Alþýðublaðið - 13.06.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 13.06.1967, Blaðsíða 16
 HELGISPJÖLL NÚ ER kosningahríðinni slotað, og allir ílokkar keppast við að fagna sigri. Að vísu kvað það vera til í dæminu, að sumir fagni ó- sigri, en það munu þó naumast vera flokkar, heldur einstakling- ar innan þeirra. En sjálfsagt fer það að þessu sinni eins og alltaf, {jegar sagt verður frá málalokum, ■að allir aðilar telji sig hafa sigr- að — líka þeir, sem tapa, enda er það út af fyrir sig sigur, að tapið skyldi ekki verða ennþá meira. Hitt er svo annað mál, og hef- ur raunar verið nefnt áður hér á þessari síðu, að kosningar á ís- ilandi eru einstaklega illa í sveit settar í dagatalinu. Það er ekki nóg með að fólki sé boðið upp á það að kjósa löggjafa þjóðar- innar með því að brjóta lög þjóð arinnar, en um það mun lögfræð in'gum bera saman, að það sé tví- imáelalaust brot ia löggjöf um helgi dagahald og almennan frið á há- ttíðisdögum, að láta kosningar fara fram á sunnudegi. Þar að aiiki kemur það sér einkar illa fyrir marga, sérstaklega þá sem annað hvort þurfa að fagna ósigri eða harma sigur, eins og stund- um gerist 1 kosningum, því miður. Þar við bætist að þetta er gjör samlega óþarfi að Játa kosningar fara fram á helgidegi. Við erum iðuleg að bera okkur saman við útlending og jafnvel að telja flest það til fyrirmyndar, sem í útland inu er gert — og þess vegna er ekki út í hött að benda á, að með- al siðmenntaðra þjóða tíðkast það hvergi að láta kjósa á sunnudegi, heldur eru valdir til slíkra verka miðvikudagar eða jafnvel mánu- dagar. Ástæðulaust er auðvitað að grípa til jafnróttækra ráða hér til þess að friða helgidaginn, enda sjálfsagt vitavonlaust í landi jafn hj'átrúarfullra manna og íslend- ingar eru að reyna að fá kosning ar fluttar yfir á mánudag. En við höfum til taks í vikunni dag, sem ekki væri betur til neins fall- inn en láta þá fara fram allar kosningar, og þessi dagur er laug ardagurinn. Laugardagurinn er hvort eð er orðinn frídagur hjá miklum hluta þjóðarinnar, iðnað armönnum velflestum og banka- starfsmönnum yfir sumarið, svo að það væri ekki mikið þjóðhags- legt tap að leyfa hinum að leggja niður vinnu líka á kosningalaugar degi, ef þurfa þætti — en raun- ar ætti það að vera hreinasti ó- þarfi, því að .auðvitað eiga menn líka að geta gegnt heiðarlegum störfum á kosningadegi. Að vísu kunna menn að vera orðnir ó- vanir slíku, en það er 'hægt að læra alla hluti. Og hér getur verið amen eftir Að loknu sfríði Ég vakti fram á morgun og vætti þurran góm, þótt varla sé ég drykkjumaður talinn. Svo hljóp ég út til kaupmannsins og keypti nokkur blóm á kistur allra þeirra, er féllu í valinn. En margur hljóður situr með sút og hryggðarkeim, er sólin rís að nýju og skín á tinda. Ég votta mína samúð í einu öllum þeim, sem eiga að loknu stríði um sárt að binda. efninu, eins og þar segir, og þá er ekki annað eftir en að óska j öllum, sem á einhvern hátt hafa ! verið við þessar kosningar riðnir til hamingju með sigurinn — eða ósigurinn. — JSg er búinn að drepa 1Z flugur, mamma. /-% \\ . r» t K \ — Uss, þetta er bara vals, Nonni. „Kópavogur, ávöxtur einstakl ingsframtaksins." Namm, namm! Jæja, loksins er hægt að fara að lesa dagblöðiu aftur. Ég þarf að láta kallinn splæsa í sona tölvu fyrir prófin næsta vor. Ég er að velta þvi fyrir mér, hvers vegna Meykvenna- flokknum vex ekki fylgi eius og öðrum flokkum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.