Alþýðublaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 10
Taugatruflun Frh. úr opnu. Allir fundir þeirra eru opnir almenningi. Þeim er sl'jórnað á . líkan hátt og AA-fundum, og meðlimir segja hreinskilnislega frá fyrri örðugleikum sínum, baráttu og afturbata. „Fyrst ég gat komizt yfir þetta, getið þið það líka,” er viðkvæðið. Og fólkið talar ekki út' í bláinn, heldur af persónulegri reynslu og sannfæringarkrafti. Umræð- urnar standa yfir í klukkutíma hverju sinni, og eftir á eru bornar fram veitingar. Andinn er vinsamlegur meðal fólksins, og hver um sig er feginn að geta orðið öðrum að liði. Milli hinna vikulegu funda geta með- limir haft samband hver við annan í síma ef á þarf að halda, ' því alltaf getur komið fyrir, að einhver sé „langt niðri” og þarfnist aðstoðar. Grover lítur ekki á NA-sam- tökin sem keppinauta geðlækna og sálfræðinga. En þau hafa vissa kosti fram yfir venjulegar geðlækningar eða sálkönnun. í fyrsta lagi kostar ekkert að gerast meðlimur. Margir sem hafa ekki efni á að ganga til geð- læknis langtímum saman geta komið á fundi hjá NA-samtök- unum sér að kostnaðarlausu og einatt hlotið bata þar. í öðru lagi bjóða NA-samtökin upp á styrkjandi félagsskap við aðra menn sem átt hafa við sömu örðugleika að etja, og það er nýliðum mikil hvatning að kynnast taugasjúklingum sem fengið hafa fullan bata með því að fylgja meginreglum sajjatak- anna. „Maður sem fer fil geð-1 læknis,” segir Grover, „er ekki kynntur fyrir þeim sjúklingum hans, sem hafa fengið lækningu, en þetta gerum við aftur á’ móti.” , Og kona í samtökunum segir: ! „Þegar ég fór frá geðlækninum fannst mér ég alltaf vera ein- mana og misskilin, ólík öllu öðru fólki og vonlaus. En það dásam- lega við NA-samtökin er, að í þeim er maður aldrei einn, held- ur eru kringum mann aðrir sem hafa svipuð vandamál við að stríða eða verri en maður sjálf- ur.” í þriðja lagi næst skjótari á- rangur með aðferðum NA-sam- takanna en hjá' sálkönnuðum og geðlæknum. „Við eyðum ekki tíma í að rifja upp það sem gerðist í bernsku sjúklingsins,” segir Grover. „Það er liðið, og því verður ekki breytt. Við get- um aðeins breytt okkur eins og við erum núna. Við stundum hlífðarlausa sjálfsrannsókn til að sjá hvað sé að og hvað valdi okkur ama. Eitt af því versta — og algengasta — er sjálfsmeð- aumkunin. Við veltum okkur upp úr henni. Við segjum: „Æ, aumingja ég, hvað ég á nú ann- ars bágt. Af hverju þurfti þetta endilega að koma fyrir MIG ?” Eða við erum örg út í yfirmenn okkar eða maka og aðra fjöl- skyldumeðlimi. Þegar okkur verður ljóst, að ekki þýðir að vera alltaf að kenna öðrum um ófarirnar, erum við á batavegi.” Hann gerir ráð fyrir, að 75% þeirra sem semja sig að siðum NA-manna hljóti fullan bata. Það er sama hlutfallstala og AA- samtökin segja, að hljóti lækn- ingu á áfengissýki með því að fylgjá reglum þeirra. Þrjú ár eru nokkuð stuttur tími til að dæma um endanlegan árangur, en NA-samtökin virðast hafa lijálpað mörgum, og meðlimir þeirra eru sannfærðir um, að þetta sé svarið við miklu af jafnvægisleysi og taugatruflun- um nútímans. Og eins og einn þeirra sagði: „Nú, þetta getur ekki skaðað neinn, en hins veg- ar eru miklir möguleikar á því, að það geti umbreytt lífi óham- ingjusams og örvilnaðs fólks, gefið því trú á Iífið, glaðlyndi og bjartsýni . ... og er þá ekki [ þess virði að reyna það?” Verstöðln Frh. af 5. síðu. henn er sem betur fer í eigu bæjarbúa og þeir eru líka stolt- ir af honum, sem og öðrum eignum sínum. Bæjarbúar verða ábyggilega varir við, bæði verkakonur og verkamenn, að þeir hafa mikla vinnu vegna ágætis aflabragða togaranna þeirra. Togarar Júpí- ters og Marz eru hins vegar látnir sigla með aflann á er- lendan markað, svo og flestir togarar annarra einkaútgerða. Næsti togari sem landar heima er Þorkell Máni á mánudag með um 300 tonn. Annars halda togararnir sig nú við Au.-Græn- land, en þar er fjöldi útlend- inga. Reytingur mun samt vera þar en við er búið að það standi ekki lengi, þegar mikill fjöldi skipa er á sömu bleyðunni. Pétur Axel Jónsson. Við ætlum Frh. af 5. síðu. ykkur ekki óbærilegum fjár-1 hagsörðugleikum? Já, 23. des. kviknaði í Vinnu veri og eyðilagðist allt húsið nema verzlunin. Allar vélar á vinnustofunni urðu eldinum að bráð og vörulager verzlunarinn- ar skemmdist að mestu leyti. Að sjálfsögðu var þetta mjög til finnanlegt tjón fyrir okkur ísa fjarðarbær veitti okkur nokkurn fjárhagsstyrk og við höfum all an hug á að gera við húsið hið fyrsta. svo að félagsstarfið geti haldið áfram, því að hús þetta er fjöregg félagsstarfs okkar. Hvernig aflið þið ykkur tekna? Það er fyrst og fremst á- góði af jólabazar, en síðast fengum við kr. 40 þús. í ágóða. Auk þess eigum við Bingótæki, sem við höfum leigt í vetur og haft töluverðan hagnað af. Merkjasölu, blaðasölu og fleira önnumst við svo fyrir lands- sambandið og fáum okkar sölu- laun fyrir það. Hverjar eru svo helztu fram- tíðaráætlanirnar? Það er auðvitað fyrst og fremst að endurbyggja húsið okk ar Svo munum við vissulega vinna áfram að málefnum fatl aðra eins og kraftar okkar leyfa. Ragnar G. Guðjónsson. Sjósókn Frh. af. 7. síðu. Heildarafli vertíðarbátanna var sem hér segir: Patreksfjörður: Lestir R.fj. Helga Guðm.d. .. 1123,2 54 Jón Þórðarson 1096,8 69 Þrymur 761,7 40 Þorri 748,4 38 Heiðrún ........ 426,9 29’ Dofri 332,3 36 Svanur 1 180,5 12 Tálknafjörður: Jörundur III 751,1 44 Brimnes 1 625,9 65 Sæfari 496,0 52 Freyja 160,0 20 Bíldudalur: Andri 724,3 59 Pétur Thorst.s. .. 644,2 34 Þórður Ólafss. 1. 383,2 63 Þingeyri: Sléttanes 541,6 37 Framnes 527,9 41 Fjölnir 452,6 49 Flateyri: Sóley 541,0 33 Ásgeir Torfas. 1. .. 433,2 70 Þorsteinn 1. 267,9 41 Hinrik Guðmundss. 246,1 35 Hjallanes 1 93,2 19 Suðureyri: Lestir R.fj. Sif 1 775,0 77 Ólafur Friðbertsson 615,9 33 Barði 1 506,3 70 Stefnir 1 495,7 74 Páll Jónsson 1. .. 470,3 69 Friðbert Guðm.s. 443,2 48 Vilborg 1 Bolungavík: 238,4 41 Sólrún 770,1 35 Heiðrún II. 1 .... 705,0 73 Hugrún 599,9 37 Einar Hálfdáns 1. 590,0 52 Guðm. Péturs 363,5 17 Bergrún 237,3 47 Guðrún 1 133,3 19 Húni 1 118,3 31 Sædís Hnífsdalur: 89,7 29 Mímir 532,3 54 Guðrún Guðleifsd. 487,3 26 Ásgeir Kristján .. 412,8 22 Pólstjarnan 1. ísafjörður: 371,3 67 Guðný 1 764,5 83 Guðfaj. Kristján ,. 701,2 57 Víkingur II. 1. .. 685,9 81 Ifrönn 1 587,4 78 Guðbjörg 511,8 28 Gunnhildur 1. 497,0 68 Guðrún Jónsdóttir ísafjörður: 417,2 31 Dan 404,4 45 Straumnes 375,0 51 Júlíus Geirmundss. 243,0 15 Gylfi Súðavík: 150,5 31 Svanur 559,1 55 Trausti 1 277,8 49 Tækniskóli Frh. af. 7. sfðu. verðugt heiti Þetta heiti ætti að vísa til þess, að í mörgum greinum sé um svipaða mennt un að ræða og í stærðfræðideild menntaskóla, en einnig ætti heit ið að vera þrengri merkingar en hið almenna stúdentshugtak. í reynd er það svo, að Tækni skóla íslands hafa verið falin ! fleiri verkefni en að mennta tæknifræðinga, og í haust inn- ritaðist fríður hópur kvenstúd- enta í meinatæknideild. Þær hafa nú lokið fyrra námsári sínu, en kennslan á því síðara fer fram á rannsóknastofúm heilbrigðisstofnana. Jafnframt lýkur nú í fyrsta sinn hérlendis reglubundnu kennsluári í þessum fræðum, og ég tel að vel hafi tekizt, þrátt fyrir byrjunarörðugleika. Fastráðnir kennarar við Tækni skólann voru: Helgi Gunnars- son, véltæknifræðingur, deildar stjóri véladeildar, Ólafur Jens Pétursson BA í íslenzku, dönsku og menningarsögu, og dr Þor- geir Einarsson í ensku og þýzku. Stundakennarar við Tækniskól- ann voru ekki færri en 12, þar af tveir úr hópi Tækniskóla- kennara. í undirbúningsdeild hófu 48 nemendur nám, en 7 þeirra hurfu frá áður en að miðsvetrar prófi kæmi. Það próf stóðust 32 nemendur, þar af einn utan skóla í þennan hóp bættust 6 nemendur, sem mistekizt hafði vorpróf í fyrra. Núna gengu því 38 nemendur undir vorpróf undirbúningsdeildar og 31 stóð ust það. Ágætiseinkunn fengu þrír nem endur og fyrstu einkunn 18. Hæstu meðaleinkunn 9,3 hlaut Sigurður Hörður Sigurðsson, símvirki. Hér má bæta því við, að prófin stóðust 8 nemendur á Akureyri og 3 nemendur á ísa firði. í 1. bekk settust 35 nemendur, 30 þreyttu vorpróf, þar af einn utanskóla, og 19 stóðust prófið. Einn nemandi, Þórarinn Jóns- son, vélvirki, hlaut ágætiseink- unn, 9,0, en fyrstu einkunn fengu 11 nemendur í meinatæknadeild innrituðust 20 nemendur, en 4 hurfu fljót- lega frá námi. 14 nemendur luku prófum með fullnægjandi árangri, ein á vegna veikinda ó lokið litlum hluta prófanna. Þrír nemendur fengu ágætiseink unn, þar af hlaut Anna B. Krist jánsdóttir hæstu einkunn skól- ans 9.6. Mörgum finnst vafalaust fall prósentan í skólanum há. Á því má þó finna eðlilegar skýring- ar: 1. Hér hafa ekki verið haldin inntökupróf, enda hníga að því mörg rök, að það væri ó- j réttmætt. 2. Það er eðlilegt, að fleiri reyni við námið, faeldur en í ljós kemur að valda því. 3. Nemendurnir eru flestir full- tíða iðnaðarmenn. Stofnun heimilis og margs konar ófyr irséð annríki veldur töfum á náminu. Skýringin á því, að menn falla í 1. bekk er, að veikindum undanskildum, næstum ein- göngu sú síðasttalda. Einnig er þess að geta, að vorpróf í 1. bekk var tekið úr heils árs námsefni. Öll þekkjum við marga spak lega málshætti forfeðranna. Einn segir, að ekki verði bók- vitið í askana látið. Nú er öld in önnur, því að í dag ætti málshátturinn að vera: Enginn fjárfesting er bókvitinu arðbær ari. Þessi nýi málsháttur bygg ir meira að segja á umfangs miklum hagfræðilegum athug- unum. Til þess samt að milda dóm okkar yfir gömlum máls háttasmið þurfum við ekki ann að en að hugleiða eðlisbreyt- ingar á bóklégum fræðum und-, anfarna áratugi. Það er þess vegna fullvíst, að þekkingaröflun ykkar á eftir að koma ykkur sjálfum og þjóðfélaginu sem heild að gagni — líka nám ykkar, sem ekki komið öllum einkunnun- um upp í tilskilið lágmark. Um framtíð skólans okkar get ég lítið sagt ykkur ákveðið. Þegar fyrir næsta skólaár vant ar okkur mikið húsnæði og marga kennara. í dag gerum við samt ráð fyrir þvi að taka að minnsta kosti 48 nemendur í undirbún- ingsdeild og halda áfram með alla, sem núna fengu fram- haldseinkunn. Ennfremur má gera ráð fyrir, að meinatækni deildin haldi áfram. Rætt er um að tengja 2ja ára raftækni nám Tækniskólanum, en það er óákveðið. Ef að ráði yrði að stefna taf arlaust að fullmenntun bygg- ingatæknifræðinga hér heima þá ýrði fyrsti árgangurinn út- skrifaður í Tækniskóla íslands 1970, og hann yrði skipaður ykkur byggingamönnum, sem nú tókuð vorpróf í 1. bekk. Það væri eðlileg þróun að byrja með fullkomna bygginga- deild. Næst ætti véladeild að verða í röðinni, og þar næst rafmagnsdeild o. s. frv Ég veit mig mæla fyrir munn okkar allra, þegar ég óska Tækniskóla íslands viðgarigs og velfarnaðar, þjóðinni til ómet- anlegra hagsbóta, og við mun- um leggja okkar skerf til þess að svo verði. nýtt&betra VEGA KORT 10 24. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.