Alþýðublaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 8
AD SIGRASI 11 NA-samtökin hafa náð athyglisverð „Ég þjáðist af sjúklegu þung- lyndi. Ég gat ekki notið lífsins, því að ég var alltaf miður mín. En nú er ég eins og annar mað- ur. Ég hef ekki fundið til von- leysis í langan tíma, og ég er í fyrsta sinn á ævinni raunveru- lega hamingjusamur. Ég er full- ur af lífskrafti og lífsgleði, og það er dásamleg tilfinning, dá- samlegri en ég get lýst með nokkrum orðum.” Sá sem talar heitir Grover. Það er skírnarnafnið hans, en ættarnafni sínu heldur hann leyndu samkvæmt reglum félags- skapar síns. Hann er stofnandi NA eða Neurotics Anonymous, félags sem hefur AA-samtökin (Alcoholics Anonymous) að fyr- irmynd. Grover er fyrrverandi tauga- sjúklingur sem fengið hefur fullan bata með því að fylgja reglum þeim er AA-menn hafa í heiðri. Og það er hugsjón hans að komast' í samband við aðra taugasjúklinga eða tauga- veiklað og óhamingjusamt fólk og hjálpa því til að öðlast eða endurheimta trú á lífið. Hann átti erfiða bernsku og uppvaxtarár og þjáðist af asma er stafaði af sálrænum orsökum. Hann gekk til geðlæknis tvisv- ar í viku um árabil án þess að hljóta lækningu. Fimm sinnum reyndi hann að fremja sjálfs- morð. Loks fór hann að drekka. En það varð honum til gæfu á þann hátt, að sem drykkjusjúkl- ingur komst hann í samband við FORLÖGIN EÐA NAFNBREYTINGIN? Gerry Dorsey voru aSBar dyr lokaðar, en Esgeibert Hurperdinck hreppti hnossið 3 MAÐUR skyldi ekki ætla^ . að. nafnið Engelbert Humperdinck væri heppilegt fyrir poppsöngv- ara á uppleið. Myndi e.kki hver vitiborinn umboðsmaður byrja á að breyta því í eitthvað stutt og þægilegt, eitthvað er hægt er að bera fram og muna? Eins og til dæmis . . Gerry Dorsey? Ónei. Engelbert Humperdinck heitir nefnilega réttu nafni Gerry Dorsey. Og undir því nafni ætlaði hann að syngja og verða frægur. En það gekk ekki. Aumingja Gerry komst aldrei langt. Hann vann keppni og fékk fyrir náð að syngja inn á plötur sem vöktu enga athygli, svo komst hann að stöku sinn- um á skemmtistöðum. En þá veiktist hann og varð að liggja á spítala í nokkra mánuði. Þar með var draumurinn á enda. Þegar hann ætlaði að byrja aft- ur að syngja, var hann gersam- lega gleymdur og fékk engin frekari tækifæri. Hann komst að þeirri niður- stöðu, að sér væri eins gott að gefast upp, og hann giftist kær- ustunni sinni, og þau eignuðust son og dóttur. En Patricia, kon- an hans, vildi endilega, að hann reyndi enn einu sinni, og vinur hans og umboðsmaður, Gordon Mills, fékk þessa snilldarhug- mynd að breyta nafninu í hvorki meira né minna en Engelbert Humperdinck. Og allt í einu virtust allir vegir færir. Hann fékk ágætan samning við gamla plötufélagið sitt sem hafði ekki hugmynd um, að þetta væri Gerry Dorsey. Og plöturnar hans vöktu feiknalega hrifningu, sú þriðja í röðinni var efst á vin- sældalistanum í Bretlandi vikum saman, og nú streyma tilboðin að honum úr öllum áttum. Samt er Gerry eða Engelbert alls ekki eins og nýtízku popp- söngvarar eru taldir eiga að vera. Hann er hár og sólbrúnn og snyrtilegur, laglegur og vel greiddur, auk þess kvæntur og tveggja barna faðir. En það virð- ist ekki skipta neinu máli. Vin- sældir hans eru með fádæmum. Hann fæddist í Indlandi og ólst upp í Englandi með sjö systrum sínum og tveimur bræðrum. Hann ákvað að verða söngvari strax og hann hætti í skóla. En það tök nokkuð lang- an tíma að ná því marki. Hann segist vera forlagatrúar. „Ég hef hugsað og brotið heil- ann um þetta”, segir hann, ,,og ég held, að það hljóti að hafa verið fyrirfram ákveðið allt sam- an. Ég átti bara ekki að vinna sigur of snemma. Og allt í einu snerust örlögin mér í vil.” AA-samtökin og læknaðist ekki aðeins af áfengisnautn sinni, heldur einnig taugaveikluninni. Þetta varð til þess, að hann réðst í að stofna áþekk samtök til hjálpar taugasjúklingum eða fólki sem þjáist af taugatrufl- unum, tilfinningalegu jafnvægis- leysi, sjálfsmeðaumkun, sjálfs- hatri eða sjálfseyðingarhvöt. „Mér fannst aðferðir AA- manna alls ekki þurfa að ein- skorðast við drykkjusjúklinga,” segir hann. „Sjálfur hafði ég þjáðst af taugabilun eða tauga- truflunum löngu áður en ég fór að bragða áfengi, og AA-aðferð- irnar læknuðu einmitt þessa undirrót drykkjuhneig'ðarinnar sem síðar gerði vart við sig hjá mér. Drykkjusýkin var aðeins sjúkdómseinkenni og hvarf af sjálfu sér þegar taugahnúturinn var leystur. Og úr því að AA- aðferðirnar gátu læknað tauga- truflanir mínar, ættu þær að verka jafnt á taugasjúklinga sem ekki drekka.” Ethel var fyrsti taugasjúkling- urinn sem Grover komst í sam- band við. Hún drakk ekki á- fengi, en hún þjáðist af sífelld- um ótta, áhyggjum og þung- lyndi og fannst hún ekki geta ráðið neitt við líf sitt. „Ég er alveg örvilnuð,” sagði hún Grov- er. „Ég er að hugsa um að fara frá manninum mínum, leggja á flótta eða fremja sjálfsmorð. Allt fer í taugarnar á mér — maðurinn minn, starfið sem ég gegni, bókstaflega allt. Ég hef 3 24. júní 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.