Alþýðublaðið - 31.08.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.08.1967, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 31. ágúst 1987 — 48. árg. 192. tbl. VerS kr. 7 Gífurlegt tjón í bruna vöruskemma Eimskipafél. Islands v/ð Borgartún Laust fyrir klukkan 11 í gærkvöldi brauzt út eldur í Borgarskála, þar sem Eimskip hf. hefur vöruskemm ui* sína. Slökkviliðinu var skjótt gert viðvart og kom það á vettvang von hráðar. Hafði eldnnnn kviknað í afhýsi við norð-vesturhorn tveggja sani- byggðra vöruskála og Iogaði grlatt. Hófst slökkviliðið þegar lianda um slökkvistarfið, eni þarna voru komnir slökkviiiðsmenn, bæði frá slökkviliðinu í Reykjavík, og Reykjavíkurflugvelli. Eldurinn barst fljótlega úr afhýsinu inn í annan vöruskálann og um liann allan. Enginn skilveggur var milli vöruskálanna tveggja, enda leið ekki á löngu áður en þeir stóðu báðir í björtu báli, án þess að slökkviliðsmennirnir fengju við nokkuð ráðið. Um kl. hálf tvö voru báðir vöru skálarnir hrundir til grunna, en enn var unnið við að hefta frek ari útbreiðslu eldsins, þegar blað ið fór í prentun. Hafði slökkvilið Keflavíkurflug vallar þá einnig verið kallað til hjálpar og slökkvilið Hafnarfjarð ar beðiff um að vera á varð- bergi, ef annar eldsvoffi brytizt út í Reykjavík. Eldurinn barst svo hratt út að engin tök voru á að reyna að bjarga einhverjum af þeim verff mætum sem þarna voru. Einbeittu slökkviliðsmennirnir sér að því að hindra að eldurinn bærist í aðr. ar vöruskemmur og vörubirgðir, sem voru í hættu. Engum blöffum er um það að fletta, að hér er um eitt mesta tjón, sem orðið hefur í cldsvoða hér á landi, að ræða. Voru vöru- skálarnir báðir fullir af vörum, sem allar gereyðilögðust. Mun tjónið nema tugmilljónum króna. Eldsupptök voru enn ókunn í gærkvöldi. rithöfundar fyrir rétti í Moskvuborg Þ R í R meðlimir úr hinum bók- menntalegu undirheimum Moskvu borgar voru kallaðir fyrir rétt í dag á bak við luktar dyr, ákærðir m. a.' fyrir að hafa haft með að gcra ólöglegt bókmenntalegt tíma ■rit. Mikil leynd er yfir réttarhöld unum, og opinberar heimildir vilja ekki láta neitt uppi, hvorki um viálið né heldur nöfn hinna á- kærðu. En aðrar sovézkar hcimildir segja, að hinir þrír ákærðu séu Vladimir Bukovskij, Jevgenij Kusjtsjev og Vadim Delone. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa skipu- lagt mótmæli i janúar vegna þess, að ritstjóri hins bannaða tímarits, Phoenix 1966 var tekinn höndum. Phoenix-fólk var tekið höndum í janúar í vetur um sama leyti og menn á Vesturlöndum veittu því Síldarleitarskipið Snæfuglinn, sem bjargaði áhöfn Stíganda frá Ólafsfirði, átti að vera við Langanes í morgun, en fyrirhugað var, að skipbrotsmennirnir yrðu settir um borð í vélbátinn Ólaf Bekk frá Ólafsfirði, sem þar er á færaveiðum. Flytur hann þá til heimahafnar og er væntanlegur þangað seint í kvöld eða nótt. Alþýðublaðið átti í gær stutt viðtal við Bóas Jónsson, skip- stjóra á Snæfuglinum, og sagðist honum svo frá, aff á mánudags- kvöldið hefði verið þoka og lé- legt skyggni á' þeim slóðum, sem björgunarbátarnir fundust eða frá 300 metrum og upp í mílu. Taldi hann höfuðástæðuna fyrir því, hve fljótt og giftusamlega tókst að bjarga áhöfn Stíg- anda, gott skipulag og einhug þeirra sjómanna, sem þátt tóku ■ í leitinni. Bóas sagði, ao strax á aðfara- nót.t mánudags hefði sú fregn bor- izt á' milli síldveiðiskipanna, að Stíganda væri saknað. Hins vegar hefði ekkert verið hægt að gera fyrr en sími opnaðist, en engu að síður hefði fréttin gert það að verkum, að skipin voru fljótari til þegar skipulögð leit var ákveðin. Þá var Snæfuglinn á heimleið og var ákveðið að hann leitaði vest- ur fyrir flotann. Sagði Bóas, að leitin hefði verið mjög yfirgrips- mikil og markviss. Var leitað á 60 sjómílna svæði, og var ein míla á milli bátanna. Þegar Snæfuglinn fann gúm- björgunarbátana, voru skipbrots- menn gengnir til náða, enda all- .slæptir eftir fimm sólarhrmga hrakninga. — Urðu þarna miklir fagnaðarfundir með áhöfnum skip anna beggja. Karl Sigurbergsson, skipstjóri á Stíganda vildi sem minnst um til drög slyssins segja, en kvað það hins vegar rangt eftir sér haft, að leki hafi komið að skipinu. Sagði hann þá félaga mundu fara Framlhald á 15. síðu. athygli, að í tímaritinu, sem var upp á 376 vélritaðar síður, voru varnargreinar fyrir rithöfundana Andrej Sinjavskij og Julij Daniel, sem sátu í fangelsi. Þegar tveir vopnaðir hermenn leiddu hina hrjá ó'kærðu frá rétt- arsalnum út í lögreglubílinn, sem beið fyrir utan eftir réttarhöld dagsins, hrópaði ung stúlka til þeirra: „Sjáumst á morgun Jev- genij“ og svo fór hún að gráta. Hún var þegar tekin í vörzlu óeinkennisbúinna lögregluþjóna og ungra réttarþjóna, sem stóðu á verði fyrir utan bygginguna all an daginn til þess að varna óvið- komandi inngöngu. Um það bil 20 vinir hinna á- kærðu stóðu líka vörð fyrir utan bygginguna allan daginn, en þeir vildu ekki heldur láta neitt uppi. Opinberlega eru réttarhöldin fyr- ir opnum dyrum, en verðlrnir héldu fólki frá með því að segja, að öll sæti í hinum lítla réttarsal væru upptekin af ættingjum hinna ákærðu. Blaðamenn fengu ekki heldur inngöngu. Rannsókn dregst á Rannsókn er enn ekki haffn á veiðum nótabáta á Þistil firffi, en nú er hálfur mánuffur liðinn frá því aff Alþýðublað- ið vakti athygli á þvi, aff veiðar þessar væru ekki aff lögum, þar sem bátarnir mokuðu upp þorski með uótum, sem ekki væru leyfðar til slíkra veiða. Eins og kunnugt er af frétt- um, var Landhelgisgæzlunni falið að athuga þessar veiðar og senda sjávarútvegsmálaráðu neytinu skýrslu um málið. Var það gert, en síðan hefur skýrsl- an verið á stöðugu ferðalagi, fyrst til dómsmálaráðuneytis- ins, þaðan til saksóknara, en í síðustu viku mun hún hafa ver- ið send norður á bógirm að nýju og liggur nú væntanlega á pósthúsinu á Húsavík. Hefur sýslumanni Norður-Þingeyinga vei;ið falið að rannsaka málið. Við náðum tali af sýslu- manni, þar sem hann var stadd ur á Raufarhöfn. Kvaðst hann hafa lesið um það í blöðunuin, að sér hefði verið send skýrsl- an. Hann hefði hins vegar ver- ið í þingaferðum alla þessa viku og hluta af fyrri viku og hefði skýrslan ekki verið komin í sín ar hendur, þegar hann var sfð- ast á Húsavík. Við reyndum að ná tali af fréttaritara okkar á )>órshöfn, en tókst ekki, þar sem hann var á sjó. Getum við því ekki að svo stöddu skýrt frá því, hvort bátarnir, sem voru á ufsa veiðum, veiða ennþá þorsk í síldarnætur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.