Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 10
kmfstióTT Örn Eidssoní ÍBA lék vel á köflum - og sigraði KR 3:7 ,,B’Uí>LREYNT í fjórða sinn“ má segja eftir leik Akureyringa og KR á Laugardalsvellinum á sunnu daginn. Þrívegis áður en sá leikur fór fram, máttu Akureyringar láta í niinni pokann í viðskiptum sín- um við mótherjana, þó með litl- um mun. En í fjórðu lotu, skipti sköpum. Þá yfirgáfu Akureyring- arnir leikvanginn eftir harða bar- áttu að vísu, en sem ótvíræðir sig urvegarar. Og þeir réðust ekki fram til atlögu, þar sem garður- inn var lægstur. Þeir öttu kappi við jafnsterkasta lið fyrstu deild- arinnar, KR. Að vísu höfðu Akur eyringar „allt að vinna“ eftir þrjá undangengna ósigra, og því lsannarle(ga kominn tími til að „duga eða drepast". En þrátt fyr- ir það, mun víst fáum hafa komið Staöan í 7. deild í 1. deild er nó þessi; Valur Fram KR Keflavík Akureyrj Akranes til hugar, að úrslitin yrðu þau, sem raun varð á, og það næsta réttmæt úrslit, eftir öllum gangi leiksins. KR-liðið í heild dugði hvergi nærri eins vel og undan- farið, þó einstaka leikmenn þess berðust af miklum dugnaði. Þá skorti samræmdar aðgerðir í leik framlínunnar og þá snerpu, sem þar hefur verið. Má í því sam- bandi nefna báða útherjana, eink um þó Hörð Markan, sem jafnan 'hefur verið kappsfullur, viðbragðs fljótur og fylginn sér, svo af hef ur borið. Baldvin Baldvinsson, miðherji, sem fyrst og fremst Ihef ur verið ógnvaldur varna mótherj anna, vegna viðbragðsflýtis og spretthörku, — en ekki að sama skapi knattleikinn, kom í þessum leik lítið við sögu. Hann átti t. d. aldrei skot á markið, sem orð var á gerandi, og er slíkt óvenju- legt. Það voru einkum þrír menn í liði KR, sem báru af í þessum leik. Ellert Schram, sem sýndi og sannaði enn einu sinni, með yfir- veguðum leik sínum og réttum sendingum, að hann er einn okk- ar bezti knattspymumaður í dag. Eyleifur Hafsteinsson, sem vann af miklum dugnaði frá upphafi til enda, og svo Guðmundur Pét- ursson, markvörður, sem með leikni sinni, lipurð og réttum stað setningum bjargaði liðinu frá frekari ósigri en orðið var. yfir, áður en KR tókst að skora. Þannig að leikurinn stóð 2:1 í hléi. Það var Skúli Ágústsson, sem skoraði bæði mörkin. Það fyrra er um 9 mín. voru af leik, eftir snögga sókn og fyrirsend- ingu Steingríms frá endamörkum. Skúli sendi svo boltann inn, án þess að hinn snjalli markvörður KR fengi rönd við reist. Og 20 mínútum síðar var það enn Skúli, sem ógnaði markinu og skoraði. Upphafs þess marks var að leita i rangri sendingu Bjarna Felix- sonar, er knötturinn hafnaði hjá mótherja, sem svo skapaði mögu- leika fyrir sóknarlotu, sem lauk með skoti Skúla og marki. Rétt fyrir leikhé jöfnuðu svo KR-ingar nokkuð metin, er Gunn ar Felixson skoraði, úr sendingu, sem Baldvin renndi til hans, eftir að vörninni mistókst að hreinsa, en boltinn hrökk til Baldvins. Framhald á 13. síðu. Guðmundur Pétursson ver naumlega í horn. Valur sigraði Keflavík 2:0 í hörkuleik ! Akureyringar komust tvö mörk Hér er sótt hart að vörn Akureyringa. 10 20. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Á sunnudagskvöldið kræktu Valsmenn sér í tvö dýrmæt stig í baráttunnni um íslandsmeistara titilinn, er þeir sigruðu Kefla- vík með tveimur mörkum gegn engu suður á Njarðvíkurvelli. Þrátt fyrir blautan og hálan völl inn sýndu bæði liðin mjög þokka legan leik og víst er um það að hann var allspennandi og með spaugilegum atvikum. Valsmenn 14 ára gömul stúlka bætti met Hrafnhildar; SIGRÚN Siggeirsdóttir, Ár- manni setti nýtt íslandsmet í 100 m. baksundi í fyrrakvöld, hún synti á 1:16,1 mín. og bættl met Hrafnhildar Guð- mundsdóttur, ÍR um 1/10 úr sek. Mótið fór fram í Sundlaug Vesturbæjar. Sigrún er aðeins 14 ára gömul og því mjög efni- leg. Millitími hennar á 50 m. var 36,8 sek. og er nýtt teipna- met. áttu mun meira í leiknum og var sigur þeii-ra sanngjarn, en með honum er Valur í fyrsta sæti í deildinni og er Fram eina félagið, sem á möguleika að ná Val eftir fjórar umferðir. í fyrri hálfleik áttu Valsmenn mörg tækifæri en tókst aðeins að nýta eitt þeirra og það undir lok hálfleiksins. Kom markið úr horn spyrnu er Reynir skaUaði laglega í netið. Áður í hálfleiknum höfðu Keflvíkingar bjargað í tvígang á línu. í annað skiptið fékk Magn ús Torfason knöttinn af miklu afli í andlitið og varð að yfirgefa völlinn. í seinni hálfleik jafnaðist leikurinn að mun og sóttu nú Keflvíkingar allfast’ á köflum. Hættulegasta tækifæri þeirra kom er Magnús Haraldsson bak- vörður óð upp völlinn og var orð- inn óvaldaður en Gunnlaugi tókst að loka markinu, en Einar Gunn- arsson fékk knöttinn í góðri að- stöðu en skot hans lenti í þverslá. En Valsmenn áttu líka sín tæki- færi. Hermann átti gott skot í gtöng og þegar hálftími var af hálfleiknum skeði óvænt atvik. Hermann skaut háum bolta fyrir markið og virtist hann fara langt framhjá og ætlaði Kjartan mark- vörður að fara að sækja knött- inn aftur fyrir mark þegar knött- urinn var aUt í einu fokinn í netið öilum til mikillar furðu Þarna voi'u Valsmenn svo saxmarléga heppnir. Fleiri urðu mörkin ekki. Beztu menn Vals voru Gunn- laugur í markinu, Hermann og Ingvar. Beztu menn Í.B.K. voru Högni og Magús Haraldsson. Dóm ari var Steinn Guðmundsson. Unglingameistaramót' íslands, sem halda átti dagana 8. og 9. júlí á Akureyri, mun verða hald- ið 1. og 2. júlí á’ sama stað. Einnig mun Drengjameistara- mót íslands sem halda átti 1. og 2. júlí flytjast til og verða hald- ið dagana 8. og .9. júlí á í- þróttaleikvanginum í Laugar- dal. Tvö íslandsmet Á sundmeistaramóti íslands, sem hófst í Laugardal í gærkvöldi voru sett tvö íslandsmet. Guð- mundur Þ. Harðarson, Ægi, synti 1500 m skriðsund á 19:09,9 mínútum, sem er 3,7 sek. betra en met Davíðs Valgarðssonar. Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Ár- manni, setti met í 800 m skrið- sundi kvenna, synti á 25,7 mín. Nánar á morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.