Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 4
 tíltstjórl: Benedikt Gröndal. Stmar 14900—14903. — Auglýslngaslml: 14006. — Aðsetur: Alliýöuhúsið við Hverflsgötu, Evík. — FTentsmiSja Alþýöublaðsins. Sfmí 14900. — Áskriítargjald kr. 105.00. — t Iausa- böIu kr. T.00 eintakiO. — Útgefandi: Aiþýguflpkkurinp. . i Heita línan ÞEGAR ÞEIR Krustjov forsætisráðherra og Kennedy forgeti hörfuðu frá barmi kj arnorkustyrj aldar fyrr á þes’sum áratug, snerust heimsmál til nokkru friðvæn- legra horfs. Eitt af því, sem gert var til að tryggja friðinn, var sérstök ritsímalína milli stjómarseturs- ins í Kreml í Moskvu og Hvíta hússins í Washington. Þessi ,,heita lína“, sem svo var kölluð, hefur ekki verið notuð í neyð fyrr en í gtríði Gyðinga og Araba. Þáhringdi bjall'a'n — Kosygin forsætisráðherra hafði boð að færa Johnson forseta. Boðin voru þau, að 'Sovétríkin ætluðu ekki að taka þátt í þessu stríði, nema Bandaríkin gerðu það, en þá mundi það verða svo um munaði. Johnson var fljótur að svara, að Bandaríkin ætluðu sannarlega ekki að gerast aðilar stríðsi’ns. Siðan gengu mörg boð á milli, en þarna var raun- verulega tryggt, -að risaveldin tvö ætluðu ekki að láta átökin í Israel leiða sig út í styrjöld, heldur stilla til friðar, finna lausn á málunum. Þegar Sov- étrjkin og Bandaríkin standa saman, geta þau tryggt friðinn, eins og milli Indlands og Pakistan. Þegar þau standa ekki saman, er hætta á ferðum. Bandaríkin og Bretland hafa ábyrgzt frelsi Israels- ríkis, enda eru Gyðingar þrisvar sinnum fleiri í Vest- urheimi en í ísrael. Sovétríkin hafia hins vegar stutt Arabaríkin og kostað stórfé til að byggja upp her- styrk Egypta og þjálfa þá. Af þessu er ljóst, að Sov- étríkin hafa orðið fyrir miklu áfalli og munu án efa grípa til áróðurs og amnarra leiða til að draga úr því áfalli og rétta við tiltrú Araba. Þrátt fyrir þetta ber að vona, að sami andi ríki á bak við moldviðri áróðursins af beggja hálfu og ríkti á „heitu línunni“, þegar stórstyrjöíd var afstýrt í orðaskiptum Kosygins og Johnsons. Frelsið VEÐTJRGUÐIRNIR eyðilögðu þjóðhátíðina að mestu fyrir Reykvíkingum, en glöddu Norðlendinga og Aust- firðinga að sama skapi. En misviðri getur aldrei skyggt á gleði þjóðarinnar yfir frelsi sínu og ávöxtum þess. Gleðin má hins vegar ekki verða til þess, að þjóðin. gleymi því, sem Bjarnj Benediktsson forsætis- ráðherra minnti á í hátíðarræðu sinni: „Freisi, sjálfstæði og friður koma ekki af sjálfu sér. Því miður eru þessi lífsgæði engum ásköpuð, hvorki ísieadingum né öðrum, né haldast þau óumbreytan- leg, þótt fengin séu um sinn. Menn verða stöðugt að vir.na til þessara gæða, bæði til að afla þeirra og halda þeim. Forfeður okkar glötuðu sjálfstæði sínu, 'éftir að hafa búið í landinu hátt á fjórðu öld. A okk- ■ar dögum hefur fjöldi þjóða glatað bæði frelsi og siálfstæði og mörg höfum við lifað tvær heimsstyrj- aldir, þó að í bernsku okkar væri talið óhugsandi, að slík ógæfa gæti oftar að borið“. 4 20. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Bifreiðin FRAMLEIÐUM ÁKLÆÐI i allar tefimdlr bfljl OTUR Hringbraut ÍSL ðími 10659. B I L A- LÖKK Gnmnur Fyllir Sparsl Þynnlr Bón. KDíKAUMBO® ÁSGEIB ÓLAFSSON, beUdv. Vanarstrætl 12. Sími 11073. HJéBfoarðaverk- sfæðl Vesturbæjar ViS Nesve*. Sfini 23120. Annast a'llar viðgeröir á bfól- börSum og slöngum. Smtirstéðin Reykjavíkurvegi 64, Hafuar- firði. Opið alla virka daga frá kL 7,30 — 19 s.d., laugardaga tfl hádegis. Vanir menn. Sími: 52121. Opið alia virka daga tri kL 8—22 nemá íaugardaga fri 8—16. Fljót eg góð afgreiðsla. HjólbarðaviðgeVðm Reykjavíborvegi Íf6 Hafnarfirði. Síttd 51963. e krossgötum ★ VINNUVÉLAUMFERÐIN. Skjólabúi hefur sent okkur svo- hljóðandi bréf: Ef ég man rétt þá minntist Al- þýðublaðið einhverntíma í fyrra allhressilega á þann ófögnuð, sem það er í hvívetna, að það skuli liðið, að menn aki í allskyns vinnuvélum heim í mat á mestu annatímum í umferðinni og aki svo á þessum vinnuvélum heim á kvöldin og stilli þeim þá' ef til vill upp á sameiginlegum bílastæð- um, svo grannar verða að vikja burt með einka- bíla sína, svo stjórnandi vinnutækisins þurfi ekki að ganga mjög langt til að stíga upp í veghefilinn sinn, valtarann, götusóparann, sorphreinsunarbíl- inn, steypubílinn eða hvaða tæki það er sem hann hefur farið á heim um kvöldið. Mér hefur oft ofboðið þetta, og bjóst ég satt aS segja við, að ríki og bær mundu eitthvað gera í málinu, þegar þetta var gert að blaðamáli í fyrrasumar. En ástandið virðist ekki hafa lagast, nema síður sé. Ég sé til dæmis oft á' sunnudögum að bílstjórar á stórum sandflutningavögnum í eigu liins opinbera nota bílana til að fara í ökuferðir með eitfhvað af fjölskyldunni, og oft má' sjá þessa bíla fyrir utan kvikmyndahúsin. Það er ekki dóna- legt að geta farið í bíó, á svona fimmtán smálesta vörubíl, að ekki sé nú talað um valtara eða veg- hefil. Það er von mín, að Iögreglan 1aki í taumana og hefti þessa þarflausu umferð tækja, sem ekki ætti að nota meira í umferðinni, en bráðnauðsynlegt er.” ★ MISNOTKUN BIFREIÐA. Lengra er bréfið ekki frá Skjóla- búa, og hefur hann vissulega mikið til síns máls. Hann gleymir þó að minnast á’ þau tækín, sem einna algengast er að sjá menn fara heim í mat á, en það eru traktorsgröfurnar, sem mjög hefur fjölgað hér. Ekkert skal þó um það sagt, hvort þær eru notaðar til bíóferða eður ei, Annars vekur þetta bréf tilefni til umræðna um annað, sem vera má að verði síðar tekið betur til umræðu hér, en það er hin gegndarlausa misnotkun á bifreiðum hins opin- bera, bæði Reykjavíkurborgar og ríkisins. Það er ekki óalgengt að sjá bif- reiðar merktar þessum aðilum í alls kyns skemmti- ferðum út úr bænum um helgar og fjölskylduer- ndarekstri þess á milli í bænum og virðist enginn sjá neitt athugavert þar við. Verður ef til vill vikið nánar að þessu hér seinna, og bent á ákveðin dæmi, en af nögu er að taka í þeim efnum. Það þarf ekki að að fara nema einn og einn sunnudag til Þingvalla til að sjá hvernig þessi mál standa. — Karl. MUNEÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.