Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 8
Ingimar Eydal í piötiiiupptöku hjá S.G.-hljómpöitum ÞEGAR lyftan stanzaði á fimmtu toæð í Fiskifélagshúsinu hvarflaði ósjálfrátt að okkur, að einmitt svona hlyti mjúk lending á tungl inu að vera. Við opnum hurðina og göngum út. Bjarnleifur ljós- myndari var að vísu nokkuð þung istígur með allt' sitt hafurtask, en áfram héldum við eftir gang- inum þar til við komum að stúdíói nr. 1. Já, vel á minnzt, þetta eru húsa kynni Ríkisútvarpsins og hingað erum við komnir til að skyggnast inn í plötuupptöku hjá S. G.- hljómplötum, en þessa stundina er verið að hljóðrita lög með hljómsveit Ingimars Eydal, sem síðar verða gefin út á hljómplöt- um. Ljósmyndarinn hugðist ljúka hurðinni snarlega upp, en hætti við það á síðustu stundu, því fyr ir ofan ‘hurðina var rautt ljósa- skilti, sem á stóð ÞÖGN — UPP- TAKA. Þegar við vorum búnir að jafna okkur, litum við nánar í kringum okkur eftir dyrum, sem opna mætti, án þess að eiga á hættu að setja Norðlendingana út af laginu. Við fundum þær og luk um þeim upp með hálfum huga. Að eyrum okkar barst hljóm- fagur söngur, sem á var hlustað í þungum þönkum. Áheyrendurn- ir sátu hér og þar í þessu hljóð- einangraða herbergi. Beint á móti okkur við hliðina á tæknimannin- um sat Finnur Eydal með sígar- rettu í annarri hendi, en !hina undir kinn. Til vinstri sat Þor- valdur Halldórsson, álútur með greipar spenntar og horfði í gaupnir sér, óræðu augnaráði. — Hægra megin voru þau Ingimar, Svavar og Helena. Hljómsveitar- stjórinn sat með krosslagðar hend ur og hlustaði af mikilli ein- beittni. — Hljómplötuútgefandinn liallaði undir flatt með hönd und- ir kinn. Augnaráðið var óstað- bundið, allt að því dreymandi. Við hliðina á honum sat söngkon- an, afslöppuð og djúpt hugsi. Það er ekki fyrr en Bjarnleifur fer að taka myndir í gríð og erg með viðeigandi ljósblossum, að eft ir okkur er tekið. Við erum boðn- ir velkomnir um leið og það er upplýst, að í dag sé aðalverkefn- ið að hljóðrita sönginn. Hljóm- sveitin var tekin upp daginn áður og nú eru þau einmitt að hlusta á söng Helenu af segulbandinu. — Þetta eru samtals átta lög, segir Svavar, sem gefin verða út á tveim hljómplötum. Á þeirri fyrri syngur Þorvaldur, en Helena sér um sönginn á þeirri síðari. — Hvenær byrjaðir þú að syngja með hljómsveit Ingimars Eydal? spyrjum við Helenu Ey- jólfsdóttur. — Það var í byrjun apríl, en s. 1. vetur söng ég á Hótel KEA með hljómsveit Páls Helgasonar. Eydal. — Hvað heita lögin, sem þú syngur? — Þau ’heita „Gefðu að hann nái til lands“. Þetta er þýzkt lag við texta Ómars Ragnarssonar, en hann hefur reyndar samið alla textana, sem ég syng. Þá er ,,Ó, Framhald !á 15. síðu. Selsyndur Þetta er yngsti sundkappi Englands, aðeins þriggja mán aða og hann byrjaði að synda þegar hann var tveggja mán- aða. Hann kann svo vel við sig í vatninu að hann grenjar ó- skaplega, þegar mamma hans tekur hann upp úr lauginni. Of hvernig stendur á því að svona lítill snáði getur synt? — Ég held að það sé út af því að ég var að synda nokkr um tímum áöur en hann fædd ist, segir móðirin og horfir hreykin á litla sundkappann sinn. Tryggð Snemma morguns á liverjum degi kemur hundur og sezt fyrir utan girðinguna hjá einu af sjúkrahúsum Rómaborgar, Hann hefur komið á sömu stundu mánuðum saman og fer svo aftur, þegar heimsóknar tíminn er úti. Það er Iangur tími síðan hann sá húsbónda sinn borinn inn í sjúkrahúsið og sorg hundsins var svo mikil að ná- grannarnir sáu aumur á hon- um. Hann fékk að heyra í hinum sjúka húsbónda sínum gegnum síma daglega. Hann mátti ekkj fara með inn í heim sóknartímanum, en hann beið fyrir utan. Nú bíður hann ár- angurslaust. Húsbóndi hans Gu iseppe Mensa lézt fyrir mánuði og síðan hefur enginn sýnt íiundinum áhuga. Samt mætir hann á hverjum degi, bíður í jafnlangan tíma og hverfur Hér syngja þau öll þrjú — Helena, Finnur og Þorvaldur. Takið eftlr heyrnartækjunum. Frá þeim heyra þau undirlejkinn. >8 20. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Helena Eyjólfsdóttir verður að fá „upphækkun" t'l að vera í svip- aðr> hæð víð hljóðnemann og Þorvaldur Halldórsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.