Alþýðublaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 5
REYKJAVIK TOGARARNIR : Formenn Sjálfsbjargar á ísafirði. Við ætlum að end- urbyggja húsið... FIMM eða sex trillur stunda nú færaveiðar frá Reykjavík og hafa aflað vel, þegar gefið hef- ur. Einnig eru nokkrir smærri dekkbátar á færum. Aðeins fjór- ir bátar eru á humar og eru það Kári Sölmundarson, Smári, Sjöfn og Geir, en hann landaði 15/6 í Reykjavík 770 kílóum af slitnum humar. Þessir bátar landa annars alltaf suður með sjó, og erfitt að fylgjast með aflabrögðum þeirra. Einn bátur er á trolli héðan, þ. e. Blakkur og landaði hann 19/6 11.380 kg. og aftur 21/6 12.260 kg. Krist- björg er að útbúa sig á troll. Lítill spenningur er hjá sjó- mönnum fyrir kolanum núna vegna þess hve lítið verð er á honum og hirða þeir ekki nema það skársta af honum. Mun verðfall á markaði í Englandi vera orsökin. snurv. færi 15/6 16/6 Skógarfoss X 0.630 Fróðj X 5.660 Ásbjörg X 9.430 Víkingur X 1.390 2.030 Bliki X ísl. II. X Ásbjörg X Valur X 3.730 Jón Bjarnas. X Þór Ólafss. X 4.940 Hafnarberg X Hamar X Vísir X Sleipnir X Léttfeti X Kristbjörg X Snurvoðabátarnir eru yfirleitt' tvær nætur og einn dag í róðri eða um 36 tírna, því að þeim er skammtaður hámarkstími. Sára- lítið af afla þeirra er koli, Hafn- arbergið var með mest' í einum róðri eða 2,5 tonn. 3—4 trillur eru á snurvoð og hafa fiskað sæmilega. Pétur Sigurðsson er á línu við Græniand og hefur gengið nokkuð vel og er ekki að vita eftir lélega byrjun á síidveiðunum það sem af er, að fleiri bátar snúi sér að því næsta ár. íslenzku togararnir hafa ver- ið mjög heppnir með sölur sín- ar í Englandi undanfarið, því markaðurinn er mjög misjafn frá degi til dags. Karlsefni, sem gengið hefur mjög vel undanfar- ið seldi 19/6 og 20/6 215 tonn fyrir £18.206 og Júpíter 20/6 og 21/6 178 tonn fyrir £17.811. Marz selur á mánud.; er með 410 tonn þar af um helmingur ýsa. Úranus fór beint á' veiðar frá Englandi, þar sem hann seldi á fimmtudag í fyrrí viku fyrir rúm £11.000. Egill Skallagrímsson landaði í Reykjavík 19/6 281,8 tonnum, eða fullfermi, þar voru 264 tonn af karfa. Og þá gerði Þormóður Goði einn stórtúrinn í viðbót, landaði 442.160 tonnum, þar af var karfi 427 tonn. Er Þormóð- ur þá búinn að fá yfir 1700 tonn á rúmum tVeimur mábiuðum. 19/6 20/6 21/6 22/6 alls 6.870 4.700 1.230 5.190 18.620 4.410 7.010 17.080 8.450 7.400 25.280 7.490 7.630 18.540 1.400 1.030 2.550 4.980 10.010 10.010 11.730 6.430 18.160 6.380 10.110 5.500 0.740 6.240 3.970 10.310 19.220 5.000 5.000 10.390 10.390 1.070 1.070 5.150 5.150 1.030 1.030 4.270 4.270 Víkingur var með 390 tonn á Akranesi, og eins og allir vita var Maí í Hafnarfirði með um 580 lestir. Þessir þrír togarar eru örugglega aflahæstu skipin hér- lendis frá áramótum. Tryggva Ófeigssyni hefði örugglega verið óhætt að minnast á Þormóð Goða í grein sinni í Morgunblað- inu þann 21/6 sl. Hann er þekktur fyrir að skíta Bæjarút- gerð Reykjavíkur út á' alla enda og kanta, enda metinn af bæjarbúum samkvæmt því. í umræddri grein Tryggva talaði hann um „hina snjöllu grein Einars Sigurðssonar 26/2 1967 um tap togara.” Ef ég man rétt' voru allar þær tölur sem þar birtust ágizkun og því í ósköp- unum birta ekki annað hvort Tryggvi Ófeigsson eða Einar Sigurðsson nákvæmar tölur úr einum túr hjá einhverjum tog- ara sinna. Einar á nákvæmlega eins skip og togarann Mai, sem var til umræðu í umræddri grein, svo að honum ættu að vera hæg heimatökin hvað það j snertir. Einum lið sem Einar I reiknaði með í þessari grein, þ. ^ e. afborganir, svo og hvernig útkoman er hjá einkafyrirtækj- unum sem reka togaraútgerð hafa allir landsmenn áhuga á. Enginn efast um erfiðleika tog- araútgerðarinnar og þar þurfa víðtækar breytingar að eiga sér 'stað, t. d. varðandi vökulögin og gagnvart fækkun manna í vélar- rúmi, ef einhver glóra á að vera í þessari útgerð í framtíðinni. Þar sem Tryggvi er sifellt að tönnlast á tapi togara Bæjar- útgerðarinnar hvar sem hann fær því við komið, því í ósköp- unum birtir hann ekki reikninga yfir snillirekstur einkaframtaks- ins og engum dettur í hug að segja, að hann hafi ekki einna bezt vit allra manna hérlendra á' rekstri togara. Bæjarútgerðin gæti á móti sýnt fram á rekst- ur Ingólfs Arnarsonar frá komu hans til landsins, því hann er keyptur á sömu kjörum og þrír af togurum Tryggva, en hverjir eru á innlendum og hverjir á erlendum lánum hefur Tryggvi viljandi alveg sleppt alls staðar, því eins og allir vita, hefur hver gengislækkun af annarri ásamt öðru hjálpað til þess að útkoma þeirra togara sem eru með er- lend lán áhvílandi gersam- lega útilokað hallalausa út- komu. Ingólfur Arnarson er elzti nýsköpunartogari íslendinga og hefur alla tíð verið hið mesta gæfuskip og ekki þætti mér ó- líklegt að Tryggvi væri stoltur af því að hafa átt hann, en Framhald á bls. 10. Á 9. ÞINGI Sjálfsbjargar hitti ég að máli formann og varaformann Sjálfsbjargar á ísa firði, Ingibjörgu Magnúsdóttur og Helgu Marselliusdóttur, og spurði þær frétta að vestan. Hvenær var félagið Sjálfs- björg stofnað á ísafirði? Það var stofnað 29. sept. 1958. Og þið eruð auðvitað báðar stofnfélagar? Já, svarar Ingibjörg. Það var dag einn að til mín hringdi bráðókunnur maður úr Reykja vík, og spurði, hvort ég vtldi ekkj vera með að stofna félag fatlaðra á ísafirði. Maðurinn var Sigursveinn D. Krist- insson, frumkvöðull að stofnun þessara félaga. Það kom tölu- vert á mig, því að ég vissi ekki um neinn fatlaðan á ísafirði nema mig, en ég lofaði að at- huga málið. Og þegar betur var að gáð, reyndust fleiri fatlaðir en ég bjóst við. Varð svo að samkomulagi að Sigursveinn kom vestur og var á stofnfund inum. Hvað voru stofnendurnir marg ir? Þei-r voru 32. Og hve margir eru félag- arnir núna? ( Virkir félagar eru 67, en styrktarfélagar 65. Nú var til Styrktarfélag laln aðra og fatlaðra. Þið hafið t3l- ið heppilegra að stofnað væri félag, sem saman stæði ein- göngu af fötluðu fólki? 1 : Við álítum það heppilegra, að fólk, sem er fatlað, vinni sjálft að framgangi sinna mála, þVí að hver veit betur hvar skórinn kreppir en fatlaða fólkið sjálft? Auk þess starfar Styrkarfélag lamaðra og fatlaðra aðeins í Reykjavík, en deildir Sjálfs- bjargar eru nú orðnar 10 víðs vegar um landið og næst þann ig til miklu fleira fólks. Hvað um árangurinn? Árangurinn má teljast mjög góður. Aðalatriðið er, að við höfum fengið fatlað fólk til þess að koma saman, blanda geði og vinna saman. í félagi við Berkla vörn á ísafirði keyptum við svo húsið að Mjallargötu 5, flutt- um þangað vinnustofu okkar og rekum hana þar ásamt verzlun í félagj við Berklavörn. Þar hef ur fatlað fólk unnið öll störf. Þið urðuð fyrir tilfinnanlegu tjóni vegna eldsvoða í húsnæði félagsins á sl. vetri Veldur það Frh. á 10. síðu. Þing SJálfsbjargar í Hverageröi 9. ÞING Sjálfsbjargar, landssam bands fatlaðra, var haldið I Hveragerði dagana 3.-5. júní. Mættir voru 43 fulltrúar frá 10 félagsdeildum víðsvegar að af landinu Þingsetning fór fram laugar daginn 3. júní kl. 14., og var þar margt gesta auk þingfull- trúa. Formaður Sjálfsbjargar í Ámessýslu, Þórður Jóhannsson, bauð alla velkomna og fagnaði því, að eitt fámennasta félag samtakanna hefði fengið tæki færi til þess að standa fyrir þingi, og vonaðist hann til að öll störf þingsins mættu verða sem árangursríkust. Theodór A. Jónsson flutti á- varp og setti þingið. Þá var kosið í kjörbréfanefnd og fundi slitið meðan hún starfaði í fundarhléinu var kaffi fram bor ið og meðan setið var undir borðum rifjaðj Sigursveinn D. Kristinsson upp tildrögin að stofnun fyrstu Sjálfsbjargarfé- Kl. 16 var aftur gengið til dag skrár. Þingforsetar vom þá kosnir Þórður Jóhannsson og Sig ursveinn D. Kristinsson. Síðan voru fluttar skýrslur sambands stjórnar, sambandsfélaga og frá Öryrkjabandalagi íslands. Að þeim loknum fór fram kosning fastanefnda og hafði frjí Guð ný Bjarnadóttir framsögu fyrir atvinnu og félagsmálum, en Sig ursveinn D. Kristinsson fyrir tryggingamálum Urður miklar umræður og lauk fundi ekki fyrr en skömmu fyrir miðnætti. Árla næsta morgunn hófust nefndarstörf, sem stóðu fram að hádegi. Að loknum hádegisverði bauð hreppsnefnd Hveragerðis- hrepps þingfulltrúum til Þing- valla. Var ferðin mjög ánægju- leg. Um lcvöldið bauð hrepps- nefndin til kvöldverðar í Hótel Hveragerði. Þar voru mörg á- vörp flutt og sátu fulltrúar þar í góðum fagnaði fram eftir kvöldi. Á mánudagsmorgun hófust þingfundir kl 10 og voru fyrst tekjn fyrir álit nefnda. Miklar umræður urðu um þau og varð afgreiðslu þeirra ekki lokið fyrr en síðla dags. Fór þá fram stjóm arkosning og kosning fram- kvæmdaráðs. Er framkvæmdaráð þannig skipað: Theodór A. Jóns son, form. Zophanías Benedikts son, varaform., Ólöf Ríkharðs- dóttir, ritari, Eiríkur Einarsson, gjaldkeri Sigurður Guðmundsson, for- maður Sjálfsbjargar í Reykja- vík, bauð að næsta þing yrði haldið í Reykjavík. Var því tek ið með lófataki. Að lokum ávarpaði Theodór Jónsson þingfulltrúi, þakkaði það traust, sem honum hefði verið sýnt. Einnig þakkaði hann starfsmönnum þingsins störf þeirra og öllum góða fundar- setu. Síðan var 9. þingi Sjálfs bjargar slitið 24. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.