Alþýðublaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 11
Skelfingu lostinn. — Ég fæ það. Hvaða rnáli skiptir það. — Ertu vitlaus, Vince? Þeir sjá blóðið. Og þá grunar kann- ske eitthvað. Þeir igeta flokkað blóð eftir blóðflokkum og sagt úr hverjum það kemur. Vonarglæta og Santin þorði að opna augun aftur. Drengurinn stóð yfir ihonum í þann veginn að ráðast á hann aftur, en nú hikaði hann. — Ég veit, hvað ég geri, sagði hann ioks. Hann fór, hvarf úr augsýn Santins. En Santin heyrði hann ganga um skóginn. Og svo hróp lians. — Komdu og hjálpaðu mér að lyfta þessu, Arlene. Meira fótaspark. Stúlkan að fa>ra til drengsins. Og æst rödd ihans. — Hentist hann ekki út úr ibílnum eða hvað? Þá lenti ihann með Ihaus- inn á þessum. Við breytum dá- lítið legu skrokksins. Komdu og lyftu þessu með mér. Fó.tatakið nálgaðist aftur og Santin skimaði um. Hann sá þau. Þau komu saman til hans með bogin bök og strengda Vöðva. Milli sín báru þau flat- an hlut, sem virtist afar þung- ur. Hann veinaði ekki núna. Hann 'gat það ekki. Jafnvel talfæri hans voru lömuð. En ihann gat liorft á þau. Þau gengu hægt og með erfiðismunum. Þau námu staðar við hlið hans og stór, flatur hluturinn, sem þau héldu á, skyggði á himininn. Á síðakta augnablikinu, sem hann lifði fann hann eitthvað. Mikil ró kom yfir hann. Ég átti hvort eð er að deyja, hugsaði hann. Þet.ta er fljótlegra, kann- ske betra. En það er líka morð. Hann bað. Undarlegrar bæn- ar Hann bað guð um að senda góðan lögreglumann á staðinn. t — o — Vanneck lögregluforingi hj'á Götulögreglunni var góður lög- reglumaður. Hann skoðaði hjói- barðaförin á veginum. Það var erfitt að greina þau á dökku imalbikinu og hann var ekki viss. Hann vissi samt heldur meira eftir að hann liafði virt fyrir sér unglingana, sem stóðu við bíl hans og horfðu á hann s'tarfa. Drengurinn, sem nefnd- ist Vince og stúlkan, sem kölluð var Arlene. Þau líktust flestum öðrum unglingum, sem ienda í slysi, en þau voru einnig gjör- ólík þeim. Og efitir því sem birti betur, hélit hann leitinni ákafar áfram. Hann fann meira en hann Ihafði búizt við. Líkið hafði ver- ið fært til og það hafði verið gengið mikið á slysstaðnum. En hann fann sönnunargögnin samt. Þau lágu í augum uppi. Hann klifraði upp úr gilinu og gekk itil stúlkunnar og drengs- . ins. Þau hlutu að hafa séð eitt- hvað ógnvekjandi í andliti hans, því að drengurinn spurði tauga- óstyrkur: — Hvað er að, lög- regluforingi? — Allir steinar hafa tvær hlið ar, sagði Vanneck lögreglufor- ingi. — Yfirborði hreinþvegið ið af regninu. Sú ihliðin, sem nið ur snýr er óhrein af snertingu við moldina. Segðu mér nú, góði minn, hvernig á því stendur að hr. Santin féll þannig út úr bíln um að höfuð hans lamdist við neðri hliðina á steininum þeim arna? IT-FERÐIR FERÐASKRIFSTOFU RÍKISINS: í IT-ferðum kaupir viðskiptavinurinn flugfar, gistingu og jafnvel fleira í einum pakka hjá ferðaskrifstofunni. IT-ferðimar verða með þessu mun ódýrari heldur en óskipulögð ferðalög Sem dæmi viljum við nefna nokkrar af hinum fjölbreyttu og hagkvæmu IT- ferðum, sem við bjóðum yður í ár; Glasgow: 7 daga ferð, gistingar, morgunverður og kynnisferð um hálendi Skotlands innifalið, kr. 6.350.00. London: 8 daga ferð, gistingar, morgunverður og kynnisferð um London innifalin, kr. 7.950.00. Kaupmannah.: Amsterdam: London: 14 daga ferð, gistingar og morgunverður innifalin, kr. 10.660.00. Danmörk England: 12 daga ferð, gistingar, morgunverður og skoðunar- ferð innifalin. kr. 9.920.00. Róm París London: 17 daga ferð, gistingar og morgunverður innifalinn, kr. 14.700.00. , í utanlandsferðabæklingi okkar cru nánari upplýsingar um allar ÍT-ferðir skrifstofunnar á- samt verðum Einnig eru í bæklingnum nákvæmar upplýsingar um hinar þekktu ferð- ir prestsins í Tjæreborg, sem Ferðaskrifstofa ríkisins hefur einkaumboð fyrir á íslandi. Komið, skrifið eða hringið og við munum senda yður eintak. Berið saman verð og gæði, áður en þér ákveðið ferðalagið. i§ÉÉ|? ferðaskrifstofa RÍKISINS Lækjargötu 3, sími 11540. Hann gleymdi að fá sér P Ó L A R rafgeymi, áður en hann fór í sumarleyfið. REYKVÍKINGAR — FERÐAFÓLK Hringferb um Þjórsárdal Á einum degi gefst yður tækifæri til að ferð- ast um eitt af fegurstu héruðum landsins, að skoða minjar sögunnar, og sjá með eigin aug- um hluta framkvæmda við stærsta mannvirki landsins. í hringferðum okkar frá Reykjavík um Þjórs- árdal er m. a. komið við eftirtöldum stöðum: Skálholti, Stöng, Gjánni, Hjálp. Við Búrfell er að rísa stærsta mannvirki, sem þjóðin hefir færzt í fang að reisa. Af Sámstaðamúla sést vel yfir hluta framkvæmdasvæðisins. í fylgd með kunnugum farastjóra eigið þér kost á óvenju fróðlegri, þægilegri og ódýrri ferð. — Farið frá B.S.Í., Umferðarmiðstöðinni, gjla sunnudaga kl. 10. alla miðvikudaga kl. 9. Komið aftur að kvöldi. Upplýsingar gefur B.S.Í., sími 22300. L ANDLEIÐIR HF. MUNID H.A. B. 11. ágúst 1967 - HELGARBLAÐIÐ U,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.