Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 5
Óskar Jónsson: Skeytingaleysi almennings um brunatryggingar OFT er sagt frá bruna á fast- eignum og lausamunum og því miður fylgir oft með fréttum þessum frá þeim er fyrir óhapp- inu varð, að allt innbú hafi ver- ið lágt vátryggt, þó líklega oftar að aðeins húsin hafi verið vá- tryggð, en allt annað óvátryggt. Heybrunar eru því miður algeng ir síðla sumars og á haustum, oft óvátryggt. Ég vil segja að hér sé um ó- forsvaranlegt fyrirhyggjuleysi að ræða og vítavert fyrirhyggju- leysi, sem ekki má lengur við- gangast. Nýlega var flutt í Ríkisútvarp- ið athyglisvert erindi og komið inn á þessi miál og gerði það Baldvin i>. Kristjánsson, fulltrúi. Taldi hann, að varhugavert væri að hvetja til samskota fyrir þann, sem af sjálfskaparvíti bak ar sér þannig fjárhagslegt tjón með því að tryggja ekki eignir sínar. Þetta eru sannarlega orð í tíma töluð. íslenzka þjóðin er gjafmild og verði einhver fyrir stórtjóni, eru nú orðið ávallt á lofti margEir hendur til að bæta tjónið og ligg ur fögur hugsjón hér á bak við, en maður freistast til að halda að einmitt gjafmildin ein skapi andvaraleysi hjá mörgum. Það er t. d. mjög áberandi, hversu margir í kaupstöðum van rækja að tryggja innbú sin og líklega er eins ástatt í sveitum landsins. Fyrir nokkru kom ég í hús til konu og var húsið í byggingu, maðurinn fjarverandi. Spurði ég hana, hvort hún hefði tryggt umrætt hús í smíðum, já, fyrir 250 þús. kr., en ég taldi húsið ca. 1200 þús. íkr. virði. Næst spurði ég konuna hvort hún hefði vátryggt innbú sitt, en svar ið var neitandi. Fljótt á litið virtist mér, að ef eldur kæmi upp í húsi þessu, myndu hjón- in standa uppi sem algerir öreig ar. En þetta er ekki einsdæmi, þann ig er þetta mjög víða. Og lík- lega er þetta ekki betra út um sveitir landsins eða sýnu lakara. Ég held, að eins og útvegsmað urinn verður að tryggja sig fyr- ir aUs konar óhöppum lá sjó og landi, tryggja veðsettar afurð- ir, eins sé bændum skylt að tryggja búpening sinn og hey- birgðir fyrir tjóni af eldsvoða, enda mörg dæmi þess, að hey brenni án þess að tryggð séu og þá kemur til kasta hinna gjaf mildu að bæta tjónið. Ég sé enga auðveldari lausn á þessu vanda- máli aðra en beinlínis að skylda með lögum alla, sem heimili stofna að vátryggja búslóð sína fyrir eitthvert lágmark og þá einnig að skylda bændur til að tryggja hey og búfénað gegn eldsvoða. Eldsvoðar eru orðnir það tíðir, að óhugsandi er fyrir forráða- menn þjóðarinnar annað en að finna varanlega lausn á þessu vandamáli. Væri nauðsynlegt að safnað væri skýrslum hjá almenningi um hve margir inna þessa sjálf sögðu skyldu af höndum að tryggja eigur sínar gegn elds- voða. Gætu hreppsnefndir í sveitum annazt þessa eftir- grennslan og bæjarstjórnir í bæjum. Væri svo Hagstofan lát- in vinna úr þessum skýrslum og fyrirfram er ég viss um, að út- koman sýndi almennt andvara- leysi hjá almenningi í máliun Framhald á 15. síðu. í HOLLANDI dvaldi Linné hjá auðugum kaupmanni og segist' hafa lifað á heimili hans „eins og konungssonur” og fengið þar allar sínar ósk- ir uppfylltar. — Tveimur árum síðar varð hann háskólakenn- ari heima í Svíþjóð. Nú var Linné orðinn frægur maður. Menn þyrptust um kennarastól hans, innlendir menn og útlendir. Það varð virðingartitill að nefnast „læri- sveinn Linnés.” — í Uppsölum kemur hann upp jurtagarði, sem enn er til. — Hann safnar þangað jurtum lands síns og öllum erlendum jurtum, sem gróið gátu í sænskri mold. — Þegar hann lokar augunum hið hinzta sinn, voru allar inn- lendar jurtir búnar að eignast' nafn. Þá' var Linné búinn að raða öllum jurtagróðri í svo hagfelt kerfi, að við það er notast enn þann dag í dag. Það hefur enginn unnið jurtafræð- inni meira gagn en hann. Þess vegna hefur hann verið nefnd- ur konungur blómanna. í sumarfríunum bjó Linné á jörð, sem hann átti skammt fyrir utan Uppsali, er Hamm- arby heitir. Þar naut hann hvíldar í skauti náttúrunnar. Húsunum þar er enn haldið við og reynt' er að halda öllu þar í sama horfi og þegar Linné var þar. Þangað skulum við halda. Við litum inn í setu- stofuna. Blóm eru máluð á allt glerskrautið og veggfóðrið er ekki síður skrautlegt. Á veggn- um hangir mynd af Linné 32 ára í brúðkaupsklæðum. Hann er á rauðum .kjól með ,gráa liárkollu, eins og þá var títt. Andlitið er góðlátlegt og þó svipmikið. Vestið er óhneppt og sér í hvítar línfellingar. — Snjóhvítt línið stendur fram úr kjólermunum. — Oft ^erða menn fyrir vonbrigðum, þegar þeir koma á heimili látinna mikilmenna, en á þessum gamla bæ skynjum við nálægð þess anda, sem fyrir tveimur öldum byggði staðinn. —. 200 ár eru liðin og þó er andi hans ekki horfinn af heimilinu. — Blómagarðurinn er leifar af handtökum hans og umhyggju. Svipur hans virðist ganga um garðinn og húsin, með koll- húfuna á höfðinu, snöggklædd- ur með jakkann á handleggn- um. Hann gengur um kring, andar að sér ilmi blómdnna, hjklpar blómknöppunum , 141 þess að springa út, klappar jurtu.num og hjalar við þær. Hann virðist vera sendurj til jarðarinnar til að hlúa að grös- um og jurtum og opna áugu mannanna fyrir unaði þeirrá og yndisleik. Það er hans spá- mannsstarf. Á þessum litla sveitabæ tók Linné á móti virðulegustu gest- um. Þaðan stóð hann í bréfa- skriftum við alla Norðurálfuna. Nú reyna Svíar að ná í sem allra flest af þessum bréfum aftur, til þess að hafa þau í safninu á Hammarby. Á sviði Framhald lá 15. síðu. Krabbamein getur læknast af sjálfu sér Dr. mcð. Jörgen Kieler, yfirlæknir. MARGiit sjúklingar virðast hafa læknazt af krabbameini, án iæknishjálpar. Margir krabbameinssérfræðingar, þeirra á mcðal Kanadamaður- inn Willam Boyd, hafa safnað upplýsingum um þessi tilfelli og skráð þau. Vísindamenn gefa þéssu æ meiri gaum, og þetta hefur verið rætt á al- þjóðaþingum sérfræðinga. Dag ana 19.-22. júní verður haldin í Danmörku norræn ráðstefna sjúkdómafræðinga og sýkla- fræðinga, þar sem þetta fyrir- brigði verður m.a. rætt. Eitt aðalumræðuefni ráð- stefnunnar verður þessu ná- tengt, en það er hæfileiki lík- amans til að mynda varnar- efni gcgn krabbameini. Framsöguræðu um þetta cfni hcldur prófessor Georg Klcin frá Stokkhólmi, sem hefur sýnt fram á það með sam starfsmönnum sínum, að í sum um krabbameinsvefjum fyrir- finnast efni, sem stuðla að myndun varnarefnis gegn kr abbafrumunum. Á Fibigerrannsóknarstofnun inni í Kaupmannahöfn velta menn þessum hlutum fyrir sér og dr. med Jörgen Kieler, yfir- læknir, mun halda þrjá fyr- irlestra á ráðstefnunni, þar sem hann skýrir frá tilraunum, sem gerðar hafa verið á rann- sóknarstofnuninni. Tvær til- raiuianna eru gcrðar í sam- vinnu við erlenda vísindamenn á rannsóknarstofnuninni, dr. Carlo Bragadin frá Ítalíu og dr. T. Krassowski frá Póliandi. Haft er eftir dr. Kieler, að fyrr hafi það verið álit manna, þegar krabbamein hvarf af sjálfu sér, að sjúkdómsgrein- ingin hefði verið röng. En nú hafa menn svo oft séð þetta gerast, að ekki er unnt að draga aðra ályktun en þá, að krabbamein geti læknast af sjálfu sér. Þá vaknar sú spurn- ing, hvort frumur likamans hafi í þeim tilfellum gert þá uppgötvun, að krabbameins- frumurnar væru aðskotadýr og þess vegna hafið fram- leiðslu á varnarefni til þcss að koma þessum aðskotadýrum Tyrir kattarnef. Þetta er lík- legast en engan veginn sann- að. En ef þetta er Tétt vaknar önnur spurning. Myndast í okk ur öllum eða flestum okkar stöðugt krabbafrumur, sem aldrei ná sér niðri, af því að frumur likamans vinna bug á þeim á meðan þær eru á frum stigi? Það er líklegt, að þetta geti verið svona, en það er engan veginn sannað. Hvers vegna geta þá frumur líkamans stundum kveðið nið- ur krabbamein? Þetta er mikilsvert atriði, sem gott væri að gera sér grein fyrir. Þegar sá möguleiki er til, aan.k. hugsanlegur, að ■krabbameinsfrumur séu sí- fellt að verða til í manninum, þá getur einnig verið, að lík- aminn sjálfur framleiði oftast varnarefni gegn þeim, svo að þetta læknast af sjálfu sér. Við vitum ekkert mn þetta enn sem komið er, en getum aðeins sagt með nokkurri vissu, að það er til, að krabba- mein læknast af sjálfu sér. En hvers vegna nær krabbameinið sér þá stundum á strik og veld ur dauða? Það er augljóst, að vísinda mennirnir hafa einlægan á- huga á að vita, hvaða varnar- ráðmn líkaminn hefur yfir að ráða. Eitt þessara ráða — ef til vill em til fleiri — er sem sé hæfileiki líkamans til að framleiða móteitur gegn krabbameinsfrumunum. ^ En rannsóknirnar halda áfram og einn góðan veðurdag hafa þær borið fullan árangur. Nú er að því spurt, hvort myndun krabbameins dragi úr varnarmætti líkamans. Ef til vill er orsök þess, að krabba- mein nær sér niðri, fólgin meira í því, að varnarkerfi lík- amans slappist, heldur en þvi. að krabbamcinsfrumur mynd- ist í heilbrigðum vef. En enn- þá eru tilraunir nauðsynlegar og ennþá er lítið um þetta vit að með vissu. Og það er alLs ekki víst að móteitur sé eina hugsanlega vörnin. 20. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.