Alþýðublaðið - 31.08.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.08.1967, Blaðsíða 8
HERTOGAIIJÓNIN af Windsor hafa veriff gift í þrjátíu ár og' mjög hamingjusamiega aS virðist. Þau voru því nýlega fengin til aff ræffa hjónabandiff almennt og hvaffa regium bezt væri aff hlíta tii aff gera þaff farsælt. Þau gefa hér ýmis ráff og bendingar, og aff sjálfsögffu miffast þetta mest viff þeirra eigin reynslu. Þaff er fróff- legt aff sjá hvaff þau telja affalatr iffin í góffu hjúskaparlífi, og sitt af hverju má einnig lesa milíi lín an“a. HERTOGINN AF WINDSOR, fyrr verandi konungur Bretaveldis: Til eiginmanna. Fyrsta reglan. er svohljóðandi: Yfirheyrðu aldrei konuna þína. Ef hún segir þér sannleikann má vel vera, að þér falli hann engan veginn í geð, Og ekki myndi þér líka, að hún skrökvaði að þér. Ég skal gefa dæmi. Ertu viss um, að konan þín elski þig? Þá þarftu ekki að spyrja hana að því. Og farðu ekki að spyrja hvað hún eigi vúð með ást. Þú gætir orðið ifyHr vonbrigðum. Það getur alltaf komið fyrir, að konan kalli þig nafni einhvers ■annars ef hún er utan við sig. í öllum bænum taktu það ekki há- tíðlega- Það var þó bara nafnið sem hún ruglaðist á, ekki maður- inn. Þú ert sá sem mestu mál‘ skiptir fyrir hana ........ eða hvað? Reyndu þá að verða það. Svo gæti hugsanlega komið fyr 3r þig að kalla hana nafni ein- Ihverrar stúlku sem þú leizt hýru auga fyrir brúðkaupið. Setjum svo, að gamli aðdáandi .konunnar þinnar komi allt í einu aftur fram á sjónarsviðið. Vertu ■ ekki afbrýðisamur eða önugur. •Nei. sýndu einmitt konunni þinni Ihvað hún var skynsöm að velja #>ig en ekki hann. Vertu betri við hana og meira töfrandi en nokkru sinni fyrr. Og mundu það, að ekkert er eins dautt og dauð ást. Samt skaltu ekki hvetja hana til að játa fyr>r þér fortíð sína í ásta málum. Þá gæti hún miklað fyrir sér liðna atburði, þannig að sam anburðurinn yrði þér ef til vill ekki í vil. Hefurðu ákveðnar skoðanir á mat? Þú skalt ihalda fast v‘ð þína eftirlætisrétti, en minntu ekki matsveininn líka á þá rétti sem konan þín hefur mestar mætur á- Það sýnir henni, að jafnvel sæl- keri eins og þú getur lært að meta réttina sem henni þykja góðir, án þess þó að hún breyti þínum eigin smekk. VERTU BÆÐI KVÆNTUR OG EINHLEYPUR í SENN.. Það nær ekki nokkurrri átt að láta hjónabandið gerbreyta öllum þínum fyrri siðum og venjum. Vit anlega aðlagarðu þig konunni þinni eftir beztu getu, en samtím is skaltu halda fast við ýmsar gamlar venjur þínar sem ein- hleypings. Við og við skaltu skreppa í næt urklúbbb þegar þig langar til. Nei, nei, ekki einn eða með ann arri. Auðvitað með konunni þinni, þínum yndislega félaga í lífinu. Hún verður að vita, að þú getir alls ekki notið skemmtana fylli- lega nema með hana þér við hlið- Algengur viðburður: frænka kon- unnar kemur í heimsókn. Þá hef ég hugfast, að Wallis á aðeins þennan eina ættingja á lífi, en hertoginn af Windsor hins vegar ótölulegan aragrúa. Það getur verið, að þið séuð ekki sérlega hrifín af ættingja- heimsóknum, en þú mátt aldrei láta konuna þína finna, að þú 'sért þreyttur á skylduliði hennar. Og g 31. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ mundu, að frænkurnar og frænd- urnir koma í heimsókn af því. að þeim þykir vænt um ykkur. Varastu of miklar útskýringar víð konuna þína- Hún gæti misskil ið þig og tekið þær sem afsakanir. Gerðu góðverk á hverjum sunnu degi: bjóddu einhverri frænkunni í mat. Segjum að móðir þín komi í heimsókn. Gættu þess að sýna kon unni þinni sérstaka umhyggju og nærgætni. IIún kann vel aff meta það. Og móðir þín líka. Vertu gestrisinn við ættingja sem koma í heimsókn og dveljast hjá ykkur, en búðu aldrei hjá þeim á staðinn. Haltu fast við þessa reglu. Þá sannarðu, að þú sért í raun og veru húsbóndinn á heimilinu, og konan þín verður hreykin af þér- Reyndu að búa í eigin húsi, og hvettu konuna þína til að leggja stund á garðrækt. Það er erfitt að festa rætur í leiguhúsnæði. Hvettu konuna þína líka til að ræða við þig um stjómmál. Já, og meira en það: samsinntu öllum skoðunum henn»r hjartanlega. í þróuðum löndum eru kosningar leynilegar. Ef þú gefur henni gimsteina skaltu ekki láta það vera erfða- gripi sem síðan ganga til annarr ar konu. Hún vdl heldur ódýrari skartgripi sem eru aðeins ætlaðir henni einni. Deildu aldrei um trúmál við kon una þínai Skynsamur eiginmaður reyn‘r ævinlega að fylgjast sem bezt með á öllum sviðum og bæta sífellt við menntun sína. En láttu konuna þína aldrei finna, að þú vitir eitt- hvað betur en hún. Það gæti orð ið afdrifaríkt. GLEYMDU ALLTAF HVAÐ HÚN ER GÖMUL. Hlustaðu þolinmóður á hana þegar hún segir þér frá bridge- boðum sem hiin hefur verið í. Þér gæti dottið í hug að hella yfir hana endalausum golf-sögum — kaup kaups. Gleymdu aldrei brúðkaupsaf- mælum og öðrum þýðingarmikl- um dögum, en gleymdu alltaf hvað hún er gömul. Lærðu að dæma vini ykkar eft- ir því hvemig þeir koma fram við konur sínar. Að sjálfsögðu verð- urðu að hafa í huga, að þær geta veri erfiðar og þreytandi, en það skaltu heimta þinn góða brezka morgunverð, beikon og egg o.s. frv. Að morgunblöðunum ógleymd um. En þú skalt vera áskrif andi að fleirum en einu, svo að þið hafið bæði eitthvað að lesa við morgunverðarborðið. Ef til vill er konan þín mjög gefin fyrir að setja upp basara og v‘nna fyrir aíis konar góðgerðar starfsemi (að minnsta kosti virð- ist það í tízku lijá hertogynjum). Þú skalt hiklaust leyfa henni það. Ef þú getur skaltu senda henni blóm á hverjum degi, líka eftir að þið eruð gift. En til að, sóa ekki of miklu fé til þess skaltu hafa blómin færri með tímanum. Það gerir ekkert til, jafnvel eitt lítið blóm getur glatt hana- Það er hugsunarsemin sem máli skiptir. Ekki skaltu hvet.ja hana til að taka sér störf sem samræmast illa húsmóðurlífinu. Vertu harður og miskunnarlaus gagnvart öllum slíkum truflunum. Lofaðu konunni iþinni aldrei neinu. Það eru ekki orðhi sem skipta máli í hjónabandinu, held ur gerðimar. Þurrkaðu út úr huga þér (ef þú mögulega getur) alla fyrir-hjónabands reynslu þína í málum hjartans. Konan þín er og Hertogahjónin af Wit ræða ástir og hjónabi BORGAÐU SKULDIR KONUNN- AR ÞINNAR. Reyndu að komast að þvi (nátt úrlega með mikilli háttvísi) hvort konan þín skuldar vinum ykkar nokkuð. Og borgaðu það síðan undir eins og þér er fært. Álasaðu konuna þína ekki- Hún verður þér þakklát ... og þá ekki síður vin irnir. Hrósaðu hárgreiðslunni hennar alltaf. Ef þér líkar hún skaltu reyna að sannfæra hana um, að engin greiðsla geti farið henni bet ur. Þá heldur hún áfram að greiða sér á sama hátt. Láttu hana velja það fólk sem þið bjóðið inn á heimili ykkar. Leggðu áherzlu á, að hún bjóði heirn gömlum vinum og kunningj um hvenær sem hana langar til- Það gleður hana. Vertu alltaf önnum kafinn heima fyrir — eða líttu að minnsta kosti út fyrir að vera það. Konur eru ekki hrifnar af slæpingjum. Þær vilja hafa eigin- menn sína athafnasama og dug- lega. er yndislega konan þín ekki -.... að minnsta kosti má hún ekki halda, að þér Þnnist það. Hlustaðu með athygli á ráðlegg ingar lífsförunauts þíns. En fylgdu þeim ekki í blindni. Farðu eftir því sem þér lízt á, en taktu aðrar ákvarðanir sem frjáls mað- ur. Ef þig langar til að synda langt út á sjó skaltu ekki hafa neitt samvizkubit þó að þú skiljir hana eftir á ströndinni, en ef þig langar út að sigla skaltu taka ‘hana með ef hún‘ vill. Láttu hana ráða algerlega yfir vinnufólki á heimilinu, leyfðu henni að sjá um búreikningana, en varastu sameiginlegan banka- reikning. Konur eru fljótfærnar, og það þarf að hafa vissan hemil á þeim. Ef hún ætÞr sér að breyta eitt- thvað morgunvenjum þínum skaltu gera uppreisn. Ef þú ætl- ar þér út að ganga með hundinn þinn fyrir morgunverð skaltu gera það hvað sem hún segir! Og ef þú ert eins og ég kvæntur amerískri konu en ert sjálfur brezíkur verður sú eina í lífinu þínu frá brúðkaupsdeginum. Taktu frá eitt herbergi í húsinu alveg handa þér. Það verður þinn helgidómur og griðarstaður. Hamingjusöm hjón elska einmitt hvort annað af því að þau gera sér grein fyrir, að þau eru tveir frjálsir einstaklingar. Og það gild ir sama um mannlegan persónu- leika og fegurstu blómin — þau geta ekki þroskazt ef þau eru gróðursett of nálægt hvort öðru. SANNFÆRÐU KONUNA ÞÍNA UM, AÐ HÚN SÉ ÓLÍK ÖLLUM ÖÐRUM KONUM. Láttu það ekki koma þér úr jafnvægi þótt konan þín fari allt í einu að rifja upp minningar sín ar um menn sem hún var hrifin af áður en hún kynntist þér. Eigi að síður getur þetta verið hættu- merki. Er hugsanlegt, að þú hafir sofnað á verðinum? Ertu hættur að sýna henni blíðu og nærgætni? Þegar þið farið á veðreiðar skaltu leyfa henni að veðja á þá hesta sem hún vlll. Þannig losn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.