Alþýðublaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 13
KÓBftM&G-SBt.'Ó, íslenzkur texti. OSS 117 í Bahia Ný ofsaspennandi OSS 117 mynd í litum og Cinemascope segir frá baráttu við harðsvíraða upp- reisnarmenn í Brasilíu. FREDERIK STAFFORD. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BQnnuð innan 16 ára. Á 7. degi Víðfræg og snilldarvel gerð am- erísk stórmynd í lituai. WILLIAM HOLDEN. SUSANNAH YQPtK. ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 9 • T rp Tom Jones Sýnd kl. 5. Allra síðasta sinn. ÓTTAR YNGVASON, hd!. BLÖNDUHLÍÐ 1, S(MI 21296 VIÐTALST. KL. 4—6 MALFtUTNINGUR LÖGFRÆÐISTÖR9 BÆNDUR Nú er rétti tíminn til að skrá vélar og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI" ViS seljum tækin. Bíla- og Bdv^asalan v/MBtlafcrg, súni 23136. Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og ömgg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. — Mamma, sjáðu kastalann! Ég byggði hann til að standast árás óvinanná. Er hann ekki fínn? Hún horfði á bygginguna augum listamanns og klappaði á sandinn. — Alexie er dugleg, vældi móðir hennar. Carló brosti til litlu stúlk- unnar brosi, sem ítalir nota handa litlum börnum og skipti svo yfir í annað bros til stóru stúlkunnar við hlið hans. Mér fannst leitt að rjúfa þennan frið, en ég fór og bað um glas handa frúnni og not- færði mér um leið mína lélegu og nýlærðu ítölsku. — Drykkirnar hafa beðið í 10 mínútur, sagði hann hranalega. Honum gekk ekki alltof vel með dömuna, sem virtist hafa meiri áhuga fyrir dóttur sinni en hon- um. — Af hverju komstu þá ekki með þá? spurði ég. — H ú n sagði mér, að bíða eftir þér. Hann talaði eins og einn þjónn við annan. Ég ákvað að leggja ekki strax til orrustu heldur tók upp bakkann. Hann var sérlega þungur, hlaðinn niu glösum og stórri könnu, sem ég vissi að í voru kokkteilar fyrir sítrónusneiðar og ísmola og langar skeiðar. Auk þess var hrúga af þessum bragðslausu|| kexkökum, sem fólk borðar á Ítalíu. — Sjúss! kallaði Patricía og virtist undrandi. — Þekkja ekki allir Julie? Julie hittu fólkið! Hún baðaði út öllum öngum en það merkti: — Nú þekkja all- ir alla og geta séð um sig — og leit aftur á manninn sem stóð við hlið hennar. Hann var Terense de Witt, stjórnandi síð- ustu myndar James og þeirrar bezt heppnuðu. Maður um fimm tugt, laglegur, gyðinglegur. — Hvítt hár hans var burstað í tvo sveipi sín hvorum megin við ennið, þannig að maður hafði það á tilfinningunni að hann væri að hefja sig til flugs. Hann var með fæðingarblett við vin- stra augað eins og átjándu ald- ar fegurðarblett, undarlegt merki á andliti sem annars var hugsandi, gáfulegt og yfirleitt dálítið leitt. En þegar hann hló komu glaðhlakkalegar hrukkur við augun og ég skildi hvers vegna sagt var að hann væri göldróttur. Allir virtu Terense de Witt. Ég fann alltaf hvernig andrúmsloft'ið breyttist, þegar hann var kominn i herbergið og það löngu áður en ég sá hann. Trish sat við hlið hans í hæg- indastól og hlustaði á hvert orð, sem fram gekk af hans munni. Trish sat við hlið hans í legu- stól og hlustaði á hvert orð hans. Hún var kyrrlát og hljóð. Undir næstu sólhlíf lá Díana Edwards sem var glæsileg leilc- kona, rauðhærð og með hvíta húð, sem hún gætti vandlega að sólbrynni ekki. Hún var meyjar- leg og frekknótt og dádýri lík. „Ef einhver hræðir mig, hleyp ég á brott“. Hún neitaði hlægj- andi kokkteilnum, sem ég bauð henni og bað um appelsínusafa. Trish var hrifin af Díönu pg talaði alltaf um hana ,! 24. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐK) 13 .tilvonandi leikkonu” og mér fannst hún óþolandi löngu áður en ég kynntist henni, því hrós Trish var heldur leiðigjarnt. Nú var ég ekki hrifin af dádýra- látbragði hennar. Ég horfði lengi í grá augu hennar og ákvað að vera lengi að sækja appels- ínusafann. Tveir karlmenn lágu við hlið hennar. Einn var ljóshært vöðvafjall úr kvikmyndum Jam- es, Rex Baylay. Hann lék drengjalegan vin hetjunnar, unga rómverska piltinn, sem bjargaði honum, sá, sem féll síðast og varði hetjuna til síð- ustu stundar. Patricia sagði, að Rex ætti skilið „að sjá stafina sína skrif- aða með ljósum.” Hann var ekta Ameríkani, beinaber, bjarteygð- ur og alltof einfaldur. Félagi hans, sem líktist mest' lagleg- um hvolpi var dökkhærður með stór, grá augu. Rex og Dí- ana átu allt, sem hann sagði. Þau sátu þarna og tilbáðu hann. Hann var kvikmyndahöfundur og skáld og orð lá á að hann væri svo stórkostlegur, að leikarar slæjust um að vera í kvikmyndum hans. Þá er eftir að telja þá, sem síðast fengu í glasið sitt. Það var feitlaginn maður í kryppl- uðum hvítum fötum sem át allt sem enginn vildi eta og mið- aldra kona, sem sagði sífellt: „Nei, nei!” við félaga sinn og kom mér svo til að skella upp úr með því að segja skyndilega: „Reyndu nú að vera Englend- ingur, Georg!” Þegar kokkteillinn var upp- urinn — ég drakk hann ekki — fór ég á brott. Hlutverk mitt var heldur litið breytt frá' boð- úm Midge, ég sótti enn ís og glös. Hafið var slétt og kyrr- látt og öldurnar lágar og ég fór bak við stóra steina til að komast í sundbolinn. Eftir heit- an vindinn og bakaða ströndina var gott að .komast í goluna. — Svona nú, áfram, áfram, var kallað. — Ég heiti Rex Bay- ley. Farðu ekki að fela þig, — þetta var góður kokkteill! Áfram með þig! Hann stökk niður að sjónum eins og flugfiskur. Fyrst glotti hann við hlið mér, svo þaut hann gegnum vatnið eins og hákarl. Hann kom jafn fljótt til baka og hristi af sér vatnið. — Þér getið svei mér synt, sagði ég hrifin. — Það þarf æfingu til. Við syndum í næstu mynd eins og þér vitið. Hann brosti og tenn- ur hans voru jafn fallegar og tennur James, svo hvarf hann undir vatnið og birtist' aftur eins og korktappi. Við syntum saman í tíu mín- útur Rex Baylay og ég. Vatnið tengdi okkur saman. Hann virt- ist eiga heima í sjónum; hann var fremur fiskur en drengur. Það var fallegt að horfa á hann og þegar ég hélt áfram að synda eins og mér hafði verið kennt sá ég bjart hár hans glampa undir vatnsyfirborðinu og svo kom hann upp og hristi af sér dropana eins og hundur af sundi dreginn. — Trish veifar tii okkar. — Þú lofaðir að kafa og sækja rauða steininn handa mér. Ég • var búin að stein- _ gleyma því að hann var leikari en ekki leikfélagi minn. — Ekki get ég beðið, þegar frúin kallar! Og hann synti til strandar með löngum tökum. Trish og hennar lið voru á leiðinni til bílanna sem biðu undir pálmunum. Trish kallaði mig til sín. Vatnið draup af mér, þegar ég gekk til hennar. — Safnaðu öllu saman, elsk- an og gerðu upp við Carlo. Ég á' við reikninginn. Og komdu ekki of seint í matinn. Ég fór aftur upp á steinana og fór í kjólinn yfir blautan sundbolinn. Kjóllinn límdist við mig. Þegar bílarnir voru farnir, fór ég inn í veitingahús- ið. Carlo var enn að daðra við giftu konuna. Alexie sat á stól í skugganum, rautt hár hennar var vandlega greitt og hún borðaði salat úr tómötum og ol- ívum. Gifta konan handlék glas. — Hvar eru glösin? spurði Carlo óþolinmóður. — Sæktu þau. — Einkaritarinn gerir það alltaf. — Ekki þessi einkaritari, svaraði ég. Hann virtist undrandi. — Þú átt glösin og ég geri ráð fyrir að þú viljir fá' þau aftur. Sæktu þau vinurinn og ég skrifa upp á reikninginn. Ég hafði séð föður minn margsinn- is skrifa upp á reikninga. Hann gretti sig hryllilega, en rétti mér reikninginn og ég slcrifaði upp á hann. Hann hvíslaði að Alexie og giftu kon- unni að hann kæmi bráðlega og fór að sækja glösin. Ég hafði losnað úr þrælkun- inni um stund og fengið ein- hvern til að stjana við mig. Ég var ánægð. Sundferðin hafði gert mér eitt skiljanlegt alveg eins og samtalið við Carlo. Ég saknaði ekki aðeins frelsisins heldur lika karlmanna. í fyrsta skipti síðan ég varð fullvaxta átti ég engan aðdáanda. í Manchester voru þeir marg- ir. Ég dansaði, fór í veizlur og á veitingahús, á kvikmyndir, í leikhús og kyssti þá. Og allir gullhamrarnir! Ég þarfnaðist þeirra! Hvaða stúlka er gáfuð og lagleg þegar enginn segir henni frá því? Eftir matinn fór ég inn í eld- hús og ég var enn að hugsa um karlmenn. Ekki um Rex Bayley, “‘sem var afar háttprúður við • -matarborðið eins og hann ótt- aðist að ég kynni að leggja sér- staka merkingu í umhyggju þá, er hann hafði sýnt mér, heldur um karlmenn yfirleitt og tómið, sem þeir skildu eftir sig. Lúcíana var að drekka kaffi og jafna sig eftir matseldina. Barnavagnar SMJHI * teawtíöa. via» k Seadvm Suðwr^öte 14- ®ml 2HK20. HEILDVERZLUN PÉTURS PÉTUTCSSWIAR AliT "HL SMíMA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.