Alþýðublaðið - 24.08.1967, Side 6

Alþýðublaðið - 24.08.1967, Side 6
Urnmæli U Thants um Miððusturlönd og Vietnam í EÆÐU sem U Thant, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, hélt á fjórðu alheimsráð- ■steinu kvekara í Greensboro í Nórður-Karólínu 30. júlí s. 1., vék hann að takmörkunum og iBÖguleikum alheimssamtakanna og hinum mannlegu þáttum í al þjóðlegum samskiptum. ,,Að því er varðar heimkvaðn- ingu friðargæzlusveita Samein- uðu þjóðanna, er ég enn sem fyrr sannfærður um, að engin önnur leið hefði verið skynsam- •leg eða fær eins og málum var komið. Ég vil nota tækifærið og lýsa yfir í leiðinni, að ekki einn einasti fulltrúi Öryggisráðsins hefur á þeim fundum, sem haldn ir hafa verið síðan 22. maí 1967, látið í ljós þá skoðun, að ákvörð un mín um að verða við kröfum Arabíska sambandslýðveldisins hafi verið ástæðulaus, eða að á- kvörðun um heimkvaðningu frið argæzlusveita Sameinuðu þjóð- anna hefði átt að taka í Örygg- isráðinu eða á Allsherjarþing inu.“ Affalstöðvar Sameinuðu þjóff- amia í New York. Þegar ríki láta stjórnast af pólitískum eða efnahagslegum ihagsmunum, virðast þau gera það samkvæmt reglunni „hver er sjálfum sér næstur“, sagði U Thant ennfremur. Aðildarrík- in vanrækja í sívaxandi mæli að virða ákvæði Stofnskrárinnar um að forðast hótanir eða vald- beitingu gegn landhelgi eða póli tísku sjálfstæði annarra ríkja. Alltof mörg ríki virðast þeirr- ar skoðunar, að þessi skylda eigi aðeins við ,,hina“. Hömlu- laus valdbeiting til að ná póli- tískum markmiðum í einum •hluta heimsins hefur áhrif ann- ars staðar. Hættumar sem þessi þróun leiðir af sér koma greinilega í Ijós í Víetnam-stríðinu og átök- unum í Miðausturlöndum. Fyrra stríðið hefur stigmagnazt viku eftir viku. Fjöldi hermanna og magn hergagna hefur stórauk- izt. Bardagarnir verða æ grimmi legri og fórnarlö-mbunum fjölg ar óhugnanlega ört. „í viðleitni við að réttlæta þessa feiknarlegu sóun á mann- legum verðmætum hafa menn gengið alltof langt í að einfalda vandamálin og þær lausnir sem hugsanlegar séu. Ég hef marg- sinnis látið í ljós mínar eigin skoðanir á Víetnam-styrjöldinni og varpað fram ákveðnum hug- myndum um, hvemig hægt væri að binda endi á hana. Ég hef hvað eftir annað lýst yfir, að það sé rangt að líta é styrjöld- ina í Víetnam sem eins konar heilagt stríð gegn tiltekinni hug myndafræði. Ég hef látið í ljós það sjónarmið, að driffjöður þeirra, sem sakaðir eru um þessa hugmyndafræði, sé í raun inni máttug þjóðerniskennd, ósk um að vinna þjóðlegt sjálfstæði og skapa þjóðlega sjálfsvitund. Það er þjóðernisstefna en ekki kommúnismi sem örvar and- spyrnuhreyfinguna í Víetnam til baráttu gegn hvers kyns er- lendri ásælni, og nú fyrst og fremst gegn Bandaríkjamönn- um. Þeir Víetnamar, sem hafa barizt og berjast enn gegn út- lendingum, gera það til að hreppa þjóðlegt sjálfstæði. Ég er sannfærður um, aff stríðið verður ekki stöðvað, fyrr en Bandaríkin og bandamenn þeirra. viðurkenna, að það er háð af Víetnömum — ekki sem kommúnískt árásarstríð, heldur sem þjóðlegt frelsisstríð. Því er stundum haldið fram, að þeir sem berjast gegn útlend- ingunum í Víetnam séu fámenn- ur minnihluti víetnömsku þjóð- arinnar. Sagan geymir mýmörg dæmi þess að frelsishetjur hafi verið í minnihluta. Aðrir lands- menn voru áhugalausir eða kusu •heldur framhald iá óbreyttu á- standi. Er það ekki staðreynd, svo tekið sé aðeins eitt dæmi, að í nýlendunni New York söfn- uðu Bretar rneira liði en upp- reisnarmenn meðan á ameríska frelsisstríðinu stóð? Og að því er varðar stuðning þjóðarinnar, er það ekki staðreynd að mál- staður uppreisnarmanna naut stuðnings minna en þriðjungs bandarísku. þjóðarinnar? Er það ekki líka staðreynd, að þúsundir íhaldsamra bandarískra auð- manna flúðu eins og þær ættu lífið að leysa til Kanada?“ „Ég lít svo á, að áframhald stríðsins i Víetnam sé með öllu þarflaust. Ég hef kynnt mér rækilega opinberar yfirlýsingar beggja aðila um markmið þeirra, og sé það hlutverk dipló matanna að koma fram þeim málum, sem eru leynt eða ljóst skilgreind í þessum yfirlýsingum, held ég að hægt væri að koma á sómasamlegum friði í Víet. nam. Fyrsta verkefnið er að binda endi á bardagana og flytja vandamálin að samningaborð- inu. Þetta fyrsta verkefni út- heimtir ákveðin frumspor, og ég tel það hörmulegt ef ekki reyn- ist unnt að fá umrædda aðilja til að stíga þessi fyrstu spor.“ Ráöstefna um mannréttindi í framkvæmd Framkvæmd þeirra efnahags- legu og félagslegu réttinda, sem fjallað er um í Mannréttinda- skrá Sameinuðu þjóðanna, er umræðuefnið á ráðstefnu sem haldin er í Varsjá 15.-28. ágúst að tilhlutan Sameinuðu þjóð- anna. 35 Evrópulönd þeirra á meðal öll Norðurlönd, voru hvött til að senda fulltrúa á ráð stefnuna. Ráðstefnan er fyrsta svæðis- ráðstefna sinnar tegundar og er •haldin í samvinnu við pólsk stjórnarvöld. Hún er þáttur í ráðgjafarstarfi Sameinuðu þjóð anna á sviði mannréttinda. Á dagskrá ráðstefnunnar eru fjögur meginumræðuefni: X fyrsta lagi verður rætt um nauðsynlegar ráðstafanir til að fá umrædd réttindi viðurkennd og vernduð. í því sambandi get- ur verið um að ræða löggjöf og tilskipanir eða önnur form opin berra pólitískra ályktana. Ennfremur verður farið yfir lagalegar og raunhæfar ráðstaf- anir til að hrinda efnahagsleg- um og félagslegum réttindum í framkvæmd. Verður þá sérstak- lega fjallað um réttinn til vinnu, til óbundins starfsvals og til verndar gegn atvinnuleysi. Heil ibri^ðismál þjóðfélagSins koma einnig til umræðu sem og mögu leikarnir til að taka þátt í menn ingarlífinu, vísindalegar fram- , farir og velferð aldraðra laun- þega og ellihrums fólks. í þriðja lagi verður fjallað um mikilvægi efnahagslegra og fé- lagslegra áætlana og samræm- ingar efnahagslegrar og félags- •legrar þróunar. Loks verður fjallað um þá á- byrgð sem hvílir á landstjórnum og sveitastjórnum, félagsmála- stofnunum, samtökum og ein- staklingum með tilliti til fram- kvæmdar efnahagslegra og fé- lagslegra réttinda í daglegu lífi. Áttræ Tvíburasysturnar Ólína og Kristín Pétursdætur eiga í dag áttræðisaímæli. Frú Ólína býr hjá dóttur sinni og manni henn ar í Sólheimum, 23, en Kristín, sem búsett er á Hömrum í Grundarfirði, 111 un halda afmæl isdaghm hátíðlegan hér í Rvík með systur sinni- Blaðam. Alþ.bl. heimsótti frú Ólínu dag einn fyrir nokkru á heimili hennar og ræddi við hana. Ég er fædd í Svefneyjum á Breiðafirði 24. ágúst 1887, seg ir Ólína. Foreldrar mínir voru Sveinsína Sveinsdóttir og Pétur Hafliðaso”, bóndi í Svefneyjum. Við vorum níu systkinin og er. um nú fjögur á lífi, og þau eru auk mín. Kristín tvíburasystir mín, Ingibjörg á Reykjum í Mos- fellssveit og Sveinbjörn, sem stundar búskap í-Svefneyjum á Breiðafirði. Ég var heima, þar til ég var 19 ára. Þá fór ég til Snæbjarnar Jónssonar í Hergilsey á Breiða- firði og Guðrúnar Hafliðadóttur föðursystur minnar, og þar var ég vinnukona í fjögur ár. 25 ára að aldri giftist ég svo Ólafi Jónassyni, sjómanni frá K'ára- stöðum í Helgafellssveit. Við bjuggum 2 ár í Flatey, svo flutt- umst við í Stykkishólm og vor. um þar til 1923, að við fluttum til Reykjavíkur. Þá áttum við 7 <S>----------—------------- Norræn flótta- I mannahjálp: ' Danmörk lagði fram sérstaka fjárfúlgu að upphæð 1,5 millj- ónir danskra króna (ca. 9,5 millj ónir ísl. kr.) til Hjálparstofnunar Palestínuflóttamanna (UNRW A). Sama dag, 19. júlí var einnig tilkynnt að ísland hefði ákveðið að leggja frarn 12.000 dollara (516.000 ísl. kr.) til UNRWA. $ 24. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Eskeland og Norræna húsið NORRÆNA HÚSIÐ er risið af grunni í nágrenni háskól- ans og setur mikinn svip á um hverfi sitt. Nii hefur því verið valinn fyrsti forstöðumaður, en hann verður Ivar Eskeland, son ur Severins heitins Eskeland rektors á Storð á Hörðalandi í Noregi og bróðursonur Lars sáluga. Eskeland skólastjóra á Voss, en þá bræður þarf naum ast að kynna íslendingum. Iv- ar Eskeland nýtur og vinsælda hér á landi, enda nytjamaöur íslenzkum bókmenntum, skil- ur og talar íslenzku ágætlega, þekkir hér glöggt rnenn og mál efni og hefur oft hingað kom- ið. MIKIÐ FAGNAÐAR- EFNI. Ekki er enn vitað, hverjir kepptu við Ivar Eskeland um embætti forstöðumanns nor- ræna hiissins, en ástæða er til að ætla, að ákvörðunin um ráð stöfun þessi hafi vel tekizt. Iv- ar Eskeland er prýðilega mennt- aður, ritfær, smekkvís og frjálslyndur í skoðunum, jafn- vel róttækur. Dugnaðar hans mun og einstakur eins og sann azt hefur af starfi hans sem ritstjóra, en hann gerði Dag og Tid að áhrifaríku málgagni nýnorSkunnar og hreyfingar þeirrar, sem þar á hlut að máli. Dag og Tid þótti raunar ekki hófsamlegt blað undir stjórn Eskelands, meðal annars vegna stefnu sinnar í utanríkismálum en skoðanamunur í þeim efn- um kemur varla á óvart eins og viðhorf eru í heiminum á okki ur , hæf: vígu eru nors fellc ís mik slyn og 1 að í sí: mik við

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.