Alþýðublaðið - 24.06.1967, Side 15

Alþýðublaðið - 24.06.1967, Side 15
Þotan Framhaid af 1. síðu afhent 26. júní, Framleiðslan í verksmiðjum Boeing og sömuleið- is framleiðsla hinna ýmsu verk- smiðja sem framleiða hluti til þotunnar hefur þó gengið betur en ráð var fyrir gert og þotan var afhent Flugfélagi íslands - Seattle í gaer. Jóhann Gíslason deildarstjóri Flugdeildar tók á rhóti flugvélinni fyrir hönd Flug- félags íslands. Þjálfun starfsmanna Allt síðastliðið ár hefur undir- búningur undir komu þessarar nýju flugvélar og undir flug henn ar á áætlunarleiðum Flugfélags- in.s á milli landa staðið yfir. Fjöl margir , starfsmenn, vélamenn, flugmenn, flugfrcyjur og flugvél stjórar hafa stundað nám á skóla Boeing verksmiðjanna í Seattle og ennfremur hafa verið haldin mörg námskeið hér heima í kennslustofu Flugfélagsins á Reykjavíkurflugvelli. Segja- má, að mikill meirihluti starfsfólks Flugfélagsins hafi verið á lengri eða skemmrj námskeiðum af SVEBNN H. VALDIMAHSSON hæstaréttarlögmaður. Sölvhólsgata 4 (Sambandshús 3. hæð). Símar: 23338 — 12343 þessu tilefni Til þess að raska sem minnst starfsemi félagsins, var ákveðið að skipta starfsfólki niður í námshópa. Þannig fóru flugvirkjar til náms vestur til Seattle í þrem hópum, alls 20 manns, flugvélstjórar í tveim hóp um og sömuleiðis flugmenn. 12 flugmenn ljúka prófi á þotuna og sex flugvélstjórar, Nokkrir þeirra koma heim í næstu viku. Undir- búningur hefur meðal annars ver ið í því fólginn að kenna af- gi'eiðslumönnum, flugumsjónar- mönnum og hlaðmönnum, og í því skyni hefur yfirmaður flug- umsjónar heimsótt allar stöðvar félagsins erlendis, sem þotan flýgur til. í dag kemur svo þotan til ís- lands. Samkvæmt skilyrði fyrir ríkisábyrgð er ríkisstjórn íslands setti. mun þotan verða gerð út frá Keflavíkurflugvelli. Henni er bó leyfilegt að lenda í Reykjavík til viðhalds og sömuleiðis ef Keflavíkurflugvöllur er lokaður. Sömuleiðis mun fyrsta lending þotunnar á íslandi verða á Reykjavíkurflugvellt Hún leggur af stað frá Seattle 23. júní, flýg- ur í einum áfanga til Syðri- Straumfjarðar á Grænlandi og þaðan til Reykjavíkur. Á heim- fluginu verður Jóhannes R. Snorrason flugstjóri, Ásgeir Magn ússon flugvélstjóri, Gunnar Berg Björnsson flugmaður. Þess er vænzt að hægt verði að sýna gestum þotuna, að mót- tökuathöfn lokinni, en ekki er víst að því verði við komið, þar sem mikið af varahlutum verður um borð. Straumsvík Framhald af bls. 3. Lögðu Halldór H. Jónsson og Ragnar Halldórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri fyrirtækisins, áherzlu á nauðsyn þess, að vel tækist til um val þessara manna, enda má segja, að öll framleiðslan byggist á þeim að nokkru leyti. í erindi, sem Ragnar Halldórs- son flutti um ál, kom fram, að ársnotkun áls er í dag um 1,8 kg á hvern jarðarbúa, en ákaflega misskipt. Hún er t.d. 19 kg á mann í Bandaríkjunum, 10 kg í Sviss, Kanada, Vestur-Þýzkalandi og Bretlandi, 8 kg á Norðurlönd- um, en annars staðar minni, t.d. 3,5-4 kg á íslandi. Benti hann á, að markaður fyrir ól væri stöð- ugt vaxandi og mundi ársþörfin aukast um milljónir tonna í fram tíðinni. Á, mynd, sem fylgir með frá- sögn þessari sést yfir álbræðslu- sal, þar sem rafkerin eru til beggja handa, en í þeim er svo- kallað áloxýð leyst upp í kríó- líti. Spennan í þeim er 4 volt og straumurinn 110.000 amper. Vegna mótstöðu í kerinu verður hitastigið um 950 gráður, og því fellur álið út fljótandi. Siðan er áloxýð bætt ofan á kerin með 'hæfilegu millibili og fæst þá fram samfelld álvinnsla. Landhelgisdómur Framhald af bls. 3. þús. kr. sekt, afli og veiffar- færi gerð upptæk, auk þess að greiffa sakarkostnaff. Ás- geir Gislason, skipstjóri viff urkenndi ekki brotiff, taldi að ratsjá skipsins hefffi ver ið í ólagi og áfrýjaði dómn lun. Bretar í Aden Aden (NTB-REUTER). — Á fimmtudag höfðu Bretar náff valdi á öllum leiffum, sem liggja aff bæjarhlutanum Crater í Aden. Undanfarna tvo daga hafa ara- biskir þjóðernissinnar veitt Bret- um harða mótstöðu, en brezk hern aðaryfirvöld eru í vafa um, hvort þaff hafi nokkra þýðingu að á- byrgjast öryggi þessa bæjarhluta frekar. ■» í Crater hafa Arabarnir búið um sig í götuvígjum, sem þeir hafa hróflað upp úr ýmis konar efni. Liðsforingi nokkur brezkur sagði, að taka bæjarhlutans myndi valda gífurlegu blóðbaði, þar sem nauðsynlegt mundi vera að beita stcrskotali'ði, en það mundi hafa miklar stjórnmálalegar afleiðing- ar Auk þess mund; manntjón Breta, að öllum líkindum verða meira en Araba Johnson Frh. af 2. síðu. inn á morgun, sunnudag, kl. 17.30 eftir ísl. tíma. Báðir voru mjög ánægðir með fundinn og sagði Johnson, að meðal annarra mála, sem þeir hefðu rætt væru deila Araba og ísraelsmanna, styrjöldin í Víet- nam og þann við kjarnorkuvopn- um, sem þeir teldu báðir brýna nauðsyn að koma á Frá Farfugla- deild Rvíkur Um þessa helgi efna Farfuglar til sinnar árlegu Jónsmessuferð- ar „Út í bláinn“. Ferðinni er þannig hagað, að þátttakendum er ókunnugt um hvert ferðinnt er heitið fyr en komið er á ákvörð- unarstað Að venju verður farið á einhvern fagran stað, og gefst þátttakendum kostur á stuttum gönguferðum, og leikjum ýmis- konar. Athygli skal vakin á breitt um skrifstofutima. Eftirleiðis verður skrifstofan opin alla virka daga frá kl. 3 til 7 nema á laug- ardögum, einnig verður opið milli kl. 8,30 og 10 á föstudags- kvöldum. Á skrifstofunni verða veittar allar upplýsingar um starfsemi félagsins. Sími 24950. VID erum ekki hlutlausir! Kynnizt baráttumálum samtíðarinnar. Fylgizt með starfi og stefnu Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn hefur Iykilaðstöðu í stjórnmálunum. Hann starfar af ábyrgð — og nær árangri. Kaupið og lesið ALÞÝÐUBLAÐIÐ júní 1967 - ALÞÝÐU8LAÐI0 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.