Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 16
HEIMAN Hvenær ætli VerfSlagsráð sjávar- útvegsins læri, að orðið verð er í islenzku svokaliað eintöluorð, sem getur ekki tekið fleirtölu? Hér er á öðrum stað í blaðinu birt tilkynning frá þessu ágæta ráði um verð á flatfiski og vonandi birtist sú tilkynning á réttu máli, en ekki á málfari ráðsins sjálfs. Prentararnir okkar eru nefnilega slíkir málvöndunarmenn, að þeir b’eyta gjarnan röngu máli í rétt, þá sjaldan þeir fá færi á því, og fara þeir að fordæmi útvarpsins, sem æfinlega lætur lesa tilkynn- ingar Verðlagsráðsins upp eins og þær væru samdar á gullald- armáli. Af þessu má sjá, að fleirum er hætt við að falla á málfars- vellinum en blessuðum blöðunum, sem þó eiga yfir höfði sér ei- lífan eld frá málvöndunarmönn- um, hvenær sem þeim skrikar þar fótur. En sumar af þeim synd um, sem færðar eru blöðunum til reiknings, eru ekki fyrst og fremst syndir blaðanna sjálfra, heldur syndir yfirvalda eins og ofanskráðs Verðlagsráðs, sem kunna ekkj að koma orðum að því, sem þau eru að gera. — að minnsta kosti ekki á íslenzku. Svona utanaðkomandi ambögur gieymist stundum að leiðrétta í blöðum, og auðvitað er það út af fyrir sig syndsamlegt, en ætti þó að vera vægara afbrot en hitt að hugsa upp vitleysuna. Það má Ríkisútvarpið eiga, að það hefur löngum verið ákaflega vakandi í málhreinsunarstarfi sínu, og jafnvel gengið þar full- langt stundum Það er frægt dæm ið þegar lesin var þar upp orð- sending hér um árið til stöðvar- stjóra rafveitunnar á einhverjum Austfirðinum frá stöðvarstjóra Grímsárvirkjunar uppi á héraði. Þetta var á dimmu skammdegis- kvöldi, þegar allir vegir voru komnir á kaf í ófærð og Grímsá orðin brynjuð klakasrtakki, þannig að ekkert vatn komst í aflstöð- ina til að snúa þar hjólum eða hvað það er sem vatnið gerir til að búa til rafmagn. Þegar þannig stendur á, verður að láta vara- stöðvar í þorpunum ganga, svo að allt verði ekki rafmagnslaust. Þetta kalla rafmagnsmenn að keyra stöðvarnar. Og orðsending- in til stöðvarstjórans var einmitt um þetta og á þessa leið: „Þú verður að keyra í nótt“. Nú þótti málvöndunarmönnum útvarpsins sögnin að keyra alveg hreint af- leit í íslenzku, svo að orðsend- ingunni var breytt í: „Þú verður að aka í nótt“. Sem betur fer voru hlustunarskilyrði eystra engu berti ea venjulega, svo að þessi orðsendinga heyrðist ekki þangað, því að annars hefði ekki verið að vita, nema stöðvarstjór- inn hefði ætt af stað. eitthvað út í myrkrið og nóttina. Málvöndunin hjá útvarpinu læt ur ekki að sér hæða. Þetta dæmi er síður en svo neitt einsdæmi. Öðru sinni gerðist það að villa slæddist inn í auglýsingahandrit, og las þulurinn fyrst eins og þar stóð: „tJyðjan er uxi“. Þarna þagnaði hann stundarkorn, en tók sig slðan á og sagði: „Afsakið, hér mun vera villa. Þetta hlýt- ur að eiga að vera: „Gyðjan er hugsi.“ Furðulostnir og æsispenntir munu áhorfendur fylgjast með hinni hrollvekjandi við- burðarás þessarar amcrísku stórmyndar. . . Auglýsing frá kvikmynda- húsj í öllum blöðum. KROSSBERAR Mig hafði dreymt um hið mikla hnoss að meðtaka nýsleginn riddarakross sautjánda júní, enda oss æði mörgum slík hugsun f sinni. Yfir mig kom því sem ískaldur foss orðufréttin á' þjóðhátíðinni. Aumleg er þessi orðunefnd, sem á að launa dyggð og fremd, en situr þokkaleg, þvegin og kembd, og þekkir ei landsins ofurmenni. (Vídalín talar um tyftun og hefnd). Ég trúi, að réttlætið ógni henni. Enda mun fullljóst fleirum en mér, að flestum krossberum okkar hér verðugri þvílíkrar orðu ég er og umbunar liæstu stjórnarvalda. Heiður þeim, sem heiður ber! Og hvers á hann Skúli líka að gjalda. Það fannst mér gott hjá þjóff hátíðarnefndarmanninum í sjónvarpinu um daginm, að það gerði ekkert til þótt þaff rigndi á sundmennina. . . íÆ Það var ljóta veðriff 17. júni, mar. . . Maður var blautari aff utan en innan. Þú keldur þó ekki að ég hlæi. 1 þegar ég sé í fataskápnum 10 nýja kjóla og arpiað eins af káp- um og höttum Það vona ég að ég þurfj ekki að upplifa það, að 17. júní verði haldinn hátíðlcgur til minningar um Iýðveldiff. . ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.