Alþýðublaðið - 31.08.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.08.1967, Blaðsíða 2
Doktorspróf mannfræ JENS PÁLSSON, mannfræðingur, lauk þann 26. júlí s. I. doktors- prófi í mannfræði (anthropology) við náttúrufræðideild háskólans i Mainz í Þýzkalandi, með mjög lofsamlegum vitnisburði (magna cum laude). Doktorsritgerð Jens Pálssonar nefnist „Anthropologjsche Unter- suchungen in Island, unter beson derer Beriicksichtigung des Ver- gleiehs mit den Herkuntslándern der islándischen Siedler“. Þetta er allmikiS rit, sem innifelur m. a. 176 töflur, iínurit og kort. Það byggist aðallega ó mannfræðirann sóknum Jens Pálssonar á fullorðn um íslendingum frá öllum lands- hlutum íslands, en einnig að nokkru leyti á rannsóknum, er hann gerði á Dönum og Norðmönn um fyrir nokkrum á'rum. Aðalkaflar ritsins fjalla um sam anburð mannfræðiiegra einkenna efti^- landshlutunum á fslandi, mannfræðilcjja sögu skandinav- isku landanna og íslands, og að lokum samanburð íslendinga við nágrannaþjóðir þeirra. Jens Pálsson er sonur hjónanna Páls Ólafssonar frá Hjarðarholti, fyrrv. ræðismanns íslands í Fær- eyjum og Hildar Stefánsdóttur frá • Auðkúlu. Eftir menntaskólanám í Eeykja vík fluttist Jens til Danmerkur árið 1947, en stundaði nám í mann fræði og þjóðlífsfræði (folklori- stik) við Uppsalaháskóla í Svíþjóð árin 1950—1952. Hann var síðan kennari á íslandi um tíma, en fór til Bandaríkjanna árið 1955, þar sem hann nam mannfræði, sögu og bókmenntir við Kaliförníuhá- skóla. Hann tók B.A.-próf í mann- fræðj árið 1957, en stundaði síð- an framhaldsnám í mannfræði og mannerfðafræði við Washington- háskóla í Seattle og tók þar próf árið 1958. Síðar lagði hann stund á ýmsar sérgreinar mannfræðivísinda við Harvard, Oxford og Mainzháskóla, en lauk einnig prófi í þjóðfræði Framhald á bls. 15. .• P' *■ 'i M Kínverjar kenna Bretum um átökin Verzlunar- ráð 50 ára VERZLUNARRÁÐ íslands á 50 ára afmæii í næsta mánuði og verður það haldið hátíðlegt með ýmsum hætti. Verzlunarráð íslands var stofn að 17. september 1917. Haldin verður hátíðarveizla að kvöldi 16. iseptember, munu m. a. sitja hana forseti íslands og ríkisstjómin. — Á afmælisdaginn verður móttaka Ihjá Verzlunaráðinu. Fulltrúar frá verzlunarráðum lá Ihinum Noi-ður- löndunum munu verða ihér á af- •mælinu. Gefið verður út sérstakt thátíðarblað með greinum um mál efni verzlunarstéttarinnar og sögu verzlunar á íslandi o. fl. London og Hongkong 30/8 (NTB- Reuter). Á sama tíma og brezkir sendi- ráðsstarfsmenn í Peking urðu fyr- ir nýjum árásum reiðra, rauðra varðliða, buðust brezk yfirvöld til þess að ræða möguleika á því að bæta sambúð Breta og Kín- verja. George Brown, utanríkis- ráðherra, kom með þetta tilboð í persónulegri orðsendingu til starfsbróður síns í Kína, Chen Yi. Tilboðið var sent í símskeyti til Peking, og afrit var afhent brezka sendifulltrúa Kína í Peking, Shen Ping. Brezkir embættismenn segja, að tilgangurinn með trún- aðarbréfi Browns sé, að gera Chen Yi það ljóst, hve alvarlegum aug- um brezka stjórnin lítur á nú- verandi ástand, sem ríkir í sam- skiptum þessara tveggja þjóða. Stjórnmálafréttaritarar telja gerð- ir Browns mjög óvenjulegar. Sambúð Kína og Bretlands hef- SILDIN Hagstætt veður var á síldarmið. unum SV af Svalbarða sl. sólar- hring, en lítil veiði. Kunnugt var um afla 5 skipa, samtals 755 lestir. ur aldrei verið verri en nú eftir ð rauðir varðliðar kveiktu í brezku sendiráðsbyggingunni í Peking í fyrri viku og eftir slagsmálin á milli brezkra lögreglumanna og kínverskra sendiráðsstarfsmanna í London í gær. í dag voru brezkir sendiráðs- starfsmenn í Peking umkringdir af að minnsta kosti 1000 rauðum varðliðum, sem voru æfir yfir at- burðunum við kínverska sendiráð- ið í London í gær. í fréttum, sem borizt hafa til London segir, að rauðu varðliðamir hafi byrjað að berja sendiráðsstarfsmenn, en hermenn hafi þá tekið í taumana. Rauðu varðliðarnir reyndu að neyða brezka sendifulltrúann, Don ald Hopson og aðra sendiráðsstarfs menn, til þess ?ð beygja höfuð sín í iðran, en þeir neituðu því. Til mótmælaaðgerða kom fyrir utan þau hús, þar. sem brezkir sendiráðsstarfsmenn liafa nú leit- að hælis eftir að kvelkt var í sendiráði þeirra. Þama era 56 Bretar, þar af 15 böm, sem búa á einkaheimilum. Atburðum miðvikudaginn (dags- in í dag) í Peking virðist hafa FraiUihald á 15. síðu. Þetta er ekki svifskipið, sem hér er um þessar mundir, en einhver ættingi þess mundi þetta samt vera. Þetta skip er sovézkt og segir í frétt, sem fylgdi myndinni til okkar, að það geti farið bæði á láði og tegi, alveg eins og hitt skipið. Hleyptu út föngum í Suður-Víetnam Óeirðir í Hongkong Ráufarhöfn Gunnar SU Faxi GK Harpa RE Akurey EE Sóley IS 2 31. ágúst 1967 lestir 180 75 260 140 100 Hongkong, 30/8 (NTB-Reauter). Lögreglan hóf skothrið á Kín- verja, sem stofnuðu til óeirða í Kowloon í Hongkong í kvöld. Að minnsta kostj tveir menn særðust, þegar Iögreglan skaut úr skamm- byssum á mannfjölda, sem ætlaði að fara að kveikja í og láta dólgs- Iega. í gær kom til óeirða eftir að lögreglan hafði sært Kínverja skotsári. Hófust þá mótinælaað- gerðir gegn Bretum. Ferðamenn, sem komnir eru til Hongkong frá Kína, skýra frá á- tökum í Canton, þar sem fylgj- endur Liu Shao-chi-forseta hafa náð á sitt vald tveimur her- vögnum frá Mao-sinnum. Átökin urðu á mánudaginn fyr- ir utan menningarhöllina x Cant- on. Herinn hafði liklega fengið rauðum varðliðum hervagnana í hendur, en rauðu varðliðarnir hafa ekkj vitað, hvernig ætti að nota þessi tæki, að því er sjón- arvottar sögðu blaðamönnum blaðsins South China. Quang Ngai 30. 8. (NTB-Reuter) Þjóðjrelsisherma-ður hleypti út 1000 föngum, en lét sjálfur lífið, þegar hann sprengdi dyr hins vel varða fangelsis í Quang Ngai í Suður-Víetnam í dag. Hermaður- inn sprengdi upp dyrnar með sprengju, sem hann bar á sér. Að því er hernaðaryfirvöld í Suður- Víetnam segja, tróðu 30 þjóðfrels- ishermenn sér inn um uppsprengd ar dyrnar, en athyglj varðmanna beindist öll að aðalherbækistöðv- unum í nágrenninu og aðsetri bandarískra ráðgjafa fyrir suður- víetnamskar herdeildir í grennd- inni, — en þjóðfrelsishermenn hófu mikla skothríð á þessar bygg ingar um leið og félagar þeirra ruddust inn x fangelsið. Quang Ngai er um það bil 450 kílómetra norð-austur af Saigon. Þj óðfrelsishermenn drápu yfir- fangavörðinn og yfirmann her- deildarinnar, sem var á verði £ fangelsinu. Skæruliðahermennirn- ir voru um fjórar klukkustundir í fangelsinu, héldu ræður yfir föng unum og drápu þjóðfrelsisher- mann, sem ekki vildi fara með þeim, þegar þeir yfirgáfu fang- elsið, að því er fangelsisyfirvöld- in segja. 1329 fangar voru í fangelsinu. 352 vildu ekki fylgja þjóðfrelsis- hermönnunum, þegar þeir fóru leiðar sinnar. — 30 fanganna voru venjulegir glæpamenn, 90 voru stjórnarhermenn, sem höfðu brot- ið af sér gegn herlögum og hinir Framhald á 15. síðu. Forsætisráðherra til Þýzkalands KANZLARI Sambandslýðveldis ins Þýzkalands hefur boðið Bjarna Benediktssyni, forsætisráð herra og konu hans að koma i opinbera heimsókn til Þýzkalands dagana 11. tll 15. september n.k, og hafa Þau þegið boðið. 30. ágúst 1967. ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.