Alþýðublaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 5
BARNAGAMAN TASKAN, sem fékk fætur Saga fyrir litlu börnin eftir Ara, 3ja ára MENN OG SKIP Einu sinni var lítill strákur, sem hét Ari. Hann var nýbyrjaS ur á barnaheimili, sem hann kall aði alltaf skólann sinn. Það var vegna þess, að Ari átti eldri bræður, sem allir gegnu í skóla. Hann átti líka tösku eins og stóru strákarnir. Þegar hann fór í skólann sinn þurfti hann að bera töskuna sína. Á hverjum degi setti mamma mjólk í flösku og mat í box í itöskuna. Þá varð taskan þung. Strákurinn hann Ari varð þreyttur á að bera svona þunga tösku langar leiðir. Handleggir hans og fætur voru stuttir enn. Einu sinni var rigning og margir pollar á ieiðinni. Mamma klæddi Ara i polla- buxurnar hans og regnjakkann. Svo fór hann í stígvél. Pollafötin voru þung, en task- an var samt ennþá þyngri. Ari var að leggja af stað í skólann sinn. — Töskur eiga að hafa lappir, sagði Ari litli við mömmu sína. Vitið þið, hvað gerðist? Taskan hans Ara fékk lappir og þarna labbaði hún lítil og torún ,,labb-ilabb“ niður allan stigann. Ari þurfti ekki að bera hana. Hann hélt bara í handfangið alveg eins og hann væri að leiða hana. Þá var Ari hrifinn. Hann gat auðveldlega hoppað yfir pollana á leiðinni í bláu stígvélunum sínum. Taskan lét ekki bera sig núna og var þung. Hún lioppaði yfir alla pollana líka. Krakkarnir í skólanum hans Ara og allar góðu konurnar voru líka hrifin af töskunni hans Ara. Öllum fannst hún fín og allir vildu halda á henni. — Taskan brosti út að eyrum. Hún var hrif in af því að allir voru góðir við hana. Pabbi kom og sótti Ara á barnaheimilið hans. Ari stökk og hoppaði við hliðina á pabba sínum. — Þú þarft ekki að leiða mig, sagði Ari. — Taskan mín leiðir mig. Pabbi va.r líka hrifinn af litiu, briinu töskunni. Litla, brúna taskan varð mont in. Hún hoppaði og stökk. Hún varð d'álítið þreytt eins og all- ir, sem hafa litla fætur verða á kvöldin. Svo kom stór pollur. Ari stökk og lenti beint í poll- inum. Það gusaðist á fínu polla- buxurnar hans. — Þú skalt passa þig, sagði Ari við töskuna, sem toæði gat gengið og stokkið. — Þetta er stór Og djúpur pollur. Taskan hlustaði ekki á Ara. Hún var orðin montin. Litla, brúna taskan stökk yf- ir pollinn. Það var satt, sem Ari sagði. Pollurinn var bæði stór og djúp- ur. Það fór illa fyrir litlu tösk- unni. Hún lenti beint í miðjum, pollinum. Litla, brúna taskan varð renn blaut í fæturna. Það fannst henni leiðinlegt. Hérna fyrir neðan er skemmti- ieg myndagáta, sem þið hafið sennilega gaman af að ráða, Þið eigið að finna út, hvaða maður á hvaða skip. Ég veit, ekki, hvort þið þekkið hvaða bát Kínverjinn á til dæmis, en kannski geta pabbi eða mamma hjálpað ykkur við það. Og nú skulið þið fara að hugsa um hvaða skip íþróttamaðurinn á, hvaða skip fiskimaðurinn á eða 'z Hún dró lappirnar inn í sig aft- ur og eftir þetta hefur hún aldrei gengið. Það finnst Ara leiðinlegt. — Taskan er svo þung. Hann er enn að vona, að kraftaverkið gerist og taskan hans gangi sjálf alla leiðina í skólann hans. negrinn. Á hvaða skipi er skip- stjórinn og indíáninn? Svörin eri* hér við hliðina á, ef þið geíizt alveg upp, en til að finna þau verð ið þið að snúa blaðinu við. •q ’ju jeq e j uuiueipux 'X uu teq e 3 uuijnpemi3(si3 'ju xeq e q uuiC.iaAuiyi •g uu ;eq e 3 uuiJ0f}sdi3tS •9 Uu xeq e g uuiguijjaAS •ju jeq e v uuijngeuiefxo.iqj VERÐLAHNASAMKEPPNI. X þessu blaði er saga, sexn við heyrðum iítinn strák segja systur sinni. Strákurinn heitir Ari og sagan er um hann sjálf- an og töskuna hans. Hann er aðeins þriggja ára og systir hans, sem teiknaði myndirnar með sögunni er fjögurra ára og heitir Hólmfríður. Okkur þótti sagan svo skemmtí leg, að við ákváðum að stofna ÞESSi VINSÆLU LEIKFÖNG KOIVIA í VERZLANIR í NÆSTU ViKU HEILDVERZLUN INGVARS HELGASONAR itl verðlaunasamkeppni um það, hver sendir okkur beztu söguna eða beztu myndina um hvaða efni, sem þið viljið nota. Allir frá tveggja til tólf ára aldurs geta tekið þátt í keppn- inni og þrjár beztu sögurnar ásamt þrem beztu myndunum fá verðlaun. Ef einhver ykkar tekur sig tíl og myndskreytir söguna sína eru miklar líkur fyrir því, að hann fái bæði verðiaun fyrir mynd- skreytingu og sögu. En það er alls ekki nuðsyn- legt að senda sögu með mynd- inni. eða sögunni til að fá verð- laun. Takið þið ykkur nú til og skrifið .,Baniagamni“ Utaná- skrift okkar er ,,Barnagaman — Heigarbiað Alþýðublaðsins, Reykjavík“. Mamma eða pabbi mega hjálpa litlu börnunum, sem ekká kunna að skrifa til að setja sög- urnar þeirra á pappír, en skemmtilegast verður að fá bréf frá ykkur, sem þið skrifið sjálf. Fáið ykkur nú pappír og penna og byrjið að skrifa eða teikna. 11. ágúst 1967 - HELGARBLAÐIÐ g.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.