Alþýðublaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 9
A TAUGATRUFLUNUM um árangri í baráttu sinni við taugaveiklun og þunglyndi tekið róandi lyf að staðaldri, en þau gagna mér ekki. Mig langar ekki að hlaupast á brott, en ég verð að gera eitthvað — hvað sem er — en a.m.k. eitt- hvað.” Grover hlustaði á' allt sem hún hafði að segja. Sí'ðan svar- aði hann: ,,Ég veit hvernig þér líður. Ég hef sjálfur lent í því sama. En ég fann leið út úr ó- göngunum.” Og Ethel bað hann að hjálpa sér. Grover ráðlagði henni að reyna að slaka á taugaspennunni með því að fyTgja reglum sem sniðnar eru eftir hinum „tólf reynslusporum” AA-samtakanna. Og þær eru svohljóðandi: 1. Viðurkenndu, að þú ráðir ekki við tilfinningar þínar og sé orðið um megn að stjórna lífi þínu. 2. Trúðu því, að máttur æðri þínum eigin vilja geti gert þig heilbrigðan að nýju. 3. Taktu þá ákvörðun að leita guðs eða hins æðri máttar og láta vilja þinn og líf lúta handleiðslu hans. 4. Rannsakaðu sjálfan þig ótta- laust og ákveðið. 5. Viðurkenndu, að þú hafir galla. 6. Vertu fús að leyfa guði að losa þig við þessa skapgerð- argalla. 7. Biddu hann í auðmýkt að gera það. 8. Gerðu lista yfir alla sem þú hefur á einhvern hátt sært eða gert rangt til og vertu fús að bæta fyrir mis- gerðir þínar gagnvart þeim. 9. Bættu fyrir brot þín, hve- nær sem það er mögulegt. 10. Haltu áfram stöðugri sjálfs rannsókn og viðurkenndu það þegar þú hefur rangt fyrir þér. 11. Reyndu með bæn og hug- leiðingum að styrkja vit- undarsamband þitt við guð, eins og þú skilur hann, reyndu að gera þér grein fyrir vilja hans og biddu um styrk til að framkvæma hann. 12. Viðurkenndu, að árangur- inn sem náðst hefur með því að fylgja þessum regl- um er andleg vakning, og reyndu að flytja öðrum taugasjúklingum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi þínu og starfi. Þessar reglur eru mjög trúar- legs eðlis, en Grover segir, að ekki skipti máli á hvaða guð fólk trúi eða jafnvel þótt það trúi alls ekki á neinn guð. „Ég þekki fólk sem hugsar um kær- leikann sem æðri mátt, og það virðist hafa sömu áhrif. Með því að læra að elska losnar maður úr prísund eigingirninn- ar og fær bata. Hann leggur áherzlu á, að taugasjúldingar séu að eðlis- fari mjög sérhyggnir og sjálfs- elskufullir, og auðveldasta leið- in til bata sé að viðurkenna einhvern æðri mátt og öðlast auðmýkt. Ethel var fljót að skilja þetta. „Hún horfðist í augu við skap- gerðargalla sína og tók á sig sökina fyrir verknaði sína og til- finningár,” segir Grover. „Hún sá, að hún hafði verið að álasa öðrum fyrir það sem byggðist á hennar eigin veikleikum, og hún sagði við mig: „Mér finnst ég svona tvö fet á hæð.” Ég svar- aði: „Það er gott. Það er ein- mitt rétta tilfinningin. Þegar ég sá sjálfan mig eins og ég var, fannst mér ég vera ekki Jneitt, bókstafiega ekki nfcitt. I því ástandi er hjálpin næst.” Ethel hafði öðlazt auðmýkt, og með hjá'lp æðri máttar og trú hennar, að guð gæti og vildi liðsinna henni, gerbreyttist persónuleiki hennar, og hún fékk fullan bata.” í febrúar 1964 var félags- skapurinn formlega stofnaður. Og nú er svo komið, að NA- samtökin hafa nóð ótrúlegri út- breiðslu. Fyrst breiddust þau út innan Bandaríkjanna og starfa orðið í mörgum fylkjum þeirra, síðan voru stofnuð. sams konar félög í ýmsum löndum. Grover er sannfærður um, að þau verði með tímanum enn fleiri en greinar AA-samtakanna sem starfa í níutíu löndum, vegna þess að það er meira til af taugaveikluðu fólki en áfengis- sjúklingum.............. Framhald á bls. 10. ,n.. GróðurhúsiB v/ð Sigtún Mikil verðlækkun á sumarblómum. Næg bílastæði. Gróðurhúsið viS Sigtún Sími 36770. Opinber sfofnun vill ráða kvenfólk og karlmenn til fulltrúa- starfa. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins merkt „full- trúastarf“ fyrir 27. júní 1967. Vélsetjarar Okkur vantar mann, vanan vélsetningu. Afþýóuprentsmiðjan hf. Vitastíg. Sí MANÚMER okkar er 19422 Sindrasmiðjan Borgartúni og Hverfisgötu 42. OSTA-OG SMJÖRSALAN s.f. SNORRABRAUT 54 24. júní 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.