Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 15
Brunatryggingar Frh. af 5. síðu. þessum. Tryggingarfélögin gætu líka veitt nauðsynlegar upplýs- ingar. Nú er það svo, að hér á landi starfa mörg tryggingafélög og imörg þeirra og líklega flest, veita ágæta þjónustu svo engum ætti að vera vandasamt að tryggja eigur sínar fyrir voðan- um, sem ávallt bíður á næsta leiti. Að aflokinni þessari allsherjar athugun kemur þá til álita hvaða leið ber að fara til að knýja menn til að tryggja eigur sínar. Gæti það ef til vill verið með öflugu samstarfi binna mörgu tryggingafélaga eða eins og fyrr segir, að löggjafinn grípi (hér inn í. ■ Það á engum að líðast leng- ur að treysta á gjafmildi náung- ans og bænarorö ágætra manna í þjóðfélaginu, sem ávallt eru reiðubúnir að hjálpa þegar ein- hver verður fyrir stórtjóni af eldsvoða. Að ég skrifa þessa grein, er fyrst og fremst vegna hins á- gæta erindis Baldvins Þ. Krist- jánssonar fulltrúa, er ég minnt- ist á hér að framan, sem vakti mig til umhugsunar um þetta mikla vandamál og eins vegna starfs míns undanfarin missiri, sem hefur sanfært mig um and varaleysi alltof margra, sem hirða ekki um að tryggja sig fyr ir tjóni, sem ávallt getur orðið Þetta er sannarlega mál, sem 'bíður nauðsynlegrar úrlausnar. Ég veit að sjálfsagt er að leita eftir beztu lausninni, en hér er vissulega þörf úrbóta og ekki hægt að láta þetta mál afskipta- laust lengur. Iðgjaldið eitt er smápeningur og ætti engum að vera ofviða að greiða það og skapa þannig heimili sínu öryggi gagnvart hættunni, sem getur á einni stundu gert menn öreiga. Ó. J. Upptaka Frh. úr opnu. hvað get ég gert“. Lagið er eftir Þorvald Halldórsson. Það kannast tnargir við lagið, sem hún Sandie Shaw gerði vinsælt, „Puppet on a string". í okkar útgáfu heitir það ,,Þú kyssir mig“ og síðasta lagið heitir „Hverfur hamingja". Nancy Sinatra hefur sungið þetta lag undir nafninu ,Time old time'. Þá snúum við okkur að Þor- valdi. — Það eru auðvitað eingöngu sjómannalög á þinni plötu? — Nei, ekki eingöngu, svarar hann og kveikir sér í nýrri sígar- rettu. Maður er farinn að minnka þetta dáiítið, en staðreyndin er, að sjómannalög eru alitaf vin- sælust. — „Höldum heim“ heitir fyrsta lagið á minni plötu. Þetta er gamalt erlent sjómannalag við texta eftir Ómar Ragnarsson. — ,,Skást er sinni kellu að kúra hjá“ heitir næsta lag, en textinn er eft ir Kristján frá Djúpalæk. Þá kem,- ur lag eftir mig við texta eftir 'Örn Bjarnason fná Akureyri, „Ég var- 18-ára“' og-arð lokum er kok- iteill, sem er blandaður af mér, ,,í nótt". Lag og texti eftir Þorvald Halldórsson. — Þú hefur kannski samið lag- ið að nóttu til? — Jú, reyndar og svo gturðu bætt við, að platan mín kemur í byrjun september, en plata Hel- enu síðar. — Er önnur plata í bígerð? spyrjum við Ingimar. — Jú, reyndar. — En að svo stöddu er bezt að segja sem minnst um hana. Þá er erindi okkar lokið. Við kveðjum Norðlendingana. Bjarn- leifur er hálf fölur, þegar við göngum að lyftunni. Kannski er lhann ékki viss um að hún lendi jafn mjúklega og rússneskt geim- far. FríiiierkS Frh. af 5. síðu. náttúrufræðinnar er Linné orð- inn þjóðardýrlingur Svíþjóðar. 1 Þetta er í stuttu máli sagan | sem liggur að baki Linné-frí- I merkisins sænska sem út kom í júní 1939. SVieístarasaiiiSiand Frh. af. 7. síðu. Vilhelm Ingólfsson, ritari, Hörður Þórarinsson gjaldkeri, Sigríður Bjarnadóttir og Ingveldur Guð- mundsdóttir, meðstjórnendur. í tileíni af stofnun þessa sam- bands kom hingað til lands vara formaður Det Nordiske Dame og Herrefrisör Mesterforbund, hr. Ryno Högiund frá Svíþjóð, en hann er jafnframt framkvæmda- stjóri Svenska Frisörforeningen. Sat hann fundi félaganna og færði þeim að gjöf félagsfána Sænska sambandsins. Hann sat jafníramt fyrsta stjórnarfund hins nýstofnaða sambands. GA Frh. af. 7. síðu. deild, Vilborg Gunnarsdóttir, verðlaun fyrir ágæta kunnáttu í ensku. Sendiráð Danmerkur og Vestur- Þýzkalands höfðu sent skólanum bækur tii að verðlauna góðan námsárangur í tungum viðkom- andi landa. Þessi verðlaun hlutu: Fyrir dönsku, Oddgeir Jensson, 4. V; og Ölafía Bjarkadóttir, 4. B; en fyrir þýzku Ingibjörg Ein- arsdóttir, 4. V og Agnar Agnars- son og Guðrún Tómasdóttir 3. bekk verzlunardeildar. Loks hlutu þrír nemendur 4. bekkjar, þau Amdís Ósk Hauks- dóttir, Lilja Þórarinsdóttir og Sverrir Jónsson, verðlaun Nem- endafélags skólans fyrir beztu íslenzkar ritgerðir á gagnfræða- prófi. í lok ræðu sinnar ávarpaði skólastjóri hina ungu gagnfræð- inga og íhvatti þá til að auka eft- ir mætti þá undirstöðu þjálfunar og kunnáttu, sem skólinn hefði leitazt við að veita þeim — t. d. með lestri góðra ■ bóka, ferðalög- um, námi í hærri skólum og hverju, er til þroska mætti verða. Hann kvað heim framtíðarinnar ekki eitiúngis þarfnast fólks með sífellt ineiri kunnáttu — heldur engu síður fólks með jákvæðan góðvílja 1 lahiskiptum þjóða og einstaklinga. Þakkaði skólastjóri í því sambandi myndarlega gjöf Ncmendafélagsins til flóttaíólks frá Tíbet á síðastliðnum vetri. Að endingu þakkaði skólastjóri kennurum og öðru starfsliði skól- ans heilladrjúg störf og góða sam vinnu á skólaárinu. Lauk isvo 39. starfsári skólans. Gjöf Framhald . 7. síðu. komið, hvort unnt verður að halda áfram í sumar með annan áfanga, og gera húsið fokhelt. Er velunnurum safnaðarins, sem veita vildu aðstoð við söfnunina, bent á að Shafa samband við fjár- öflunarnefndina, en hana skipa: Jóhann Finnsson, tannlæknir, for maður; Árni Bjarnason, skrif- stofustjóri; Eyjólfur K. Jónsson, ritstjóri; Guðmundur Halldórsson, húsgagnabólstrari; Jón Júlíusson, menntaskólakennari og Margrét Jóhannesdóttir, frú. R ií í Framhald 7. síðu. fægð eins og sýningargripir á hill um, heldur liggi allflest í lautum og brekkum, þar sem börnin nota þau daglega undir umsjá fóstr- anna. Við svörum aðfinnslum konunn ar ekki vegna þess að þær séu í raun og veru svaraverðar, — en vegna þeirra fjölmörgu heimila, sem biðja árlega um dvöl fyrir börn sín í Laugarási, og vegna starfsfólksins, sem þar hefur vissu lega unnið gott verk. Og vegna þess, hve margir spyrja um þennan rekstur þykii rétt að gefa almenningi, sem auð vitað á ekki aðgang að heimilinu, tækifæri til að kynnast einum degi barnanna í Laugarási. Vökukonan og aðstoðarstúlka gæta barnanna í svefnskálunum um nætur, en upp úr kl. 7 hefst dagurinn með því, að 3 fóstrur klæða og aðstoða hver sinn hóp. Eftir sameiginlegan morgunsöng er setzt að morgunveröi kl. 9. Kl. 8.30-9 leggja fóstrurnar út með börnin. Víðlent er sæmilega um heimilið og fer hver barnahóp ur á áitt svæði. Þarna er verið að leikjum, börnin iátin bjástra við sem mest frjálsræði sjálf. Kl. 11.30 koma flokkamir aftur heim. í snyrtiskálanum þvo böm- in andlit og hendur, og eftir sam- eiginlegan söng er sezt að miðdeg isverði kl. 12. Rúmri klukkustund síðar er aft ur haldið út. Kl. 3-3.30 er dmkk- inn síðdegisdrykkur, oftast heima, en stundum er hann færð- ur börnunum — og raunar stund- um miðdegisverður — ef börnin em ,, í ferðalagi" upp í Vörðufelli eða annarsstaðar, þar sem þeim þykir bezt á blíðviðrisdögum. Kl. hiálf sex er útivistum dags-! ins lokið. Eftir sameiginlegan söng setjast bömin hrein og þveg in að kvöldverði. Að honum lokn- ; um er stutt kvikmyndasýning, sem börnin horfa að jafnaði á í náttfötum sínum. Síðan er geng- ið til sængur, þar sem fóstran seg ir kvöldsöguna, eða syngur með gítarleik lög og Ijóð við ihæfi lít- ílla barna. Svo er svefntíminn kl. 9. Þá fellur kyrrð yfir Laugarás eftir ys og eril 120 bama Og rúm- lega 30 starfskvenna. Vökukonan tekur við gæzlu bama og húsa. Tilbreytingar frá venjulegri dagskrá eru ýmsar. Eftir fánahyllingu að skátasið er farið til kirkju að Skálholti á sunnudögum. Farið er með böm- in í smáflokkum í fjósin og gróð urhúsin í nágrenninu og börnin frædd um dýr og gróður. Ferðir eru farnar til náttúrukönnunar og margar berjaferðir upp úr miðju sumri. Þá er börnunum stundum færður út miðdegisverður eða síð degisdrykkur, sem jafnan vekur mikinn fögnuð. í þeim ferðum eru börnin höfð í 30 barna hópum, hver hópur með sínum fóstmm. Læknisskoðun fer fram á öllum börnum, áður en þau fara austur og héraðslæknirinn í Laugarási fylgist með heilsufarinu í heimil- inu. Tækifærið, sem aðfinnslur hafa gefið þótti okkur rétt að nota til þess að skýra fyrir almenningi rekstur sumardvalarheimilisins í Laugarási. Hann er ekki sérmál okkar. Hann er mál fjölmargra heimila í Reykjavík. Hann er mál barnanna, sem í heimilinu dvelj- ast. Og hann er mál mæðranna, sem margar fá hvorki notið nauð- synlegrar hvíldar né nauðsynlegr ar sjúkrahússvistar, ef ekki eru tekin af þeim börnin í nokkrar vikur sumarsins í Laugarási frá sex vikum upp í þrjá mánuði. Að Rauði Krossinn muni „leit- ast við, eftir því sem tök eru á, að stytta sumardvalir yngstu barn anna‘“ eins og segir í viðbót álykt unar BarnavemdarnefndEir, kom stjóm Reykjavíkurdeildarinnar al gerlega á óvart, þegar við lásum það í blöðunum. Jafn óskiljanlegt er hitt, að úr því að Barnaverndarnefnd er búin að slá því föstu, að slíkar sumar- dvalir barna yngri en 6-7 ára séu þeim skaðlegar, að nefndin skyldi þá ekki hafa til- kynnt Reykjavíkurdeild R.K.Í. þann úrskurð fyrr en vitað var að búið var að taka mörg slík börn af heimilum þar sem erfiðar eru heimilisástæður og mæður veikar og þreyttar. Reykjavík, 31. maí 1967. Stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða 1 Kross íslands. Símanúmer Seðlabankans og Framkvæmdasjóðs er 20500 sjá nýju símaskrána Breytt símanúmer Borgarspítalinn í Fossvogi, Röntgendeild, sími 81200. SJÚKRAHÚSNEFND REYKJAVÍKUR. RADimHLlíL tækin henta sveitum landsins. Með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda það á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann — auðveldara í viðhaldi. Radionette-verzlunin Aðalstræti 18 sími 16995 ÁRS ÁBYRGÐ Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2 20. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.