sögu Eric Ambler,
The Ligth of Day.
Tónlist: Manos Hadjidakis.
Kvikmyndun: Henri Alekan.
Tónabíó. íslenzkur texti.
JULES Dassin kann til
verka. Hann gerði myi^lina
Phaedra; nútímaútgáfu á,harm
leiknum Hippolytos eftir
gríska rithöfundinn Euripides.
Sú mynd var frábær túlkun á
ástartoarmleik; ást, sem er fyr-
irfram vonlaus.
Topkapi er ekki harmleikur.
Hún er sakamálamynd, gaman-
söm sakamálamynd. Nú snúast
flestar sakamálamyndir um
það, að þjófnaðurinn sé sem
stórkostlegastur, framkvæmd
hans sem fullkomnust. Gott og
vel.
í þessari mynd snýst þjófn-
aðurinn um rýting, sem er al-
settur dýrmætum smarögðum,
en toann er geymdur í lista-
safni Topkapi-hallarinnar í Ist
anbul. Rýtingur þessi er festur
á vaxmynd af soldáni, sem er
'geymd í glerbúri. í>að er Eliza-
beth Lipp (leikin af Melinu
Mercouri, eiginkonu Dassins),
sem svo mjög girnist þessa
smaragða. Hún fær til liðs við
sig fyrrverandi elskhuga sinn,
Walter Harper (Maxiinilian
Schell). Þeim til aðstoðar eru
Arthur Simpson (Peter Usti-
nov), Cedric Page (Robert
Morley) og fleiri góðir menn.
Myndinni er eiginlega skipt
í tvennt: Fyrri tolutinn er
ihreinn gamanleikur, aðallega
byggður uppá einum leikara —
Peter Ustinov. Seinni hlutinn
er látlaus spenna, taugaspenna.
Sem sagt: hlátur og tauga-
spenna. Hvers óskið þið frem-
ur?
Mjög vel hefur tekizt með
val á leikendum í toin einstöku
hlutverk. Eins og ég gat um
áðan, vekur Peter Ustinov
mesta kátínu, enda Óskars-
verðlaunamaður fyrir leik sinn
í þessari mynd. Hann leikur
hér hrakfallabálk og 'hálfgerð-
an aula. Gerir hann hlutverki
sínu mjög iskemmtileg skil.
Með svipbrigðum sínum og
öllu h'átterni fær hann hvurn
mann til að veina af tolátri.
Túlkun Ustinovs á þessu tolut-
verki er ekki ósvipuð og í
myndinni Spartacus, en þar
hlaut hann einnig Skara fyrir
sinn leik. Akim Tamiroff er
einnig mjög skemmtilegur, en
toann fer með lítið tolutverk
þjóns, sem virðist beinlínis
gert til að hæfileikar toans
fái notið sín. Þá er Robert Mor
ley í essinu sínu, en liann er
íslenzkum kvikmyndahúsgest-
um eflaust að góðu kunnur.
Melina Mercouri og Maximili-
an Schell standa einnig fyrir
sínu í aðalhlutverkunum.
Topkapi er með ánægjulegri
dægradvölum.
P.S.: Orð misritaðist í dómi
um kvikmyndina Venjulegur
fasismi, þar sem greint var frá
sovézkri kvikmyndatöku í
Reykjavík og nágrenni fyrir
fjórum árum, en átti að sjálf-
sögðu að vera kvikmyndavika.
Sigurður Jón Ólafsson.
jii 1111111 iiiiiiiiiii,i,,,,ii,,,i,iniiiiiii,i,,i,iiii,iiiu,,,,,,im,,,,,,,,,,,,,iiiii,i,,M,,,ii,,,,ii,,iiii ,i,ii,iiiiiii,ii,ii,iiiii,i,iii,,,i,i,,i,,i,,,i,i,,,i,,,i,i,,,,,,,,,,m,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,i
Þetta er teikning af hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Myndin birtist með ræðu Eggerts
G. Þorsteinssonar ráðherra I þriðjudagsblaðinu, en þá féll skýringartexti niður.
Minningarorð:
PÉTUR ÁSMUNDSSON
GAMLI félagi og samherji.
Nú ertu horfinn sýnum, en minn
ingin lifir hjá þínum gömlu
vinum og samherjum.
Pétur Ásmundsson frá Köfn í
Garði andaðist á sjúkrahúsinu í
Keflavík 1. maí 1967, 67 ára að
aldri. Pétur sálugi var Þingey-
ingur að ætt og ólst upp á Húsa-
vík, en fluttist suður í Garð,
litlu eftir 1920 og átti heima hér
að mestu leyti upp frá því. Svo
vildi til að toann átti heima á
næsta bæ við mig fyrstu misser
in, og tókust fljótlega með okk-
ur kynni, þó að meiri yrðu síð-
ar, þegar við fórum að starfa
saman í verkalýðsfélaginu.
Hann var góður liðsmaður þar
og toélt fast fram skoðunum sín-
um, en var þó mjög samvinnu-
þýður, og lét lítt undan síga,
þótt í harðbakkann slægi.
Nokkru eftir að hann fluttist
toingað suður, kvæntist liann
ungri stúlku, Guðmundu Egg-
ertsdóttur frá Kothúsum, og
hygg ég að það hafi verið hans
mesta happ á lífsleiðinni. Nokk-
ru seinna brutust þau í að
byggja yfir sig, sjálfsagt af litl-
um efnum, lítið toús, en snoturt,
■eins og allt sem Pétur sálugi
lagði hönd á, en það bar með
sér sérstakan þokkasvip.
.Þeim hjónum varð tveggja
barna auðið, sem toæði eru upp-
komin, en þau eru Kristján
Karl, búsettur í Sandgerði, og
Guðríður, sem búsett er í Eng-
landi. Hún kom heim, eftir að
faðir toennar lagðist toelsjúkur
og hjúkraði honum dag og nótt,
til að létta honum seinasta
áfangann. Það tel ég sýna vel
hvern mann hún hefur að
geyma.
Ég man ennþá vel þegar Pétur
sálugi kom fyrst hingað suður,
þá í blóma lífsins, rúmlega tví-
tugur, tove toann var fríður sýn-
um, hár og beinvaxinn, og hve
mikil reisn var yfir honum, á
allan hátt, en það, sem mér hef-
ur þótt einna merkilegast við
Ihann, er tove hann toélt þeirri
rejsn, allt til hins seinasta, jafn
þjáður og hann var seinustu vik
urnar, en því átti ég mjög gott
með að fylgjast með, þar sem
við vorum lengst af hans sjúkra
húsvist, á sömu stofu.
En nú ertu horfinn gamli vin-
ur og félagi — um stundarsakir,
en það verður ekki að líkindum
langt þar til að ég kem á eftir,
Saigon 31. 5. (NTB-Reuter)
Bandarískar sprengjuflugvélar
gerðu í dag harðar árásir á olíu-
birgðastöðvar og annað um það
bil sex og toálfan kílómeter frá
tojarta Haipong-borgar. Þessar á-
rásir komu á óvart, því að áður
höfðu fregnir hermt, að Johnson
forseti hefði ákveðið, að ekki
mætti kasta sprengjum á Haipong
og Hanoi nema að fengnu sér-
stöku leyfi hjá honum.
með minn poka á bakinu, sem
sjálfsagt verður þungur.
Ég kveð þig svo minn gamli
'samherji og vona að við toitt-
umst aftur einhversstaöar í til-
verunni og höldum á rétti okkar
við betri skilyrði.
Vertu sæll og ég veit að þér
líður vel.
Flugslys
Framhald af 1. síðu.
fórst farþegaflufivél við Vest-
mannaeyjar, sem einnig var í
eigu I’lugsýr.ar.
Að sinni verður ekki gefið
upp nafn flugmannsins, þar eð
ekki liafði nást til allra aðstand
enda, er blaðið fór í prentun.
Koparpípur og
Rennilokar.
Fittings.
Ofnkranar,
Tengikranar,
Slöngukranar,
Blöndunartæki.
Burstafell
byggingavöruverzlun
Réttarholtsvegi 3.
Sími 3 88 40.
T rúlof unarhrlngar
Sendum gegn póstkröfu.
Fljót afgreiðsla. 1
Guðm. Þorsteinsson
gullsmiður !
Bankastræti 13.
Hallmaim Sigurðsson
frá Lambhúsum.
: í
' 1 1
.....I
..
I
14 1- júní 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ