Alþýðublaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 12
Svona búa menn á Hótel Sögu Þegar menn koma á Hótel Sögu tekur dyravörðurtnn þeim opnum örmum, býður gesti vel- tornna og hugsar um farangur inanna ( á því hefur verið mik- ill skortur í Reykjavík) Svo tek nr afgreiðslustúlkan við, ritar nafn mannsins í gestabók og sendir hann í einstaklega þægi- legri lyftu upp á fimmtu eða Bjöttu hæð, þar sem gestaher- toergin eru. Anddyri Hótel Sögu er bæði vistlegt og gagnlegt. Þar er úti- toú Búnaðarbankans, afgreiðsla Fiugfélags íslands, blaða- og sæl gætissala, minjagripasala og tolómabúð svo nokkuð sé nefnt. Þeir á Hótel Sögu hugsa mik- ið um líkamlega velferð og út- lit gesta sinna. í kjallara liótels- ins er hárgreiðslustofa, nudd- stofa, finnskt bað og rakara- stofa. Ég skil ekki, að gestirnir þurfj að kvarta. (Ef menn halda ofar með lyft- unni koma þeir fyrst inn á einn bar hótelsins, Astrabar og geta litið þar á stjörnur á veggnum áður en þeir halda inn á „Grill- ið“, borða góðan mat og horfa yfir borgina. í Súlnasal hótelsins leikur góð danshljómsveit fyrir dansi, svo að gestir geta fengið sér snún- ing eftir matinn, ef að þeir eru nægilega fljótir til. Súlnasalur- inn er afar vinsæll skemmtistað- ur og oftast erfitt að fá inn- gang þar. Ég hef borðað á Hótel Sögu og mæli sérstaklega með alls- konar sjávarréttum svo og ein- hverri beztu brauðsneið, sem ég hef nokkru sinni bragðað, nefni- lega kjúklingi með beikoni, sveppum og fleira. En það er ekki maturinn þó góður sé, sem mest vekur at- hygli gesta á Hótel Sögu heldur gífurlegur fjöldi baranna þar. Þeir eru livorki meira né minna en fimm. Mímisbar, Astrabar, Átthagasalur og tveir barir í Súlnasal. Gestir á Hótel Sögu þurfa ekki að kvarta undan því, að þeir hafi farið þaðan þurr- brjósta. Svona er á Hótel Holt Anddyrið á Hótel Ilolt er ein- staklega fallegt og listrænt, enda er Þorvaldur Guomundsson eig- andi hótelsins. Hvert einasta gólf er teppa- lagt, baðherbergin flísalögð og falleg málverk á hverjum vegg. í anddyrinu eru þægilegir stól ar og borð og allt gert til að gestum líði sem bezt. Hóteleig- andinn gengur líka um og lítur eftir velferð gesta sinna. Herbergin eru rúmgóð og vel búin húsgögnum, sími og útvarp í hverju herbergi svo ekki sé nú minnst á baðherbergin, sem ég vék hér að áður. Matsalurinn á Hótel Holt ætti að vera landsfrægur, ef hann er ekki orðinn það nú þegar. Hvergi annarsstaðar í Reykja- vík er hægt að fá rétti þá, sem eru á boðstólum þar. Þetr bjóða upp á gravlaks, sænskan rétt, sem upplagt er að borða sem forrétt og nauðsynlegt að bragða að minnsta kosti ár- lega. Síldarréttirnir eru af- ibragð. Grillsteikta lambalærið á Hótel Ilolt á ég engin orð ýfir og hvergi annars staðar fær íslend ingur himneskan dryk.k. sem riefnist „Irish Coffe" í stað kaffj og koníaks. Hótelið er einstaklega friðsælt og kyrrlátt og þjónustan góð. Ekki aðeins í herbergjum gest- anna heldur og í matsalnum, þar sem iþjónarnir snúast óvenju mikið kringum gestina og eru sífellt reiðubúnir til að leysa úr hvers manns vanda. Og vandamálin eru mörg eins og allir vita á stóru heimili eins og því, sem Þorvaldur Guð- mundsson rekur á Hótel Holt. Þar eru allir eins og hejma hjá sér og hugsað um gesti eftlr því. Þegar ég var að alast upp, var Hótel Borg eina veitingahús Reykjavíkur. Þau hafa sprottið upp eins og gorkúlur á mykju- fiaug síðan. Nýtízku hótel með nýtízkubrag_ Samt er Hótel Borg aUtaf BORG í hjarta borgarinnar Reykjavíkur. Þar er sá frægi gyllti salur. Þar fást þeir frægu síldarréttir, sem fullorðnu menn irnir töluðu um meðan ég var ung. Ég Iief borðað þá nýlega og get fullvissað alla um, að það er fátítt að fá jafn góða síld og á Hótel Borg. Það er gott að búa á Hótel Borg. Það er aðeins steinsnar í mið- bik (eða ætti ég að segja hjarta) borgarínnar. Skipafélögin, flug- félögin, bankamir, matstaðir, verzlanir, allt er við hendina. • Og Austurvöllur blasir við með styttunni af Jóni Sigurðs- syni. Niðri í gyllta salnum dunar dansinn á kvöldin. Þangað kom'a mikið í dag Menntaskólaung- lingar og aðrir á svipuðum aldri. Gyllti salurinn hefur alltáf verið vinsæll Þegar Pétur Daníelsson, hótel- stjóri tók við rekstri Hótel Borg breytti hann innréttingum mik- ið og lét gera hótelið mun- ný- tízkulegra en það var áður. Hótel Borg var reist af glímu- kappanum Jóhannesi Jósepssyni fyrir Heimsstyrjöldinni síðari og á mínum uppvaxtar árum var ekkert fínna en að drekka morg- unkaffið sitt á Hótel Borg. Þar eru líka framámenn þjóð- félags okkar enn þann dag í dag á hverjum morgni áður en þeir hverfa til vinnu innan um alla gestina með morgunniatinn sinn. Það var glans yfir Hótel Borg, þegar ég var að alast upp. Ég hef komið þar síðar. Þjónustan og aðbúnaður gæti ekki verið betri. Það verður vonandi alltaf glans yfir Hótel Borg annars missti borgarlífið mikið. Borg í hjarta borgarinnar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.