Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 7
Gagnfræðaskóla Austurbæjar slitið Gagnfræðaskóla Austurbæjar var slitið 31. maí (landsprófsdeild þó eigi fyrr en 14. júní). Sveinbjörn Sigurjónsson, skóla stjóri skýrði í skólaslitaræðu frá störfum skólans á liðnu starfsári og lýsti úrslitum prófa. Nemendur voru alls 415, og var þeim skipt í 15 bekkjardeildir. — Fastir starfandi kennarar auk skólastjóra voru 22, en nokkrir þeirra kenna hluta skyldukennslu Nýtt meistara- samband ÍSLENZKIR hárgreiðslu- og hár- skerameistarar hafa að undan- förnu unnið að stofnun sambands félaganna. Dagana 23. og 24. maí s.l. voru haldnir fundir í félög- unum og somþykkt stofnun Hár- greiðslu- og hárskerameistarasam toands íslands, og er það aðili að Det Nordiske Dame og Herrefri- sör Mesterforbund. Tilgangur sambandsins er m. a. að gæta sanieiginlegra hagsmuna félagsmanna, að stuðla að auk- inni samvinnu félaganna og kynna allar framfarir í iðngrein- um meðlima félaganna. Miðvikudaginn 24. maí var hald inn fyrsti fundur hinnar nýkjörnu sambandsstjórnar. Hana skipa: Árdís Piálsdóttir, formaður, Sig- urður Sigurðsson, varaformaður, Framhald á 15. síðu. sinnar við aðra skóla. Stunda- kennarar voru 6. Enginn fyrsti bekkur starfaði í skólanum, og voru nemendur ann- ars bekkjar því allir nýnemar, flestir úr gagnfræðadeild Barna- skóla Austurbæjar. Unglingapróf þreyttu 139 nem- endur. 112 luku prófi og stóðust. Hæstu einkunn hlaut Ólafur Ein- arsson 8,97. í 3. bekk almennri bóknáms- deild og verzlunardeild tóku 100 nemendur próf. 82 luku prófi og stóðust. Hæstu aðaleinkunn í al- mennri deild hlaut Sigurjón Scheving, 7,96, en í verzlunar- deild Svandís Hauksdóttir, 8,12. í landsprófsdeild þreyttu 58 nemendur próf. 54 stóðust mið- skólapróf, þar af 34 með framhaldseinkunn, 6 og þar yfir í landsprófsgreinum. — Hæstir í landsprófsgreinum urðu Hermann Sveinbjörnsson, 8,93 og Gylfi Gunnlaugsson, 8,79. Undir gagnfræðapróf 4. bekkj- ar gengu 111 nemendur. Fjórir fresta nokkrum greinum til hausts vegna veikinda, en hinir 107 luku prófi og torautskráðust 57 úr almennri bóknómsdeild og 50 úr verzlunardeild. Hæst í al- mennri deild varð Margrét Guð- mundsdóttir, 8,51, en í verzlunar- deild Sigríður M. Guðmundsdótt ir, 8,28. Þá voru verðlaun afhent. Nokkr ir nemendur hlutu verðlaunabæk- ur frá skólanum fyrir ástvmdun og góðan námsárangur. Auk þess hlaut einn nemandi í verzlunar- Framhald ó 15. síðu. Myndin er tekin kl 9 að morgni s.l. þriðjudag (13. júní), er rúmiega 80 manna hópur frá Bún- aðarfélagj ísiands lagði upp í Kaupmannahafnarför með leiguflugvél Loftleiða hf. Greinargerð frá Reykjavíkur- deild Rauða Kross íslands VEGNA ummæla konu nokkurr ar í einu dagblaðanna fyrir nokkrum vikum, og þá um leið vegna greinargerðar, sem Bama- verndarnefnd Reykjavíkur hefur látið birta síðar, og óneitanlega vakti furðu okkar, biður Reykja- víkurdeild R.K.Í. dagblöðin fyrir þessa greinargerð. Konan, sem úr skálum sinnar „heilögu reiði“ hellir, talar um „fjöldabúðir" þar sem börnum sé Stjórn Hárgreiðslu- og hárskerameistarasambands íslands, talið frá vinstri: Sigríður Bjarnadóttir, Hörður Þórarinsson, Sigurður Sigurðsson, Ryno Höglund varaformaður N.D.H.F., Árdís Pálsdóttir. Vilhelm Ingólfsson, Ingveldur Guðmundsdóttir. „hrúgað saman í þröng húsa- kynni.““ í Laugarási eru 118-120 börn. Eftir að ný reglugerð var sett með auknum kröfum um húsrými í barnaheimilum, létum við mæla upp skálana í Laugarási í vetur. Þá kom í ljós, aðtt Jþó fylgt væri ströngustu kröfum um húsrými, væri heimilt að hafa mun fleiri börn í Laugarási en þar eru höfð. Svo er börnunum „hrúgað sam- an“ þar! í Laugarási er fremur um fjög- ur 30-barna heimili að ræða en eitt heimili með 120 börnum. Svefnskálum er þar að auki verið að skipta meira en gert hefur ver ið fyrr. Við máltíðir sitja börnin saman í tveim 60-barna matskál- um. Og þau sitja saman við kvik- myndasýningar eftir kvöldverð. Að öðru leyti er þeim skipt í fjóra 30-barna flokka, og annast 3 fóstr .ur hvern flokk. Og leitast er við, að á daginn hafi börnin hver sitt atbafnasvæði, sín viðfangsefni, sitt leiksvæði, sitt dagsverk. Með því að leysa heimilið þannig í 4 j einingar, verður hér fremur um I fjögur 30-barna heimili að ræða ! en ,,fjöldabúðir“ með 120 börnum. I Um „versnandi rekstur,“ „skort á hæfu starfsfólki" og að „korn- ungum stúlkubörnum" sé falin gæzla „allstórra“ hópa barna, er sannleikurinn sá, sem grandvar gagnrýnandi hefði kynnt sér, að á siðari árum hefur fóstrum verið fjölgað, aldurslágmark þeirra fært upp, og til þeirra gerðar auknar kröfur. Þrem fóstrum er ætlaður 30 barna hópur, og tvær þeirra eru 18-20 ára gamlar. Þætti það einhvers staðar sæmi- lega séð fyrir barnagæzlu. En starfskonur heimilisins eru 32. Að heimilið sé „snautt af leik- föngum", eins og konan fullyrðir, getur naumast verið rétt, þegai* þess er gætt, að t.d. voru í hitteð- fyrra keypt leiktæki að Laugarási fyrir rúmlega 30 þúsund krónur— og flest árin keypt leiktæki aúk þeirra, sem heimilinu eru gefin. Þetta hefði konan .getað kynnt sér og séð með eigin augum, þó leiktækin í Laugarási liggi ekki Framhald á 15. síðu. Myndarleg gjöf til safnaðarheimilis KVENFÉLAG Grensássóknar hef- ur nýlega gefið 100.000 krónur til safnaðarheimilis þess, sem Grens- ássöfnuður hóf byggingu á síðast- liðið sumar. Var þetta tilkynnt á aðalsafnaðarfundi, sem haldinn var 31. maí, og kvenfélaginu þökk uð hin rausnarlega gjöf. Á fund- inum ríkti mikill áhugi á áfram- haldandi framkvæmdum, en safn- aðarheimilið mun bæta úr brýnni þörf, þar eð ekkert samkomuhús er innan sóknarinnar, hvorki til guðsþjónustuhalds né neins kon- ar félagsstarfsemi. Á vegum sóknarnefndar hefur undanfarið ár starfað fjáröflunar nefnd, sem annazt hefur alménna fjiársöfnun innan sóknarinnai’. — Ilefur söfnun þessi átt sinn þátt í, að tekizt hefur að ljúka fjjrsta áfanga safnaðarheimilisins, og undir árangri söfnunariimar næstu vikur verður það ny a. Frh. á 15. síðu. ALÞYÐUBLAÐIÐ-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.