Alþýðublaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.08.1967, Blaðsíða 2
fSINN ER BROTINN... Jaques Lanzmann var ekki skilinn eftir einmana og yfirgef inn á hafnarbakkanum innan um lostafuilar konur og reiða eigin- menn. Lögreglufulltrúinn birtist á ofsahraða á áttagata tryllitæki og tók Lanzmann með sér til bróður síns, sem hafði áhuga fyr ir að kaupa málverk hans. Lög- reglufulltrúinn þurfti ekki að fylgja umfeerðalögum að þessu sinni Hann ók Lanzmann um götur borgarinnar á þeim tíma, sem almenningi er bannað að aka um göturnar. En slíkt gerist í einn klukkutíma á sólarhring í henni Eeykjavík. Og svo skul- um við gefa M. Lanzmann orð- ið: „ísland var hernumið af Amerí könum í stríðinu, en það var íriðsamlegt hernám. sem ríkis- stjórnir beggja landa komu sér saman um. íslenzkt ljóðskáld, sem ég vil ekki nafngreina til að auðmýkja hann ekki bjó til fleyga setningu, sem þýdd á frönsku verður svona: „On a souvent besoin d’un plus petit que soi“. (Menn þarfnast stund- um einhvers, sem er minni en maður er sjálfur) Ég fékk tæki færi til að hitta þetta skáld og óskaði hinum innilega til 'ham- ingju með frumleika hans. Ameríska'ríkisstjói’nin borgaði þeirri íslenzku konunglega þann- ig að hún gat keypt sér ein- kennilegar, nýtízku vélar, sem breyttu landinu í hálfgildis nú- tímaland á skammri stundu, í launaskyni fékk ameríska ríkis- stjórnin að senda 175.000 her- menn til íslands Við fyrstu sýn virðist þetta lítið, en þegar mað- ur veit, að íbúatala eyjarinnar er aðeins 150.000 sálir. verður manni óglatt af öllum einkennis- búningunum. Hugsið ykkur bara. Meira en einn hermaður á íbúa. Það gerir 50 milljónir erlendra hermanna fyrir 42 milljónir Frakka. Við skulum láta okkur í léttu rúmi liggja nokkur ofbeldisverk, sem helguð eru konum einum og leiðindi þau, sem hljóta að fylgja hernámi, þótt vinsamlegt sé og koma okkur að því, sem máli skiptir fyrir þessa frásögn okk- ar, blessun þá, sem fylgdi her- námi iþessu. Það var ekki ríkisstjómin ein, sem græddi heldur batnaði mjög hagur hins almenna borgara. Hver og einn fékk fyrir sig einn amerískan hermann, en allir vita, hve vinsælir þeir eru sak- ir örlætis þeirra. Sölustarfsemi kvenna, sem áð- ur var með öllu óþekkt á ís- landi, blómgaðist meðal allra þjóðfélagsstétta. Gjaldmiðillinn var dollarinn, blanda af fílnum og ljóninu. vegna tryggðar sinnar og ráns- hugans, sem hann vekur Þegar styrjöldinni lauk fóru hermenn- irnir og yfirborðsþögn ríkti á eyjunni. Menn hikuðu og hvíldu sig eins og eftir ástarleik. Þeir reyktu síðustu sígarettu hernáms ins sælir og svo gaus Hekla. Jörðin skalf, hraunið rann og eyðilagði mannlaust þorp og drap tvo vísindamenn, semhöfðu hætt sér of nálægt. Mönnum til mikillar ánægju stóð gosið að- eins fáa daga. Hið einkennilega var að þetta náttúrufyrirbæri breytti samtím- is hugsun og venjum hinna inn- fæddu. í heljarklóm skelfilegrar á- girndar, löngunar til að auka kyn sitt og ótakmarkaðra þæg- inda voru þeir gripnir af tauga- veiklun nýjungagirninnar, og fóru að lifa á fasistvísu. Fjölskyldumeðlimir tíndu sam- an dollarana, þessa tíund töfra Norðursins. Heimilisfaðirinn spýtti í lófana og sendi allmarg- ar pantanir til amerískra sölu- umboða í Reykjavík Fyrst pantaði hann amerískan bíl (meðalgerð fyrir millistétta- fólk og „de luxe“ fyrir þá rik- ustu), síðan pantaði liann ísskáp, en þeir eru gagnslausir í þessu loftslagi. Ég hef séð fólk, sem geymir skóna sína í ísskápnum, Þar á eftir komu merkileg liúsgögn, svo sém borðtennis- borð úr gleri, sem jafnframt voru fiskabúr og loftnet fyrir útvarp og sjónvarp. Svo tóku við rafmagnsrakvélar. handmálaðar skyrtur, gullúr, haugar af sælgæti, heimsskauts- tyggigúmmí, sem menn setja yf- ir augun til að eiga auðveldara með að horfa á Norðurljósin, afríkanskur sleikibrjóstsykur og að lokum fyrir veturinn sá frægi, ljómandi, brenndi Bismark brjóstsykur. sem lýsir upp rotn- andi tannhold sjómannanna á hafi úti og varpar töfrabirtu á órótt hafið. Villimenn. Jafnvel þó að villi- mennska riki er það skipulögð villimennska. Skipulag íslend- inga var nægilegt enda þótt tæknimenning þeirra og þarfir væru á frumstæðu stigi, en þeir komust úr jafnvægi vegna þess- arar nýstárlegu og sjúklegu eyðslusemi. Þessra lágkúrulegu óskir um húsgögn og sælgæti reyndu á MALLORCA - LONDON SIGLT ÚT — FLOGIÐ HEIM EINSTAKT TÆKIFÆRI 31. ágúst — 18. september. Með skemmtiferðaskipinu „Völkerfreundschaft“ (áður Stocholm). Dvalið á Mallorca í 12 daga. Sól- arhringsdvöl í London á heimleið. Verð frá kr. 11.800,00. Sunna Bankastræti 7 símar 16400 12070 tæknimenninguna þó að Mn stæðist það. Alvarlegra vanda- mál voru pantanir á farartækj- um í stórum stíl. * Milli 1945 og 1946 komu 23.000 farartæki til þessarar 50.000 manna borgar. Geggjun. í miðri andlegri veiklun skildu spakir menn, að eyjan átti ekk- ert vegakerfi. Einu sinn enn var leitað til Ameríkana, sem sendu sérfræðinga sína á staðinn. Áætlanir voru gerðar. En land ið var ekki lientugt landfræði- lega séð til framfara og breyt- inga. Það tókst að leggja nokkra vegi, sem liggja frá hjarta Reykjavíkur. Aðrir vegir liggja heldur lengur, allt að 30 kíló- metrum, en enda snögglega á gilbarmi eða við skriðjökul. ' Það reyndist nauðsynlegt að byggja nokkurskonar hringleika hús þar sem hver vegur endaði ellegar höfn vegna allra þeirra fána (bæði þjóðlgera og vega- fána), sem þar blakta. Þessi rtorg gera mönnum kleift að ferðast fram og til baka og þar með að notfæra sér ameríska bílinn og fara í ökuferð með fjölskyld- una Svo var aðeins eftir að finna lausn á umferð vegfarenda í borginni sjálfri. Sérfræðingarn- ir fundu í senn skáldlega og hrífandi lausn. Þeir settu gangstíga yfir aðal- umferðaræðarnar sem byggjast á nokkurskonar svifteppum. Fólk kemur, hoppar og hefst þegar á loft og skoppar á leið- arenda á þar til gerðu gúmmí- teppi. í þessari loftferð leikur stöðugur vindur um vangann eða lyftir pilsum eftir því, hvort kynið í lilut á. Lífið var ölvandi og æsandi. Villimennirnir hurfu og tækn- in festi rætur. »MÆIK«ARBA, fl PlftSTHÚPUÐUM PflPPÍR 06 PRENTflD í UflSUM OG IÆS11EGUM LITOM, MEO 2,600« STAOfl NÖFNUM I FERflAHANDBOKINNI ERU #ALLIR KAUPSTADIR OG 2 11- ágúst 1967 HELGARBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.