Alþýðublaðið - 04.06.1967, Page 14
14
4. júní 1967 - Sunnudags AlþýðublaSið
LaugardalsvöIIur:
í kvöld (sunnudag) kl. 20,30 leika
VALUR - Í.A.
Dómari: Magnús Pétursson.
Akureyri:
í dag (sunnudag) kl. 17.00 leika
Í.B.A. - FRAM
Dómari: Baldur Þórðarson.
Laugardalsvöllur:
Á morgun (mánudag) kl. 20,30 leika.
K.R. - Í.B.K.
Dómari: Einar H. Hjartarson.
M Ó T A N E F N D .
19 MANNA CHEVROLETBIFREIÐ
árgerð 1955 til sölu að Tilraunastöðinni að
Keldum.
Upplýsingar í síma 17300 frá kl. 9—12, næstu
daga.
Varúð á vegum
Framhald af bls. 2.
ið að þýðingu og uppselningu
nokkurra áróðursbæklinga.
Þann 13. nóv. var framkvæmda-
nefnd um hægri umferð ritað bréf
og boðin öll sú a'ðstoð, er V.Á.V.
gæti lagt fram og að gagni mætti
koma varðandi undirbúning verð-
andi bréytingu á umferðarreglum.
Samtökin hafa liaft samband við
sambærileg félög á Norðurlönd-
um og víðar.
Margar tillögur voru samþykkt-
ar á þessum aðalfundi, sem flest-
ar snertu meiri kennslu í um-
ferðarregium og uppbyggingu
betra vegakerfis.
Núverandi formaður samtak-
anna er Björn Pétursson, en
framkvæmdastjóri er Sigurður
Ágústsson.
X A
FEugfélag íslands
Frh. af 2. síðu.
Svo var ráð fyrir gert að
fiug gæti haíizt' síðsumars
1937, en vegna tregra sam-
gangna við útlönd og ýmissa
eríiðleika, kom fyrsta flugvél
félagsins til landsins í apríl
árið eftir og var fyrst flogið
til Akureyrar 2. maí.
Fyrsta farþegaflug til Rvíkur
var 4. maí og fyrsti farþeginn
var Ingólfur Kristjánsson
bóndi að Jódísarstöðum í Eyja-
firði.
Þrátt fyrir margháttaða erf-
iðleika við flugreksturinn
flaug flugvélin, sem var eins
hreyfils Waco sjóflugvél og
bar einkennisstafina TF-ÖRN,
til margra staða þetta sumar
og til áramóta voru fluttir 770
farþegar.
Árið 1939 lét' Agnar Kofoed-
Hansen af störfum hjá fél.
en við tók Örn Ó. Johnson,
sem þá gerðist eini flugmaður
og forstjóri og síðartalda starf-
inu hefur hann gegnt síðan.
Snemma árs 1940 var félag-
ið endurskipulagt, hlutafé auk-
ið og aðalstöðvar þess fluttar
til Reykjavíkur. Jafnframt var
nafni félagsins breytt í Flug-
félag ísiands h.f.
Allt' frá þessum árum hef-
ur starfsemi Flugfélags íslands
vaxið, stundum mjög hratt, en
á öðrum tímabilum hægara.
Flugvélaeign félagsins hefur
einnig aukizt jafnt og þétt.
Árið 1941 hófust fyrstu
reglulegu flugferðirnar innan-
lands, milli Akureyrar og
Reykjavíkur og ári síðar milli
Reykjavíkur og Egilsstaða. Þá
var einnig keypt fyrsta tveggja
hreyfla flugvélin af Beechcraft
gerð 1942, tvær tveggja hreyfla
flugvélar frá De Havilland
1944, og fyrsti Katalína flug-
báturinn sama ár. íslenzk á-
höfn sótti flugbátinn til Banda-
ríkjanna og flugið til íslands
var sögulegur viðburður: —
Fyrsta flug íslenzkrar flugvél-
ar og flugáhafnar yfir Atlants
hafið. Fiugstjóri í ferðinni
var Örn Ó. Johnson, aðstoð-
arflugmaður Smári Karlsson
og vélamaður Sigurður Ingólfs-
son. Auk þeirra af styrjaldar-
ástæðum, tveir Bandaríkja-
menn. Þessi flugbátur, sem bar
einkennisstafina TF-ISP og var
í daglegu tali kallaður „Pétur
gamli” flaug svo fyrsta milli-
landaflug Flugfélags íslands
og þar með fyrsta millilanda-
flug íslendinga, með farþega
og póst 11. júlí 1945. Flogið
var frá Reykjavík til Largs
Bay í Skotlandi og aftur heim
daginn eftir. Flugstjóri í þeirri
ferð var Jóhannes R. Snorra-
son, yfirflugmaður félagsins.
Bráðlega eftir þetta eignað-
ist Flugfélag íslands tvær
Katalínaflugvélar til viðbótar
og árið 1946 fyrstu Douglas-
DC-3 flugvélina. Þessar tvær
gerðir flugvélar báru í mörg
ár hita og þunga innanlands-
fiugsins og enn í dag fljúga
DC-3 flugvélarnar til ýmissa
staða innanlands og til Græn-
lands.
í kjölfar fyrsta millilanda-
ifluglsins voru sumarið 1945
flognar tvær aðrar ferðir til
útlanda, þ.á.m. til Kaupmanna-
hafnar. Félagið samdi vorið
1946 við Sottish Airlines um
leigu á flugvélum til milli-
landaflugsins unz Flugfélag
íslands eignaðist sína fyrstu
Skymasterflugvél, sem kom
til landsins 1948 og hlaut nafn
ið „Gullfaxi.”
Farþegafjöldinn hafði á þess
um árum aukizt úr 770 fyrsta
árið upp í næstum 27 þús.
árið 1948. Við tilkomu hinnar
nýju miliilandaflugvélar hljóp
fjörkippur í flutningana og ár-
ið 1949 eru fluttir yfir 32
þús. farþegar. Árið 1956 voru
farþegar 70 þúsund og brýn
nauðsyn á að afla nýrra flug-
véla til millilandaflugs.
Keyptar voru tvær nýjar
millilandaflugvélar af Vis-
count-gerð, sem komu til
landsins 2. maí 1957 og hófu
þegar áfætlunarflug á milli-
landaleiðum félagsins. Árið
1950 gerðist Flugfélag fslands
aðili að IATA, alþjóðasam-
bandi flugféiaga og hefur síð-
an tekið þátt í hinni alþjóð-
legu samvinnu um flugmál.
Árið 1950 hófust einnig
Grænlandsflug félagsins, en
Grænlandsferðir Faxanna eru
nú orðnar æði margar og þeir
hafa víða lent, flutt farþega,
póst og vörur. í fyrstu var
flogið með Katalína flugbátum
en síðan með Skymasterflug-
vélum og DC-3 flugvélum. —
Síðan 1961 er Skymasterflug-
vél og áhöfn staðsett á Græn-
landi til ískönnunarflugs með
suðurströnd landsins og enn-
fremur ér haldið uppi flug-
ferðum með DC-3 flugvél bú-
inni skíðum til einangraðra
stöðva á austurströnd landsins
haust og vor.
Flutningar með flugvélum
félagsins jukust jafnt og þétt
og 1961 keypti félagið Cloud-
master flugvél til flugs á miili
landaleiðum. Endurnýjun flug-
flotans til innanlandsflugs var
orðin aðkallandi, en um ýms-
ar gerðir flugvéla var að velja.
Víðtækar athuganir fóru fram
og niðurstaðan varð, að ákveð-
ið var að kaupa skrúfuþotur
af Fokker Friendship gei'ð.
Fyrsta Eriendship skrúfuþota
félagsins kom til landsins í
maí 1965 og önnur ári síðar.
Um þessar mundir á félagið
þriðju Friendship skrúfuþot-
una í pöntun og er hún vænt-
anleg til landsins í marz næsta
ár. Árið 1962 fluttu flugvélar
Flugfélagsins í fyrsta sinn yf-
ir 100 þús. farþega og árið
1967 urðu farþegar . félagsins
yfir 160 þús.
í allmörg undanfarin ár
liöfðu Flugfélagsmenn fylgzt
með þeim flugvélategundum
sem komu á' markaðinn með
tilliti til þarfa félagsins, en
lengi vel voru aðeins byggðar
þotur til flugs á lengri leiðum
og því lítt hentugar. Snemma
árs 1965 hófust fyrir alvöru
athuganir og rannsóknir á því
hvaða gerðir flugvéla myndu
henta bezt er millilandaflug-
floti félagsins yrði endurnýj-
aður. Niðurstaðan er alþjóð
kunn: Félagið ákvað að kaupa
þotu af gerðinni Boeing 727
sem er væntanleg til landsins
í þessum mánuði. Með tilkomu
íslenzkrar þotu á flugleiðum
milli íslands og ná’grannaland-
anna, skapast gjörsamlega ný
viðhorf í fer'ðamálum. Ferða-
tíminn styttist um allt að því
helming og þægindin umfram
það sem var í hinum gömlu
góðu skrúfuvélum er meiri
en orð fá lýst'. Fargjöld með
hinni nýju þotu verða þó hin
sömu.
íslendingum hafa jafnan ver-
ið flugmálin hugstæð.
Það sannar svo ekki er um
að villast, hin tiltölulega
langa flugsaga.
Saga Flugfélags íslands í 30
ár er saga þrotlauss starfs þar
sem skin og skúrir skiptust á
eins og í mannlífinu yfirleitt.
Sigrarnir hafa þó ótvírætt verið
fleiri en það sem miður hefur
farið og það er öllum þeim,
sem á undanförrium árum hafa
lagt fluginu lið, fagnaðarefni
að laust eftir 30 ára afmælið
tekur Flugfélag íslands nýjan
farkost í notkun: fyrstu þot-
una, sem ennþá styttir ferða-
tímann milli íslands og ná-
grannalandanna og færir okk-
ur sem þetta land byggjum
inn í þotuöldina.
Lesið Alþýðublaðið
Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar
Guðmundur Stefánsson
Kársnesbraut 29,
sem andaðist 30. f.m. verður jarðsunginn frá Árbæjar-
kirkju í Holtum, þriðjudaginn -6. júní kl. 2.
Bílferð verður frá Kalkofnsvegi kl 12 á hádegi.
Lára Pálmarsdóttir og börn.
Við þökkum innilega samúð og vináttu, við andlát og
útför
Sigurveigar Guðrúnar Björnsdóttur
Einnig þökkum við öllum þeim, sem heiðruðu minningu
her.nar, með blóma- og minningagjöfum.
VANDAMENN.
Þökkum okkur sýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför
Þorfinns Guðbrandssonar
múrara. ’
Ólöf Runólfsdóttir.
Jónína Þorfinnsdóttir, Ragnar Edvardsson,
Sigrún Gísladóttir, Gunnlaugur Þorfinnsson,