Alþýðublaðið - 31.08.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.08.1967, Blaðsíða 5
REAGAN ÆTLAR SÉR AÐ VERDA FORSETI ÁÐUR en 5iann varð ríkisstjóri (henti fólk gaman að honum og sagði: „Svona á forseti að líta út“. — En nú eru menn hættir að gera að gamni sínu í sam- bandi við hann. Markmið hans er nefnilega að verða forseti Bandaríkjanna í fúlustu alvöru. Það er ekkert grín í augum hins íhaldssama kvikmyndakúreka, Ronald Reagan. Samkvæmt skoðanakönnun, sem Louis Harris stofnunin gerði í hyrjun þessarar viku, hlulu Nelson Rockefeller, sem republikanskt forsetaefni og Ronald Reagan sem varaforseta- efni jafnmikið fylgi og Johnson sem forseti og Hubert Humprey sem varaforseti, ef þeir væru í framboði og kosningarnar færu fram í dag. — Ef republikanar tefla fram þeim Rockefeller og Reagan, geta þeir reiknað með stuðningi bæði hinna róttækustu og Jhaldssömustu innan flokks- ins. Rockefeller er talinn einn hinn friálslyndasti framámaður flokksins. Reagan er einn hinn íhaldssamasti. En Reagan stefnir hærra en í varaforsetaembættið. — Þótt hann látj lítið á sér bera sem stendur, er það bara af því, að hann telur það heppilega stríðs- aðferð. Margir hafa undrazt hvernig maður eins og Reagan lætur sér detta í hug, að hann komist inn í Hvíta húsið. En því er til að svara, að ríkisstjórinn kann al- gjörlega tökin iá því að nota sér sjónvarpið og sjónvarpið fær sí- fellt meiri ítök í Bandaríkjun- um. Bandaríkin eru raunveru- lega komin vel á veg með að verða þjóðfélag á valdi sjón- varpsstjarna. En Reagan gætir sín vel á því að ganga ekki skrefi of langt, þ. e. að koma ekki svo oft fram í sjónvarpi eða láta birta svo oft myndir af sér í blöðunum, að fólk-verði leitt á að sjá hann. Og ihann vill ekki heldur leggja of fljótt í kapphlaupið um að verða útnefndur forsetaefni re- publikana. í stað þess bvggir hann í kyrrþey upp valdakerfi sitt, ferðast um og lætur það spyrjast, að hann sé fyrsta flokks stjórnandi. Hatar Romney. Takmark Reagans er að stöðva uppgang hinna frjálslyndu inn- an flokksins. Sá hópur telur rík isstjórann í Michigan, Géorge Romney og Nelson Rockefeller í New York sína menn. Reagan grípur oft til orðsins ,,hatur“ til þess að lýsa tilfinningum sín- um gagnvart starfsbróður sínum Ronmey. Fyrsta skrefið á leið- inni til Hvita hússins er að sigra í prófkosningum í heimaríkinu. Ef hann nýtur stuðnings Kali- forníurepublikana, hefur hann sterka aðstöðu, þegar að því kemur, að flokksþingið taki loka ákvörðun. Framtíðarvon Reagans bygg- ir ennfremur á því, að íhalds- semin fari vaxandi með fólki og það á að ryðja braut hans til Hvíta hússins. Þar bíður ósveigj anleg stefna gegn kommúnistum, negrum og „hinum óáhyrgu, fé- lagslegu framförum“. — Lægri tekju- og skemmtanaskattur fylg ir líklega í kjölfarið. íþróttafréttaritari — kúreki. Reagan hóf feril sinn sem í- þróttafréttaritari í útvarpi. — svo varð hann sjónvarpsstjarna. í kosningabaráttunni í fyrra lýsti Reagan því opinberlega yf- ir, að Barry Goldwater væri sín stjórnmálalega fyrirmynd. Nú er Reagan aftur á móti orðinn fyr- irmynd íhaldsmanna i Bandaríkj unum. Venjulega er þekking, stjórn- unarhæfileikar og stefnufesta taldir þeir hæfileikar, sem stjórn málamenn eiga helzt að prýða, — en kjósendurnir í Kaliforníu mátu meira framkomu hans og þá siaðreynd, að hann var mað- ur, sem þeir gátu borið sig sam- an við. Reagan var eliki fulltrúi stjórnarvaldanna og hann var í stöðugri andstöðu við þau. íhaldssamir fjármálamenn komu fljótt auga á manninn og veðjuðu á hann. Stjórnmálaleg ráðgjafastofnun fékk það verk- efni að sjó um Reagan. Göfuglyndur. Gömlu myndirnar, sem Rea- gan lék í, voru oft sýndar í sjón varpi. Með því móti var „per- Ronald Reagan. Seinna tók hann þ'átt í tugum annars flokks kúrekamynda og sónuleiki“ hans kynntur. í hlut- verki venjulegs manns, var það heilbrigð skynsemi, sem átti að- allega að einkenna Reagan. Á- hangendur Goldwater gerðu úr honum hógværan republikana, sem alltaf vildi koma á sáttum og skapa einingu. Hann lét sér lynda John Bireh-fólkið með því skilyrði að það féllist á skoðan- ir hans, — en ekki öfugt. Þann- ig fékk hann það orð á sig, að hann væri göfuglyndur. í Kaliforníu ríkir meiri spenna en í nokkru öðru ríki Bandaríkj anna. Árið 1940 bjuggu þar 3.5 milljónir manna, — árið 1970 munu íbúarnir verða um 25 milljónir. Fólkinu fjölgar þar daglega um 1000—1500 sálir. Rík isstjóraembættið í Kaliforníu er enginn vandræða stökkpallur fyrir þann, sem vill brjóta sér braut í bandarískum stjórnmál- um. Framhald á bls. 15. prestur og búinn að setja á sig gleraugu, er ótrúlegt, að löggæzlumaðurinn þekki hann ekki. — „Hetjan" má aldrei sleppa of billega. Vonandi verður enginn til að taka þessa iðju upp hér á landi, allra sízt hinir heittrú- uðu. P. S.: Eins og menn rekur ef til vill minni til, þá birtust tveir dómar s. 1. laugardag. Ruglingur varð í fyrirsögnum, en fyrirsögnin „Mikilhæfur Ieikstjóri“ átti að sjálfsögðu að standa með Lestinni. Leiðrétt- ist þetta hér með. Sigruröur Jón Ólafsson. FINGRALANGI GUÐSMAÐ- URINN. Un Drole de Parois- sien. Nýja Bíó. Frönsk frá 1963. Leikstjóri: Jean-Pierre Mocky. Kvikmyndun: Léonce-Henry Burel. Eftir sögu M. Servins, Deo Gratias. Jean-Pierre Mocky er ef til vill næsta óþekktur meðal ísl. kvikmyndahúsgesta, nema ef vera skyldi, að einhverjir minntust einnar kvikmyndar eftir hann, sem Tónabíó sýndi hér um árið. Hún hét Nætur- svall í París (Les Drageurs) með Jaques Charrier og Char- les Aznavour í aðalthlutverkum og fjallaði um tvo unga menn í leit að kvenfólki, sem þeir. gætu síðan stofnað heimili með. Annar hefur beppnina með sér, binn ekki. En kann- ski kannast einhver við íiinn 75 ára gamla kvikmyndatöku- mann, Léonce-Henry Burel, — því að hann hefur nefnilega lengst af verið samstarfsmaður Robert Bressons. En svo er líka til íólk, sem ekki þékkir Ro- bert Bresson og þá verður bara aö hafa það. Fingralangi gr.ðsmaöurinn er gamanmynd, nokkuð óvenjuleg, og mundi líklega ekki'falla öll um í geð. Hún segir frá fjöl- skyldu, sem ávallt hefur staðið í þeirri trú, að hún þurfi ekk- ert að vinna fyrir sér. Þessi fjölskylda er afkomandi franskra aðalsmanna, en tím- arnir hafa breytzt, tekjurnar minnka og fjölskyldan verðúr að selja húsgögnin upp í skuld- ir. Einn meðlimur fjölskyldunn ar, George, kemur nokkuð við sögu, en hann er afskaplega guðhræddur maður og hinn mesti meinleysingi, en heimsk- ur eigi að síður. — Einhverju sinni er hann á bæn í kirkju og fær þá óvænt „vitrun“, að hann iheldur. Hann heyrir konu setja peninga í samskotabauk handa nauðstöddu fólki. Hann tekur þetta sem bendingu frá drottni, og nú liefst hann handa við að ,,ræna“ alla sam- skotabauka í helztu kirkjum Parísar. Auðvitað er lögreglan á eftir honum, en George er kænn. Tekjurnar aukast dag frá degi til hinnar mestu skap raunar fyrir þá deild lögregl- unnar, sem hefur eftirlit með kirkjum. Bourvil sómir sér vel í hlut- verki Georges, hins fingra- langa guðsmanns, og á líklega stóran þátt í að gera þetta að nokkuð skemmtilegri mynd, enda alvanur slíkum lilutverk- um. Þar sem um kómedíu er að ræða, verður raunsæ hvers- dagslýsing oft að víkja, en slíkt verður einnig að hafa sín takmörk. Því er eitt atriði, sem ég get ekki fellt mig við og tel misheppnað. Það er samtal Cu- cherat löggæzlumanns (Fran- cis Blanche) við George. Þó sáj síðarnefndi sé dulbúinn sem George (Bourvil) hefur fundið upp hentuga aðferð við að ræna samskotabauk í helztu kirkjum Parísar. 31. ágúst 1967 ALÞÝÐUBLAÐID * $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.