Alþýðublaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 10
Það er auðvelf að faka góðar myndir — með sidlfvirkri Insfamafic myndavél.
Insfamafic vél fer lífið fyrir, og hana er létf að hafa með sér hverf sem er. —
Kodak filmuhylkjunum getið þér smeilt í vélina hvar sem er á augabragði, og
fekið myndir af atburðum sumarsins — góðar myndir — Kodak myndir.
Ur. 877.00
kr. 1150.00
kr. 1500.00
Kodak
Instamatic 104
^ Kodak
Instamatic 204
Kodak
Instamatic 224
Smellið hylkinu i vélino.... fe$ti8 flashkubbinn..
09 takið fjórar flashmyndir án þess að skipta um peru.
HANS PETERSENi
SKELFINGU
LOSTINN
ina. Samt elskaði stúlkan hann.
Qg hún stóð með honum vegna
þess, að hún elskaði hann.
— Allt í lagi, Vince, heyrði
hann hana segja að lokum.
Og sarnt gat Santin ekkert
gert nema legið grafkyrr. Hann
vissi að hann yrði laminn og
barður í hel. Myrtur vitandi vits
með köldu tolóði til að vernda
veiklyndan, grimman ungling.
Hann hafði ekki óttast hinn
dauðann. Hann óttaðist þennan.
Þessi dauði var óhugnanlegur.
— Nei! hrópaði hann eins
hátt og hann gat. — Nei!
Óp hans sleit faðmlög þeirra.
Ljósgeisli vasaljóssins féll aft-
ur á andlit hans. Santin hafði
verið stoitur fyrr, nú var hann
það ekki lengur. Hann leit und-
an til að sýna þeim ekki skelf-
inguna, sem lýsti úr augum
hans.
— Heldurðu, að þú getir það,
Vince? spurði stúlkan. Rödd
hennar var róleg. Nú var hún
sannfærð um réttmæti verknað-
arins og þá var hún sterkari að-
ilinn.
— Ég veit það ekki, sagði
hann. — Ég verð.
Santin sá hann nálgast og lok
aði augunum.
— Bíddu, heyrði hann stúlk-
una segja líkt og úr mikilh fjar-
lægð. Lif hans viiitist fjara út
að baki rauðrar móðu sársauk-
ans og rödd stúlkunnar órafjar.
læg-
— Hvað er að?
— Færðu ekki blóð á þig?
— Ég veit það ekki.
- Gáðu.
Framh. á næstu síðu.
20 ára reynsla í ferðamálum
Það er tiltölulega nýverið, sem
íslendingar hafa lært að not-
færa sér þá þjónustu, sem ferða
skrjfstofurnar hafa upp á að
bjóða.
Ragna Samúelson hjá Ferða-
skrifstofu ríkisins hefur mikla
reynslu í ferðamálum, því að
hún hefur unnið hjá Ferðaskrif-
stofunni í tuttugu ár eða allt
frá að Ferðaskrifstofan tók aft-
ur til starfa eftir Heimsstyrj-
öldina síðari.
Hún sagði okkur, að þróunin í
ferðamálum hafi verið gífurlega
mikil einmitt á þessum árum. Nú
streyma fslendingar unnvörpum
til útlanda en áður fyrr skipu-
Iagði Ferðaskrifstofan mest ferð
ir innanlands. Þá voru það ekki
síður íslendingar en útlendingar,
sem notfærðu sér skipulagðar
| hópferðir innanlands.
| í dag ferðast íslendingar mest
| í eigin farartækjum eða taka
sér sjálfk- far með skipum, flug
vélum og áætlunarvögnum.
Erlendir ferðamenn notfæra
sér innanlandsferðir Ferðaskrif-
stofu ríkisins þeim mun betur
enda hafa verið skipnlagðar
mjög margar hópferðir um allt
landið, bæði skemmri og lengri.
Ferðaskrifstofa ríkisins hefur
samstarf við fjölmargar erlend-
ar ferðaskrifstofur og hingað
koma ferðamennirnir á vegum
Ii4U‘:'fw ii- '
Ferðaskrifstofunnar sjóleiðis eða
loftleiðis.
Sumir dveljast hér aðeins dag
langt og skoða þá gjarnan Gull-
foss, Geysi og Krísuvík en aðr-
ir dveljast hér í nokkra daga og
fara þá ýmist í einstaklingsferð-
ir eða í skipulögðum hópum
undir stjórn fararstjóra.
Ragna sagði okkur, að IT-ferðt
irnar svonefndu væru afar vin-
sælar. Hún sagðl einnig, að fólk
nú í dag notfærði sér í æ vax-
andi mæli þá þjónustu, sem ferða
skrifstofurnar hafa upp á að
bjóða enda er mun ódýrara bæði
fyrir hópferðir og einstaklinga
að ferðast þannig.
Það var lengi álit manna, að
dýrara væri að ferðast á vegum
um ferðaskrifstofu en sjálfs síns
liðs. Eitthvað fannst mönnum þeir
eiga að greiða fyrir fyrirhöfnina
við að útvega hótelgistingu og far
seðla. Það er rangt, Ferðaskrif-
stofurnar fá greiðslu sína í
mynd umboðslauna frá hótelum
og flugfélögum og þar sem þær
kaupa hlutina í stærri stil en
aðrir komast ferðaskrifstofurnar
að hagstæðari kjörum en nokkur
einstaklingur gæti.
Ragna var á sama máli og
flestir ferðaskrifstofumenn, að
Spánarferðir séu mjög vinsælar.
íslendingar hafa alltaf verið sól
dýrkendur.
------ Okkur langaði til að vita,
hver væri næst mest sótta ferð
hjá Ferðaskrifstofu rikisins og
var sagt, að íslendingar
hefðu ekki enn gleymt Kaup-
mannahöfn. í dag koma þeir
samt við í London í leiðinni.
Sjálfsagt til fatakaupa.
Ragna kveður það gjörólíkt
að taka á móti ferðamönnum nó
eða fyrir tuttugu árum Farar-
tækin, vegimir, hótelin og mat-
urinn, aðbúnaður alluir og þjón-
usta. Það fer líka sífellt fækk-
andi kvörtunum, sem berast frá
erlendum ferðamönnum á ís-
landi.
Og hver ætti að vera betur
fær að dæma um það, en ein-
mitt Ragna Samúelson eftir
tuttugu ára starf við ferðamál?
*