Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 9
síðan. Hann er að bíða eftir deginum, sem aldrei kemur, að húsbóndi hans komi labb andi út úr sjúkrahúsinu. Starfsfólk sjúkrahússins hef ur reynt að reka hundinn í burtu, en hann kemur aftur og aftur, sezt niður og' horfir spyrjandi á þá, sem koma og fara. Beztu menn Chiangs Á FORMÓSU er enn lítill lióp ur hermanna, sem eftir 19 ár enn halda áfram stríðinu við Kína. Það eru froskmenn For- mósu. Á dimmum nóttum fara þeir yfir að Kínaströnd í smá bátum, synda inn til strand arinnar, ráðast á strandverð- ina og gera skemmdarverk, síð an hverfa þeir á haf út. Þeir eru vel æfðir og sterkir og sérstaklega æfðir í að drepa. — Þetta eru mínir beztu menn, hefur Chiang Kai-sjek sagt. Kínverska borgarastríðinu er enn ekki lokið. Ching Kai- sjek hefur ekk; gefið upp alla von um að verða aftur stjórn andi Kína Þegar kínverska menningarbyltingin byrjaði fyr ir alvöru fékk Chjang Kai-sjek nýja von. Hann bjóst við að svo margir Kínverjar yrðu ofsa reiðir, að þeir yrðu fegnir svo kölluðu frelsi. Chiang dró sam an herlið og byrjaði að undir búa Iandgöngu á Kínaströnd. Bandaríkjamenn stöðvuðu hann. En þeir stöðvuðu ekki froskmennina og hermdarverk þeirra. Síðan árásir þeirra byrjuðu hefur Kína neyðst til að auka strandgæzlu sína. Fjölgað hefur verið varðbát- um og hermenn eru margir meðfram ströndinni. Frosk- mennirnir halda samt áfram að ráðast á kínverska risann. Og Chiang dreymir um að setja á land stóran her. Skyrtuhnappar í HVERT skipti sem Mike Levy notar skyrtuhnappana sína verður liann að muna eft- ir því að hafa á sér byssuleyf ið sitt. Skyrtuhnapparnir eru nefnilega smábyssur, og það er meira að segja hægt að skjóta með þeim. Það er margt furðulegt, sem fundið er upp. SÆNSKI konungurinn Gústaf 6. Adolf fór tH Italíu í opinbera heimsókn. Þar hitti hann sænsku kvikmyndaleikkonuna Ingrid Berg- man, sem ennþá heldur sér vel, þótt hún sé orðinn nokkuð fullorðin. I Tízkudama HVER kannast ekki við ensku tízkudrottninguna Mary Quant, sem hefur. orðið heims fræg á stuttum tíma fyrir að stytta pilsins og selja fiit, sem þóttu skrítin fyrst í stað, en allir eru nú búnir að venj ast. Hér er hún steðjandi með lávarðinum Jóni í Carnaby- stræti, — en þau eru að leggja upp í mikið tízkuferða- lag um Ítalíu og Frakkland. Kossakennari IIOLLENDINGUR nokkur, Tom Zwaag, 21 árs að aldri, hefur fundið sér nýstárlega og þægilega atvinnu. Undanfarin i'jögur ár liefur liann grætt stórfé með því að kenna ung- um stúlkum að kyssa. Ilann hefur nú einnig „hafið kennslu" í Belgíu og Þýzka- landi. „Kennslustundirnar“ eru venjulega í tvær mín. hver aðferð, koss standandi, koss sitjandi og koss liggjandi og því alls í G mín. Ekki fylg ir með fréttinni, hvar þessi hugkvæmi Iíollendingur hefur sjálfur lært, en vondar tung ur lialda því fram að hann læri sjálfur mest I „kennslu- stundunum". Eftir að „kossa- námskeiði" er Iokið afliendir Zwaag nemendum prófskírteini og liefur hann sem komið er skrifað 45 þús slík. Zwaag hóf starfsferil sinn sem garð- yrkjumaður og þegar hann átti frí „kenndi“ hann ná- grannastúlkunum kossalistina. En svo varð þessi tómstunda iðja svo yfirgripsmikil, að hann varð að hætta við garð- yrkjustörfin. Og nú er Zwaag nýlega gengjnn í hjónaband og sú útvalda er ein af beztu „nemendum" hans. Gleypti lás NÝLEGA hvarf stór hengi- lás, sem var fyrir gíraffabúr- inu í dýragarðinum í New- castle og verðirnir grunuðu strútinn Tony um að hafa gleypt lásinn. Vörðurinn hans Tony vildi þó ekki láta bera rangar sakir á strútinn sinn og lét sækja liðsforingja nokk urn úr næstu herdeild. Og liðs foringinn hafðj með sér rann sóknartæki og rannsakaði strút inn hátt og lágt og strúturinn reyndist hinn seki. Það kom í Ijós, að hengilásinn var í maga hans. Beit eyrað af AFRÍKÖNSK kona beit eyr að af manni sínum af því að hann vildj ekki kaupa handa henni drykk fyrir 10 kr. Ilún hefur nú verið dæmd af dóm stól í Malawi og fékk hún þriggja mánaða fangelsi og 500 kr. sekt. Mikill smiður í KVENNAFANGELSI einu í Mexico City eru 800 fangar. 250 þeirra hafa á nokkrum mánuðum orðið barnshafandi. í fangelsinu vinnur aðeins einn maður — smiður. SKRÚÐGARÐABÓKIN er komin í bókabúðir. Þessir eru 8 aðalkaflar bókarinnar: Heimilisgarðurinn — Grasfletir — Jarðvegur og áburður — Tré og runnar — Fjölærar plöntur — Steinhæðar plöntur — Laukjurtir og sumarblóm. Bókin er skrifuð af 8 af okkar hæfustu mönnum á þessu sviði. Bókin er 320 biaðsíður í stóru broti með 240 myndum og teikningum. Einnig eru 29 lit- myndir alla-r úr íslenzkum görðum. Skrúð- garðabókin verður bezta hjálpin í garðinum ykkar. Tryggið ykkur eintak í tíma. Pöntun- um veitt móttaka í pósthólfi 209 eða síma: 13829. GARÐYRKJUFÉLAG ÍSLANDS. Er fluttur að Bræðrahorgarstíg 26. Gengið inn frá Holts- götu. Viðtalstími 9 til 10 og 1 til 4, nema laugardaga sími 19995. BJÖRN GUÐBRANDSSON, læknir. Hjúkrunarkonur óskast Hjúkrunarkonur vantar í handlæknis- og lyf- læknisdeildir Landspítalans til sumarafleys- inga. Barnagæzla fyrir hendi. Upplýsingar veitir forstöðukonan í síma 24160 og á staðn- um. Beykjavík, 16. júní 1967. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Viðskiptamálaráðuneytið vill ráða stúlku til ritarastarfa frá 1. júlí n.k. Umsóknir sendist viðskiptamálaráðuneytinu, Arnarhvoli, fyrir 25. júní n.k. Framtíðarstarf Viljum ráða áhugasaman og reglusaman mann til sölustarfa í verzlun vora. Þett'a er skemmtilegt og vel launað framtíð- arstarf fyrir hæfan mann. Umsækjendur komi til viðtals í skrifstofu vora, Laugavegi 26. milli kl. 5 og 6 næstu kvöld. 20. júní 1967 » ALÞÝÐUBLAÐIÐ- §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.