Alþýðublaðið - 11.06.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.06.1967, Blaðsíða 2
Sunnudags AlþýðublaSið — 11. júní 1967 NASSER HÆTTIR VIÐ AD HÆ Loftárásir á Damaskus Nasser forseti Egyptalands tilkynnti í gærmorgun að hann myndi sitja áfram í forsetaembættinu, en hann hafði áður tilkynnt afsögn sína. í tilkynningu hans segir, að hann muni gegna embætti sínu þar til áhrif ófriðarins hafi f jarað út, en leggja þá málið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill mannfjöldi fagnaði á- kvörðun Nassers á götum Kairó- borgar, en borgarmúgurinn hafði áður andmælt' afsögn hans harð- lega. Nasser sagði í fréttinni, að hann ætti ekki orð til að lýsa því, hve hrærður hann væri vegna þessarar afstöðu fólksins og hinn ar miklu arabísku þjóðar. Hann sagðist vera sannfærður um að sér bæri að draga sig í hlé, en hann gæti hins vegar ekki snið- gengið þjóðarviljann. Öryggisráðið kom saman til fundar í gærmorgun til að ræða kæru Sýrlands þess efnis, að ísrael hefði ekki virt vopnahléð heldur héldi áfram hernaðarað- gerðum gegn Sýrlendingum. — Segja Sýrlendingar að ísraels- menn haldi uppi árásum á sýr- lenzk þorp og hafi auk þess gert loftárásir á Damaskus. Fulltrúi Sovétríkjanna í ráð- inu tók undir kærur Sýrlendinga og réðst persónulega á Kafael, fulltrúa ísrael. Hann krafðist þess að Öryggisráðið stöðvaði „víkingaferðir” ísraelsmanna, sem hann nefndi svo, nú þegar, og fordæmdi ísrael sem árásar- aðila. Rafael vísaði hins vegar á bug öllum ásökunum, en sagði að Sýrlendingar hefðu skotið upp- styttulaust á þorp í ísrael síðasta hálfan annan sólarhringinn. U Thant tilkynnti er nokkuð var liðiff á fundinn, aff skýrsla frá Odd Buil hershöfðingja, yf- irmanni vopnahlésnefndarinnar, segði að loftárás hafi verið gerff Tækniskóla ís- lands slitið Tækniskóla íslands var slitið í þriðja sinn 8. þ.m. Skólinn tók til starfa haustið 1964 og luku fjTstu nemendur hans prófi sniðnu eftir danskri fyrirmynd vorið eftir, en liurfu að því búnu til Danmerkur og settust í danska tækniskóla haustið 1965. Þeir nemendur munu útslcrifast í sum ar. Nú hefur námið verið lengt í 5 ár og lýkur 1. ári með undir- búningsprófi, sem nú stóðst 31 nemandi. Hæstu einkunn hlaut Sigurður Hörður Sigurðsson 9,3. Auk þess stóðust prófið 8 nem- endur á Akureyri og 3' á ísa- firði. > 1. bekkjarpróf stóðust 19 nem- endur. Hæstu einkunn fékk Þór- armn Jónsson vélvirkí 9,0. Fýrii hlutaprófi í meinatækni (í bók- legum greinum) luku 14 kven- stúdentar. Hæstu einkunn hlaut Anna B. Kristjánsdóttir, 9,6, en það var hæsta einkunn í skólan- um. Síðari hluti námsins fer fram í rannsóknarstofum heil- brigðisstofnanna. Skólastjórinn sagði, að margt væri á huldu um framtíð skól- ans, en víst væri, að á næsta skólaári vantaði mikið húsnæði og marga kennara. Ráðgert er þó hafa 48 nem. í undirbún- ingsdeild og halda áfram með alla, sem fengu framhaldseink- unn, ennfremur að meinatækni- deildin haldi áfram. Skólastjóri Tækniskóla íslands er Bjarni Kristjánsson, fastráðniv kennarar 3, stundakennarar 5. A'uk þess kennáú Í2 kennarar í meinatæknideild. á Damaskus klukkan tæplega hálf tíu í morgun eftir íslenzkum tíma. Fundi ráðsins var frestað að beiðni indverska fulltrúans, sem lagði til að fulltrúum gæfist kostur á að kynna sér, hvað hæft' kynni að vera x ásökunum Sýr- lendinga. Áður lýstu fulltrúar Sovétríkjanna, Búlgariu og Malí þvj yfir, að fregnirnar um loft- árásir á Damaskus væru ógn vekjandi, en Goldberg fulltrúi Bandaríkjanna sagði, að liefðu ísraelsmenn gert slíkar árásir væri um alvarlegt brot á' vopna- hléinu að ræða, sem ekki yrði þolað, en hann mæltist til þess að Öryggisráðið gengi jafnvel fram í því að afla sér staðreynda um árásir Sýrlendinga á ísraelsk þorp við Genesaretsvatn. Rússar rjiífa stjórnmálasam- band við írsael Um hádegisbilið í gær tilkynntu Sovétríkin að þau hefðu slitið stjórnmálasambandi við ísrael. Tass-fréttastofan skýrir svo frá, að sendiherra ísrael í Moskvu hefði verið afhent orðsending, þar sem því var haldið fram að ísrael bæri fulla ábyrgð á því að sam- þykkt öryggisráðsins um vopnahlé hefði ekki verið virt. Hætti ísraelsmenn ekki öllum hernaðaraðgerðum þegar í stað, segir á- fram í orðsendingunni munu Sovétríkin og önnur friðelskandi ríki taka upp refsiaðgerðir gegn ísrael með öllum þeim afleiðingum, sem slíkt hafi. Þörf fyrir 8000 íbúöir næstu 5 árin í síðasta hefti af tímaritinu Iðnaðármál er birt niður- staða áætlunar um íbúðaþörf næstu 5 árin, sem Efna- hagsstofnunin hefur nýlokið við að semja í framhaldi af ítarlegri skýrslu um íbúðabyggingar og húsnæðis- þörf áranna 1950-1960. Er í áætluninni talið að íbúða- þörf áranna 1967-71 nemi alls liðlega 8 þúsund íbúðum. í skýrslunni segir að til gnind- vallar áætluninni liggi spá um mannfjölda og tíðni nýrra lijóna banda, og er sú spá gerð með hliðsjón af reynslu áranna 1961 — 1965, Lágmarksþörf á húsnæði er talin vera sú, að öll hjón geti fengið íbúð, án þess að hlutfall þeirra einstaklinga, sem hafa í- búð til umráða, minnki frá því sem áður var. Ástæða er talin til að gera ráð fyrir því að hlutfall einhleypinga með íbúð fari hækk- andi, og er í áætluninni um hús- næðisþörfina reiknað með tveim- ur tilvikum. í fyrra tilvikinu er gert ráð fyrir að hlutfallið hækki um 1,3% á ári, sem er svipuð hækkun og verð á árunum 1960— 1966. í síðara tilvikinu er reikn að með að þetta hlutfall 'hækki um 1%. Þá er einnig reiknað með því að 0,6% allra íbúða verði tek- ið úr notkun á ári hverju, og er talið að vel sé séð fyrir endur- nýjun húsnæðis með því að halda því hlutfalli óbreyttu, þar sem fjöldi íbúða hefur aukizt mjög og meðalaldur íbúða. jaf.nframt lækk að. Samkvæmt fyrra tilvikinu er í- búðaþörfin 1967 áætluö 1580 íbúð ir, en 1483 samkvæmt síðara til- vikinu; 1968 er þörfin áætluð 1681 íbúð samkvæmt fyrra tilvikinu, en 1580 samkvæmt hinu síðara. 1969 eru tölurnar 1717 og 1610, 1970 1856 og 1743 og 1971 er þörfin á- ætluð 1784 eða 1668 eftir því með hvoru einhleypingahlutfallinu er reiknað. — Samtals gerir þetta 8.618 íbúðir samkvæmt fyrra til- vikinu eða um 1725 íbúðir á ári að meðaltali. Lætur nærri, að samkvæmt þessu tilviki megi reikna með að þörfin fyrir full- gerðar íbúðir verði 1600 árið 1967, 1700 hvort áranna 1968 og 1969 og 1800 hvort áranna 1970 og 1971. Samkvæmt síðara tilvikinu er heildartaian áætluð 8.084 íbúðir á öllu tímabilinu eða um 1615 íbúðir á ári að meðaltali. Sam- kvæmt þessu tilviki lætur nærri að byggja þurfi um 1500 íbúðir 1967, 1600 hvort áranna 1968 og 1969 og 1700 hvort áranna 1970 og 1971. Níelsar P. Dungals- fyrirlestur Prófessor Carl Gustav Ahlström frá háskólanum í Lundi flytur fyr irlestur í hátíðasal Háskólans I riffjudag 13. þ. m. kl. 17.15. Fyr- irlesturinn nefnist Virus och cane 'er — den olösta gátan Er öllum Iheimill aðgangur að fyrirlestri þessum. Prófessor Ahlström er prófess- or í meinafræði við háskólann í Lundi og er þekktur um Norður- lönd og víðar fyrir rannsóknir sín ar á krabbameini með sérstöku til liti til veirurannsókna. Sjóður til minningar um pró- fessor Niels P. Dungal stendur straum af heimsókn þessari. Er áfoi-mað að bjóða erlendum vís- indamönnum á sviði meináfi'æði eða annarra greina læknisfræði til fyrirlestra'halds við læknadeild Háskóla íslands á komandi árunx með tilstýrk þessa sjóðs." (Frétt frá Háskóla íslands). 'j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.