Alþýðublaðið - 13.06.1967, Side 15

Alþýðublaðið - 13.06.1967, Side 15
KONUR EINS OG HÚSDÝR Tilbúin stöðu- vötn og eimingar stöðvar úr sjó jÞAÐ er biðröð til þess að komast á klósettið. Fyrst fer afinn, svo pabbinn, þannig koll af kolli. Þeg ar allir karlmennirnir í húsinu eru búnir að ljúka sér af, kemur röðin að kvenfólkinu, og einnig þar er farið eftir mannvirðingum. Og þetta er ekki undantekning heldur öllu fremur regla í Beirut nútímans, — Beirut, sem kölluð er „París austursins". Við skulum taka dæmi. Ung frönsk stúlka hitti ungan, álitlegan mann fró Líbanon. Þau urðu ástfangin í París, Ihann talaði frönsku eins Og Frakki, var í góð- um efnum og katólskrar trúar. AUt virtist leika í lyndi. Þau gift- ust og fluttust til Beirut. En auknefnið á- Beirut ekki skil- ið nema að litlu leyti. Innan veggja heimilanna ríkir arabiskur andi, hvað svo sem hinir ungu menn segja á götum Parísar. Og unga stúikan hafði ekki aðeins gengið að eiga Araba, heldur aUa hai.s ætt. Pabbinn, afinn, frænd- inn, bróðirinn . . . aUir eru til staðar í einu og sama húsinu og svo allar hinar konurnar, sem taka henni illa af því að hún er útlend. Var kannski engin Líbanonkona nógu goð, og heidur hún, að hún geti komið hingað með nýja, út- lenda siði og sett sig á háan hest. Ungu hjónin fengu einkaher- hergi í fjölskylduhúsinu. Þar er hátt til lofts en annars er lítið rými, og glugginn er lítill með rimlum fyrir. Þarna inni eru tvö rúm og tveir stólar. Það er allt og sumt. Engin mynd á hvítkölk- uðum veggjunum, enginn spegill, skápur, — hvergi hefur hún læsta hirzlu. Það er ekki um að ræða neitt einkalíf. Það er líka óþarft. Þau hafa aðgang að stofunni, þar sem allir eru og þar á fólk að vera. Það er ósiðlegt að vera út af fyrir sig. Þau hafa verið gift í þrjú ár og eiga engin toörn. Hún treystir á „hin öruggu tímabil‘“, — en það væri sama og lífstíðarfangelsi að eignast böm. Ennþá hefur hún nokkra von, — aðeins, ef hún gæti skrapað saman fyrir flugfarseðli. Fyrir lári fékk hún aí náð leyfi hjá fjölskyldunni til að fara að vinna úti. Maðurinn gat þá fengið sér hálfs dags vinnu. Hún fær svo að halda nokkrum skildingum af kaupi sínu fyrir sígarettum og snyrtivörum. Húsbóndi hennar er mjög ánægð ur með störf hennar. Hún er bezti einkaritari, sem hann hefur haft. En hún hefur aðeins einn galla. Hún kemur alltaf of seint á morgn ana. Loks komst hann að raun um, hverju þetta sætti. Hún þurfti allt af að bíða eftir því að komast á klósettið á morgnana. Þegar allir karlmennirnir í húsinu voru bún- ið að ljúka sér af, fékk hún aö fara fyrst kvennanna, af því að hún vann úti, en reyndar raun- verulega á tengdamóðir hennar rétt á þessum stað í röðinni og lítur tengdadóttur sinu mjöig illu auga fyrir þessi forréttindi. — Það kemur þó aldrei til greina að liún fái að fara á undan smástrák- ÍAJLii. unum í fjölskyldunni. Fólk lifir eftir iboði Kóransins. Sú stúlka, sem ekki er hrein mey Ó brúðkaupsnóttinni, má eiga það víst að vera kastað á dyr og henn- ar bíður ömurlegt líf. í sumum löndum er ástandið þannig, að það er ekki aðeins réttur manns- ins heldur skylda að svipta han; lífi. Sá siður að hengja blóðugt lakið út til augnayndis fyrir ætt- ingjana morguninn eftir brúðkaup ið er í heiðri hafður líka í þeim Arabalöndum, þar sem vestræn menning virðist ríkja á yfirborð- inu. Dálítið hefur breytzt. Auknar samgöngur við önnur lönd og ný- FORNMINJASALINN Granc- esco Turehetta í Róm kom held ur flaumósa til lögréglunnar um daginn og tilkynnti, að hann hefði verið rændur óskaplega verðmætri Krists-styttu, sem snillingurinn Michelangelo gerði á yngri árum. Fornminjasalinn gat ekki fund ið styttuna einhvern tíma í okt- óber í haust, en tók sér það ekki nærri, því að hann hélt, að bún hlyti að vera einhvers staðar á bak við draslið í búð- inni. En honum brá heldur en ekki í brún, þegar hann var að lesa blaðið sitt um daginn og sá allt í einu mynd af stytt- ir straumar breyta til með tíman- um, en hjónabandssiðimir eru víða ennþá gamalda'gs. Karlmaður kaup ir sér konur eins og húsdýr svo margar sem hann hefur efni á og þær eru ekki spurðar um neitt. Konan er til þess eins að þjóna karlmanninum og sérhver kona er lægra sett innan fjölskyldu en karlmennirnir, jafnvel þótt þeir séu ennþá börn. Það er ennþá algeng sjón í eyði- mörkinni að sjá mann riðandi á asna. Konan gengur á undan og teymir asnann. Arabi lemur asn- ann sinn ógjarnan en konuna hvað lítið sem útaf ber. Það er gömul hefð. unni, sem hann hafði að vísu talið merkilegan grip, en sem hann þó hafði ekki sett í sam- band við Michelangelo, — en í iblaðinu stóð, að Don Mario Pinzuti, sérfræðingur Vatíkans- ins í viðgerðum, teldi þessa met ersháu, handleggjalausu Krists- styttu vera æskuverk meistarans og sagt var, að hún væri nú í eign ítaiska frímerkjasalans Aldo d’Urse. Frímerkjasalinn heldur því fram, að hann hafi fundið stytt- una í gömlu dóti, sem hann keypti í Veritaklaustri. Nú er lögreglan a|ð kanna málið. Því er haldið fram, að Tilbúin stöðuvötn nýtt verkefni fyrir þróunarhjálp Sameinuðu þjóðanna, HIN nýja þróunaráætlun Sam- einuðu þjóðanna veitti á fyrsta starfsári sínu meiri hjálp til van þróuðu landanna en stofnunin, sem starfaði á undan henni og fór auk þess inn á ný starfssvið, eins og t. d. rannsóknir og þjálf un á sviði manntals og fólksfjölg unar, gerð tilbúinna stöðuvatna og eimingarstöðvar fyrir sjó. í órslok 1966 var um að ræða 657 meiriháttar verkefni, sem samtals kostuðu 1565 milljónir dollara (67.295 millj. ísl. kr.), og greiddu S. Þ. 644 milljón dollara af þeirri upphæð, en móttöku- löndin afganginn. Auk þess var á tímabilinu 1965-66 lokið við 2500 minniháttar verkefni inn- an hinnar eiginlegu tæknihjálp- ar, og nam kostnaður við þau 100,9 millj. dollara. Þessar upplýsingar eru sóttar í skýrslu, sem framkvæmdastjóri Þróunaráætlunar S. Þ. (UNDP), Paul G. Hoffmann, hefur samið. Þróunaráætlunin hófst 1. janúar 1966, þegar Framkvæmdasjóði og Tæknihjálp S. Þ. var slegið saman. S. Þ. ög 12 af sérstofn- unum þeirra taka þátt í starf- seminni og leysa hin ýmsu verk- efni. Um 120 lönd styðja starfsem- ina með frjálsum fjárframlögum, sem námu 154,9 millj. dollara fyrir 1966. — Af beirri upphæð komu 5.515.000 dollarar frá Dan mörku, 800.000 frá Finnlandi, styttan sé frá árinu 1496. Með miáðu letri er skrifað á bakhlið- ina, að hér sé stýtta gerð af hinum 21 árs gamla Michelan- gelo eftir pöntun frá Santo Spir- toklaustrinu og spítalanum í Fló renz. Sumir vilja þó ekki trúa þessu og segja, að hin fræga stytta hafi fundizt 1962 og hangi nú á safni. Fornminjasalinn heldur þó með sérfræðingi Páfagarðs og vonast nú til að fá styttuna aft- ur, og þá ætti honum að vera borgið fjárhagslega að minnsta kosti. ☆ 16.00 frá íslandi, 4.505.000 frá Noregi og 13 millj. frá Svíþjóð. Meira til iðnaðar. Afríka er enn sem fyrr það svæði, sem fékk mesta hjálp frá S. þ., nefnilega 36%. Því næst komu Asía og Ameríka með 23% hvor. Landbúnaðarverkefni voru í meirihluta og gleyptu 30% af fjármagninu, en jafnframt varð aukning á fjárlögum til iðnaðar og menntamála. Sú deild í Þróunaráætlun S. þ. sem tók við verkefnum Fram- kvæmdasjóðsins, miðar að því að örva fjárfestingu í þeim þróun- aráætlunum, sem fram eru lagð- ar og fiá byggðár þær stofnanir, sem þörf e» á til iðnfræðslu og rannsókna. Þróunaráætlun S. þ. hefur lagt fram 23,3 millj. dollara (rúml. 1000 millj. ísl. kr.) til 35 fjár- festingarverkefna, og hefur það leitt til fjárfestinga, sem nema samtals 1802 millj dollara (77.486 millj. ísl. kr.), þar af 722 millmillj. dollara á árinu 1966. 1 árslok 1966 höfðu um það bil 165.000 manns fengið æðri tæknimenntun í 187 stofnimum, sem styrktar voru af Þróunar- áætluninni, þ á.m. verkfræðing ar, iðnskólakennarar og stjóm- endur fyrirtækja. Að auki átti atvinnulífið aðgang að 100 rann sóknarstofnunum, sem styrktar voru af Þróunaráætluninni. Pantanir á Norðurlöndum. Þróunaráætlun S. þ. hefur lagt sig fram um að skipta kaup um á vélum og öðrum útbúnaði til þróunarverkefnanna milli eins margra landa og kostur er á. í árslok 1966 höfðu verið gerð ar pantanir fyrir rúmlega 77 millj. dollara í yfir 100 löndum. Um það bil fjórir fimmtu hlut- ar innkaupanna voru gerðir í 11 löndum, þeirra á meðal Dan- mörk og Svíþjóð. Upphæðir pant ananna á Norðurlöndum voru sem hér segir: Danmörk 460.000 dollarar, Finnland 9.100, Noreg- ur 184.000 og Svíþjóð 425.900 dollarar. Fjöldi sérfræðinganna,' sem vann við fjárfestingarverkefni Þróunaráætlunarinnar var 2978 og nam aukningin 19% frá árinu áður. Mest var samt af sérfræð- ingum hjá tæknihjálp Þróunar- •áætlunarinnar eða 5221 talsins. Þeir komu frá 97 löndum og störfuðu í 140 löndum og land- svæðum. Frá Danmörku komu 188 sérfræðingar, frá Finnlandi 23, frá islandi 8, frá Noregi 129 og frá Svíþjóð 128. Rændur Kristsstyttu eftir Michelangelo 13. júní 1967 ALÞÝÐUBLAÖIÐ |,5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.