Alþýðublaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 1
SKELFINGU LOSIINN Hann lá grafkyrr og beið dauðans... Smásaga eftir C. B. Cilford Þetta var góður dagur. Lækn- ar í smáborgum og lyfsalar þar Qiöfðu mikið að gera og eins var með Paul Santin, sem var sölu- maður fyrir lyfj averksmiðjur. En Iþetta hafði einnig verið lang ur og erfiður dagur og klukk. an var að ganga tólf. Santin ók íhratt á veginum. Hann vildi komast heim fyrir mlðnætti. Hann var þreyttur og syfjað- ur og átti í harðri baráttu við sjálfan sig svo að hann sofnaði ekki. Samt dottaði liann ekki. Hann hafði fullkomna stjórn á hifreiðinni. Hann vissi, lvvað hann var að gera. Hann ók frarn úr fáeinum öðr um bifreiðum. Nú virtist enginn vera á veginum. Hann hafði val- ið þessa leið með það í huga. Lítil umferð. Þannig var það líka, svo til engin bifreið á veginum — þang að til að hann sá hinn bílinn. Hann sá hann fyrst í mynd íjósa, sem Ibirtust fyrir horn mílufjórðung frá. Ljósin voru mjög áberandi björt og ökumað- urinn beindi þeim ekki niður á við. Santin bölvaði ökumannin- Uni. Hann beindi sínum ljósum niður á við, en ihonum var ekki svarað í sömu mynt. Hann bölv- aði aftur og hækkaði ljósin eins og Ivann gat. En lvann skildi ekki hættuna, sem gat hlotizt af þessu. Hann vissi að hinn bíllinn þaut til móts við hann á mikl- um Ivraða. Alltof miklum hraða fyrir svona veg. Ósjálfrátt dró hann úr hraðanum og einbeitti sér að því að vera réttu megin á veginum og líta ekki beint í Ijósin, sem nálguðust sífellt. Það var of seint, þegar honum skildist, að hinn bíllinn ók á miðjum veginum. Hann varð að taka ákvörðun alltof snöggt. Hvort átti hann að aka beint áfram, flauta og treysta því, að hinn bíllinn viki til hliðar eða aka út af og treysta því að hann slyppi ómeiddur? Hann valdi síðari kostinn, en ekki nægilega snemma. Hann sá að hinn bíllinn myndi ekki víkja eift fet og beygði til hægri. Höggið lenti á vinstra bretti og Bvjóli. Bifreiðin lvans rann aftur á bak í stað þess að renna á- fram. Svo virtist allur bíllinn missa jafnvægið. Hann valt unv, hentist út í bláinn og Santin datt út úr bílnum einnvitt á fluginu. Hann hvorki sá né heyrði, þegar bíllinn féll til jarðar. Hann fann ekkert nema lvvernig líkami hans lenti á steinunum, sem líktust múrvegg, svo rann ilvann niður gil, þakið smástein- um og leðju. Á eftir lá hann kyrr eins og heimurinn umhverf is hann. Fyrst fann hann ekki til. Á- fallið lamaði hann. En hann vissi að hann var lifandi. Hann vissi, að hann var ekki meðvit- undarlaus. Hann vissi líka ein- 'hvern veginn, að hann var brot inn og það blæddi úr honum. Blindandi birta ljósanna var horfin. Hann lá á bakinu innan um illgresið. Yfir höfði hans voru stjörnumar og máni í fyll. ingu. Honum fannst þau nær en nokkru sinni fyrr. Ef til vill var það þessi sjónvilla sem gerði honum fyrst skiljanlegt, að hann var að deyja. Hann var alls ekki reiður. Hánn mundi eftir reiði sinni rétt fyrir áreksturinn, en nú var hún aðeins fjarlæg og óraun-Jjj veruleg. Aftur hugleiddi hann dauðann. Þeir, sem eiga að deyja, hugsa ekki um aðra. Þeir hugsa aðeins um sjáifa sig. Þá Iheyrði hann raddirnar. Hann komst aftur í tengsl við umheiminn. Það hafði verið fólk í'hinum bílnum. Hann hugsaði um þau rólega, án reiði, án sam- úðar. En hann hlustaði með at- hygli á raddir þeirra. — Hann er ekki hér. Karl- mannsrödd, unglingsleg. Hinn bíllinn hafði lent í á- rekstrinunv líka. Hann hafði numið staðar. Kannski hafði ökumaðurinn numið staðar án þess að neyðast til þess. Hvaða ástæður voru fj'rir því, að þetta fólk hafði farið út úr bílnum sínum og gengið að bílnum hans til að leita að honum? Til að hjálpa honum? Fyrsta jtilfinning hans var að hrópa til þeirra og segja þeim, hvar hann iá. Þau höfðu lagt allan veginn undir sig, en nú iðruðust þau og vildu hjálpa honum. Svo birt ist önnur tilfinning í huga hans og yfirgnæfði þá fyrri. Voru þau vinsamleg? Skyndilega var hann skelfingu lostinn. Hann vissi ekki hvers vegna. — Vijla ekki allir hjálpa slösuðum? Vilja ekki allir gera það? — Hann hefur dottið úr bíln- pm, þetta var stúikurödd. Hrædd. I, — Ég býst við því. Hvað ger- um við nú? Sama karlmanns- röddin. Þau voru þá aðeins tvö. — Við leitum að honum, sagði stúlkan. ( Smá hik. — Hvers vegna? Annað hik. — Viltu ekki vita, hvað varð um hann . . . eða hana? — Ég veit það ekki. KarL mannsröddin skalf. — Ég véitJ það ekki ... , Framhald á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.