Alþýðublaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 3
Flugíélag íslands vakti áhuga Færeyinga á flugmálum r Marius Johannesen. Færeyjar ■5 Flug til Færeyja tekur aSeins tvær stundir. Faereyjaför er þvi ódýrosta utonlondsferðin, se.m (slendingum stendur til boða. ÞaS er samróma ólit þeirrc, sem gist hafa Færeyjar, að nóttúrufegurð sé þar mikil og þar búi óvenju gestrisið og skemmtilegt fólk. Fokker Friendship skrúfuþoto Flugfélogsins flýgur fvisvor í viku P frá Reykjavik til Fær-1 eyja, á sunnudögum | og þriðjudögum. • Leitio ekki langt yfir skammt • Fasreyja í sumarfríinu. fujcFélag Tslaívds ICELANDAIR J Um þessar mundir stendur yf- ir norrænt æskulýðsmót, sem er sótt af meira en 300 ungum mönnum og konum frá hinum Norðurlöndunum. Mót þetta ætti að verða til þess, að auka þekkingu itngra Norðurlandabfta á íslandi og ís- lendingum og bæta norræna samvinnu. Skilningur almennings á ís- landi á norrænu samstarfi er mikill og íslendingar hafa hóp- ast til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar undan farin ár og eru nú einnig farnir að venja kom- ur sínar til Finnlands og Fær- eyja. Færeyjar, þessi nágranni okk- ar í Atlanzhafi hafa til skamms tíma verið lítt sóttar heim af íslenzkum ferðamönnum, þó að mikil breyting hafi orðið á síð- ustu tímum. Við ákváðum því, að ræða við færeyskan fulltrúa á Nor- ræna Æskulýðsmótinu og mælt- um okkur mót við Marius Jo- hannescn í forsalnum á Hótel Sögu. Okkur langaði til að fræðast um viðhorf og vandamál Fær- eyinga viðvíkjandi mjög aukn- um straumi ferðamanna til Fær- eyja. — Hvernig er aðstaða ykkar til að taka á móti ferðamönnum? — Okkur skortir mjög hótel- rúm í Færeyjum og hefur það verið all mikið vandamál, sem nú stendur til bóta, þar sem verið er að reisa hótel í Þórs- höfn, sem verður helmingi stærra en það, sem fyrir er. Ferðamannafélag Færeyja hefur bæði gert sitt til að auka ferða mannastrauminn og til að út- vega ferðamönnum gistingu í heimahúsum. — Hefur þetta reynst nægi- legt? — Nei, sem stendur eigum við erfitt með að taka á móti öllum þeim, sem koma í heim- sókn til okkar. — Hver er afstaða yðar til aukins og vaxandi ferðamanna- straums? — Ég veðr nú að játa það, að persónulega er ég mjög and- stæður þeirri þróun, sem það mál hefur tekið í Færeyjum og vildi gjarnan vera laus við ferðamennina að mestu Hins vegar er ég meðlimur í Ferða- mannafélagi Færeyja og ég veit að nausyn er að auka komu ferðamanna til Færeyja og það vegna gjaldeyris þess, sem þannig fæst og er nauðsyrilegur fyrir okkur Færeyinga sem og til að vekja áhuga annarra þjóða á Færeyjum og vandamálum þeirra. — Hverrar þjóðar eru ferða- •mennirnir helzt? , — Til okkar koma menn frá mörgum þjóðum, sérstaklega ís- lendingar. Englendingar koma líka mikið og veiða í vötnum okkar. — Hvað veiðist helzt þar? — Urriði, sem við köllum „sil“ í Færeyjum. Meðan við sátum í anddyrinu á Hótel Sögu fór að verða all ónæðissamt. Matartíminn var senn á enda og þátttakendur í mótinu streymdu niður stig- ann. Mikill meiri hluti þeirra virt- ist eiga erndi við Marius. Sam tal okkar rofnaði hvað eftir annað, þegar einhver birtist fyr- ir framan okkur og reyndi að mæla sér mót við Marius ann- aðhvort síðar eða þá mjög fljót- lega. •••*•*'•• Upplýsingar þær, sem við fengum urðu því ekki jafn mikl ar og ýtralegar og ella hfeði orðið. Svona er að tala við önnum kafinn fulltrúa á Æskulýðsþingi í matartímanum. — Virðist yður íslendingar koma fremur á einum tíma árs en öðrum til Færeyja? — Tvímælalaust. íslendingar hafa uppgötvað Ólafsvökuna, ef svo mætti segja. En Ólafsvak- an er nokkurskonar þjóðhátíð Færeyinga og haldin í júlí. Rétt áður en ég fór hingað hitti ég 26 Akureyringa í Færeyjum. — Var ekki erfitt að útvega húsnæði fyrir allan þann hóp? — Þeir fengu inni í Lýðhá- skólanum, sem ég er skólastjóri fyrir. — Komu þeir fljúgandi eða með skipi? — Þeir komu fljúgandi og lentu á flugvellinum í Vogey. Hinsvegar koma margir ísledn- ingar hingað á vegum Samein- aða Gufuskipafélagsins með „Kronprins Friðrik" Þeir fara í land í Færeyjum og dvelja þar meðan skipið fer til Kaup- mannahafnar og aftur tiJ Fær- eyja. — Virðist yður samskipti ís- lendinga og Færeyinga hafa auk ist við aukin kynni íslendinga af Færeyjum? — Já. mjög mikið óg þá sérr staklega samvinna íþrótta- manna. íslenzkir knattspymu- menn hafa komið til Færeyja og færeyskir til íslands og keppt þar í knattspyrnu við mikla og almenna ánægju og hrifningu heima fyrir. — Ferðast Færeyingar mikið? — Því er eins um þá varið og íslendifnga, að báðar þjóðir búa á afskekktum eylöndum og þurfa því að ferðast langar leið- ir til að komast til annarra landa. Útþráin virðist báðum í blóð borin. Færeyingar hafa líka alltaf sótt á fjarlæg mið til starfa og þá bæði til íslands og Grænlands. Þetta er aðal- lega á vetrarvertíð og ólíkt betra að komast flugleiðis á áfangastað en velkjast um á sjó í yfirfullu skipi oft meira eða minna lerkaðir og lemstraðiri — Hvenær og hvernig var Flugfélag Færeyja stofnað og hvenær hófust reglubundnnr fiugsamgöngur við Færeyjar? — Það vfjr árið 1963, sem Flugfélag íslands, hóf samgöng um í samvinnu við Flugfélág Færeyja. Það er fyllsta ástæða til að þaljka íslendingum og þá sér í lagi Flugfélagi íslands fyrir það forustuhlutverk, sem það hefr- ur haft með höndum í færeysk- um flugmálum. Þó að Flugfélag Færeyja hafi skrifstofur sínar í Þórshöfn cr flugvöllurinn í Vogey, en þar var fyrir gamall herflugvöllur, sem hefur verið lagfærður mjög. Það var Flugfélag íslands, sem vakti áhuga Færeyipga á flugmálum og gerði þeim unnt að komast á skömmum tíma til Bergen, Kaupmannahafnar Glas gow og Reykjavíkur Hinsvegar er því ekki nð' neita, að nauðsynlegt verður fyr- ir Færeyinga að eignast eiginn flugflota og mikið hefur verið um það' rætt í Færeyjum nð stofna „Flugsamband Færey- inga“. Nú gálum við ekki fóðrað þnð lengur fyrir okkur að tefja þenn an önnum kafna mann og kvödd um því Marius Johannessen með kurt og pí og þeirri ósk að samstarf islendinga og Færey- inga megi ætíð verða sem mest og bezt. 11. ágúst 1967 - HELGARBL.AÐIÐ ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.